Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 4
4
MANUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
Fréttir
^ Deilur sveitarfélaga um greiðslur fyrir skólavist:
Atta ára drengur
án skólavistar
„Það er algjörlega siðlaust af hálfu
sveitarstjórnarmanna aö tala um að
þau hafi enga skyldu gagnvart skóla-
vist átta ára gamals drengs vegna þess
að hann á ekki lögheimili í hreppn-
um. Það var sameiginleg niðurstaða
fundar með skólastjórum og oddvitum
Villingaholtshrepps og Hraungerðis-
hrepps fyrir rúmu ári síðan að það
ætti að skapa drengnum skólavist í
Þingborg," segir Soffia Sigurðardóttir,
fósturmóðir 8 ára drengs, sem hefur
ekki enn fengið að hefja skólagöngu á
þessu skólaári.
Litli drengurinn á lögheimili í
Reykjavík en vegna misþroska
drengsins og skertra félagslegra að-
stæðna býr hann hjá fósturfjölskyldu
sinni að Neistastöðum í Villingaholts-
hreppi. Fyrir rúmu ári síðan hóf hann
nám í grunnskólanum Þingborg í
Hraungerðishreppi eftir víðtæka
fundi fagaðila er málið varðar, meðal
annars oddvita Hraungerðis- og Vill-
ingaholtshrepps, skólastjómendum og
fulltrúum Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar. Nú hefur þessum
sama dreng verið neitað um áfram-
haldandi skólavist í Þingborg vegna
ósamkomulags á milli sveitarfélaga
um greiðslur fyrir skólavist drengs-
ins.
Skólamálin skoluðust til
Að sögn Soffiu hafa skólamál
drengsins þróast heldur undarlega.
Þegar hann átti að hefja nám í 6 ára
bekk i Reykjavík var hann innritaður
í sinn hverfísskóla. í samráöi leik-
skóla og grunnskóla var svo búið um
að honum yrði stýrt þaðan í sérdeild
við sitt hæfi. Eitthvað ófjóst varð til
þess að mál drengsins skoluðust til og
honum var gert aö hefja nám í 26
bama bekk. Þrátt fyrir að hann fengi
þar fulla sérkennslu, gáfust yfirvöld
skólans upp og um miðjan nóvember
hóf hann nám í skólanum á barna- og
unglingageðdeildinni við Dalbraut.
Fjölskylda Soffiu hafði um árabil
verið stuöningsfjölskylda drengsins
en var á þessum tíma flutt í Villinga-
holtshrepp. Þaðan fylgdust þau meö
málum drengsins og leist ekki á þró-
un mála. Því var það að Soffia kann-
aði vilja á meðal ráðamanna í sinni
heimasveit hvort það væri gerlegt að
taka að sér umsjón drengsins.
Endanleg greiösla ófrágengin
Þegar samþykkt var á sínum tíma
að drengurinn hæfi nám í Þingborg
var ekki gengið frá endanlegri
greiðslu fyrir skólagöngu hans á milli
Reykjavíkurborgai- og Hraungerðis-
hrepps. Samkvæmt bókun hrepps-
nefndar var skólaganga hans sam-
þykkt gegn því að allur kostnaður
yrði greiddur af Reykjavíkurborg.
Borgin greiðir ákveðinn meðalkostn-
að með hverjum nemanda en Hraun-
gerðishreppur telur greiðslur borgar-
innar ekki nógu háar til að skóla-
ganga drengsins geti hafist. Á fundi 3.
september bað fulltrúi fræðslumið-
stöðvar, Anna Kristín Sigurðardóttir,
oddvita Hraungerðishrepps um sund-
urliðaöa kröfu hreppsins en þá höfðu
engar tölur verið lagðar fram af hálfu
hreppsins.
Soffia hefur margbeðið fræðsluyfir-
völd í Reykjavik og Félagsmálastofn-
un að ganga frá málum drengsins. En
að hennar sögn hafa menn þar á bæ
aðeins dregið lappimar og ekki gert
skyldu sína.
Guðmundur Einarsson, oddviti
Hraungerðishrepps, vildi ekki tjá sig
um málið á þessari stundu en sagðist
vona að lausn væri í sjónmáli. Þegar
DV spurði hvort ekki hefði verið eðli-
legra fyrir drenginn að hefja nám á
tilskildum tíma þrátt fyrir deilur
sveitarfélaganna, sagði Guðmundur
að ekki hefði þótt ráðlegt í málefhum
drengsins að hann hæfi nám við upp-
haf skólaárs ef til breytinga kæmi síð-
ar.
Nú eru 15 dagar liðnir frá því að
skólahald hófst í Þingborg en drengn-
um hafa ekki verið boðin nein önnur
úrræði í skólamálum.
-ST
Mannmergð í Tungnaréttum
Þúsundir manna sóttu Tungnaréttir á laugardaginn í einstakri veðurblíöu. Fólk var fleira en fé. Því hafa réttirnar ver-
ifi færfiar af mifivikudegi yfir á laugardag. í kjölfar réttanna var haldifi ball í Aratungu. Margar rútur fluttu útlendinga
á staðinn. Þeir skemmtu sér ekki sífiur en Tungnamenn. Einar Geir Þorsteinsson stýrfii söng svo undir tók í allri
sveitinni. DV-mynd GTK
Skeifiaréttir voru á laugardaginn. í réttunum voru um fimm þúsund fjár og
mikill fjöldi fólks, bæfii úr sveitinni og þéttbýlinu. Ungir og aldnir skemmtu
sér konunglega enda lék vefirifi vifi menn og skepnur.
DV-mynd EJ
Dagfari
Um hvað á þá að tala?
íslendingar eiga ekki konungs-
fjölskyldu, eilífa uppsprettu frétta
og umfjöllunar. Þá eru stjórnmál-
mennimir svo litlausir að lítið
gagn er aö þeim í almennu slúðri.
Það er varla að menn muni hvað
þingmennirnir heita eða að þeir
þekkist á mynd. Sá síðasti sem al-
þýða manna vissi eitthvað um
ákvað að hætta og fara í pólitíska
útlegð til Washington.
Þegar fólk verður raunverulega
þekkt þá veit alþýða manna um
daglegt lif þess, maka og börn, bú-
setu og áhugamál. Það vissu til
dæmis allir að Jón Baldvin átti
Bryndísi og að þau hjón búa á
Vesturgötunni. Menn kannast við
nöfn bama þeirra og fá jafnvel
fréttir af því þegar barnaböm bæt-
ast í hópinn.
Flestir vita að vísu eitthvað um
Davíð og gætu sennilega sagt hvað
konan hans heitir en þá er það
upptalið. Vegna þessa ástands
héma heima verðum við aö biða
tíöinda úr sendiherrabústaðnum í
höfuðborg Bandaríkjanna. Það
verður þó ekki fyrr en eftir áramót
sem Jón og Bryndís fara að hitta
Bill og Hillary og fleira frægt fólk.
Á meðan verðum við að búa við
það litla sem við höfum.
En eitthvað verður fólk þó að
tala um á vinnustöðum og manna-
mótum. Þar hefur blessuð þjóö-
kirkjan heldur betur gegnt hlut-
verki sínu. Daufir stjómmálamenn
hafa alveg fallið í skuggann fyrir
prestum kirkjunnar og biskupi.
Kirkjunnar þjónar hafa séð til þess
að eitthvað mátti ræöa annað en
veður og aflabrögð ef fleiri en tveir
menn hittust.
Títtnefnd stjórnarandstaða eða
svartstakkar innan kirkjunnar
hafa sótt mjög að biskupi. Þar hafa
menn orðið miklu frægari en
helstu pólitíkusar og svo mjög að
hvert mannsbarn þekkir prestafé-
lagsformanninn Geir Waage,
vígslubiskupinn Sigurð að
ógleymdum Ólafi biskupi sjálfum.
Frægir leikarar ná tæplega jafn
langt og þessh' aðalleikarar kirkj-
unnar. Útiit og fas Reykholtsklerks
er til dæmis með þeim hætti að
engu er líkara en hann sé sóttur
beint til 19. aldarinnar.
Hið kirkjulega leikrit sem flutt
hefur verið undanfarin misseri er
þáttaskipt eins og vera ber. Þar rak
hver þátturinn annan meö auka-
leikurum sem komu og fóm. Má
þar meðal annarra nefna Jón org-
anista og Flóka. Þungamiðja verks-
ins var þó eilíf barátta biskups og
svartstakkanna.
En það er engu aö treysta. Það á
jafnt viö um þjóðkirkjuna og annað
í voru samfélagi. Ólafur biskup
mun nefnilega stíga af sviðinu um
leið og Jón Baldvin fer til Was-
hington. Um hvað á þá aö tala?
Meirihluti presta hefur nefnilega
komiö sér saman um það að Karl
Hallgrímskirkjuklerkur, sonur Sig-
urbjöms biskups, taki við af Ólafi.
Hann hefur boðað það að þeir 150
prestar sem em innan þjóðkirkj-
unnar eigi að snúa sér að trúar-
uppeldi fólks. Þetta er auðvitað
fróm ósk hins nýkjöma biskups og
enn ekki vitað hvort prestamir
verða viö henni. Þá er heldur ekki
vitað hvað verður um meinta
stjómarandstööu innan kirkjunnar
og hvort Karl biskup fær sína
svartstakka til að kljást við.
En það er hugsanlegt að prest-
amir fari aö fyrirmælum hins nýja
biskups og snúi sér að trúamppeld-
inu í stað þess að berjast innbyrðis
og við biskup. Þá verða samkomur
fólks heldur daufar og fátt um að
tala.
Jón Baldvin náði því í öllum
helstu skoðanakönnunum að vera
óvinsælasti stjómmálamaöurinn
ámm saman. Þá hafa síðustu miss-
eri Ólafs biskups tæpast verið dans
á rósum. En um áramót sannast
enn hið fomkveðna: Enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Dagfari