Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997 15 Veiðimanna- hugarfarið Þó Landnámabók kunni í veigamiklum atriðum að vera upp- spuni, einsog Halldór Laxness, Þórhallur Vil- mundarson, Sigurður Líndal og fleiri hafa fært rök að, þá er hún eiaðsíður eitthvert merkilegasta rit sem sett hefur verið saman á Islandi, og ber margt til þess. I fyrsta lagi er hún samin af svo ísmeygi- legri frásagnartækni, að öldum saman hafa landsmenn trúað hverju orði hennar einsog nýju neti. I ann- an stað dregur hún „Hæríngur og Krafla, ferða- mannaþjónusta og innlend sem- entsframleiðsla, kvótakerfi og urðun úrgangsefna eru önnur dæmi um skort á heimavinnu áð- uren hafist var handa um fram- kvæmdir. “ Kjallarinn Sigurður A. Magnússon rithöfundur Fyrirhyggjuleysi landsmanna hefur einatt haft hörmulegar aflei&ingar. Dæmi um það eru fjárfestingar í fiskeldi og lo&dýrarækt ..., segir m.a. í greininni. skýrt fram þá lífseigu áráttu ís- lendinga að tengja aila hluti, jafn- vel ómerkilegustu örnefni, raun- verulegum eða uppdiktuðum per- sónum sem segja megi af minnis- verðar sögur. í þriðja lagi eru ýmsar frásagnir hennar gæddar þeim galdri innsæis í mannlegt eðli að þær öðlast algildi dæmisög- unnar. Happadrátturinn og slembi- lukkan Ein slík er sögnin um Flóka Vilgerðarson og hrafna hans þrjá. Þótt hún beri ýmis auðkenni goð- sagna eða upphafssagna og minni til dæmis á frásagn- ir í Fyrstu Mósebók og Gilgameskviðu, þá geymir hún svos- em í hnotskurn einskonar fyrirboða um sambúð lands og lýðs, þarsem annarsvegar greinir frá landkostum og góðum gæftum, hinsvegar frá fyrir- hyggjuleysi dæmi- gerðra veiðimanna. Flóki var svo sólg- inn í skjótfengin og fyrirhafnarlítil upp- grip, að hann hirti ekki um ráðstafanir til að tryggja afkom- una á komandi vetri - með al- kunnum eftir- köstum. Þótt kvikfjárrækt væri uppistaðan í lífsviðurværi Is- lendinga frá önd- verðu frammá þessa öld, þá hafa viðhorf þeirra og háttalag mótast af hugsunarhætti veiðimanna, sem fyrst og fremst hafa fyrir augum happadráttinn, slembilukkuna. Þeir hafa yfirleitt veigrað sér við að leggja riiður fyr- ir sér framtíðina og gera skynsam- legar áætlanir einsog akuryrkju- og iðnaðarþjóðum er tamt. Fyrirhyggjuleysi íslendinga Fyrirhyggjuleysi landsmanna, og þá ekki síst þeirra sem ferðinni ráða, lýsir sér með ýmsu móti og hefur einatt haft hörmulegar af- leiðingar. Dæmi um það eru fjár- festingar i fiskeldi og loðdýrarækt sem anað var útí án nokkurs skyn- samlegs undirbúnings með gegnd- arlausum opinberum fjáraustri. Þegar allt var komið í kaldakol og ríkisbankar neyddust til að af- skrifa marga milljarða króna, sem var í raun lögvemdað rán á pen- ingum landsmanna, þá bar enginn ábyrgð á óráðsíunni. Forráða- menn bankanna stóðu bara gleiðir framaní landslýðnum og höguðu sér einsog veiðimenn sem misst hafa af þeim stóra fyrir einskæra óheppni eða óútreiknanlega duttl- unga forlaganna. Hæringur og Krafla, ferða- mannaþjónusta og innlend sem- entsframleiðsla, kvótakerfi og urð- un úrgangsefna eru önnur dæmi um skort á heimavinnu áðuren hafist var handa um framkvæmd- ir. Síðasta tískudillan er þygging álvers í Hvalfirði sem á að leysa þrálátan efnahagsvanda, en kemur sennilega til með að menga og eitra einhvern tilkomumesta fjörð landsins. Á sama tíma og helstu iðnríki álfunnar kappkosta að losa sig við stóriðjuver sem menga umhverfið og spilla mannvist, eru hérlendir ráðamenn óðfúsir að bjóða heim ófógnuði sem valda mun ófyrirsjá- anlegum skaða. Stóriðja leysir ekki nema um stundarsakir vanda vaxandi at- vinnuleysis. Hefðu stjómvöld ein- hvem snefil af framsýni og fyrir- hyggju, mundu þau vinda bráðan bug að því að skapa innlendu framtaki, til dæmis smáiðnaði, viðunandi vaxtarskilyrði. Nei, það er sá stóri sem endilega þarf að veiða! Ég hef fyrir satt að Færeyingar eigi sér málshátt sem er eitthvað á þá leið, að fyrirhyggjan sé affara- sælli en eftirhyggjan. Það máltæki eiga íslendingar ekki, sem er kannski ekki von! Sigurður A. Magnússon Byltingin sem Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðis- flokksins lýsti þeirri skoðun sinni í fréttatíma ljósvakamiðils fyrir nokkrum dögum að stefna bæri að sameiningu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau rök sem hann setti fram til stuðnings hugmynd sinni voru um margt eftirtektarverð. En þau voru eftirfarandi: Þar sem SÍS væri ekki lengur það afl sem það áður var í íslensku samfélagi væri ekki þörf fyrir stjórnmálaflokk sem hefði haft það verkefni að gæta hagsmuna SÍS og hefði að sumu leyti verið sekur um að reyna að breyta íslandi i SÍS- land. Nú sé hann, af náttúrulegum ástæðum, hættur öllu slíku og orð- inn frjálslyndur miðjuflokkur. Þvi sé eðlilegt að flokkurinn gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Af fullyrðingum prófessorsins má draga þá gagnályktun að þar sem „Kolkrabbinn" sé enn ekki dauður hafi Sjálfstæðisflokkurinn hlutverki að gegna í íslenskum stjórnmálum og Framsóknarflokk- urinn geti fengið ný og endumýj- uð verkefni við hagsmunagæslu í hans þágu, enda um öflugan liðs- mann í þá baráttu að ræða. Meint greining prófessorsins virðist kórrétt. Telja verður að í hinum sameinaða flokki myndi felast afl til mikilla verka. I hon- um myndu sameinast þeir menn sem gerst þekkja til kjötkatla- fræða og vísinda sérgæslu. Hver banki sitt rými Orð prófessorsins öðluðust enn meiri þunga í mínum huga þar sem ég sat og fylgdist með um- fjöUun sjónvarps- stöðvanna um hina nýju banka viðskiptaráð- herra og skipan hinna glænýju bankaráða. Eðlilega var rætt við viðskiptaráð- herra vegna málsins sem taldi að um væri að ræða einhverjar mestu breytingar sem átt hefðu sér stað í íslensku viðskiptalífi hér á landi. Vitaskuld settu viðskiptaráðherra og hans andans menn upp leikrit í tilefni dagsins sem fjö'miðlar gerðu skil. Á sviðinu fékk hver banki sitt rými og nýkjömir bankaráðsmenn „Er það orðið svo að áhrif stjórn- málaflokkanna í fjölmiðlunum séu orðin svo mikil að þeir stjórni skoðanamyndun fólks i gegnum ráðningar starfsfólks?“ át börnin sín (bankastjómendur) voru kynntir, líkt og um niðurtalningu í fegurðarsamkeppni væri að ræða, nema hvað í stað þess að til- kynnt væri um hvað- an af landinu viðkom- andi keppandi kæmi vom tengslin við til- tekinn stjórnmála- flokk rakin. Fegurðarstefið góða hefði verið við hæfi, auk þess sem telja verði það stíl- brot á frummyndinni að látið var ógert að inna keppendur eftir helstu áhugamálum þeirra eins og títt er í slíkri keppni. Svör við slíkum spurningum hefðu án efa verið allrar athygli verð. Gagnrýnisleysi sjónvarps- stöövanna Ég verð að viðurkenna að mér blöskraði gagnrýnisleysi sjón- varpsstöðvanna sem fjölluðu um harmleik viðskiptaráðherra. Það var eins og ekkert væri eðlilegra en að stjórnmálaflokkamir skiptu bróðurlega með sér áhrifum og völdum í hinum nýju bönkum; likt og áður hafði verið. Það er því ekki nema von að spurt sé: Hvar em merki hinna nýju tíma? Hvar er bylting viðskiptaráðherra? Er það orðið svo að áhrif stjórnmálaflokk- anna í fjölmiðlunum séu orðin svo mikil að þeir stjórni skoðana- myndun fólks í gegn- um ráðningar starfs- fólks? Eða tókst að- eins svona illa til þetta kvöld? A.m.k. var ekki að finna vott af gagnrýni þessara fjölmiðla á uppsett leikrit. viðskiptaráð- herra. Engra áleit- inna spurninga var spurt, þess í stað teknar huggulegar nærmyndir af persón- um og leikendum. Það er því von að spurt sé: Hvert er hlutverk fjölmiðla? Svo alirar sanngirni sé gætt verður að viðurkenna að við- skiptaráðherra er maður sem kann að setja upp slík leikrit. Það var ekki nóg með að uppsetningin væri eftirtektarverð, þó varla telj- ist hún frumleg, heldur hafði hann einnig reynt að tryggja sér fyrir fram jákvæð viðhorf til verksins með því að fá stjórnarandstöðu- flokkana til að tiinefna aukaleik- ara. -1 þvi sambandi get ég aðeins talað fyrir mig; mér þykir miður að Alþýðuflokkurinn hafi komið að uppsetningu þess. Lúðvík Bergvinsson Kjallarinn Lúðvík Bergvinsson aiþingismaöur Með og á móti Er 20% launahækkun nóg handa leikskólakennurum? Býður upp á meiri kjara- bætur Karl Björnsson, for- ma&ur launanefnd- ar sveitarfólaga. „ Leikskólakennarar hafa hafn- að tilboði launanefndar sveitarfé- laganna um 20% launahækkun á samningstím- anum. Ég vil ít- reka það sem áður hefur komið fram að tilboðið býður leikskólakenn- urum upp á meiri kjarabæt- ur en almennir samningar hafa verið að gefa meginþorra launþega þessa lands. Þetta boð vona ég að leikskólakennarar kunni að meta og unnt verði sem allra fyrst að ganga frá samningi á grundvelli tilboðsins. Það er mikilvægt hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning irni stöðu kjaraviðræðna. Sérstakléga á þetta við þegar þróun þeirra er á þá þann veg að verkfall geti brost- ið á með tilheyrandi óþægindum og leiöindum fyrir fjölmarga sem engan miiguleika hafa á aö ráða gangi mála. Á hinn bóginn verða fjölmiðlar að greina á milli þess að skýra á hlutlægan hátt frá um- fjöllun sinni eins og margir fjöl- miðlamenn virðast því miður hafa tilhneigingu til. Með því að draga fram ákveðna þætti úr við- kvæmum kjaraviðræðum og leita svara við þeim hjá hvorum aðila málsins á einangraðan hátt getur skapast hætta á að kjaraviðræð- urnar sem slíkar færist á vett- vang fjölmiðlanna. Þá getur orðið um eins konar skeytasendingar að ræða milli aðila sem geta ýft upp væringar og tafið fyrir lausn mála.“ Ekki nógu gott „ Okkur finnst þetta tilboð ekki nógu gott. Við mótuðum kröfu- gerð okkar í fyrra og lögðum hana fram. Sveitarstjórn- um var því frá upphafi ljóst hvert stefndi. Við teljum að það þurfi að endurmeta mikilvægi starfa leik- skólakennara meira en hing- að til hefur ver- ið gert. Þeir sem ráða sveitarfé- lögunum þurfa að þora að fara í þetta mat, þennan samanburð á viðhorfi til þessara starfa. Það er að okkar mati ekki hægt að tala um faglegt og metnaðar- fullt starf i leikskólum ef þeir hafa ekki yfir fagfólki að ráða. Þegar við erum að tala um grunn- laun leikskólakennara þá eru það allt að heildarlaun því auka- greiðslur eða yfirvinna er í mjög litlum mæli. Þetta er álit hópsins og hann hefur fylgt því eftir með kröftugri atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Hópurinn er til- búinn að fylgja því eftir. Laun leikskólakennara, eins og ann- arra kennara, eru alltof lág.“ -RR Björg Bjarnadóttir, formaöur Félags ís- lenskra lefkskóla- kennara. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.