Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Fréttir Myndfundir og fundaferðir til útlanda: Saga Class leggst ekki af - segir Einar Sigurösson, upplýsingastjóri Flugleiða „Menn telja ekki að myndfund- ir muni taka við sem fundaform og að ferðalög til funda erlendis leggist af. Eftir því sem þessari tækni fleygir fram mun vissulega einhverjum fundum, sem nú eru sóttir héðan, fækka þar sem þeir munu færast inn á myndfunda- formið. Öðrum fundum, sem menn taka beinan þátt í, mun hins vegar fjölga. Myndfunda- formiö mun því þegar fram í sæk- ir verða ferðahvetjandi," segir Einar Sigurðsson, upplýsinga- stjóri Flugleiða. Eins og sagt var frá í DV nýlega var að frumkvæði Tómasar Inga Olrich alþingismanns gerö til- raun með að halda myndfund með íslenskum og erlendum Evr- ópuráðsþingmönnum og voru ís- lendingamir í húsnæði Pósts og síma í Reykjavík en hinir i Frakklandi. DV spurði þá Einar og Simon Pálsson, markaðsstjóra Flugleiða, hvort þeir óttuðust að mynd- fundatæknin ætti eftir að draga mjög úr aðsókn á Saga Class Flug- leiða, en stór hluti farþeganna eru stjórnarerindrekar og fólk úr viðskiptalífinu í stuttum funda- ferðum. Símon taldi ekki ástæðu til að óttast það þar sem erlend sam- skipti væru stöðugt að aukast og ekki útlit fyrir að það breyttist. Einar segir að stuttar viðskipta- ferðir til útlanda hafi stöðugt ver- ið að verða auðveldari og ódýrari með aukinni ferðatíðni til og frá landinu, en hún hafi tvöfaldast undanfarin átta ár. í dag sé það orðið mögulegt að fara t.d. til Norðurlandanna að morgni og koma til baka að kvöldi. Aukin ferðatíðni hafi stórlega minnkað kostnað vegna dagpeninga, en einnig séu hjá Flugleiðum komn- ir til sögunnar nýir fargjalda- flokkar fýrir stuttar viðskipta- ferðir sem líka hafi lækkað kostn- að notenda og jafnframt leitt til gríðarlega mikillar söluaukning- ar. Hvorki Símon né Einar telja að myndfundir muni draga úr ferða- lögum fremur en sjálfur síminn á sínum tíma. Margir hafi talið að þegar síminn var að ná út- breiðslu myndi hann gera hvers konar ferðalög óþörf. „En þvert á móti. Síminn og öll nútímafjar- skiptatækni sem gerir mönnum mögulegt að vera í nánari tengsl- um við útlönd hefur í raun aukið hina beinu samskiptaþörf og ég á ekki von á að raunin verði önnur í sambandi við myndfundatækn- ina,“ segir Einar Sigurðsson. -SÁ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Reksturinn fer um 70-80 milljón- ir fram úr áætlun í rigningartíðinni í sumar hefur veriö erfiðleikum háð að hiröa litlu vélbundnu baggana. Rúllutæknin er búin að bjarga sumrinu hjá mörgum bondanum. Óþurrkasumar í Mýrdal Rúllubaggarnir búnir að bjarga heyskapnum DV; Akureyri: „Ég hef ekki betri viðmiðun varð- andi það hver útkoman getur orðið en þá að í hveijum mánuði kostar rekst- urinn 6-7 milljónir króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef ekki verð- ur stórbreyting á fer rekstur sjúkra- hússins því a.m.k. um 70 milljónir króna fram úr fjárlögum á árinu,“ seg- ir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hvalfjarðargöngin: 150 metrar eftir DV, Akranesi: Nú eru aðeins um 150 metrar eftir af um 5,5 kílómetra leiö bormanna í gegnum Hvalíjarð- argöngin. Gerð ganganna hefur gengið framar vonum og búist er við að bormenn mætist í fyrrihluta október. Upphaflega var áætlað að þeir myndu mæt- ast um mitt ár 1998 og göngin opnuð í febrúar 1999. Vonir manna standa nú til þess að hægt verði að opna göngin fyr- ir umferð haustið 1998. Fyrsta sprengingin í göngun- um var 30. maí 1996 og bráðum eitt ár og fjórir mánuðir síðan byrjað var á göngunum. Mesta vegalengd sem bormenn hafa komist á einum mánuði var í apríl sl. en þá voru sprengdir 512 metrar. Mikil eftirvænting er á Akranesi fyrir opnun ganganna enda mun tilkoma þeirra hafa mikla þýðingu fyr- ir bæjarfélagið. -DVÓ Fjárfestingarbankinn: Bjarni banka- stjóri Bjami Ármannsson hefur verið ráðinn bankastjóri Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins og tekur hann strax til starfa. Við starfi Bjama hjá Kaupþingi hefur tekið Sigurður Einarsson, en hann var aðstoðarforstjóri fyrirtæk- isins þar til í gær. -sme Stjóm Fjórðungssjúkrahússins hef- ur skorað á sveitarstjómarmenn á Norður- og Austurlandi að leggja sjúkrahúsinu lið með því að tala máli þess og gera kröfuna um ffekari upp- byggingu þess að sinni. Einnig að gerð veröi sú krafa til fjárveitingavaldsins að nú þegar verði tekin ákvörðun um auknar fjárveitingar til sjúkrahússins og þvi gert kleift aö sinna skilgreindu hlutverki sínu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur yfirleitt verið rekið innan ramma fjárlaga. Þannig var það síðast árið 1995 en í fyrra fór reksturinn 14 milljónir króna ffam úr fjárlögum eða 0,93%. Að sögn Halldórs Jónssonar hefúr allt umfang sjúkrahússins vaxið geysOega mikið á þessum tíma en fjár- veitingar hafa ekki hækkað að sama skapi. Barnadeildinni seinkar Engin starfsemi er enn i geysistórri nýbyggingu sjúkrahússins sem hafist var handa við 1994. Áætlanir gerðu ráð fyrir því að bamadeild sjúkrahússins flytti í nýja spítalann um næstu ára- mót en Halldór segir ljóst að af því verði ekki. Ekki sé við fjárveitinga- valdið að sakast hvað það varðar en ýmsar ástæður liggi að baki. „Samningur um framhald ffam- kvæmda í nýju byggingunni og með hvaða hætti aðrar deildir fara þar inn liggur ekki fyrir. í því sambandi skipt- ir máli hvaða fjármunir em til ráðstöf- unar, bæði til nýbygginga og til rekstr- arins, þegar þær ákvarðanir verða teknar. Það er auðvitað alltaf verið að togast og takast á um peninga og þetta er spuming um stefnu og hvað og hvar og í hvaða röð á að byggja upp og veita þjónustu," segir Halldór Jónsson. -gk DV.Vík: „Við eigum þó nokkuð óslegið og mikið hey flatt og það er farið að hrekjast talsvert enda sumt af því búið aö liggja á túnunum á þriðju viku,“ sagði Tryggvi Ólafsson, bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal. Hann var að binda hey í bagga á fóstudag- inn þegar létti til sunnanlands og bændur í Mýrdal fengu langþráðan þurrk sem þeir gátu notað til að ná saman hluta af þeim heyforða sem er óhirtur hjá þeim. í rigningartíð- inni i sumar hefur verið erfiöleik- um háð að hirða litlu vélbundnu baggana. Bóndi í Mýrdal, sem fréttaritari talaði við, sagði aö rúllu- tæknin væri búin að bjarga sumr- inu hjá mörgum þeirra en heyið, sem fer i rúllubaggana, þarf ekki að vera eins þurrt og það sem er bund- ið og sett í hlöður og i sumum tilfell- um er rúllað beint úr sláttuskárun- um. Tryggvi Ólafsson tekur undir það og segir heygæðin vera misjöfn. „Það var gott sem fór í rúllubaggana og það sem slegið var fyrst en það sem er í litlu böggunum er þó yfir- leitt lakara, vegna ótíðarinnar hefúr gengið svo illa að þurrka það, i ágúst hefur verið stöðug rigningar- tíð aðeins einn og einn, hálfur dag- ur svo þegar styttir upp þá er allt á floti og varla hægt að komast um túnin fyrir bleytu." Tryggvi sagði að þeir sem væru ekki þegar búnir með heyskap myndu klára hann fljótlega ef þomaöi til. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.