Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Síða 11
3Ö,*W MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
fslenskt -já takk
Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Ulrich
Eisenlohr píanóleikari komu fram á tónleikum í
' Listasafni Kópavogs á sunnudagskvöldið. Á efnis-
skránni voru ljóð og sérstakt fagnaðarefni að
tæpur helmingur var íslenskur, reyndar nokkrar
þjóðlagaútsetningar þar á meðal. En frumsamin
íslensk lög voru öll eftir núlifandi íslenska tón-
höfunda.
Eftir skólastjóra hins framsækna tónlistar-
skóla sem nú er starfræktur í Kópavogi, Ejölni
Stefánsson, voru leiknar þrjár þjóðlagaútsetning-
ar. Litlu börnin leika sér er svo mikið sungið að
nokkra djörfung þarf til að fara að leika sér að nú
hefðbundinni hljómsetningu lagsins. Hugsanlega
| þykir einhverjum Fjölnir ganga fulllangt í hljóm-
rænni einfóldun sinni, en í stað þess sem hann
hafnar býður hann birtu í barnslega brotnum
hljómum. Útsetningin á Ég þekki Grýlu krefst lið-
leika af píanóleikaranum og ekki annað heyra en
Ulrich Eisenlohr hefði gaman af glímunni.
Tónlist
Sigfríður Björnsdóttir
Flutningur fjögurra laga eftir Jórunni Viðar
var hápunktur tónleikanna. Þar fór saman fersk-
leiki samtímatónsmíða, krefjandi en vel útfærður
píanóleikur og á stundum seiðmagnaður söngur,
eins og í laginu Vökuró. Fengur væri að upptök-
um af flutningi þeirra Ulrichs og Margrétar á
- þessum lögum og reyndar fleirum íslenskum sem
' á dagskránni voru. Níunda ljóð - IX. Ljóð -
Jónasar Tómassonar er í þessum hópi. Spegil-
stilltar þagnir í brotakenndri en þekkilegri ver-
5 öld mynduðu fagra heild þar sem Ijóð og lag urðu
eitt. Lög Jón Hlöðvers Áskelssonar þurfa senni-
lega lengri tíma til að eigna sér stað í vitundinni.
Stíll höfunda er oft nauðsynlegur lykill að ein-
stökum verkum þeirra, þekking á
honum opnar mönnum oftar en
ekki nýja sýn.
Schubert var gert hátt
undir höfði á þessum tón-
leikum, lögin eftir hann
einan jafn mörg og Is-
lensku lögin. Mörg
þeirra voru ekki
venjulegustu tón-
leikalögin, sum
ekki að ástæðu-
lausu, eins og lag-
ið La pastorella
sem er lítt áhuga-
vert og það sama
má segja um Der
Schmetterling.
Schubert þráði að
verða mikill óperu-
smiður en var ekki
bænheyrður. í Non
taccostar al urna
mátti heyra óp-
erusmiðinn Schubert
að verki í ítölskum stíl.
Ófrumlegt en fagmannlegt
og ekki næstum því eins
kauðalegt áheymar og strengja-
kvartettinn eftir óperumeistarann
Verdi sem undirrituð hlustaði á ein-
hverju sinni. Grieg átti svo síðustu lögin á efnis-
skránni, En svane alltaf áhrifamest.
Samstarf flytjendanna hefur staðið lengi og
kom það skýrt fram í flutningi þeirra. Þau náðu
vel saman i túlkun margra laganna þó alltaf megi
gera betur. Rokkurinn í söng Grétu eftir
Schubert var t.d. örlítið sporöskjulagaður í byrj-
un, fíngur píanóleikarans eins og á floti í
Die Berge eftir þann sama og Kossa-
vísur Páls ísólfssonar hafa senni-
lega aldrei heyrst fluttar eins
hratt. Álitamál er hvort teija
eigi hið síðastnefnda til galla
á flutningi. Sá skýrleiki
sem tapaðist var kannski
ekki eins verðmætur og
hin nýja upplifun á
bylgjukenndri samfell-
unni sem kom í hans
stað. Hvað sönginn
varðar þá hefur Mar-
grét takmarkaða en
um margt góða rödd.
Takmarkaða hvað
varðar tónsvið og
styrk en gæðin liggja I
birtu hennar og mús-
íkalskri meðferð verk-
efna. Raddkröfur eru
breytilegar eftir tímabil-
um og tegundum verka.
Það er erfitt að vera með
góða rödd frá endurreisnar-
tímanum þegar flestir vilja
heyra rómantík. En eins og þama
mátti heyra þá getur slík
rödd notið sín mjög vel í
verkum sem samin eru á
Margrét síðustu árum og áratugum.
Bóasdóttir, Samhengið í þessu öllu
söngkona. munu sagnfræðingar fram-
DV-mynd Pjetur tíðar svo greina.
Funk í sérflokki
lennmg
íi
Sálarhugmyndir nor-
rænna manna
Régis Boyer, prófessor við Par-
ísarháskóla, heldur opinberan
| fyrirlestur í húsakynnum Alli-
f ance Francais, Austurstræti 3
| (gengið inn frá Ingólfstorgi), á
fimmtudagskvöldið kl. 20.30. Fyr-
irlesturinn kallar hann „Sálar-
j hugmyndir norrænna manna í
fornöld" og flytur hann á
j frönsku, en hann verður túlkað-
ur á íslensku jafnóðum.
Régis Boyer hefur lengi rann-
? sakað og kennt norrænar bók-
j menntir við Sorbonne og lagt sér-
staka alúð við íslenskar bók-
menntir. Hann hefur þýtt fjöl-
5 margar íslendingasögur, kon-
| ungasögur og fbrnaldarsögur á
j frönsku og talsvert af nútímabók-
menntum. Meðal höfunda sem
j hann hefur þýtt eru Thor Vil-
hjálmsson, Steinn Steinarr, Sig-
| urður Pálsson og Steinunn Sig-
j urðardóttir. Auk þess hefúr hann
verið ötull talsmaður íslenskra
j bókmennta í
frónskum fjöl-
miðlum.
Trúarlíf
á Sturl-
ungaöld
Á laugar-
daginn verður
í svo haldin ráð-
| stefna við Háskóla ís-
J lands til heiðurs Régis Boyer og
hefst hún kl. 9 um morguninn í
| stofú 101 í Odda. Hún ber yfir-
j skriftina Trúarlíf á Sturlungaöld
og er öllum opin.
j Fyrirlestra halda fræðimenn-
j irnir Bjami Guðnason, Sverrir
j Tómasson, Hermann Pálsson, Ás-
1 dís Egilsdóttir, Torfi H. Tulinius
j og Sverrir Jakobsson - auk heið-
| ursgestsins. Ráðstefnunni lýkur
1 á pallborðsumræðum síðdegis.
Síðdegistónleikar Jómfrúrinnar á sunnudag-
inn voru í höndum J.J.Soul Band. Þeir hafa nú
starfað í nokkur ár, án þess að mikið hafl farið
fyrir þeim, en höfuðpaurinn og söngvarinn
J.J.Soul er ættaður frá Oxford. Meðleikarar hans
I voru Ingvi Þór Kormáksson á hljómborð, Eðvarð
Lárusson á gítar, Steingrímur Óli Sigurðarson á
trommur og Bjarni Sveinbjömsson plokkaði
■j bassann í forfóllum Stefáns Ingólfssonar. Tónlist
þeirra er sérstök, einhvers konar hugljúfur sálar-
blús með hrjúfu yfirborði, en vörumerkið er rám
og sérstök rödd söngvarans og fremur grófur git-
arleikur í flutningi annars ljúfra laga. Á Jóm-
frúnni fengum við t.d. að heyra nokkur laga
Hoagy Carmichaels, auk laga eins og „My Funny
Valentine“.
Djass
Ársæll Másson
Aðaltónleikar dagsins vom svo á Kringlu-
kránni, en þar átti að vera „alþjóðlegt spuna-
kvöld“, skv. dagskránni. Reyndin varö sú að
Gunnlaugur Briem og félagar hans frá London
tóku forskot á sæluna og sáu um dagskrána, eins-
konar opinber æfing fyrir tónleika þeirra á Sögu
á þriðjudagskvöldið.
Er skemmst frá því að segja að þetta em hrein-
ir galdramenn, hver á sitt hljóðfæri. Tónlist
þeirra er hreinræktað fónk af bestu gerð, og svo
mikið gekk á að gítaristinn þurfti að skipta um
bol í hléinu. Er óhætt að segja aö fonk I þessum
gæðaflokki er ekki á boðstólum hérlendis á hverj-
um degi.
Ég vil minna á að á hverjum degi fram á föstu-
dag er djass á Jómfrúnni kl. 17-18, og svo aftur frá
23-01, og á Hótel Sögu kl. 21-23, en í smáatriðum
vísast í dagskrána. Einnig eru viðburðir dagsins
ávallt kynntir annarsstaðar hér í blaðinu.
Möntrur úr móðurkviði og
l
1
I
I
I
I
Fiórði dagur djasshátíðar, laugardagur, hófst á
Jómfrúnni með tríói Egils Hreinssonar sem flutti
standarda og íslensk þjóðlög - eða allt að því þjóð-
lög - í djassbúningi. Með honum léku Bjami
Sveinbjömsson á bassa og Steingrímur Óli Sig-
urðarson á trommur.
í Listasafni íslands voru á sama tíma tónleikar
þýsku hljómsveitarinnar Raum Musik fúr
Saxaphone. Það er níu manna hljóm-
sveit sem leikur eingöngu á saxó-
fóna af öllum stærðum. Hljóm-
sveitin nýtti sér rýmið í safn-
inu og flakkaði milii herbergja
og hæða meðan á flutningi
stóð. Mg|)ur sat kannski á
neðstu hæð en helmingur
hijóðfæraleikaranna var á
næstu hæð fyrir ofan og
hinn helmingurinn uppi
í risi. Samt heyrðist
hver einasti tónn.
Áhrifln vom allmögn-
uð. Þetta var að mestu
ein drynjandi hljóm-
kviða en einstakir lúðr-
ar tóku sig út úr öðra
hverju og léku stutt stef.
Heildaráhrifin vora
svipuð mestallan tímann en
blæbrigðin ýmisleg. Sessu-
naut mínum fannst tónlist-
in minna sig á hljóðin
sem hann heyrði meðan
hann var enn í móður-
kviði(l). Út frá því má
fabúlera: Rýmið er líkn-
arbelgurinn og tónlistin
sem
var
hálftýnt hið
i
i
Stór-
mnra.
merkileg upp-
lifún.
hin ýmsu hljóð sem heyrast úr
iðrum, liffæram, pipum og
leiðslum mannslíkamans.
Möntrur úr móðurkviði. Rétt
undir lokin minnti þetta
klukkustundarlanga verk á
hljóðrás kvikmyndar um iðn-
aðarsamfélagið. Níu mánuð-
ir eru yfirstaðnir og
blákaldur raun-
veruleikinn
blasir við?
Meiri hluti
verksins
var þó af-
skaplega tó-
andi og
áhrifin
friðsæl,
eins og
maður
kæmist
í sam-
band við
eitthvað
Frank
Foster
fantagóöur
Frank Foster
Það var stuð hjá Frank Foster og Stórsveit
Reykjavíkur í Súlnasal um kvöldiö. Flest voru
lögin eftir stjómandann, aðallega blúsar í góöum,
klassískum Count Basie-stíl, enda var Foster
stjómandi Count Basie bandsins í tæp tíu ár eft-
ir fráfall upphafsmannsins. Hann er líka fanta-
góður tenórsaxafónleikari með dálítið groddaleg-
an en flottan tón. Mikið mæddi á ungu mönnun-
um í hljómsveitinni, Snorra Sigurðarsyni
trompetleikara og Agnari Má píanóleikara, og
Djass
Ingvl Þór Kormáksson
stóðu þeir sig með prýði, sem og aðrir einleikar-
ar. Þetta var eiginlega eingöngu sveiflutónlist frá
sjötta og sjöunda áratugnum og gott fyrir hljóm-
sveitina að fá að glíma við þessar ágætu útsetn-
ingar hljómsveitarstjórans. Foster var líka ein-
staklega skemmtilegur og þægilegur í kynning-
mn milli laga. í lokin var leikið eitt óskalag, „One
O’Clock Jump“, óæft - og tókst aldeilis bærilega.
Trió Egils Straume lék í miklum ham á Jóm-
frúnni fóstudags- og laugardagskvöld við rífandi
undirtektir og troðfullt hús, að minnsta kosti á
laugardagskvöldið. Og þegar ekið var heim mátti
heyra á rás 1 að Frank Foster, sem setið hafði að
útvarpsspjalli við Guðmund Emilsson, var farinn
að djamma „Summertime" með þessu skemmti-
lega lettneska tríói.
Tröllakirkja
til Dublin
Borgarbókasafnið í Helsinki
hefur tilnefnt Tröllakirkju eftir
Ólaf Gunnarsson til írsku bók-
menntaverölaunanna Internat-
ional IMPAC Dublin Literary
Award. Þau era veitt árlega fyrir
bókmenntaverk sem „auðgar
heimsbók-
menntimar
varanlega",
eins og segir í
stofnskrá, og á
að veita í
þriðja sinn á
næstunni.
Borgarbóka-
safnið í Dublin
sér um fram-
kvæmdir og
tilnefningar
virðast koma
frá borgarbókasöfnum annarra
stórborga heimsins. Verkin
verða aö vera til á ensku, fram-
samin eða þýdd. Til mikils er að
vinna því verðlaunin nema
100.000 írskum pundum eða rúm-
lega tíu milljónum íslenskra
króna.
„Þeim berst sjálfsagt mikill
haugur af bókum,“ sagði Ólafur
Gunnarsson og lét sér ekki
bregða við fréttimar. „Ég varð
voöa glaður, en ég læt mig ekki
dreyma - enda alveg aö verða
fimmtugur!"
Tröllakirkja kom út í Englandi
i fyrra og í þessum mánuði var
byrjaö aö dreifa henni í Banda-
ríkjunum. Steidl forlagiö hefur
keypt útgáfuréttinn í Þýskalandi
og mun hún koma út hjá þeim að
ári.
David McDuff og Jill Burrows
þýða Tröllakirkju á ensku; þau fá
hluta af verðlaununum ef af
verður.
Umsjón
Silja Aflalsteinsdóttír