Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 3 Fréttir Sameiginlegt framboö A-flokkanna á Akureyri: Styttist í ákvörðun DV, Akureyri: „Þetta leggst vel í mig og ég legg mikla áherslu á að af þessu geti orðið,“ segir Finnur Birgis- son, sem er fulltrúi Alþýðuflokks- ins í samningaviðræðum vinstri Stúlka dæmd fyrir ölvunar- akstur innan- húss DV, Akureyri: Sautján ára stúika á Ólafsfirði hefur verið dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra til 25 þúsund króna sektargreiðslu til ríkissjóðs vegna ölvunaraksturs innanhúss á Ólafsfirði fyrir rúmlega tveimur árum. Einnig var stúlkan svipt ökuleyfl í 1 mánuð og til greiðslu 35 þúsund króna sakarkostnaðar. Stúikan var ákærð fyrir að hafa í ágúst 1995 ekið bifreið í heimild- arleysi og undir áhrifúm áfengis innandyra í áhaldahúsi Ólafsfjarð- arbæjar við Námuveg. Stúlkan játaði brot sitt við aðal- meðferð þess en í dómnum var tek- ið tillit til þess að hún hafði ekki sætt refsingum og var aðeins 15 ára þegar hún framdi brotið. Stúlkan mótmælti bótakröfu í málinu, m.a. frá Ólafsfjaröarbæ og Vátrygginga- félagi íslands, sem námu samtals tæplega 180 þúsund krónum, og var bótakröfunum vísað frá. -gk Gæsluvöllunum verður lokað Borgarráð samþykkti á fundi í gær að loka gæsluvöllunum við Yrsufell, Sæviðarsund og Dunhaga. Bergur Felixson, forstöðumaður Dagvistar bama í Reykjavik, sagði að lokanimar væra samkvæmt ráðum frá Dagvistun. Hann sagði að halda hefði þurft fjárhagsáætlun og það hefði ver- ið þeirra ráð að loka þessum gæslu- völlum yfir vetrartímann. Hann sagði að aðsókn að leikvöllunum þremur hefði verið litil eða tvö tO þrjú böm fyrir hádegi og svipað eftir hádegi. Talsvert hefur dregið úr aðsókninni á síðustu árum. Þá sagði Bergur að stutt væri að fara á næstu velli og því væri í raun ekki verið að hætta að veita þjónustu heldur færa hana til. -sme íþróttahús á Þórshöfn: Sveitarstjórn íhug- ar að hafna öllum tilboðunum DV, Akureyri: „Þessi mismunur á kostnaðaráætl- un og þeim tilboðum sem við fengum stendur virkilega í okkur. Við eigum engar afgangsmilljónir og erum m.a. að skoða þann möguleika að hafna öll- um tilboðunum og ganga til beinna samninga," segir Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn, um tilboðin sem bárast í 2. áfanga íþróttahússbygg- ingarinnar á staðnum. Vinnu við 1. áfanga hússins, sem er grunnur og uppsteypa, er að ljúka en sá áfangi kostar tæplega 30 milljónir króna. Segja má að öll önnur vinna við húsið sé í 2. áfanga og var kostnaðará- ætlun fyrir hann 110 milljónir króna. Verkið var boðið út og bárast þrjú til- boð, það lægsta hljóðaði upp á 124,5 milljónir króna, annað var upp á 127 milljónir og það þriðja 132 milljónir. Reinhard Reynisson sveitarstjóri segir að menn liggi nú yflr þessum töl- um og því hvaða leiðir sé hentugast að fara i framhaldinu. Fyrirhugað er að byggingu iþróttahússins ljúki í ágúst á næsta ári og húsið verði tekið í notkun þá á haustmánuðum. -gk flokkanna á Akureyri, um sameig- inlegt framboð í sveitarstjórnar- kosningimum á næsta ári. Finnur segist vera bjartsýnn á að boðinn verði fram sameiginleg- ur listi Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalistans. „Það mun skýrast á næstu vikum hvort af þessu verður, línur fara að skýr- ast. Viðræður hafa legið niðri að mestu undanfarið, fólk hefur verið í sumarleyfum og þess háttar en nú verður farið í þetta að nýju og vonandi tekur ekki langan tíma að fá niðurstöðu," segir Finnur. Heyrst hefur að Alþýðubanda- lagið vilji að Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnu- lífsins á Akureyri og fyrrum bæj- arstjóri í Neskaupstað, verði bæj- arstjóraefni sameiginlega fram- boðsins ef af því verði. Finnur Birgisson segir hins vegar að bæj- arstjóramál hafi ekki verið rædd meðal flokkanna og reyndar hafi ekki verið tekin nein ákvörðun um að bjóða fram pólitískt bæjar- stjóraefni. „Menn sjá á því bæði kosti og galla og hafa jafnvel stillt upp þeirri mynd að slikt gæti orð- ið til að torvelda meirihlutaum- ræður að loknum kosningum," segir Finnur Birgisson. -gk Fullmark £co/et Bleksprautuhylki og áfyllingar • Apple, Canon, • Epson og • Hewlet Packard prentara. • ISO-9002 aæSavottun á framleiSsTu. Mjög hagstætt verð. CmÆ) J. ÁSTVRLDSSON HF. ^4= Skipholti 33 105 Reykjavík Sími 533 3535 ...........j Power Macintosh 7300/166 og AppleVision 1710AV Power Macintosh 7300/166: 166 MHz PowerPC 604e (útskiptanlegur) 16 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 512 Mb Skyndiminni 256 k, stækkanlegt í 1 Mb 2000 Mb harðdiskur Tólíhraóa geisladrif 16 bita víðóma hljóð Þrjár PCI-raufar Localtalk og Ethemet Örgjörvi á dótturborði uppfæranlegur AppleVision 1710AV-skjár: 17” Trinitron-myndlampi Innbyggður hljóðnemi Innbyggðir rnöma hátalarar Skjáupplausn allt að 1280 x 1024 punktar cd o QD OD oo O ■ f ' ■■■/■ V: I Tilboðsverð aðeins 176.704,- kr. stgr. án vsk. 220.000,; Apple Power Macintosh 7300-tölvurnar henta einstaklega vel fyrir myndvinnslu, hönnun, teiknun, umbrot, útreikninga og nánast hvað sem er... Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.