Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjðrn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíéa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og t gagnabönkum án endurgjalds. Lýðræðið leitar út Arftakar kommúnista í Póllandi töpuðu í þingkosn- ingum helgarinnar, þrátt fyrir eindreginn stuðning vest- rænna fjármálaafla. Sigurvegarar kosninganna voru tveir arftakaflokkar Samstöðu, annar kristilegur íhalds- flokkur og hinn frjálslyndur auðhyggjuflokkur. Misheppnaður stuðningur vestrænna fjármálaafla við stjómarflokk kommúnista gefur góða innsýn í þverstæð- ur stjórnmálanna. Vestrænir auðmenn beittu áhrifum og íjármagni til að reyna að tryggja endurkjör þeirra manna, sem stjómuðu landinu á Sovétöldinni. Það stafar ekki af, að Lýðræðislega vinstrabandalagið, flokkur kommúnista, hafi stjórnað landinu vel á síðasta kjörtímabili. Hagvöxtur hefur að vísu verið nokkur, en hann er fyrst og fremst afleiðing gerða fyrri ríkisstjórn- ar, sem var hægri sinnuð Samstöðustjórn. Kjörtímabilið hefur einkennzt af stöðnun. Uppstokkun kerfisins hefur að mestu frosið. Undir fomstu Kwasni- ewski forseta reyndu kommúnistar að halda sjó og maka krókinn. Pólland hefur þannig tapað tíma í undirbún- ingi sínum að þátttöku í Evrópusambandinu. Höfundur efnahagsumbóta Póllands er Balcerowicz, sem var fiármálaráðherra, áður en kommúnistar komust til valda að nýju. Aðgerðir hans voru óvinsælar og leiddu til afturhvarfs. Nú sáu menn þær í réttu ljósi og veittu flokki hans brautargengi til kosningasigurs. Nú vona erlendir fiármálamenn, að Balcerowicz og Kwasniewski semji um Evrópu- og fiármagnshneigða ríkisstjóm, fremur en að Balcerowicz og Krzaklewski, leiðtogi Hægri bandalagsins, semji um hægrisinnaða stjóm, sem yrði væntanlega verkalýðsvænni. Vestrænir fiármálamenn vilja annars vegar festu í stjórnmálunum og hins vegar góðan aðgang að stjóm- málamönnum. Arftakar kommúnista í Póllandi og raun- ar annars staðar í Austur-Evrópu bjóða þeim einmitt þægilega þriðja-heims-blöndu af festu og spillingu. Athyglisvert er, hversu snögglega gömlu kommúnist- arnir í Austur-Evrópu hafa breytzt í forstjóra stórfyrir- tækja. Þeir notuðu niðurrif ríkisvaldsins til að komast með sjónhverfingum í bókhaldi yfir gífurleg framleiðslu- tæki, sem áður vom í eigu ríkisins. Staðreyndin er nefnilega sú, að það var alveg sama manngerð, sem komst til valda á vegum kommúnista- flokka Austur-Evrópu og sem kemst til valda á vegum stórfyrirtækja Vesturlanda. Það era þeir, sem kunna að spila með umhverfið sér til framdráttar. Meiri háttar kommúnistar eru orðnir að forstjórum og öðrum yfirmönnum stórfyrirtækja, sem eiga fiölmiðla og ráðskast með pólitíkina. Minni háttar kommúnistar eru orðnir að mafiuforingjum, sem heimta sinn hlut her- fangsins með aðferðum úr undirheimum Vesturlanda. Þeir, sem fiárfesta í Austur-Evrópu að lokinni Sov- étöldinni, em að semja við sína líka og gæta sameigin- legra hagsmuna, þegar þeir styðja kommúnista til valda. Þetta er nákvæmlega eins og þeir styðja alla harðstjóra, sem lofa festu í stjóm ríkja þriðja heimsins. Frá skammtímasjónarmiði veita harðstjórar þriðja heimsins og kommúnistar Austur-Evrópu festuna, sem fiármagnið heimtar. En slíkt stjórnarfar er eins og út- fallslaus stífla, sem safnar vatni að baki sér og brestur að lokum. Lýðræðið leitar út, þótt það sé barið með lurk. Vestræn stjómvöld þurfa að átta sig á, að vestræn fiár- málaöfl hamla gegn lýðræði og langtímafestu, þótt þeim hafi ekki tekizt það í Póllandi að þessu sinni. Jónas Kristjánsson Landspítalinn var fyrsta alvörusjúkrahús sem reist var á íslandi og fyrsta deildaskipta sjúkrahúsiö, segir Árni m.a. í greininni. Háskólaspítali - óskhyggja eða raunverulegur kostur? Neftid á vegum heilbrigðisráðu- neytisins hefur látið það „frumlega" álit í ljós að byggja þurfi háskólaspít- ala á islandi. Vænlegasti kosturinn sé að sameina Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur (hvað ann- að?). Jafnframt eigi að spara ein- hverja milljarða í þjónustu sjúkra- húsanna. Hvemig það samrýmist að byggja upp háskólaspítala, en slíkir spítalar eru dýrastir heilbrigðisstofh- ana, og spara um leið er ofvaxið skilningi þess sem þetta skrifar en sá hinn sami hefur tekið þátt í samhæf- ingartilraunum sjúkrahúsa og til- raunum til að gera Landspítalann að alvöra háskólaspítala í rúmlega þrjá áratugi. Smæöin og návígið Þegar rætt er um hver sé helsti veikleiki islensks þjóðfélags verður smæðin og návígið ofarlega á blaði. Eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti réttilega á í um- ræðuþætti með Jóni Ormi Halldórs- syni nýlega felur þó smæðin og ná- vígið lika í sér vissan styrk. Hvergi hafa þessir eðlisþættir þjóðfélagsins verið jafnaugljósir og í heilbrigðiskerf- inu og þá sérlega í þeim hluta þess sem tengist sjúkrahús- um. Landspítalinn var fyrsta alvörusjúkra- hús sem reist var á íslandi. Hann var fyrsta deildaskipta sjúkrahúsið og þvi var eðlilegt að þang- að flyttist kennsla læknastúdenta. Þetta var árið 1930. Þá voru erfða- venjur um spítala tengda háskólum aldagamlar i Evrópu og Ameríku. Með stöðum prófessora við lækna- deild, sem tengdar voru yfirlækna- stöðum við Landspítalann, hefði átt að leiða af sjálfu að spítalinn yrði há- skólaspítali en væri hann borinn saman við alvöruháskólaspítala í öðrum löndum hafði hann ekki til þess neina burði. Þekking í farteskinu Það hefúr verið styrk- ur okkar Islendinga í heilbrigðismálum að eiga góða lækna, lækna sem sótt hafa menntun sína víða að og á góðar stofhanir. Flestir þeirra hafa leitað heim að námi loknu og því höf- um við búið við allgóða og fjölbreytta læknis- þjónusta, a.m.k. allt frá síðustu heimsstytjöld. Lengst af leituðu þessir læknar starfa á þremur sjúkrahúsum sem að mestu voru byggð eftir miðja öldina. Öll voru þessi sjúkrahús byggð upp með faglegan metnað að leiðarljósi en veikleikinn var að hlutverk þeirra var óljóst markað. Þegar læknir kemur heim th ís- lands að loknu löngu sémámi hefur hann í farteskinu þekkingu sem hann telur að íbúar landsins þurfi á að halda. Verið getur að á þeim tíma sem tekið hefur hann að afla sér þessarar þekkingar hafi hann fjar- lægst íslenskan raunveruleika og um leið hafi sérraunveruleiki hans stækkað hlutfallslega. En íslenski raunveruleikinn er raunveruleiki smæðarinnar og því verða verkefni, sem eru stór í stóru samfélagi, stimdum svo lítil í litla samfélaginu að þau nægja varla ein- um manni. Til að tryggja framtíð sína og sinna þurfti sérfræð- ingurinn að komast að á einhverjum hinna þriggja spítala og væri ekki starfandi sér- fræðingur í viðkom- andi grein fyrir tókst það venjulega og oftar en ekki jókst eftir- spurnin eftir sérþekk- ingunni smám saman og það varð pláss fyrir fleiri. Þannig urðu til i Reykjavík þrír góðir spítalar en enginn þeirra gat borið heitið háskólaspítali ef miða átti við erlenda staðla. Fyrir sjúklingana Fyrir sjúklingana var þetta fyrirkomulag harla gott og hefði sennilega leitt til þeirrar eðli- legu þróunar að stærstu og tækni- væddustu spítalamir hefðu samein- ast og orðið að alvöru háskólaspítala ef hvat- og fávísir stjómmálamenn hefðu ekki farið að að hræra I súp- unni. Það er veikleiki í íslensku þjóðfé- lagi að stjómmálamenn hafa mikil völd en málefnaleg þekking þeirra er oft ekki í samræmi við völdin. Þetta er sérlega bagalegt þegar ekki er til langtímastefnumótun í þeim mála- flokki sem þeir ráða yfir. Þetta hefúr bitnað sérlega illa á sjúkrahúsmálun- um. Heilbrigðisráðherrar hafa um ára- bil tekið ákvarðanir út og suður í sjúkrahúsmálum, oft fyrir áhrif ftá þrýstihópum og eða áhrif einstakra lækna, kunningja eða pólitískra sam- herja. Þessi hringlandaháttur hefúr ásamt sundurþykkju lækna leitt til þess að enginn alvöruháskólaspítali er til í landinu og veröur ekki til í fyrirsjáanlegri framtíð. Svo geta landsmenn velt því fýrir sér hvort þeir hafi nokkuð við há- skólaspítala að gera meðan spítalam- ir í landinu geta ekki veitt þeim lág- marksþjónustu vegna spamaðar. Ámi Bjömsson „Þaö er veikleiki í islensku þjóö- félagi að stjórnmálamenn hafa mikil vóld en málefnaleg þekk- ing þeirra er oft ekki I samræmi við völdin. “ Kjallarinn Árni Björnsson læknir Skoðanir annarra I leyndu hagsmunasamhengi „Er sjónvarpið forheimskandi? Já, það skilar okk- ur falskri og brotakenndri mynd af viðburðum heimsins. Okkur eru sýndir hlutimir en þeir eru aldrei útskýrðir nema í leyndu hagsmunasamhengi. Umræöu hnignar vegna sjónvarpsins, samskipti fólks verða vinsamlegri en grynnri, fyrirmyndir fólks verða einhæfari og staðlaðri, líf þess verður fá- tæklegra, vegna þess að hverja þá minútu sem þú ert að horfa á sjónvarpið ertu að missa af einhverju úr sjálfu lífi þínu, sjálfum veruleikanum sem þú gætir verið að upplifa sjálfur með eigin augum þínum en ekki augum einhvers annars." Guðmundur Andri Thorsson í Degi-Tímanum 23. sept. Ofvaxið eftirlitsbákn „Með ofvöxnu reglugerða- og eftilitsbákni er hið opinbera ekki beinlínis að seilast í vasa skattþegn- anna, heldur leggur það á þá margvíslegar skyldur, sem kosta þá bein og óbein útgjöld. Stjómmálamenn og embættismenn innheimta þá ekki endilega pen- inga til þess að verja til þess að greiða fyrir þessi áhugamál með beinum eða óbeinum hætti. Munur- inn á þessu og skattheimtu er ekki alltaf mikill. Það má því segja, að forsjárhyggjan hafi fundið sér nýj- an farveg og það verði mikilvægt verkefni fyrir ftjálslynda menn á næstu árum, að snúa þessari þró- un við.“ Birgir Ármannsson í septemberhefti Stefnis. Kvótaverðmætin „Kjami málsins, sem þeir hagfræðingamir þekkja mætavel, er að kvótaverðmætin eru ný og felast i því að kvótinn gefur færi á að sækja sama fisk og áður með miklu minni mannafla og tilkostnaði. Það er að vísu eðlilegt að bæta tímabundna verðlækkun skipa og þekkingar, en hæfilegar bætur em einungis brot af heildarverðmæti kvótans." Markús Möller í Mbl. 23. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.