Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1997, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
27
íþróttir
íþróttir
ENGLAND
Úrvalsdeild í gærkvöld
Bolton-Tottenham..........1-1
1-0 Thompson víti (20.), 1-1
Armstrong (71.)
Wimbledon-Bamsley.........4-1
0-1 Tinkler (41.), 1-1 Cort (49.), 2-1
Earle (65.), 3-1 Hughes (68.), 4-1
Ekoku (84.)
Deildarbikar - síöari leikir
Bamet-Middlesborough ... 0-2 (0-3)
Bury-Sunderland.........1-2 (4-2)
Peterborough-Reading .... 0-2 (0-2)
Sheff. Utd-Watford......4-0 (5-1)
Stockport-Birmingham ... 2-1 (3-5)
Torquay-Ipswich ........0-3 (1-4)
Tranmere-Notts County ... 0-1 (2-1)
WBA-Luton...............4-2 (5-3)
York-Oxford ............1-2 (2-6)
Frank Sinclair hjá Chelsea hefur
verið sektaður um 750 pund fyrir að
girða niður um sig eftir aö hann
skoraði í leik gegn Coventry í fyrstu
umferð úrvalsdeildarinnar.
Everton er reiðubúið að greiöa 1,5
milljónir punda fyrir Þjóðverjann
Uwe Rösler sem leikur með
Manchester City i 1. deildinni.
Stan Collymore framherja Aston
Villa hefur verið sagt af
forráðamönnum félagsins að hann
verði að taka sig alvarlega á.
Körfubolti:
Úrsfít á Reykja■
víkurmótinu
Úrslitaleikir Reykjavíkurmóts-
ins í körfuknattleik fara fram í
íþróttahúsinu Austurbergi í
kvöld.
í karlaflokki leika til úrslita KR
og Tindastóll. KR sigraði Val í
undanúrslitum og Tindastóll
lagði fráfarandi
meistara ÍR. í
kvennaflokki leika
til úrslita KR og ÍS
og hefst leikurinn
klukkan 18. -GH
Heiðarí U
langt I
bann
Heiðar Sigurjónsson
úr Þrótti var í gær
úrskurðaður í
þriggja leikja bann
af aganefnd KSf en
hann fékk að líta
rauða spjaldiö í
þriðja sinn í sumar
í leik gegn FH um
síðustu helgi. Hann
verður því ekki með
í fyrstu þremur
leikjum Þróttara á
næsta tímabili. Þá
voru Alexander
Högnason og Stur-
laugur Haraldsson,
ÍA, Jakob Már Jón-
harðsson, Keflavík,
Slobodan Milisic,
Leiftri, Sigurður
Sigursteinsson,
Skallagrími, Ragnar
Árnason, Stjömunni,
og ívar Ingimarsson,
Val, dæmdir í eins
leiks bann. _gh
íslendingar mæta Svisslendingum í Evrópukeppninni í Höllinni í kvöld
íslendingar leika sinn fyrsta leik í riðlakeppni
Evrópumóts landsliða í handknattleik í kvöld þeg-
ar þeir mæta Svisslendingum í Laugardalshöllinni.
Auk þessara þjóða eru Júgóslavar og Litháar í
sama riöli. Leikið er heima og heiman i keppninni,
síðari leikur þjóðanna verður í borginni Sursee í
Sviss á sunnudaginn kemur.
Ljóst er aö leikurinn gegn
Sviss í kvöld hefur mikla þýð-
ingu fyrir íslenska liöið upp á
framhaldið í riðlakeppninni.
Góö úrslit gæfu eflaust góðan
byr í seglin en eftir frábæran
árangur liðsins i heimsmeist-
arakeppninni i Japan á sl.
vori ríkir eftirvænting hvern-
. . .„ . ig liðinu reiðir af í komandi
Þorbjorn Jensson. leikjum j riöiakeppninni.
Þegar íslenska liðið er skoðað er ljóst að þar er
valinn maður í hverri stöðu og hefur það alla burði
til að ná langt að þessu sinni, að minnsta kosti gefa
tilburðir liðsins á HM í Japan tilefni til þess.
Landsleikir íslands og Sviss í gegnum tíðina
hafa ávallt verið harðar rimmur. Að öllu óbreyttu
verður svo einnig nú en svissneska liðið hefur þó
breyst mikiö á síðustu misserum, yngri og óreynd-
ari menn hafa leyst þá eldri af hólmi. Það má því
kannski segja á svissneska liðið renni nokkuð
blint í sjóinn hvað varðar leikinn í kvöld. Liöið
fékk vissa prófraun gegn Pólverjum á dögunum
þar sem jafntefli varð niðurstaðan í tveimur leikj-
um á jafnmörgum dögum.
Svisslendingar sátu eftir með sárt enniö á sl.
vori þegar þeim mistókst að tryggjar sér sæti á HM
í Japan. Það var þeim mikið áfall en nú er visst
uppbyggingarstarf hafiö og spurning hvort liðið er
tilbúið í keppnina núna. Ungum og efnilegum leik-
mönnum er gefið tækifærið og þeir munu eflaust
sýna hvað í þeim býr.
Allt lagt í sölurnar
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari kallaði lands-
liðið saman til undirbúnings fyrir leikinn gegn
Sviss í fyrradag. í gær æfði liðið í tvígang og var
greinilegt á öllu að strákarnir leggja allt í sölumar
í leikinn gegn Sviss. Öllu því besta verður tjaldað
og veröur spennandi að sjá hvemig strákunum
reiðir af. Geir Sveinsson fyrirliði sagði við DV eft-
ir fyrri æfingu liðsins í gær andrúmsloftið vera
gott í herbúðunum og allir væm staðráðnir í að
gera sitt besta eins og alltaf.
Gerum okkur grein fyrir alvöru leiksins
„Við gerum okkur grein fyrir
alvöru leiksins en hann skipt-
ir okkur miklu máli. Við
verðum að hafa í huga að
frammistaða okkar á HM í
Japan telur ekki í þessari
keppni og því má segja að við
séum á byrjunarreit. Það er
ekkert launungarmál að það
er takmarkið okkar að fá fjög-
ur stig út úr leikjunum tveim-
ur við Sviss I kvöld og svo ytra á sunnudaginn. Við
lékjum ekki sannfærandi gegn Dönum á dögunum
en ég er þess fúllviss aö menn mæta betur stefndir
í leikina gegn Sviss enda er alvaran skollin á. Ég
verð að segja að ég hef góða tilfinningu fyrir leikj-
Geir Sveinsson.
unum gegn Sviss, allir eru heilir og það er létt yfir
mannskapnum. Það er engin spurning að við stefn-
um á eitt af tveimur efstu sætunum. Það skiptir
verulegu máli aö ná sem flestum stigum í byrjun
því ég vil fyrir alla muni forðast það að síðasti leik-
urinn í riðlinum gegn Júgóslövum verði einhver
úrslitaleikur eins og gerðist gegn Dönum í und-
ankeppni fyrir HM. Það fór að vísu vel en ég vil
helst ekki endurtaka þann leik aftur," sagöi fyrir-
liðinn.
Geir sagði að leikimir við Sviss í gegnum árin
hefðu oftast verið jafnir og spennandi. Þeir leika
sinn venjulega bolta, hanga á boltanum og innan
um hjá þeim eru gamlir refir sem kunna ýmislegt
fyrir sér.
„Kominn tími til aö tryggja sér sæti í úr-
slitakeppninni"
„Við erum ákveðnir í að gera góða hluti í keppn-
inni þvi þaö er kominn tími á það að ísland tryggi
sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins en það hef-
ur okkur aldrei tekist,“ sagði Geir Sveinsson lands-
liðsfyrirliði í samtali við DV í gær. -JKS
HSÍ ætlar að skapa mikla og
góða stemningu fyrir leikinn i
kvöld í Evrópukeppninni gegn
Svisslendingum.
Laugardalshöll verður opnuð
klukkan 19.00 og í anddyri Hall-
arinnar verða vörukynningar
og uppákomur frá ýmsum fyrir-
tækjum.
Þá mæt-
ir hinn sí-
vinsæli Ei-
ríkur Fjal-
ar á svæð-
ið og
skemmtir
fólki fyrir
leikinn.
Díddu Eir(kur Fja|ar.
mun ‘
syngja þjóðsöngva landanna fyr-
ir leikinn og mun Jónas Þórir
leika undir. _TT
-(jxi
Brynjar Gunnarsson:
Tilboðá
borðinu
- IFK Gautaborg bauð í
Brynjar í gærkvöld
Forráðamenn sænska stórliðsins IFK Gautaborg og sænskir fjölmiðlar
halda ekki vatni yfir knattspymumanninum Brynjari Gunnarssyni úr
KR. Brynjari, sem verið hefur til reynslu hjá Gautaborgarliðinu undan-
fama daga, var í gærkvöld afhent tilboð frá félaginu og mun hann íhuga
það næstu daga.
Stórblaðið Expressen fiallar um Brynjar í einnar síðu grein í gær og tal-
ar um bjargvætt Gautaborgarliðsins og súperstjörnu.
Þeir Thomas Wemersson, framkvæmdastjóri Gautaborgar, og Mats
Jingblad, þjálfari liðsins, sögðu i samtali við DV i gærkvöld: „Það sem við
höfum séð til Brynjars erum við mjög ánægðir með. Það er ekkert vafa-
mál að Brynjar er framtíðarleikmaður hjá Gautaborg og hann gæti hæg-
lega gengið beint inn í byrjunarliðið hjá okkur í dag.“
Brynjar æfði með Gautaborg í gær og í gærkvöld bauð framkvæmda-
stjórinn honum til kvöldverðar þar sem hann afhenti Brynjari tilboð frá
þessu þekkta félagi.
„Mér líkar mjög vel hjá félaginu og allar aðstæður hér em mjög góðar.
Mér var strax mjög vel tekið af leikmönnum liðsins," sagði Brynjar i sam-
tali við DV í gærkvöld. Samkvæmt heimildum DV er tilboðið mjög gott
enda Gautaborg vel statt fiárhagslega. -EH Svíþjóð/-SK
Dagur Sigurðsson og félagar hans i íslenska landsliðinu verða í
eldlínunni í kvöld er þeir mæta Svisslendingum í Evrópukeppninni. Hér
hvtiir Dagur lúin bein á æfingu landsliðsins í gær. DV-mynd Brynjar
Þjálfari Svisslendinga
vildi ekki myndbandið
Þegar Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari var í Sviss í síðustu viku og
fylgdist með tveimur landsleikjum Svisslendinga og Pólverja bauðst
hann til að útvega landsliðsþjálfara Sviss myndband af leikjum íslend-
inga og Dana sem fram fóm hér á landi á dögunum.
Þjálfarinn þáði ekki boðið enda öragglega búinn að útvega sér mynd-
ir frá leikjunum á annan hátt að sögn Þorbjöms.
Það verða ungverskir dómarar sem dæma leik íslands og Sviss í Evr-
ópukeppninni í Laugardalshöllinni í kvöld.
Þeir heita Josep Ladiszlai og Lazlo Tavamy og era að dæma i fyrsta
sinn á íslandi. Eftirlitsdómarinn kemur hins vegar frá Lúxemborg.
-JKS
- mjög svo glæsilegt framtak hjá KKÍ
Góðgeröarleikir Körfuknattleiks-
sambands íslands fara fram á
sunnudaginn í íþróttahúsi
Keflavikur. Þar eigast viö íslands-
og bikarmeistarar frá síðasta ári i
karla- og kvennaflokki og hljóta
sigurvegararnir sæmdarheitið
meistarar meistaranna.
Það sem er sérstakt við þessa
leiki er að KKÍ gefur allan ágóða af
leikjunum til góðgerðarmála eins og
samþykkt var á ársþingi
sambandsins árið 1995. Stjóm KKÍ
skipaði sérstaka heiðursnefnd sem
hefur veg og vanda af
skipulagningu þessa viðburðar og
vali á þvi málefni sem styrkt er
hverju sinni. Nefndina skipa Helgi
Ágústsson, formaður, Skúli
Valtýsson og Einar Bollason.
Nefndin ákvað að ágóðinn af
leikjunum í ár skyldi renna til
Neistans sem er styrktarfélag
hjartveikra bama. Þetta er í þriðja
sinn sem KKÍ stendur að þessum
góðgerðarleikjum. Fyrsta árið runnu
peningamir til krabbameinssjúkra
bama og annað árið fór ágóðinn af
leikjunum til Jafningjafræðslunnar.
Glæsilegt hjá KKÍ
Þetta framlag KKÍ til
góðgerðarmála er glæsilegt og á
blaðamananfundi sem KKÍ efndi til
í gær vegna leikjanna þökkuðu
fulltrúar Neistans körfuknattleiks-
sambandinu fyrir þetta framtak og
sögðu það bera vott um góðan
skilning á málum hjartveikra barna
en 40-50 böm greinast árlega með
hjartasjúkdóm og þurfa 20-25 þeirra
að gangast undir aðgerð.
Eins og áður segir fara leikimir
fram í Keflavík. Klukkan 18 leika
Grindavík og Keflavík í
kvennaflokki og klukkan 20 leika
Keflavík og KR í karlaflokki. Milli
leikjanna verður boðið upp á
skotkeppni og hjólastólakörfubolta.
-GH
Léttleikinn var allsráðandi á æfingu íslenska landsliöins í handknattleik í gær. Fyrir höndum eru tveir leikir gegn Sviss í riðlakeppi
Evrópumótsins, sá fyrri í kvöld og sá síöari í Sviss á sunnudag. Júlíus Jónason og Geir Sveinsson taka hér teygjuæfingar og Bergsveinn Bergsveinsson lætur ekki
sitt eftir liggja í horninu uppi. Þorbjörn Jensson landsliösþjálfari fylgist álengdar með. DV-Brynjar Gauti
ákveðnir
Eiríkur
Fjalar
mætir
í Höllina
Diddú þenur raddböndin
Það verður mikið um dýrðir í kvöld þegar íslendingar
mæta Svisslendingum í Evrópukeppninni í handknatt-
leik i Laugardalshöllinni.
Á meðal þess sem verður til skemmtunar er að söng-
konan Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja þjóðsöngva
beggja landanna. -SK
Meistarakeppni KKI á sunnudaginn:
Ágóði til hjart
veikra barna
Gjaldkeri Leifturs á Ólafsfiröi:
Við erum ekki gjaldþrota
Sögusagnir hafa verið í gangi að knattspymudeild
Leifturs á Ólafsfirði sé mjög illa stödd fiárhagslega, svo
illa að í gjaldþrot stefni. DV náði tal af Kristni Hreins-
syni, gjaldkera knattspymudeildar Leifturs, í gær og
bar þessar sögusagnir undir hann.
„Það hafa alltaf gengið einhverjar sögur um okkur
Leiftursmenn og við höfum heyrt af þessari. Viö eram
ekki að verða gjaldþrota. Staða knattspymudeildarinn-
ar fiárhagslega er allt í lagi. Viö í sjálfu sér vöðum ekk-
ert í peningum en við eram ekkert í neinu óefni. Ég get
á þessu stigi ekki sagt hvað við skuldum en ég held að
staða okkar sé ekkert verri en hjá öðrum félögum nema
þá kannski hjá Eyjamönnum. Það er víða mjög knappt
í búri og menn ekki með neinar innistæður," sagði
Kristinn í samtali við DV í gær.
Kristinn líklega áfram
Að sögn Kristins era allar likur á að Kristinn Bjöms-
son verði endurráðinn þjálfari Leiftursmanna og eru
viðræður þess efnis aðeins famar af stað. Um helming-
ur af leikmannahópi Leifturs er með lausa samninga
eftir tímabilið og segir Kristinn að menn muni setjast
niður eftir helgina og skoða leikmannamálin.
„Það hefur enginn gefið það út að hann ætli að yfir-
gefa liðið og ég held að það hafi flestir áhuga á að vera
með okkur áfram. Það má nú samt alltaf búast við ein-
hverjum breytingum," sagði Kristinn.
-GH
Kristinn Björnsson veröur aö öllum
líkindum áfram meö Leiftur.
Diego Maradona búinn að vera
Argentínski knatt-
spyrnusnillingurinn
Diego Armando Mara-
dona virðist hafa með
síöasta skammar-
striki sinu endanlega
spilað rassinn úr bux-
unum því þrautseig-
ustu áhangendur
hans, argentínska
þjóðin, era búnir að fá
nóg. Enn og aftur
bendir því allt til þess
að skrautlegur ferill
þessa litríka knatt-
spymumanns sé nú
loks á enda. Hann hef-
ur reyndar verið af-
skrifaður áður en
ávallt snúið til baka.
En nú virðist mælir-
inn fullur auk þess
sem kappinn er orð-
inn 36 ára gamall.
„Getur ekki
veriö“
Eins og áður hefur
komið fram féll Mara-
dona á lyfiaprófi í síð-
asta mánuði eftir 4-2
sigurleik hans manna
í Boca Juniors á
gömlu félögum hans í
Argentinos Juniors í
argentínsku úrvals-
deildinni.
Þetta var í þriðja
sinn sem Maradona
féll á lyfiaprófi auk
þess sem lögreglan
hefur þurft að hafa af-
skipti af honum í mis-
gáfulegu ástandi.
„Það getur ekki ver-
ið, þetta hljóta að vera
einhver mistök,"
sagði Guilermo
Coppola, hinn argent-
ínski umboðsmaður
Maradona, þegar
hann fékk þær fréttir
um að skjólstæðingur
hans hefði enn og aft-
ur fallið á lyfiprófi.
Þessi ummæli hans
gætu allt eins hafa
verið ummæli argent-
ínsku þjóðarinnar
sem hingað til hafði
slegið skjaldborg um
átrúnaðargoð sitt hon-
um til vamar. En rot-
höggið kom þegar
Aldino Bemposta, for-
maður lyfianefndar
argentínska knatt-
spymusambandsins,
staðfesti niðurstöðu
lyfiaprófsins.
„Við framkvæmd-
um enn þá viðameiri
og nákvæmari prófun
núna en vant er svo
að ekki léki nokkur
vafi á niðurstöðunni,
sérstaklega með tilliti
til þess hver á hlut að
máli,“ sagði
Bemposta.
Brenndar brýr
„Hann hafði hugsað
sér að koma okkur
aftur á meðal þeirra
bestu og væntingarn-
ar vora miklar. En úr
því sem komið er
verður ekkert úr því,“
sagði Mauricio Macri,
forseti Boca Juniors,
sem Maradona lék nú
síðast með. Maradona
hefur nú brennt allar
brýr að baki sér,
heima og að heiman.
Argentínska þjóðin er
búin að fá nóg af lyg-
unum um betri tíð og
tíma og segir hann
hafa lært of mikið af
síðasta einkaþjálfara
sínum sem var enginn
annar en kanadíski
spretthlauparinn Ben
Johnson. Undrabarn
Argentínu hefur vald-
ið þjóð sinni miklu
hugarangri síðustu
vikur og það hefur
reynst þeim þrautin
þyngri að finna út
hæfilega refsingu.
En eins og Macri,
forseti Boca Juniors,
sagði: „Maradona hef-
ur brugðist sjálfum
sér oftar en okkur."
-ÖB
Brynjar Gunnarsson.
Feríll Maradona
1960: Diego Armando Maradona
fæddist þann 30. október. Var fimmta
af átta börnum, sonur iönverkamanns.
1976: Lék sinn fyrsta ieik í 1. deild-
inni i Argentínu meö liöi Argentinos
Juniors, 10 dögum fyrir 16 ára afmæl-
isdag sinn.
1977: Lék sinn fyrsta landsleik meö
Argentínu.
1978: Þjálfari argentínska landsliös-
ins velur hann ekki í landsliðiö fyrir
HM í Argentínu. Telur hann of ungan
til aö þola pressuna.
1979: Er fyrirliöi unglingalandsliðs
Argentinu sem verður heimsmeistari.
1981: Vinnur argentínska meistara-
titilinn meö liöi Boca Juniors.
1982: Gengur til liös viö Barcelona
eftir heimsmeistarakeppnina.
1984: Gengur til liös viö Napoli
á Ítalíu.
1986: Skorar hiö fræga mark meö
„guðs hendi" í undanúrslitaleik HM
gegn Englendingum og er lykilmaður
Argentínumanna sem veröa heims-
meistarar meö 3-2 sigri á Þjðöverjum
í úrslitaleik.
1987: Veröur ítalskur meistari meö
Napoli.
1989: Leiöir Napoli til sigurs í Evr-
ópukeppninni. Ertvo mánuöi í Argent-
ínu og mætir ekki á réttum tíma til
Ítalíu þegar keppnistímabiliö hefst.
1990: Verður ítalskur meistari með
Napoli í annað sinn og er fyrirliöi
Argentínumanna sem tapar fyrir Þjóö-
verjum f úrslitaleik HM, 1-0.
1991: Fellur á lyfiaprófi eftir aö hafa
neytt kókaíns og er dæmdurf 15 mán-
aöa keppnisbann með Napoli. Er hand-
tekinn fyrir að hafa neytt kókaíns eft-
ir komuna til Argentínu og skipaö af
dómara aö hætta uns niðurstaða aö
lyfjaprófi liggur fyrir.
1992: Neitar aö ganga aö nýju til liðs
viö Napoli eftir keppnisbanniö oggeng-
ur í raöir Sevilla á Spáni.
1993: Er aftur skipaöur fyrirliöi lands-
liös Argentínu í leik gegn Brasilíu-
mönnum. Yfirgefur liö Sevilla og fer í
liö Newell Old Boys i Argentínu.
1994: Er rekinn frá Newell Old Boys
fyrir aö mæta ekki á æfingar. Skýtur
úr loftriffli aö fréttamönnum. Leikur
fyrstu tvo leikina meö Argentínumönn-
um á HM f Bandaríkjunum. Fellur á
lyfjaprófi þar sem kemur f Ijós aö hann
hafl neytt margs konar ólöglegra lyfja,
meðal annars kókaíns. Alþjóöa knatt-
spyrnusambandiö dæmir hann í 15
mánaöa keppnisbann.
1995: Æfir meö tveimur félögum á
Spáni, Racing Club og Espanol en
hættir og gengur í raöir síns gamla
félags í Argentínu, Bocca Juniors.
1996: Fer til Sviss og dvelst á hæli
fyrir eiturlyfjasjúklinga.
1997: Byq'ar í fimmta sinn á ferlinum
með Bucca Juniors en fellur á lyfja-
prófi eftir fyrsta leikinn með
liðinu. I Ijós kemur aö
hann haföi enn og
aftur neytt kókaíns
sem þýðir að hann
á yfir höfði sér allt
aö fimm ára
keppnisbann.