Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
Fréttir
DV
Esra S. Pétursson geðlæknir:
Sakaður um brot
á siðareglum lækna
- lýsir ástarsambandi við sjúkling sinn í bókinni Sálumessa syndara
Læknafélag íslands og landlæknir
hafa nú til athugimar hvort Esra S.
Pétursson, geðlæknir og
sálkönnuður, braut siðareglur
lækna í nýútkominni bók, Sálu-
messa syndara, sem fjallar um ævi
og störf Esra.
í bókinni, sem skrifuð er af
Ingólfi Margeirssyni, lýsir Esra ást-
arsambandi sínu við sjúkling sinn,
Áslaugu Jónsdóttur. Esra lýsir sjúk-
dómseinkennum Áslaugar mjög ná-
kvæmlega í bókinni. Esra segir í
bókinni að ástarsamband þeirra
hafi byrjað þegar Áslaug var 37 ára
en hann 67 ára. Áslaug lést á síðasta
ári.
Fjölskyldan mjög ósátt
Fjölskylda Áslaugar er mjög ósátt
við umfjöllun um hana í bókinni og
telur að Esra hafl brotið trúnað
gagnvart sjúklingi sínum.
„Það er enginn vafi að þama hef-
ur verið brotinn trúnaðareiður.
Þetta kemur að sjálfsögðu mjög nið-
ur á öllum í fjölskyldunni enda er
þetta svo yfirgengilegt," sagði ná-
skyldur ættingi Áslaugar, sem vildi
ekki láta nafns síns getið.
Ljóst er að um þungar ásakanir
er að ræða á hendur Esra. Þess
vegna hefur málið nú verið tekið
fyrir hjá Læknafélaginu og Land-
læknisembættinu. Ef Esra verður
fundinn sekur um að brjóta siða-
reglur lækna þá mun hcinn að öllum
líkindum verða sviptur læknisleyfi
sinu.
Mjög viökvæmt mál
„Ég get staðfest að það hefur ver-
ið fjallað um þetta mál hjá Læknafé-
laginu. Það er spuming hvort siða-
reglur lækna hafa verið brotnar og
það er til athugunar. Þetta er mjög
viðkvæmt mál. Meira get ég ekki
tjáð mig að svo stöddu," sagði Guð-
mundur Björnsson, formaöur
Læknafélags íslands, aðspurður um
,álið.
Samkvæmt heimildum DV er
málið á leið til siðanefndar Lækna-
félagsins. Von er á að siðanefndin
verði fljót að fjalla um málið.
Eftir mat siðanefhdar mun stjórn
Læknafélagsins ákveða hvort Esra
gerðist brotlegur við siðareglur
lækna. Ef svo fer mun Læknafélagið
að öllum líkindum vísa honum úr
félaginu. Landlæknir mun hins veg-
ar ákveða hvort Esra verður sviptur
læknisleyfi sínu. -RR
ítrekuð skemmdarverk teQa framkvæmdir Vatnsveitunnar:
Gröfur skemmdar og
umferðarmerkjum stolið
- óþolandi ástand, segir verktaki hjá Vatnsveitunni
„Þetta er alveg óþol-
andi ástand. Það hafa
einhverjir skemmd-
arvargar verið að gera
okkur lífið leitt. Undan-
farnar nætur hefúr svo
keyrt um þverbak því
þá voru rúður brotnar I
tveimur gröfum okkar,“
segir Sigurgeir Guðjóns-
son, verktaki hjá Vatns-
veitunni, í samtali við
DV.
Vatnsveitan hefur
undanfarið verið að
endurnýja stofnæðar í
Fossvoginum. Þær
framkvæmdir hafa þó
iðulega verið truflaðar
að undanfómu vegna ít-
rekaðra skemmdar-
verka.
„Auk þess hefúr búkkum og súl-
Sigurgeir Guöjónsson, verktaki hjá Vatnsveitunni, viö aöra gröf-
una sem skemmd var. DV-mynd ÞÖK
um verið kastað ofan í holurnar
sem við höfum verið að taka. Þetta
er stórhættulegt fyrir
gangandi vegfarendur.
Þá hefúr nokkrum um-
ferðarmerkjum verið
stolið. Þetta tefur auð-
vitað töluvert fyrir okk-
ur auk þess sem um er
að ræða fjárhagstjón.
Við höfum kært þetta til
lögreglunnar en það er
ekki vitað hvort um
sömu menn er að ræða
eða hvort þetta eru
alltaf einhverjir nýir.
Þetta er íbúðahverfi og
mikið af ljósastaumm
en samt virðist enginn
sjá neitt. Ég skildi gröf-
urnar eftir á áberandi
stað undir ljósastaurum
en samt voru unnin
skemmdarverk á þeim,“ segir Sigur-
geir. -RR
Esra. S. Pétursson, geölæknir og sálkönnuöur, er ásakaöur um aö hafa
brotið siðareglur lækna þar sem hann lýsir ástarsambandi við sjúkling sinn
í bókinni Sálumessa syndara.
A rækjuveiðar Fréttir
DV, Akureyri:
Utgerðarfélag Akureyringa hefur
ákveðið að senda togarann Sólbak á
rækjuveiðar en hann hefur legið við
bryggju allt þetta ár og verið á sölu-
skrá.
Togarinn hefur reyndar ekki verið
tekinn af söluskrá en er sendur til
veiða vegna þess að Svalbakur, einn
af togurum ÚA, er í leigu hjá þýska
fyrirtækinu Mecklenburger Hochseef-
ischerei og verður fram að áramótum.
-gk
Félag eldri borgara í Hveragerði:
Fékk kostajörð í arf
DV, Hveragerði:
Þeir voru heiöraöir á 100 ára afmæli Blaöamannafélags íslands í gær fyrir 40
ára störf sem blaöamenn. Frá vinstri: Gísli Sigurösson, Björn Jóhannsson
og Atli Steinarsson. DV-mynd GVA
Félag eldri borgara í Hvera-
gerði er vinsælt félag og virkt, þar
sem ýmiss konar afþreying er
jafnan á döfinni. Þorlákur Kol-
beinsson, fyrram bóndi aö Eystri-
Þurá II í Ölfushreppi, var einn af
þeim sem hafði notið góðs af starf-
semi félagsins. Þorlákur lést þann
22. mars 1997.
Hann sýndi þakklæti sitt til fé-
lagsins i erfðaskrá sem staðfest var
í september sl. og ánafnaöi aleigu
sína, jörð sína á Eystri-Þurá ásamt
íbúðarhúsi, Félagi eldri borgara i
Hveragerði.
Jörðin að Þurá er um 70 ha. að
stærð og er í 5 km fjarlægð frá
Hveragerði. Jöröin er talin kosta-
jörð og fylgja henni ýmis hlunnindi.
Að sögn Öldu Andrésardóttur, for-
manns Félags eldri borgara, hefur
félagið enn ekki ákveðið hvað verð-
íbúöarhúsiö á Purá. DV- mynd Eva
ur gert við jörðina og húsið. Nú
standa félagsmenn að endurbótum
við húsið og umhverfi þess og til
stendur að hafa opið hús að þeim
loknum.
Þess má geta að íbúar Hveragerð-
is, 67 ára og eldri, eru 190 talsins, eða
rúmlega 11% af íbúafjölda, þrátt fyr-
ir fjölda þeirra sem búa á dvalar-
heimilinu Ási. Til viðmiðunar er
fiöldi sama aldurshóps íbúa Selfoss-
bæjar tæplega 10% af íbúafiölda. -eh
Jafnar kosningar
Mjög mjótt er á mununum
milli D- og R-lista sammkvæmt
könnun sem gerö hefur verið fyr-
ir Stöð 2. D-listinn fengi 50,2% og
R-listinn 49,8% ef kosið væri nú.
52% vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem
borgarstjóra en 41,7% Árna Sig-
fússon.
Úreldingarstyrkir
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
hefur greitt rúma 2,7 milljarða í
úreldingarstyrki frá 1994-1997
samkvæmt Morgunblaðinu.
Bók eftir Davíð
Hjá Vöku-Helgafelli er komið
út smásagnasafú eftir Davíð
Oddsson forsætisráðherra. Morg-
unblaðið segir frá.
Deilt um kýr
Kona, sem er bóndi á Suður-
landi, barði framkvæmdastjóra
Landssambands kúabænda i höf-
uðið á fúndi á Þingborg í Flóa
með skjalatösku. Á fúndinum var
hart deilt um hvort ætti að flytja
inn fósturvísa úr norsku kúakyni
og var konan á móti því. Dagur
sagði frá.
Bruðlað með áburð
Tugþúsundum tonna af hús-
dýraáburði frá svína- og hænsna-
búum og mómold er ekið í sjó í
stað þess að nota efnin til upp-
græðslu og framleiðslu á mold.
Þetta kom fram í fyrirspurna-
tíma á Alþingi í gær.