Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 10
io mennmg ÍK FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 ID’V Lífið Sjaldan hefur snjóaö eins glæsilega á sviöi Þjóöleikhússins. Úr sýningu Litla leikhússins í Vilnius á Maskarad. DV-mynd Brynjar Litháíski leikstjórinn Rim- as Tuminas er orðinn ís- lenskum leikhúsgestum að góðu kunnur eftir að hafa leikstýrt þremur uppsetning- um í Þjóðleikhúsinu. Margir áhorfendur hafa hrifist af frumlegum og skapandi krafti þessara sýninga, en þeir sem hallast að hefð- bundnari túlkunarleiðum hafa ekki allir verið eins upp- vægir. Báðum þessum hópum gefst nú kostur á að sjá enn einu sinni vinnubrögð leik- stjórans, sem kominn er hingað til lands með heila sýningu frá Litla leikhúsinu í Vilníus. Þar kemur vel í ljós hvernig Tuminas vinnur. Hann gegnumlýsir verkið sjálft og nálgast kjarnann af skörpu innsæi. Síðan beitir hann af kunnáttu og óbrigð- ulli þekkingu hinum marg- víslegu aðferðum leikhússins til að túlka verkið og ef því er að skipta víkur textinn lönd og leið fyrir öðrum og sjón- rænni þáttum. Þetta geta þeir einir leyft sér sem byggja á styrkum grunni aldalangrar hefðar og hafa leikhúsið í blóðinu, ef svo má segja. Grimudansleikurinri (Maskarad) eftir Mikhaíl Lér- montov er í þessari uppset- ingu ákaflega falleg og gegn- umheil sýning og það er óhætt að segja að Tuminas fer ekki hefðbundnar leiðir fremur en fyrri daginn. Bláþráður sögunnar gæti verið úr róman- tískri óperu, en textinn gefur henni tragíska dýpt. Verkið íjallar um afbrýðisaman eigin- mann og meinlegan misskilning, sem leiðir til hryggilegra hefndaraðgerða hans. Um seinan rennur upp fyrir honum að hann hefur verið leiddur i gildru. Bakgrunnurinn er líf yfirstétt- arfólks í Sankti Pétursborg á fyrri hluta 19. aldar, en líkingin af hinu örlagaríka grímu- balli, sem verkið dregur nafn af, er færð yfir á lífið sjáift. Leikhópurinn er samstilltur eins og kemur best fram í hópsenum, sem margar hverjar eru algjört augnayndi. Svart bogatjald baksviðs myndar myrkan grunn fyrir fannfergi Sankti Pétursborgar og sjaldan hefur snjóað eins Leiklist Auður Eydal glæsilega á sviði Þjóðleikhússins. Fannbreiðan og sístækkandi snjóbolti sem velt er um sviðið eru mikilvægir þættir í margbrotnu táknmáli sýningarinar, en eins og fyrri daginn eru það leikendurnir sem eiga fýrsta og síðasta orðið. Eftir að hafa séð árangur af vinnu leikstjór- ans með íslenskum leikurum er fróðlegt að sjá hann með „sínu“ fólki og leynist engum að þar eru góðir leikarar á ferð. Nægir að nefna Adri- ja Cepaité (Nína), Arvydas Dapsys (Arhenín, maður hennar) og Andrius Zehrauskas (þjónn, litli maðurinn í garðinum o.fl.) sem öll sýndu afburðaleik. Sýningar á Grímudansleiknum verða aðeins tvær (sú seinni í kvöld) og þess vegna verða þeir sem ekki vilja missa af þessum kærkomna leikhúsviðburði að hafa hraðar hendur. Gestaleikur frá Litháen á stóra sviði Þjóðleik- hússins: Grímudansleikurinn - Maskarad Höfundur: Mikhaíl Lérmontov Þýðing á litháísku úr rússnesku: Vytautas Blozé Skjátexti - íslensk þýðing úr rússnesku: Árni Bergmann Leikmynd: Adomas Jacovskis Búningar: Virginija Idzelyté Tónlist: Faustas Laténas Leikstjóri: Rimas Tuminas er grímuball Raunsæi á £ Reykjavlk kemur óneitanlega öðruvísi fyrir sjónir að loknum lestri fyrstu skáldsögu Mika- els Torfasonar. Borgarumhverfi sögunnar er kjaftshögg fyrir þann íbúa hennar sem telur sig búa í hversdagslegri og tiltölulega mein- lausri smáborg. Hér er lýst heimi sem er dökk- ur og drungalegur, ofbeldisfullur, ofsafenginn - og allt í kringum okkur. Aðalpersóna sög- unnar, Arnaldur Gunnlaugsson, lifir í heimi glæpa, eiturlyfja og ofbeldis, ekki í New York - heldur Grafarvoginum. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Ef trúa má samtímamynd sögunnar er mið- bær Reykjavíkur hreinasti barnaleikvöllur miðað við nýjasta hverfl borgarinnar. Þar er risin skuggaveröld þar sem glæpagengi hálfstálpaðra unglinga ráða lögum og lofum. Hér er hvort tveggja á ferðinni i senn, ný rödd i íslenskum bókmenntum og gamalkunn- ug. Stíll sögunnar er nýmæli og söguefnið sömuleiðis. Hér er gengið lengra í lýsingum á ofbeldi, eiturljdjaneyslu og kynlífi en ég man eftir í íslenskri bók og kafað dýpra í hugskot persónu sem beitir skeíjalausu ofbeldi. í þessu minnir bókin á ýmislegt sem hefur verið vin- sælt í hinum ensk-ameríska heimi undanfarin ár. Það er þó enginn galli út af fyrir sig. Heim- urinn sem Mikael lýsir kaliar á þessa aðferð, og rödd sögumannsins verður stundum óþægilega sannfærandi i hömluleysi sínu og afheitun alls siðferð- is. Þessi rödd er sterkasta hlið bók- arinnar. Amaldur er sjálfum sér sam- kvæmur, málfarið er gróft, óheflað og oft á tíðum verulega kröft- ugt. Það sem á hinn bóg- inn er hefðbundið við Falskan fugl er formið. Sagan ætlar sér að „fanga samtímann", hún er krufn- ing á þjóðfélagsástandi, eins konar nýraunsæi á alsælu. Markmiðið er að lýsa brjáluð- um heimi unglings í samtím- anum, hrikalegum aðstæðum hans, afskipta- og skilningsleysi vinnupíndra foreldra, tengsla- leysi hans við aðra, og ofgnótt af vímugjöfum, peningum og afþrey- ingu. Það er raunar helsti galli þessarar skáldsögu að hún er í grundvallaratriðum heföbundin raunsæisskáldsaga, undir ofbeldisfullu og kaó- tísku yfirborðinu reynist Arnaldur ganga býsna vel upp í hefðbundnar skýringar á vandræðaunglingi. Fjölskyldan hefur orðið fyrir áfalli sem foreldrarnir geta ekki tekist á við, hvað þá veitt honum aðstoð við það. Umhverfið sem hann elst upp í er dæmigert hverfi í mót- un, með allt að því klisjukenndum einkennum steinsteypufrumskóg- arins. Það er meira að segja ekki laust við að lesandanum sé gefið færi á að álykta að í raun sé Arnaldur besta skinn sem hafi lent á óvenju mögnuðum glap- stigum. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að ofbeldið í sög- unni verður á stundum bara leiðigjarnt, það er ekki gerð tilraun til að kryfja það sem slíkt eða Ijá því neina aðra merkingu en þá að vera krydd í lýsingu á tilveru ung- lings á íslandi „í dag“, og þannig líður meira að segja hin nýstárlega rödd sögunnar fyrir það hversu hefðbundið form hennar er. Mikael Torfason: Falskur fugl Plúton 1997 Hugsuðurinn kona Nýjasta verk metsöluhöfundarins Gunnars Dal heitir því óvænta nafrii í dag varð ég kona og er í formi dagbókar ungrar stúlku. Guðrún byrjar dagbókina á tímamót- um, 14. nóvember 1995, og fram í apríl áriö eftir heldur hún áfram að skrifa, trú- ir dagbókinni fyrir hugsunum sinum og vangaveltum um hvaðeina. Hún sökkvir sér í fomar goðsögur og gengur inn í hin helgu vé karlmanna - goðsöguna þar sem karlmaðurinn skilgreinir sig sem herra og guð jarðarinnar og konuna sem her- fang sitt. Þar liggja rætur misréttisins. En Guðrún er hin nýja kona. Hún krefst jafnréttis og lætur ekki skipa sér til sætis. Hún tekur sér sæti. Ekki þarf lesendum DV að koma á óvart að Gunn- ar geri konu að söguhetju í heimspekilegri skáld- sögu, því hann sagði í við- tali á menningarsíðu fyrir tæpu ári að „konur væra dýpri" en karlar og heim- spekirit höfðuðu því fremur til kvenna. Nú er tæp hálf öld síðan fyrsta bók Gunnars Dal kom út. Hann hefur gert víð- reist í þekkingarleit sinni; nam heim- speki í Edinborg og dvaldi meðal annars í Indlandi, Bandaríkjunum og Grikk- landi. Bókaútgáfan Vöxtur gefur bókina út. Á báiunnar bláu slóð Þriðja bindi Sögunnar af Daníel eftir Guðjón Sveinsson hefur undirtitilinn Á bárannar bláu slóð. Þegar það hefst er söguhetjan, Daníel, orðinn 13 ára og farinn að taka beina þátt- töku í veröld hinna full- orðnu. Ástin vaknar og ýmis leyndarmál upp- lúkast, en dauðinn knýr einnig dyra og hörð mann- raun hefur djúp áhrif á viðkvæma unglingslund. Bókin kemur út hjá Mánabergsútgáf- unni eins og fyrri bindin en Bókaforlag Æskunnar dreifir henni. Ástir skipstjórans Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefur sent frá sér bókina Dugga frönsk og framboðsfundir - Nokkrir þættir um fólkið og lífið í landinu. Þar rekur hann meðal annars foi'vitnilega ástar- og örlagasögu fransks skipstjóra og ís- lenskrar heimasætu á 19. öld og rifjar upp fyndin til- svör og atvik á ffamboðs- fundum. Fjöldi mynda er í bókinni. Útgefandi er Æskan. Hallgrímsstefna í mars í vor var haldin merk ráðstefna um Hallgrím Pétursson og verk hans í Hallgrímskirkju. Nú eru fyrirlestrarnir sem þar vora haldnir komnir út á bók sem heitir einfaldlega Hallgrímsstefna. í ritinu gefst fjölbreytileg sýn á þetta ástsælasta trúarskáld þjóðarinnar og um- hverfi hans í tíma og rúmi. Helgi Þorláks- son flallar um aldarfariö á 17. öld; Sigur- jón Ámi Eyjólfsson skýrir guðfræðina að baki Pass- íusálmunum; Vésteinn Ólason skrifar persónu- lega hugleiðingu um ljós og myrkur í kveðskap 17. aldar. Margrét Eggerts- dóttir gerir gi-ein fyrir varðveislu kveðskapar Hallgríms og Steinunn Jó- hannesdóttir bregður upp mynd af mann- inum. Helgi Skúli Kjartansson ber Hall- grím saman við Bach, Wilhelm Friese skoðar Passíusálmana sem barokkkveð- skap og Þórann Sigurðardóttir setur ljóð- in eftir Steinunni í nýtt samhengi. Loks er hugvekja eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Ritstjórar verksins era Þórunn Sigurð- ardóttir og Margrét Eggertsdóttir. List- vinafélag Hallgrímskirkju gaf út en dreif- ingu annast Hið íslenska Biblíufélag. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.