Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 Spurningin Hugsarðu mikið um eigið útlit? Amfríður Guðmundsdóttir: Já, eitthvað gerir maður af því, þó ekki mikið. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, nemi í grunnskóla Mosfellsbæj- ar: Já, það fara nokkrir klukkutím- ar í það á dag. Marta Rós Karlsdóttir, nemi í gmnnskóla Mosfellsbæjar: Já, frekar mikið. Auðunn Gestsson blaðasali: Já. Jakobína Kristjánsdóttir klæð- skeri: Svona I meðallagi. Óli Ólafsson nemi: Já, afar mikið. Lesendur Kvóti Magnús Einarsson skrifar: Mér er spum hvemig Ameríka væri ef kúrekamir hefðu ekki þurft að leita að gulli og öðrmn gersem- um. Það hefði sjálfsagt verið ein- faldara að gefa þeim gull og græna skóga í vöggugjöf. Dugnaðurinn er ótvírætt meiri hjá kúrekunum en bömum þeirra. Vinsæll enskur dægurlagatexti hljómar eitthvað á þessa leið „Where have all the cow- boys gone“. Kúrekum fortíðarinnar blöskraði sæju þeir Bandaríki nú- tímans. - Jú, synimir fengu þetta í arf. Kvótakerfið á íslandi er þessu likt. Háðulegasta dæmið er þegar kona eins kvótaerfingja fær dæmd- ar bætur út á óveiddan fisk úr sjón- um. Sagan sýnir nefnilega aö þetta kerfi fornra aðalsmanna er úr sér gengið og blessast ekki nema með valdalausu umboði og nægilegu eft- irliti fjölmiðla. Þegar maður á mik- ið af eignum kann maður að verða kæralaus og nota það sem maður hefur á neikvæðan hátt - bruðla. Sá saddi er rólegur á meðan sá hungr- aöi hamast við að verða sér úti um mat. Það segir sig því sjálft að kvóta- kerfi þrífst ekki nema með veiði- leyfagjaldi til sanngimi og aðhalds eða að komið verði á fót uppboðs- markaði sem er reyndar verri kost- ur því að þá er ríkið komið með finguma í málið og vankunnátta þess á þessu sviði ásamt tilheyrandi miðstýringu er öllum til óþæginda og trafala. Fjölmiðlar ættu eðlilega að fylgjast með þessum íslenska aðli. Þetta gæti leitt til þess að sægreif- amir eyddu ekki eða flyttu fjár- magn utan þar sem þjóðin missir af þeim í erlendu lotteríi. Segja má aö djúp gjá hafi myndast milli sægreifa Veiðileyfagjald fremur en miðstýrður uppboðsmarkaður. landsins og almennings. Fram- kvæmdastjórar eða þeirra undir- lægjur svara öllum spumingum. í raun á að spyija sjálfa eigenduma. Þjóðin á rétt á að þrýstingur aukist á eigendur fremur en stjómendur. Kannski eigendum kvótans detti í hug að gefa væntanlegum erfmgjum stór verksmiðjuskip í jólagjöf. Erf- ingjamir kæmu sér síðan upp flottri aðstöðu erlendis og lifðu í vellystingum þar á meðan þjóðin horfir upp á auðlindina, fiskinn, úr fjarlægð, veiddan af risastómm skipum, en sér ekkert af fiskinum eða andvirði hans. Núna staðhæfa forustusveitir sægreifanna að þannig verði meiri velta og að fjár- magnsbruðlið þar sé íslensku hag- kerfi hagkvæmt. Þessi hringavit- leysa er botnlaus. Aöhald fjöhniðla á sægreifum er því mikilvægt. og kábojar Stöðvarvík Spaugstofunnar Torfi skrifar: Það var nokkuð ljóst frá þeim tíma sem Spaugstofan hætti að vera á „vettvangi" með sinn fréttaspegil frá liðinni viku að annaö form myndi ekki henta betur. Fréttir í spéspegli, eins og Spaugstofan tók á málunum hér áöur og fyrr, var það sem við flest vildum. Almenningur kannast ekki viö Spaugstofuna í plássinu Stöðvarvík. Svona gamaldags uppsláttur höfðar ekki til almennings. Síðasti þáttur var toppur nesjamennskunnar. Flest atriðin em óþarflega langdreg- in, samanber kvæðamennina, og flest annað einnig. Rakarinn sem sögumaður er út úr kú. Það þarf engan sögumann, engan kynni. At- riðin eiga einfaldlega að „detta" inn hvert af öðm, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, óvænt og ókynnt. Nóg er efnið úr fáránleika daglega lífsins. Það þarf ekki kynningar við. Við þekktum atriðin hjá strákun- um. í Spaugstofunni em færir leik- arar, sérstaklega gamanleikarar, en þeir em þreyttir og búnir að of- keyra sig í nýjum hlutverkum. Það var óþarfi. Viö kunnum mætavel við gamla lagið. - Fréttir í spéspegli eins og Spaugstofan matreiddi þær lengst af. Lélegt úrval kvikmynda í sjónvarpi Léleg sjónvarpsdagskrá og myndbandaleigurnar blómstra. H.G. skrifar: Ég hef lengi ætlað að senda frá mér pistil um kvikmyndaval beggja sjónvarpsstöðvanna, sérstaklega á fóstudagskvöldum. En það er þá sem mér finnst það vera úr hófi lé- legt. Lengi vel stólaði ég á Stöð 2 en það geri ég ekki lengur. Þar era fóstudagskvöldin þau allra verstu. Nú tek ég dæmi máli mínu til stuðnings. Ríkissjónvarpið föstu- daginn 7. nóvember: Valmyndin „Hættu við, mamma skýtur". Ein lé- legasta mynd sem gagnrýnandi Dagsljóss hefur séð. - Síðan kom myndin „Dauðakyrrð". Spennu- mynd sem var í raun ósköp einhæf og eiginlega ein hörmung frá upp- hafi til enda. Þá er það Stöð 2: Fyrst myndin Gullbjöminn; einnar stjömu mynd (nei, fyrirgefið: engin stjama!). Síð- an „Á framfæri réttvísinnar", ein stjama. Og „Stælar", engin stjama. Þá kom einhver endursýnd mynd; ein og hálf stjama. Þetta var nú úrvalið. Ég var að kanna hvemig næsti fostudagur (14. nóv.) liti út en hann er lítiö betri. Þó sýnist mér Ríkissjónvarpið vera með eina mynd sem hugsanlega væri hægt að horfa á þótt hún sé aö vísu yfir 30 ára gömul. En allt er hey í harðindum. Nú munu einhverjir hugsa; Því slekkur manneskjan bara ekki á sjónvarpinu? Það er hins vegar svo með mig að ég er fúllorðin (segjum bara; öldmð), einstæð kona, sem er löngu hætt að fara út að skemmta mér, en hef hugsað mér að leysa af- þreyingarmálin með því að leigja mér myndbandsspólur á föstudög- um, úr því dagskráin batnar ekki. Ég hefi alltaf haft gaman af góðum kvikmyndum og hef enn, þrátt fyrir háan aldur. - Ráðamenn sjónvarps- stöðvanna ættu að setja sig í spor þeirra sem heima sitja, hinna raun- verulegu sjónvarpsnotenda. DV Geysir gjósi áfram Kristmundur hringdi: Hvemig sem á málin er litið og það frumkvæði sem oddvitinn í Biskupstungunum hafði um að láta Geysi gjósa á meðan yfir stóð ferða- málaráðstefha við Geysi þá er ekki nokkur vafi á að íslendingar vilja að Geysir sé virkur sem aðdráttar- afl fyrir ferðamenn, jafiit innlenda sem erlenda. Fáir skilja afstöðu Náttúrvemdarráðs og boðskap þess. Geysir á að fá að halda sínu formi og hlutverki sem hann hefúr gegnt gegnum áratugina og verið eins konar fyrirmynd annarra gos- hvera í heiminum. í von um að Geysir fái að skila sínu í umsjá heimamanna á staðnum. Hvalaskoðarar mestu hvala- drápararnir Jóhann Þ. skrifar: Þótt svokölluð „hvalaskoðun“ sé talin blómleg atvinnugrein hér (sem hún auðvitað er ekki) og yfir 20 þúsund manns hafi farið í hvala- skoðunarferðir á liðnu sumri þá er enginn vafi í mínum huga að hvalaskoðarar em mestu og stór- tækustu hvaladráparamir sem um getur. Aðstandendur hvalaskoðun- ar hér segjast hafa mótað tillögur um hvalaskoðun samkvæmt því sem tíðkist í „öðrum löndum". Ég spyr: Hvaða löndum? Megum við fá að lesa um þessar reglur? Ég skora á fjölmiðla að birta frekari upplýs- ingar. Ólseigt Lindu- buff Ragnar skrifar: Ég keypti nýlega nokkur Lindu- buff til að bjóða fjölskyldunni með kvöldkaffinu. Hef ekki keypt þau í nokkum tíma en bjóst við að þau væru jafh góð og þau vom hér áður fyrr. Mjúk og mikið góðgæti. En því miöur; þau vom ólseig og bragðlítil með hörðu súkkkulaði. Við létum þetta þó ekki aftra okkur frá neyslunni. Það sem verra var, það var enga leiðbeiningu að finna um framleiðanda, framleiðslu- eða síðasta neysludag eða innihald á pakkningunni! Aðeins: Lindu Buff. Ég hélt að skylt væri að skrá fram- leiðanda og áðumefndar upplýsing- ar á pakkningar allra neysluvara. Eitraður boð- skapur skálda Hólmfr. Sigurðard. hringdi: Ég tek heils hugar undir með Gunnari Guðmundssyni sem skrif- ar í lesendadálk DV sl. fimmtudag um „Boðskap Þórbergs og Lax- ness“ sem eitrað hafi margan mannshugann hér á landi. Þar var tæpt á máli sem þyrfti að upplýsa almenning hér mun betur um. Ég hjó eftir ívitnuðum ummælum Guðmundar Ólafssonar í sjón- varpsfréttunum, þar sem hann sagðist hafa orðið kommúnisti vegna boðskapar skáldanna Þór- bergs og Laxness. Sá boðskapur skilaði sér miklu lengra en til ein- stakra manna, hann eitraði líka þjóðfélagið og innviði þess, svo enn sér hér stað. Einokunin einkavædd Hjörtur skrifar: Skömm er að þvi fyrir islensk stjómvöld að hyllast til að einka- væða til þess eins, að því er virðist, að breyta ímyndinni á viðkomandi rekstri. Þetta kemur berlega fram í „einkavæðingu" Pósts og síma. Ekki er nema von að landsmenn fyllist gremju þegar svo er bitið höfuðið af skömminni með því að hækka laun forstjóranna og halda þeim leyndum í þokkabót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.