Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Page 24
32
FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997
Sviðsljós
Kærir end-
uifundir
Julia Roberts faðmaði og
kyssti Richard Gere, mótleikara
sinn í Pretty Woman, þegar þau
hittust á frumsýningu nýrrar
myndar hans, Red Comer. Gere
var með kæmstuna sína, Carey
Lowell, með sér en Julia var
ein. Hún er nefnilega búin að
sparka kærastanum sínum,
Ross Partridge. Hann var svo
niðurbrotinn að hann fór heim
til mömmu til að leita huggun-
ar. Mamman sagði soninn hafa
veriö svo illa haldinn að heiði
hann verið hestur hefði hún
skotið hann
Stórleikarinn Sean Connery ekki allur þar sem hann er séður:
Skoski leikarinn Sean Connery
hefur sjálfsagt ímyndað sér að hann
væri enn í hlutverki James Bond,
ofúrspæjara hennar hátignar. Mán-
uðum saman laug hann aö eigin-
konu sinni að hann væri að spila
golf með félögunum. Þess í stað var
hann í örmum ljóshærðrar og
leggjalangrar danskrar þokkadísar.
Víst lék leikarinn golf með kunn-
ingjum sínum. Hann var bara
snöggur og laumaði sér strax að leik
loknum til hinnar 44 ára gömlu
Helle Bym, sem býr aðeins stein-
snar frá glæsiviUu Connerys og eig-
inkonu hans, Micheline. Þannig
gekk það í ellefu mánuði.
„Hún fylgdist með honum eins og
ránfúgl og ég skil það sosum vel.
Við gerðum það því seinnipart dags
eftir að hann hafði leikið golf með
félögum sínum,“ segir hin fagra
Helle í viðtali við breska æsiblaðið
Heimsfréttir.
En Connery notað ekki bara golf-
Sean Connery, er úthrópaður flagari
og svikahrappur.
ið sem afsökim fyrir sviksemi sinni
við eiginkonuna. Hugmyndaflug
hans var óendanlegt þegar framhjá-
haldið var annars vegar.
„Eitt sinn sagði hann eiginkonu
sinni að hann þyrfti að fara að ná í
dálítið sem hann hefði gleymt í
grillpartíi daginn áður,“ segir ar-
kitektinn Helle.
En auðvitað gleymdi hann ekki
neinu. Hann vildi bara komast í
mjúka danska faðminn.
Connery er orðinn 67 ára gamall
en Helle ber honum ákaflega vel
söguna i rúminu.
„Við gerðum það alltaf á rólegu
nótunum. Það var unaðslegt að
hvíla í örmum hans.“
Helle var svo frá sér numin að
hún hélt dagbók yfir ástarævintýr-
ið. Nú er það búið og því óhætt að
kjafta frá. Stúlkan segist nefnilega
hafa komist að því að Connery hafi
ekki viljað vera með henni annars
staðar en í bólinu. Þá var þeirri
dönsku nóg boðið.
rí
rí,
fli
Þtegindi og þjónusta
Á LÁGMARKSVERÐI
CABIN
BORGARTUN 32
SÍMI 511 6030
Dina Ruiz, eiginkona leikarans og leikstjórans Clints Eastwoods, lét sig ekki
vanta á frumsýningu nýjustu myndar kallsins síns. Hún skildi ungt barn
þeirra bara eftir hjá barnapíunni og naut skemmtunarinnar og athyglinnar.
Kryddpíurnar:
Breska pressan
sett í bann
Breska pressan er nú í ónáð hjá
Kryddpíunum. „Við höfúm ekki
áhuga á dómum ykkar. Þess
vegna hefúr ykkur ekki veriö boð-
ið,“ voru skilaboðin sem fulitrúar
breskra fjölmiðla fengu þegar þeir
komu til Parísar á mánudaginn á
forsýningu kvikmyndarinnar
Spice Girls.
Sextíu fféttamönnum frá ýms-
um löndum hafði verið boöiö til
forsýningarinnar og á frétta-
mannafund á eftir.
Samband Kryddstelpnanna við
fjölmiöla hefur ekki verið gott að
undanfómu. Þær aflýstu frétta-
mannafundi í Stokkhólmi þar sem
ljósmyndarar urðu ekki við kröf-
um þeirra. Hróp voru gerð að pí-
unum í Barcelona á dögunum. í
viðtali við blaðið The Sun, sem
virðist vera eina breska blaðið
sem þær ræða við, sögðu þær að
þeim væri sama.
The Mirror, sem er keppinaut-
ur The Sun, hefúr undanfama
daga verið með atkvæðagreiðslu
um hverri píanna lesendur eru
orðnir þreyttastir á. Geri haföi
vinninginn. Ritstjóri sviðsljóss
blaðsins hefur skorað á píumar
að hætta meðan þær em enn á
toppnum.
Laug til að komast
í ból ástkonunnar