Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1997, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1997 Veiðisvæði bygg- ingarverktaka „Bæjarfulltrúa virðist alger- lega skorta þrek og kjark til að standast þennan endalausa þrýsting erfingja, sem og bygg- ingarverktaka, sem sjá í hverri gamalli lóð hér í gamla bænum frítt veiðisvæði fyrir sig og fyrir- tæki sín til athafna." Magnús H. Skarphédinsson, íbúi í gamla austurbænum, í DV. Er verið að loka á upplýsingar? „Slík ógn vofir yfir okkur sem eigum að hafa eftirlit með þess- um málum að vegna hlutafélaga- væðingarinnar sé verið að loka á allar upplýsingar um starfsemi bankanna." Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður, í Degi. Ummæli Ofurkynning á íslandi „Það er víðar fallegt landslag en á íslandi. Sem betur fer. Ofur- lýsingar og oflof um land og þjóð okkar verkar reyndar aðeins sem háð þegar betur er gáð.“ Óskar Björnsson, um lýsingar á landi og þjóð í þættinum um Björk, í DV. Tryggðarkortið „Þetta tryggðarkort snýst um það að fólk eigi ekki að fara í sumarfrí frá Stöð 2.“ Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastj. Neytendasamta- kanna, um sérkort Stöðvar 2, í DV. Stolía flytur lög af nýrri plötu í Leik- húskjallaranum í kvöld. Ný lög Stolíu Hljómsveitin Stolía heldur út- gáfutónleika í Leikhúskjallaran- um í kvöld. Leikur hún lög af nýrri plötu sem heitir Flýtur vatn. Kaffi Reykjavík Danshljómsveitin Yfir strikið leikur á Kaffi Reykjavík i kvöld, annað kvöld og á laugardags- kvöld. Sóldögg á Gauknum Tvær hljómsveitir skemmta á Gauknum í kvöld, Skítamórall og Sóldögg, sem mun kynna efni af væntanlegum geisladiski sem fengið hefur nafnið Breyt’ um lit. Kringlukráin í kvöld leikur hljómsveitin SÍN í aðalsal Kringlukrárinnar frá kl. 22-01. Hana skipa þeir Guðmund- ur Símonarson og Guðlaugur Sig- urðsson. Skemmtanir KK á Akureyri KK og Guðmundur Pétursson halda áfram tónleikareisunni á Norðurlandi þar sem meðal ann- ars er leikiö af nýrri plötu KK, Heimalandi. í kvöld fá Akureyr- ingar að kynnast tónlist þeirra fé- laga en annað kvöld verða þeir í Reykjahlíð. Kaffi Akureyri Ástralski söngvarinn og hljóm- borðsleikarinn Glen Valentine skemmtir á Kaffi Akureyri í kvöld og annað kvöld. Fógetinn í kvöld skemmtir tríóið Lekk- ert, skipað þeim Orra Harðar, Jóni Ingólfs og Ragga. Sigurður Ingvi Snorrason klarinettleikari: Bíð eftir að komast á rjúpnaskyttirí I kvöld verður Sinfóníuhljóm- sveit íslands með tónleika í Há- skólabíói þar sem meðal annars verður fluttur klarinettkonsert eftir Mozart. Einleikari með hljómsveit- inni er Sigurður Ingvi Snorrason sem er starfandi í Sinfóníuhljóm- sveit íslands, auk þess sem hann hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífi á íslandi. Sigurður hóf tónlistarferil sinn í drengjalúðrasveit Karls Ó. Runólfssonar níu ára gamall. Hann fór ungur til framhaldsnáms í klar- inettleik í Vínarborg þar sem hann tók lokapróf með láði frá skólanum. Sigurður dvaldi síðan ytra við störf í nokkur ár. í stuttu spjalli var Sig- urður fyrst spurður hvort hann þekkti konsertinn vel: „Þetta er tvi- mælalaust frægasta verk klarinett- bókmenntanna og fegursti klamett- konsert sem skrifaður hefur verið. Ég hef leikið hann áður með Sinfón- íuhljómsveit íslands, bæði í upp- töku og á tónleikum, en að vísu er orðið nokkuð langt síðan. Þetta verður mjög gaman. Það er tiltölu- lega sjaldan sem maður fær tæki- færi til að leika einleik með Sinfón- íuhljómsveitinni svo þetta er spenn- andi um leið og það er gefandi." Sigurður segist hafa haft góðan tíma til að æfa verkið: „Ég fékk sex mánaða starfs- laun og hef ekki starfað í hljóm- sveitinni undan- fama tvo mán- uði þannig að ég hef haft gott svigrúm til að undirbúa mig.“ Sigurður er búinn að vera lengi í Sinfóníu- hljómsveit ís- lands og þekkir vel stjórnand- ann, Petri Sak- ari: „Ég er búinn að vera í Sinfón- íuhljómsveitinni síðan 1973, að vísu með hléum. Ég tók mér með- al annars frí til að stofna Tón- listarskóla FÍH og var skóla- stjóri þar fyrstu átta árin. Með Petri Sakari hef ég starfað allt frá því hann kom hingað fyrst og var reyndar fyrsti einleikarinn sem hann vann með hér á landi." Tvennir tónleikar eru fram und- an hjá Sigurði: „í tengslum við starfslaunin sem ég fékk ætla ég að standa fyrir tvennum tónleik- um, annars vegar kammertónleik- um og hins vegar einleikstónleik- um. Tónleikarnir verða fyrri hluta næsta árs.“ Fyrir utan tónlistina er helsta áhugamál Sigurðar matar- gerð: „Ég hef óskaplega gaman af allri elda- mennsku. Nú er það villibráðin sem er efst á baugi og ég bíð eftir að komast á skyttirí og ná mér í rjúpu en ég hef ekki haft tíma til þess enn þá.“ Eiginkona Sigurðar er Anna Guð- ný Guðmundsdóttir píanóleikari og eiga þau tvö böm. Sigurður á einnig tvö böm af fyrra hjónabandi. -HK Siguröur Ingvi Snorrason. Maður dagsins Myndgátan Rökrétt Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Keflavík-Grindavík í körfunni í kvöld verða þrír leikir í Úr- valsdeildinni í körfubolta og er einn leikurinn viðureign ná- grannabæjanna Keflavíkur og Grindavíkur, en bæði liðin í bar- áttunni um efstu sætin. Leikurinn fer fram í Keflavík. Hinir tveir íþróttir leikimir em ÍR-Þór, sem fram fer i Seljaskóla og KR-Valur sem leik- inn er á Seltjarnarnesi. Einn leik- ur er í 1. deild karla í körfunni, ÍS og Breiðablik leika í Kennarahá- skólanum. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Matthías les úr verkum sínum Matthías Johannessen skáld mun heimsækja Ritlistahóp Kópa- vogs í Gerðarsafni í dag kl. 17. Gylfi Gröndal kynnir skáldið, fé- lagar úr Ritlistarhópnum lesa ljóð og loks mund skáldið lesa úr verk- um sínum. Upplestur Upplestur á Súfistanum Sjöunda upplestrarkvöldið á Súfistanum verður í kvöld. Að venju verður lesið úr fjómm nýút- komnum bókum, em þaö bækurn- ar Hús úr húsi, Everest - íslend- ingar á hæsta fjalli heims, Leynd- armál frú Stefaniu og Sígildir ljóð- leikir. Bridge Hinn kunni spilamaður, Hallur Sím- onarson, skrifaði um þetta spil í dag- blaðinu Tímanum í marsmánuði árið 1960. Hallur hafði þá nýlega komið höndum yfir danska bridgebók, „Den lange bridgerejse" sem fjallaði á gam- ansaman hátt um keppnisfor nokkurra danskra spilara til Ítalíu. í keppnisleik Dananna við sterkustu sveit ítala höfðu þeir síðamefndu örlítið forskot þegar síðasta spilið var eftir. Þar sem ítalamir sátu NS gengu sagnir þannig, vestur gjafari og AV á hættu: ♦ ÁD9 «* Á1082 G9 * 7654 * K87654 «* 64 * 6432 * 9 ♦ 3 «* D ♦ ÁKD10875 ♦ ÁK32 Vestur Norður Austur Suður pass pass pass 1 >• 2** 2 grönd pass 4 ♦ pass p/h 5 ** pass 6 ♦ ítölsku áhorfendunum leist ekkert á blikina því tveir tapslagir virtust vera á lauf. Útspilið var laufdrottning og sagnhafi taldi litlar líkur á því að laufin lægju 3-2. Hins vegar vom margir möguleikar á þvingun og sagn- hafi ákvað að drepa heima á kóng og spila trompunum í botn. Vel var hugs- anlegt að spaðasvíning heppnaðist og jafnvel möguleikar á þvingun þótt hún heppnaðist ekki. Þegar trompun- um hafði verið spilað í botn var stað- an þessi: ♦ K87 »* 64 ♦ - * - í þessari stöðu spilaði ítalinn spaðaþrist og vestur henti hjartaní- unni. Sagnhafi setti samt drottning- una í blindum og austur fékk á kóng- inn. Hann spilaði hjarta til baka, sagnhafi drap kóng vesturs á ás og lagði niður spaðaásinn. Vestur stóðst ekki þrýstinginn og sagnhafi fékk síð- ustu slagina á 32 í laufi. ítölsku áhorf- endurnir voru sannfærðir um að þetta spil hefði tryggt þeim sigurinn í leikn- um en í spiladálknum á morgun sjá- um við hvemig spilið þróaðist þar sem Danimir sátu í NS. ísak Öm Sigurðsson ♦ - «* KG9 ♦ - * G10 ♦ ÁD «* Á10 ♦ - * 7 N V A S ♦ 3 «* D ♦ - * Á32 ♦ G102 n ** KG9753 y A * DG108 ___§

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.