Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997
Fréttir dv
Mikil viðbrögð við ályktun NTF:
Afar sérkennileg
- segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ
Ályktun Norræna flutningaverka-
mannasambandsins, NTF, um mál-
efhi flugfélagsins Atlanta hefur vak-
iö mikil viðbrögö. Ársgömlum um-
mælum, sem forseti íslands lét fá
sér fara á 10 ára afmæli flugfélags-
ins, er blandaö inn í gagnrýni á
íslensk aðildarfélög NTF:
Beðið um
sameigin-
legan fund
„Það var ekkert samráð haft
við okkur vegna þessarar
ályktunar NTF og viö vissum
ekkert af henni fyrr en sagt var
frá henni í fjölmiölum," sagði
Benedikt Valsson, forseti Far-
manna- og fískimannasam-
bands íslands.
Benedikt kvaðst hafa óskað
eftir því að hitta fulltrúa ann-
arra aðildarfélaga aö Norræna
flutningaverkamannasamband-
inu ásamt fulltrúa íslendinga í
stjóm samtakarina, Borþóri
Kærnested, til að fara yfir þetta
mál. Auk FFÍ eiga aðild að
NTF Verkamannasamband ís-
lands, Sjómannafélag Reykja-
víkur, Félag íslenskra atvinnu-
flugmanna, Flugvirkjafélag ís-
lands, Flugfreyjufélag Islands
og Bifreiðasfjórafélagið Sleipn-
ir. Benedikt sagðist hafa óskað
eftir því við Borgþór að hann
kallaði fulltrúa þessara félaga
saman og skýröi máliö.
„Ég vil kynna mér staö-
reyndir þess áður en ég tjái
mig frekar um það,“ sagði
Benedikt.
Borgþór Kæmested kvaðst
alls ekki vilja tjá sig um málið
við DV. -JSS
Fíkniefna
leitað
Lögreglan á Selfossi fram-
kvæmdi umfangmikla leit að
fíkniefrium í heimavist Mennta-
skólans að Laugarvatni í gær.
Engin fikniefrii fundust þó á
heimavistinni. Lögreglan hafði
fengið ábendingu um meinta
fikniefnaneyslu þar. Sérstakur
leitarhundur var notaður við
leitina. -RR
starfsemi Atlanta. Þá er vitnað í
gamlar upplýsingar ASÍ frá 1993.
Loks em forráðamenn ýmissa aðild-
arfélaga Norræna flutningaverka-
mannasambandsins óánægöir með
að yfirlýsing af þessu tagi skyldi
koma eins og þmma úr heiðskíru
lofti án þess að vera borin undir þá.
„Mér finnst afar sérkennilegt að
þama skuli vitnað í 4 ára gamalt
bréf Alþýðusambandsins. Okkur
hefði sýnst eðlilegt að haft væri
samband við okkur um málið,
DV, Akureyri:
Búrhvalurinn, sem rak á fjörur í
Steingrímsfiröi í síðustu viku og
fengiö hefur nafniö „Kjálkarýr“
vegna þess að neðri Kjálkann vant-
aöi á hann, er ekki vanskapningur
eins og vísindamenn álitu f fyrstu.
Gísli Víkingsson hjá Hafrannsókna-
stofiiun skoðaði hvalinn í flörunni á
Húsavík í gærmorgun en þangað
var hvalurinn dreginn um helgina
fyrst verið er að vitna í einhver
gögn sem við eigum aðild að,“
sagði Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ.
„í annan stað staldrar maöur aö-
eins við að gripin skuli vera upp
ummæli forseta íslands sem era að
verða ársgömul. Það er kapítuli út
af fyrir sig. Ég tel aö þessir aðilar
hefðu þurft aö vanda sig aðeins bet-
ur áður en þeir samþykktu þessa
samþykkt."
Grétar sagöi að sitthvað hefði
eftir að Hvalamiðstöðin þar keypti
hræið.
Húsvíkingar þyrptust niöur í fjör-
una í gærmorgun þegar hafist var
handa viö að skera hvalinn en
björgunarsveitarmenn gengu í þaö
verk ásamt fulltrúum frá Hafrann-
sóknastofriun. Áður var hvalurinn
allur mældur í bak og fyrir af Gísla
Víkingssyni. Gísli sagði að því
loknu aö hvalurinn, sem var um 12
metra langur, væri ekki fullvaxinn
gerst í samskiptum verkalýðsfélag-
anna og Atlanta-flugfélagsins í
millitíðinni. „Eftir því sem ég best
veit hefur enn ekki náðst niöur-
staða I málefrium flugfreyja og flug-
þjóna. En annars hefur náöst ásætt-
anleg niðurstaða hvaö varöar aðra
starfsmenn í samskiptum við verka-
lýðsfélögin, eftir því sem ég best
veit. Ég kann enga skýringu á af
hveiju þetta er ffarn komiö með
þessum hætti nákvæmlega núna.“
-JSS
en að öllum líkindum kynþroska.
Hann sagði ljóst að hvalurinn, sem
var neðrikjálkalaus, hafi ekki fæöst
svoleiðis á sig kominn, heldur hafl
kjálkinn brotnað af fýrir nokkm
síðan, annaðhvort í átökum við ann-
an hval eða aö hann hafi lent í ein-
hverri fyrirstööu á sjávarbotni.
Megn óþefur
Megn óþefur gaus upp þegar hval-
urinn var skorinn í fjörunni, og áttu
margir viðstaddra erfitt meö sig og
einstaka aöilar sáust kúgast. Kjötið
af hvalnum er talið vega um 30 tonn
og var tekið á vömbíl og síðan flutt
til urðunar. Beinin veröa hreinsuð
eins og kostur er, aö sögn Ásbjöms
Björgvinssonar, forstööumanns
Hvalasafrisins á Húsavík, sem
keypti hræið. Reður skepnunnar
var eitthvaö á annan metra og fer til
íslenska reöursafrisins.
Áformað er að setja bein hvalsins
í þurrk og síðan kemur til greina aö
sandblása þau til að flýta fyrir því
aö þau þomi. Ásbjöm segir öruggt
aö einhver hluti beinagrindarinnar
a.m.k. muni verða til sýnis á Húsa-
vík næsta sumar, en ætlunin með
kaupunum á hræinu var að eignast
af honum beinagrindina og koma
henni fyrir í Hvalasafninu. Hvalur-
inn var keyptur af landeiganda í
Steingrímsfirði á 100 þúsimd krón-
ur en Ásbjöm segir aö heildarkostn-
aður, þegar við hefur bæst kostnað-
ur við að draga hræið til Húsavík-
ur, skurðinn og fleira, muni hlaupa
á hundraöum þúsunda króna. -gk
Stuttar fréttir
Stærri verkalýðsfólög
Sambandsstjórn ASÍ hefur
falið forsetum sínum að leita eft-
ir nánari samfylkingu við önn-
ur samtök launafólks í einum
samtökum.
EES gengur vel
EES-ráðið komst að því í gær
aö framkvæmd EES-samnings-
ins gengi vel. Ráðið ræddi
einnig um stækkun ESB og um
þróunina í Rússlandi og hafði
Halldór Ásgrímsson framsögu
um hana.
Ósamið við
sálfræðinga
Ósamið er við sálfræðinga og
hafa viðræður verið felldar niö-
ur hjá ríkissáttasemjara að
beiöni launanefridar sveitarfé-
laganna. í frétt frá Stéttarfélagi
sálfræöinga er launaliðurinn
sjálfur aðalágreiningsefnið.
Samningaviðræður færast nú
inn í hvert sveitarfélag fyrir sig.
Símgjöldin lækki
Sambandsstjóm ASÍ styður
að fullu kröfu um að Póstur og
sími dragi hækkun á innan-
svæðasímtölum að fullu til
baka. Fyrirtæki sem hagnist rnn
rúma tvo milljaröa á ári þurfi
vart að hækka gjaldskrá sína
um 88% á einu ári.
Sæstrengur
Borgarráð samþykkti í gær
fyrir hönd
borgarinnar
að fela Lands-
virkjun að
hafa umsjón
með athugun
á hagkvæmni
þess að flytja
raforku um
sæstreng til
Evrópu og ráðið vill að kapall-
inn sjálfur verði framleiddur í
Reykjavík.
Umboðsmaöur
Ekkert verður úr því aö emb-
ætti umboðsmanns Reykvíkinga
verði stofriað. Meirihluti borgar-
ráðs telur að búið sé að rýmka
starfssvið umboðsmanns Al-
þingis að tilmælum borgaryfir-
valda og embættisins sé ekki
lengur þörf.
Forgangsröðun
þurfa að bíða
lengur en 3-6
mánuði eftir
að komast í
aðgerðir á
spitulum og
allir eiga sama
rétt að heil-
brigðiskerf-
inu, sam-
kvæmt tillög-
um forgangsröðunamefiidar heil-
brigðisráðherra. RÚV sagði frá.
Loðnukvóti
HAFRÓ hefur lagt til að heild-
arloðnukvóti verði 1265 þúsund
tonn. RÚV sagði frá.
Tap í verktöku
14 stærstu verktakafyrirtæk-
in vora rekin með 21 mifljónar
krónu tapi í fyrra. ísl. aðalverk-
takar era með áberandi
sterkasta eiginfjárstööu verk-
takafyrirtækja, eöa áttfalt meira
eigiö fé en hin 13 fyrirtækin.
Viðskiptablaðið sagði frá.
Hafnarkráin á skilorði
Borgarráö hefur samþykkt til-
lögu félagsmálaráðs um að
Hafnarkráin fái vínveitingaleyfi
í þrjá mánuöi til reynslu. Kráin
má þó ekki opna dyr sínar fyrr
en kl. 18.00 I staö kl. 12 eins og
venjulegast er.
Auðlindagjald
Vinnuhópur Verslunarráðs
telur að auðlindagjald komi til
greina í ffamtíðinni. Sjónvarpið
sagði frá.
Islandsbanki braggast
Hagnaður íslandsbanka jókst
um 70% á fyrstu 9 mánuðum
ársins miöaö viö sama tíma í
fyrra. Afkoman hefur aldrei ver-
ið jafri góð að sögn Viðskipta-
blaðsins. -SÁ
Dansmærin veitti
lögreglu mótspyrnu
Dansmærin Lena lagði í gær fram form-
lega kæra hjá lögreglunni vegna meintrar
líkamsárásar á sig á skemmtistaðnum Veg-
asi aðfaranótt laugardags.
Starfsmenn Vegasar kölluðu á lögreglu
vegna framkomu dansmeyjarinnar á
skemmtistaðnum um nóttina. Fram kemur í
lögregluskýrslu að hún hafi veitt mótspymu
þegar lögreglan hugðist fjarlægja hana.
Dansmærin var vistuö í fangageymslu um
nóttina.
Haraldur Böövarsson, einn rekstraraðila
Vegasar, sagði við DV í gær aö hann íhugaði máls-
höfðun á hendur Stöö 2 vegna viðtals við dansmeyna
sem birtist í fréttatíma sjónvarpsstöövarinnar á
mánudagskvöld. Þá sagðist Haraldur ennfremur
íhuga kæru á hendur dansmeynni fyrir
rangar sakargiftir.
Lena hafði samband við DV sl. sunnudag og
spurði hvort DV vildi borga henni fyrir aö
segja sögu sína. Þegar henni var gerð grein
fyrir því að DV greiddi aldrei viðmælendum
upplýsti hún að Stöö 2 hefði boðið henni háa
fjárhæð ef hún kæmi í viðtal.
Dansmeynni ekki borgaö
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöövar 2, segir
það aldrei hafa komið tU greina að greiöa
dansmeynni fyrir viðtal sem birtist í fréttatíma Stöðv-
ar 2 á mánudagskvöld. Þar greindi konan frá meintum
barsmíðum sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Veg-
asi. -RR
Húsvfkingar fjölmenntu til að taka á móti búrhvalnum sem dreginn var úr Steingrímsfiröi til Húsavíkur.
Húsvíkingar fjölmenntu til að fagna búrhvalnum:
Kjálkarýr en ekki
vanskapaður
Fólk á ekki aö