Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Útlönd Norömenn fengu íslensku hitabylgjuna DV, Ósló: Þegar hitinn er 18 til 20 gráðum hærri en meðallagið byrja menn að undrast. Þannig var þó ástand- ið í Norður-Noregi í gær eftir að „íslenska hitabylgjan" gekk yfir landshlutann með tilheyrandi roki og rigningu. Þök fuku af húsum og kona fótbrotnaði þegar vindurinn hreif hana með sér. í Kautokeino er að meðaltali 14 stiga frost á þessum árstima en í gær var þar sumarhiti - 6 stig. -GK Áhyggjur af fuglaflensu Vaxandi áhyggjur eru nú um heim allan vegna fuglaflensunn- ar svokölluðu í Hong Kong, sem hefur orðið tveimur aö bana, og læknar þar eystra eru ekki vissir um að ráða við ástandið ef farald- ur brýst út. Fuglaflensan greindist fyrst í mönnum á þessu ári. Eitt bam og einn fullorðinn hafa þegar látist en sex manns til viðbótar hafa smitast. Tveir liggja alvarlega sjúkir á sjúkrahúsi. Veiran á upptök sín í kjúkling- um og öðrum fuglum. Vitnisburður um Carlos ósannur Gömul vinkona Sjakalans Car- losar sagði í gær að skriflegur vitnisburður hennar um hermdar- verkamann- inn væri ósannur. Vin- konan, Nydia Tobon, sem er lögmaður í Kólumbíu, skrifaöi í bók, sem kom út 1978, og sagði að hann hefði gortað af því við hana i síma að hafa myrt tvo franska leyniþjónustumenn. „Ég skrifaði þessa bók en mér þykir leitt að greina frá því aö þetta var ósatt,“ sagði Tobon í réttarhöldunum yfir Carlosi í París í gær. Tobon skrifaði einnig í bók sína að hún hefði sent Carlosi vopn og skjöl og sinnt ýmsum öðrum erindum fyr- ir hann. Carlosi mistókst í gær að frá réttarhöldunum yfir sér frestað. Vopnaður maður réðst inn á barnaheimili í Texas: Enn með eigin börn í gíslingu Lögreglan í Dallas í Texas vann að því í alla nótt að fá vopnaðan mann til að sleppa síðustu gíslunum af um sjötíu, bæði börnum og full- orðnum, sem hann tók á dagheimili í einu úthverfa Dallas í Texas í gær. Tugir vopnaðra lögregluþjóna umkringdu Rigsbee-dagheimilið í Plano þcir sem talið var að maður- inn hefði enn haft fjóra eða fimm gísla á valdi sínu í morgun. Sextíu böm og sex fullorðnir höfðu áður verið látin laus, fjöl- skyldum þeirra til mikils léttis. Yf- irvöld sögðust bjartsýn á að þeim mundi takast að telja mannræningj- ann á að leysa síðustu gislana og gefast friðsamlega upp. „Við getum enn talað við hinn grunaða. Við sjáum þess engin merki að hann sé orðinn þreyttur. Samskiptin ganga vel og við gemm ráð fyrir að okkur takist að binda friðsamlega enda á þetta,“ sagði Brace Glasscock, lögreglustjóri í Plano, í morgun. Vonir yfirvalda glæddust svo enn frekar snemma í morgun þegar maðurinn féllst á að sleppa einni kommni sem hann hafði enn í haldi. Að sögn foreldra bama á dag- heimilinu er gíslatökumaðurinn kvæntur konu sem vinnur þar og á þar tvö böm. Hjónin eru hins vegar skilin að borði og sæng. Sjónarvott- ar segja að hann haldi enn eigin bömum í gislingu og hugsanlega þriðja baminu, svo og einum eða tveimur leikskólakennurum. Ekki var ljóst hvort eiginkona hans er þar á meðal. Reuter Það voru miklir fagnaöarfundir þegar Trish Martinez fékk þriggja ára barnabarn sitt, Mark Martinez, úr klóm gísla- tökumanns á dagheimili i Piano, einu úthverfi Dallas í Texas, síðdegis í gær. Gíslatökumaöurinn hefur enn nokkur börn á valdi SÍnu. Sfmamynd Reuter Leitað að farþegaflugvél Sjöburarnir fá umboðsmann Sjöburarnir ffá Iowa em nú orönir íjögurra vikna og komnir með umboðsmann sem á að sjá um öll kynningarmál fyrir þá. Bömin eru enn á sjúkrahúsi og heilsast þeim vel eftir aöstæðum. Reuter Leitarflugvélar, hermenn og bændur á dráttarvélum leituðu í morgun við Olympusfjall í Grikk- landi að farþegaflugvél frá Úkraínu sem hvarf af radarskjám þegar hún var að koma til lendingar í Saloniki í gærkvöld. Um borð í vélinni, sem var af gerðinni Jakovlev 42, vom 62 farþegar og 8 flugliðar. Vélin var að koma frá Kiev. Grískir fjölmiðlar greindu frá því að óttast væri að flugvélin hefði farist í fjalllendi við Saloniki. Um níu klukkustundum eftir að vélin hvcnf hafði ekki borist nein opinber yfirlýsing um flugslys. Heimildarmenn innan gríska vamarmálaráðuneytisins sögðu að mikil þoka hamlaði leit. Farþegavélin hvarf um 19.15 að staðartíma i um 15 kílómetra fjar- lægð frá flugvellinum. Veður veu- sagt gott um það leyti. Rúmlega 40 farþeganna vora grískir og streymdu ættingjar þeirra til flugvallarins í Saloniki þegar þeir fréttu að úkraínska flug- vélin væri týnd. Þeim hafði verið tjáð að ekki væri hægt að staðfesta að um flugslys væri að ræða. Ekki væri útilokað að vélin hefði nauð- lent einhvers staðar. Reuter Ijónynjan Nala komin heim Ljónynjan Nala, sem slapp úr dýragarðinum JungleLand Zoo ná- lægt Disney World í Flórída á mánudaginn, er nú komin heim. Nala slapp eftir að hafa stokkið yfir girðingu á meðan verið var að gera við búr hennar. Víðtæk leit hefur síðan staðið yf- ir að ljónynjunni og sást til hennar í kjarrlendi úr þyrlu i gær. Til að handsama Nölu urðu leitar- menn að skjóta hana með róandi efni. Óttast var að hún væri hungrað og til alls vís. Ferðamenn höfðu verið varaðir við og íbúar svæðisins beðnir um að halda böm- um símnn og gæludýrum innan- dyra. Síðdegis í gær lét Nala fara vel um sig heima í dýragarðinum. Reuter Ljónynjan borin úr kjarrlendinu sem hún faldi sig t í þrjá daga. Símamynd Reuter Stuttar fréttir dv Asíumynt á uppleið Gjaldmiðlar í Asíu náðu sér nokkuð á strik á mörkuðum í morgun eftir að gengi japanska jensins gagnvart Bandaríkjadollar hækkaði. Engin gjöreyöingarvopn írakar segjast ekki eiga eitt ein- asta gramm af efnavopnum eða öðrum gjöreyöingarvopnum og að vopnaeftirlitsmenn SÞ fengju ekki frekari gögn um þau. Þá fá eftirlits- menn heldur ekki að skoða forseta- hallimar í leit að vopnum. Jeltsín vinnur of mikið Borís Jeltsín Rússlandsforseti vinnur allt of mik- ið og hann hefur ekki alltaf fylgt ráðum lækna eins og skyldi, segir Naína, eiginkona hans. Að sögn embættismanna í Kreml er líðan forsetans ágæt og hann er á góöum batavegi eftir veirasýkingu. Skelfilegt hungur Norður-kóreskir flóttamenn sem fara huldu höfði í Kína hafa sagt hryllingssögur um hvemig þeir nærðust á plöntmn og trjáberki og jafnvel mannakjöti, aö sögn suður- kóreskrar hjálparstofnunar. Tyrkir hafa í hótunum Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, veittist enn einu sinni aö Evrópusambandinu í gær og hótaði að draga aðildaramsókn lands síns til baka ef ESB legði ekki fram formlega áætlun um að- ildarviðræður. Slúðrað um Clinton Bill Clinton Bandaríkjaforseti er efstur á lista fimm hundrað manna og kvenna sem oft- ast era nefnd í slúðurdálkum dag- blaða vestra. Næst á eftir honum kemur kyn- þokkadísin Madonna. Mæður vilja eftirlit Japanskar mæður era ævareið- ar og krefjast þess aö ákveðnir gæðastaðlar verði við hafðir við gerð teiknimynda. Krafan kemur í kjölfar flogakasta sem hundrað bama fengu við að horfa á vinsæl- an bamaþátt í sjónvarpi. Létust úr kulda Ellefu marrns hafa látist úr kulda í Rúmeníu og Búlgaríu. Tutt- ugu og tveir hafa látist úr kuldan- um sem herjar í Moskvu. Tigrisdýr át tvo menn Risatígrisdýr í Síberíu hefur étið tvo menn. Hefur nú hópur veiði- manna hafið leit að tígrisdýrinu til að fella það. Winnie dró sig í hlé Winnie Madikizela-Mandela, fyrrverandi eigin- kona Nelsons Mandela, forseta S-Afríku, dró til baka framboð sitt til embættis vara- forseta Afríska þjóðarráösins. Winnie var útnefnd á landsfundi flokksins en þegar atkvæða- greiðsla var hafin dró hún ffam- boðið til baka. Fullyrt er aö hún hafi ekki þorað aö horfast í augu viö að tapa fyrir Jacob Zuma. Ófijósemisaðgerðir Fyrrverandi kommúnistastjóm Tékkóslóvakíu lét á árunum 1958 til 1990 gera ófrjósemisaögerðir á sígaunakonum. Þeim var hótað að böm þeirra yrðu tekin frá þeim samþykktu þær ekki aðgerðimar sem þær fengu greiðslu fyrir. Nastistagull Sænski seðlabankinn keypti 28 tonn af gulli frá Þjóðverjum í seinni heimsstyijöldinni. Talið er að 17,9 tonn hafi verið stolið gull. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.