Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Spurningin Verða jólin rauð eða hvít? Bjartmar Atli Ægisson nemi: Ég vil hafa jólin hvít. Jónas Emilsson: Það verða hvít jól. Þórdís Arnardóttir: Eigum við ekki að segja að þau verði hvít. Halldóra Jóhannsd. handavinnu- leiðbeinandi: Þau verða hvit. Þórhallur Aðalsteinsson bifvéla- virki: Ég er handviss um að jólin verða hvít. Ég er ættaður að norðan og þekki bara ekki annað. Lesendur Heimskuleg hagfræði? Páll Þór Ármann, framkvstj. Fríkorts ehf., skrifar: Hinn 12. þ.m. var viðtal við Gylfa Magnússon hagfr. á neytendasíðu DV. Fer Gylfi mikinn í baráttu gegn tryggðarkortum. Og svo sanntrúað- ur að málílutningur hans minnir helst á dómsdagstrúboð; kortin séu „dæmd til að falla um sig sjálf'. Gylfi vitnar í hagfræðikenningar og segir tryggðakerfi eins og Fríkor- tið slæm út frá sjónarhóli neytenda, þau bindi neytendur ákveðnum fyr- irtækjum og geri þeim þess vegna erfiðara fyrir að bera saman verð. Vissulega eru til hagfræðilíkön sem lýsa því ágætlega hvemig neytend- ur leita sífellt hagstæðustu kaupa enda er sú leit talin meðal drif- krafta markaðskerfisins. Hér má þó ekki gleymast að það er ekki bara verðið sem skiptir máli þegar neytendur ákveða hvar þeir ætla að gera innkaup sín. Þótt Bón- us bjóði oftar en ekki lægra vöru- verð en keppinautarnir gerir stærstur hluti þjóðarinnar ekki inn- kaup sín þar. Það er vegna þess að margir meta þjónustu, vöruúrval, vörugæði, afgreiðslutíma og fleiri slika hluti meira en vöruverð eitt og sér. Það er alveg ljóst að þau fyrir- tæki sem taka þátt í Fríkortinu eru í harðri samkeppni og þau ætla sér ekki að verða undir í þeirri baráttu frekar en fyrri daginn. Ein af villu- kenningum.Gylfa er að þátttaka fyr- Þátttaka í Fríkortinu, val neytenda. irtækis í tryggðarkorti jafngildi því að segja neytendum að sambærileg vara fáist ódýrari annars staðar. Þessi fullyrðing er með öllu tilhæfu- laus og nægir að nefna verðstríðið i innanlandsflugi í sumar og auglýs- ingar Hagkaups þessa dagana t.d. um bækur, kjúklinga og konfekt til þess að hrekja hana í eitt skipti fyr- ir öll. Fríkortið er i sjálfu sér afar ein- falt og ástæða fyrir þátttöku fyrir- tækja í því er einnig skýr. - Að umbuna tryggum viðskiptavinum sérstaklega og reyna þannig að fjölga þeim. Með samvinnu við önn- ur fyrirtæki Fríkortsins er hægt að gera þessa umbun miklu verðmæt- ari og meiri en hægt væri hjá hverju fyrirtæki um sig. - Þátttaka í Fríkortinu er val neytenda, enginn hefur skyldað þá til að nota kortið og notkun þess er óháð því hvemig varan er greidd. Unglæknar á förum - flóttamenn, flýtið ykkur Þorleifur Jónsson skrifar: Fréttir segja okkur að æ fleiri unglæknar flýti nú för sinni úr landi, eftir að þeir fengu ekki sínu framgengt í kjarasamningunum. Margir unglæknanna fara til fram- búðar, segir formaður þessa ung- liðahóps, drengurinn í lopapeys- unni er við höfum séð á skjánum undanfarið. Hann segir að margir fari utan til frambúðar. Hann er einn þeirra á meðal, þótt hann hafi ráðið sig til næsta hausts á Sjúkra- hús Reykjavíkur. Nú ætlar hann til Hollands um áramótin til sex ára dvalar. Mér er hins vegar næst að segja við þessa ungu ofurhuga í lækna- stétt; flóttamenn, flýtið ykkur utan og famist ykkur betur þar en hér. Margir þessara ungu manna skulda ríkinu (okkur skattborgurunum) enn stórfé vegna námslána), sumir hafa eflaust líka fengið styrki frá okkur. Einhvers staðar fengju svona skuldakóngar ekki fararleyfi fyrr en þeir hefðu staðiö ríkinu skil á greiðslunum að fullu.. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld að muna þeim ættjarðarástina og ráða þá ekki í vinnu þegar þeir koma til baka frá útlöndum og vilja endilega ráða sig á Sjúkrahús Reykjavíkur eða annars staðar. Því þeir koma til baka, þessir skrattakollar. Þeir koma allir til baka! Geysir geltur Þorsteinn Hákonars. skrifar: Sýndargróði á sér ýmsar forsend- ur. Sýndin er aðalatriöi, sýnd þeirra sem að verkinu standa. Það er t.d. alveg kjörið þegar fyrrverandi kyn- boniba hættir að vera það sakir ald- urs að hún verði hreint óskaplega góð og aðlaðandi og þá þarf að sjálf- sögðu að auglýsa góðleikann. Bjóða blaðamönnum til fundar, bjóða vel; vín og gæsalifrarkæfu. Það er líka til siðs að sýna góð- leikann í ljósi þess að vemda ein- hverja dýrategund. Það þýðir hins vegar ekki að tala um að vemda t.d. gæsir frá þvi að hafa á sér trekt, svo hægt sé að troða i þær. En það er gert til þess að þær fái stóra, feita heitur pollur. Þegar Náttúru- verndarráð tekur ákvörðun um að tryggja viðhald heita pollsins með því að banna gos þá er tek- in ákvörðun um að breyta gos- hver í heitan poll. - Full vald- þurrð er hjá Náttúruvemdarráði að gera slíka samþykkt. Sam- þykktin fjallar ekki um að vemda náttúrufyrirbrigði held- ur um að eyðileggja það. Gos verður í goshveram við að orku- aðfærslan nær upp hitastigi í vatnsrás þannig að vatn breytist skyndilega i gufu og ryður upp vatnssúlunni í vatnsrásinni. Þar sem verndun heitapolls er utan valdsviðs þá er einungis ein skýring á þefrri gerð. Hún er að banna fólki að sýnast gott. Sýndargóðleikinn er gróðavæn- legur, það er svo sætt að borga tuttugu dollara í Greenpeace til að vemda hvali og vera um- hverfissinnaður. Stíga síðan upp í nýja þriggja tonna límósínu sem eyðir 30 á hundraðið. Ein besta kona sem Tungur hafa alið vemd- aði fossinn sinn. Nú er komið að því að Tungnamenn vemdi hverinn sinn sem hver en ekki Náttúru- verndarráðspoll. Illlpjlllt!* Geysir í Haukadal. - verndið hverinn. Tungnamenn; og sjúka lifur, til að fá gæsalifrar- kæfu. - Gelding Geysis er svona álíka sýndargóðleikastarfsemi. Geysir sem náttúrufyrirbrigði er goshver. - Þegar goshverum er meinað að gjósa þá er náttúrufyrir- brigðið ekki lengur goshver heldur DV Sjómanna* afsláttur ólöglegur Ásgeir Ásgeirss. skrifar: Það er nú loks að koma fram að svokallaður sjómannaafsláttur er ólöglegur eða alveg á mörkun- um, líkt og forsætisráðherra orð- aði þaö í hádegisútvarpi sl. þriðjudag. Og siðferðilega stenst hann engan veginn. Skattaafslátt- ur sjómanna og fríðindi í fatnaði og öðrum greinum er okkur hin- um þymir I augum. Þetta mein, sem stórlega eykur skattbyrði okkar hinna, á að skera burt sem allra fyrst. Hvalirnir skoðaðir og drepnir Björn Árnason skrifar: Ætla þessir menn, sem nú fegra hvalina hvað mest og að þeim skuli þyrmt, ekki að skilja að geysilegt hvaladráp hlýst af skoðunarferðum báta héðan frá íslandi sem annars staðar frá. Hvalir, sem koma upp til að blása og sjá báta nálægt sér eða fram undan, kafa samstundis og kafna síðan hægt og rólega. Flestir skrokkamir rotna á hafsbotni en einstaka dýr rekur á land, ýmist , lamaö og hálfdautt eða sem hræ. Gáum að þessu, gott fólk. Enga skoðun þáttarstjóra Karl Sigurðsson hringdi: Ég er einn þeirra sem hlusta daglega á Þjóðarsálina á rás 2. Mjög þarfur þáttur í ljósvaka- miðli. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þáttarstjórinn eigi ekki að vera að hafa uppi miklar eða margvíslegar skoðanir á máli þeirra sem hringja inn. Hann á að vísu að stjórna, eins og hann segir sjálfur, og hann á að leiða menn úr hafvillum ef svo ber undir, en endilega ekki að mót- mæla mikið, jafnvel þótt viðmæl- andi sé rugludallur. Og umfram allt má hann og á að skera á lang- hunda í viðmælendum. Menningin á firðina Ásta T. hringdi: Ég hlýddi á rás 2 sl. mánudags- eftirmiðdag. Þar var m.a. skýrt frá því er eitt skáldanna okkar hefði farið til upplestrar fyrir Lionsklúbb Seyðisfjaröar. Var svo útvarpað frá upplestrinum. Ann- að eins mgl og eymd hef ég ekki heyrt metið til skáldskapar. Átti annars að vera ljóðalestur. Eitt i ljóðið hét t.d. Vögguvísa fátæka innbrotsþjófsins! Annað var í þessum dúr. Allt stutt og skorið við nögl. Órímað að sjálfsögðu. En þetta virtist ganga í veislugesti ljónaklúbbsins. Maður heyrði skrækina. Sérstaklega í kvenfólk- inu. Já, hugsaði ég, þetta kallar það „menningu“ á fjörðunum. Égákæri Bjami Valdimarsson skrifar: Emile Zola hefði aldrei náð langt á Fróni. Fjölmiðlar dauð- hræddir við stóradóm sem dæm- ir blaði sök, jafnvel þótt ritsmíö sé undir fullu nafhi! Seint ætlar íslenska embættismannavaldið , að komast út úr miðöldum. Nú skulu Esra Pétursson og Ingólfur Margeirsson helst brenndir á báli, en þó krossfestir áður. Laus- mælgi er íslensk hefð. Siðanefnd íslenskra lækna, heilbrigðisráðu- neyti, landlæknir og margir aðr- ir leika guð, með hræsnina, laus- mælgina og dómgimina í fartesk- inu. (Mál 737). Þorir DV að birta? Ég kýs sérstaklega að mæta í réttinn fyrir þess hönd. Verði ég ekki drepinn áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.