Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Síða 15
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 15 Sexárasýkin Sumir lesendur DV munu hitta sex ára dek- urbarn í jólaboði. Ég hvet þá til að fylgjast með framferði þess. Dekurbarnið mun ganga um í fullvissu þess að jólahátíðin sé því til heiðurs og hegð- un þess mótast af þeirri hugmynd að heimurinn snúist um langanir þess og athyglissýki. Frá sjónarhorni er- lendra þjóða er hegðun íslendinga í utanríkis- málum eins og sex ára dekurbams. íslendingar mæta á erlendar ráð- stefnur um ekki minni mál en framtíð mann- Kjallarinn Armann Jakobsson íslenskufræöingur „Ranghugmynd sumra Islendinga um mikilvægi dvergþjóðarinnar á sér engan líka í heiminum nema hjá sex ára dekurbörnum og er aðeins umborin vegna þess að rétt eins og dekurbarnið ráða /s- lendingar engu, þiggja allt frá öðrum...“ kynsins á jörðinni og halda að þær snúist um „sérstöðu íslands" sem er eitt eftirlætisorð islenskra ráða- manna og er þýðing á sex ára fras- anum: ég vill. í krafti „sérstöðu" I Kyoto var þingað um hvernig mannkynið ætlar að lifa fram á þamæstu öld. Þar sveif alvara yfir vötnum. Evrópusambandið sýndi ábyrgð og jafnvel Bandaríkja- menn, sem hegða sér þó oft eins og 12 ára, létu skipast. En íslendingar voru í gervi dekur- bamsins sem er ófært um að skilja að önnur viðmiðun sé til en stundar- langanir þess. Auðvitað fengu ís- lendingar að menga meira en aðrir í krafti „sér- stöðu“ sinnar - þótt útblástur koltvísýrings á mann sé síst minni hér en víða í Evr- ópu. Upp í þá var stungið nammi til þess að þeir grenj- uðu ekki og grenj- uðu. En að sjálf- sögðu eru íslenskir ráðamenn hinir óánægðustu. Dekurbarn lætur aldrei skipast við nammi. íslensk utanrík- isstefna einkenn- ist af heimtu- frekju: ísland á að fá Marshallað- stoð til að reisa sig úr ímynd- uðum rústum, fá borgað fyrir að verða bandarísk herstöð, fá að veiða í Smugunni, sérkjör í umhverflsmálum. ísland á að njóta góðs af norrænu sam- starfi án þess að sýna norrænum þjóðum annað en fyrirlitningu en vera undanþegið því að veita þró- unaraðstoð. ísland á að fá og fá og fá. Litlir og vitlausir Islenskum ráðamönnum er tíð- rætt um að íslendingar séu smá- þjóð. Það er rangt. íslendingar eru dvergþjóð. Mikilvægi okkar fyrir Frá umhverfisráöstefnunni í Kyoto. barnsins", segir greinarhöfundur. heiminn er ekki meira en Möltu, Liechtenstein eða Álandseyja. Þó lýsa menn hér furðu á því í les- endabréfum að íslendingar um- gangist „smáþjóðir“ eins og Norð- urlöndin eða Holland og Belgíu. Þessi ranghugmynd sumra ís- lendinga um mikilvægi dvergþjóð- arinnar á sér engan líka í heimin- um nema hjá sex ára dekurböm- um og er aðeins umborin vegna þess að rétt eins og dekurbamið ráða íslendingar engu, þiggja allt frá öðrum og þeim er vorkennt fyrir að vera litlir og vitlausir. í heiminum hefur ísland auðvit- að alls enga sérstöðu aðra en heimtufrekjuna. Eðli íslands er að vera hrjóstmgt land þar sem fáir búa, fátt gerist, friður ríkir og landið er hreint. En það dugar ekki íslenskum ráðamönnum, þeir geta aldrei sætt sig við að vera bæjarfógetinn Bastían en vilja - Þar voru íslendingar í gervi „dekur- vera Napóleon. Eins og heimtufrekt dekurbam geta íslenskir ráðamenn verið auðmjúkir. Þeir æfa sig í því reglulega með því að knékrjúpa fyrir bandarískum yfirvöldum og grátbæna þau um að hér megi vera nóg af vopnum og vígtólum þó að þörfin sé engin. Þá vantar ekki auðmýktina enda em það „ís- lenskir hagsmunir", eins og frétta- maðurinn sem langar til þess að vera blaðafulltrúi bandaríska hersins kallar það, að geyma víg- tól og drápslið stórvelda. Það era líka „íslenskir hags- munir“ að láta sér framtíð mann- kyns og mengun í heiminum engu skipta heldur mæta meðal þjóð- anna, taka sexáraleg frekjuköst og æpa: ég vill menga meira. Uns „sérstaða íslands" fæst viður- kennd. Ármann Jakobsson A5 bua a jorðinni hvaö má þaö kosta? Heimsfréttirnar hafa að hluta snúist um umhverfismál siðustu daga og menn virðast loks tilbúnir til að gera eitthvað í málunum. Eitt atriði öðra fremur kemur þó upp í þessari umræðu og skiptir þá ekki máli hvort það era rikis- tjórnir landa eða einstaklingar sem eiga í hlut. Fólki vex í augum hvað það er dýrt að laga til eftir sig í náttúrunni og lifa vistvænna lífi. Við höfum ekki efni á því, er sagt aftur og aftur. En höfum við efni á að gera það ekki? Ofneysla Nýlega sendu The Royal Society of London og US National Academy of Sciences, tvær af virt- keyrt áffam á meiri hraða en nokkru sinni fyrr og sífellt fleiri þjóðir vilja komast inn í kapp- hlaupið, annað hvort sem ffam- leiðendur OF-neysluvarningsins eða sem neytendur. Náttúruauöur og úrgangur Neysla er mannleg umsköpun á eftii og orku og ólíklegt er að við getum búið á þessari jörð án ein- hverrar neyslu. En sú ofneysla sem Vesturlandabúar hafa staðið i fararbroddi fyrir ætti að vera öll- um áhyggjuefhi. Hún dregur ýmist úr líkum þess að þetta umskapaða efni og orka sé til staðar til fram- tíðamotkunar eða hún hefur nei- kvæð áhrif á vistkerfi jarðarinnar ____________ á þann hátt að Kjallarinn „Fólki vex í augum hvað það er dýrt að laga til eftir sig í náttúr- unni og lifa vistvænu lífi. Við höf- um ekki efni á því, er sagt aftur og aftur. En höfum við efni á að gera það ekki?u ustu vísindastofnunum heims, ffá sér yfirlýsingu um umhverfismál og má draga megininntak hennar saman í orðið: OFNEYSLA! Orð sem hlýtur að teljast vera í bann- helgi í stjómmála- og viðskiptaleg- um umræðum, eins og berlega hef- ur komið í ljós á umhverfisráð- stefnunni í Kyoto. í Kyoto var ekki rætt um breyt- ingar á neysluháttum. Nei! Áffam skal boginn þaninn og markaðs- kerfi sem byggir á ofneyslu er það ógnar mann- legu heilsufari, velferð eða öðra því sem fólk tel- ur hafa gildi. „Það hefur oft verið álitið að fólksfjölgun sé aðalvandinn sein við stöndum frammi fyrir,“ segja þessar tvær virtu vísinda- stofnanir sem vitnað er til hér að framan. En að þeirra mati er það ekki einungis fólksfjöldinn á jörð- inni sem skiptir máli heldur líka það magn af náttúraauði sem fólk neytir og það magn af úrgangi sem það skapar. Þetta er ekki ffamtíðarvanda- mál því nú þegar era margar end- umýjanlegar og óendumýjanlegar auðlindir á þrotum. Og þær auð- lindir sem má endumýja þurfa Guörún og Guölaugur Bergmann leiöbeinendur á Mannræktarstööinni Brekkubæ, Hellnum langan tíma til að jafna sig svo þær geti farið að gefa af sér aftur. Og hugsanlega þarf líka að setja sanngimi og siðferði inn í neysl- una því það er einungis fámennur hluti jarðarbúa sem neytir óhóf- lega og hefur þar með áhrif á von- ir og langanir þeirra fátækustu, sem vissulega þurfa að neyta meira, oft bara til að halda lífi. Fimmtíu sinnum meira eldsneyti í skýrslu vísindamannanna er að finna nokkrar yfirgengilegar tölur sem vert er að skoða nánar. Fólksfjöldinn í Bangladesh eykst um 2,4 milljónir á ári en í Bret- landi aðeins um 100.000. En hver Breti notar fimmtíu sinnum meira eldsneyti en hver íbúi Bangladesh. Fólksfjölgun Breta skapar því ár- lega helmingi meiri koltvísýringsmengun en viðbótin við íbúa- fjölda Bangladesh gerir. Frá 1950 hafa rikustu tuttugu prósent jarð- arbúa tvöfaldað einkaneyslu sína á kjöti og timbri, fjór- faldað bifreiðaeign sína (íslendingar hcifa þrettánfaldað hana) og fimmfaldað notkun sína á plasti. Fátækustu tuttugu prósentin hafa nær ekkert aukið neyslu sína á þessum þátt- um. Mengunin, sem þessi ofneysla veld- ur, fer út í sameigin- legt andrúmsloft okkar allra. Þótt hámenntað fólk komi sér saman um eitthvað þýðir ekki endilega að það sé rétt. Sú var tíð- in að allir vísindamenn heimsins sögðu að ekki væri hægt að kljúfa atómið, að heimsálfurnar hreyfð- ust aldrei og það væri ekki hægt að klóna sauðkind. En þegar þessar þekktu vísinda- stofnanir sameina málflutning sinn og tala af brýnni þörf og skýr- leika og koma með rök fyrir máli sínu ættum við líklega að veita því jafnmikla athygli og við veitum poppstjörnum, glæpum, slúður- dálkum blaðanna og þenslu stór- fyrirtækja sem einungis sinna eig- inhagsmunum eða illa upplýstum stjóramálamönnum. Guðrún og Guðlaugur Bergmann Með og á móti Obreytt fyrirkomulag sjávarút- vegssýningar í Laugardalshöli Stefán Guöjóns- son, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunarinnar. Erlent samstarf af hinu góða Samtök verslunarinnar - Félag ís- lenskra stórkaupmanna, lýsa yfir stuðningi við að Nexus Media Ltd. haldi íslensku sjávarútvegssýning- una sem fyrirhug- uð er í september 1999. Þetta verður þá í sjötta sinn sem fyrirtækið stendur fyrir um- ræddri sýningu. Þessi sýning hefur orðið stærri og þýðingarmeiri með hverju árinu enda hefur verið ákaflega vel staðið að öllum undirbúningi. Þau 15 ár sem þessir aðilar hafa staðið að sýning- unni hefur ekkert það komið fram sem gefur tilefni til að hafna umsókn þeirra. Fyrir félaga Samtaka verslun- arinnar skiptir þó mestu máli að þessir erlendu aðilar hafa skápað ís- lensku atvinnulífi ómetanleg alþjóð- leg tengsl sem geta opnað Islenskum fyrirtækjum ýmsar dyr að nýjum mörkuðum og nýjum viðskiptatæki- færSamtök verslunarinnar telja ástæðulaust að óttast þátttöku útlend- inga í islensku viðskiptalífi. Sam- vinna við erlend fyrirtæki mun irkja íslensk fyrirtæki í sífellt harðnandi alþjóölegri sámkeppni. Þau eru undarleg, sjónarmið þeirra manna og samtaka sem vilja nota þetta mál til að ýta undir þröng þjóð- ernissjónarmið. Þá skýtur það skökku við að samtök sem fá 107 milljónir í formi ríkisstyrkja skuli ráðstafa fé til þátttöku í slíku verk- efni í samkeppni við einkaaðila. Is- lendingar eiga ekki að óttast samstarf við útlendinga heldur sækja út það besta sem völ er á í heiminum hverju sinni til þess að geta sjálf boðið um- heiminum allt það besta sem ísland hefur fram að færa. Á aö vera í hendi íslendinga Samtök iðnaðarins hafa lagt tals- vert af mörkum til þess að aðstoða fé- lagsmenn sína við þátttöku í þeim sjávarútvegssýningum sem hér hafa verið haldnar á undanfomum áram undir nafninu ís- lenska sjávarút- vegssýningin. Fyrsta sýningin var haldin árið 1984 af fyrirtækinu Industrial and Tra- de Fairs. Þrjú næstu árin, 1987, 1990 og 1993, var hún haldin af Reed Intemational og nú síðast, árið 1996, af Nexus Media. Sýningarhaldið hefur því gengið á milli aðila og þess vegna er það rangt sem haldið hefur verið fram að Alþjóðlegar vörasýn- ingar sf. og/eða Nexus Media hafi haldið hér sjávarútvegssýningu á þriggja ára fresti undanfarin 15 ár. Þótt Samtök iðnaöarins vUji að sjáv- arútvegssýningar hér á landi verði í höndum íslendinga þarf að tryggja markaðssetningu erlendis. Það hefur verið gert með samningum við EMAP sem er útgefandi Fishing News International, stærsta og virtasta tímarits um sjávarútvegsmál í heim- inum. Þá hafa Samtök iðnaðarins átt samstarf: um stofnun fyrirtækisins Sýningar ehf. en að baki því standa ASÍ, VSÍ, LíÚ, Samtök fiskvinnslu- stöðva og Samtök seljenda skipa- tækja, auk fleiri aðUa. Þessi mikli stuðningur, þrátt fyrir harðan áróður Nexus Media, sýnir svo ekki verður um vUlst að fyrirtækinu Sýningum ehf. er fyUilega treystandi til að standa að sjávarútvegssýningunni. Samtök iðnaðarins telja eðlUegt og æskUegt að íslenskir aðUar séu ráð- andi um slíkt sýningarhald hér á landi enda slíkt víðast hvar i heimin- um á hendi heimamanna. -aþ Haraldur Sumar- liöason, formaöur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.