Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 18
>8 mennmg
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 JjV
Var ekki njósnari
Illugi Jökulsson var að skrifa bók
um Guðmund frá Miðdal, listamann
og fjallagarp með meiru. Áöur hefur
Guðmimdur orðið efniviður í bókina
Lífsganga Lydiu með Guðmundi frá
Miðdal eftir Helgu Guðrúnu Johnson
sem kom út 1992 auk þess sem Aðal-
steinn Ingólfsson gaf út bók um Erró
son hans þar sem Guðmundur kem-
ur við sögu. Hvers vegna er samin
ævisaga hans nú?
„Ja, þetta var merkismaður á
sinni tíð,“ segir Illugi. „Ágætur
myndlistarmaður og frumkvöðull á
því sviði, einkum í leirlist og grafík,
og líka í fjallamennsku. En hann datt
svo rækilega uppfyrir að hann var
varla til í nokkra áratugi. Það eru
eðlileg viðbrögð að sinna honum
þeim mun betur nú.“
- Valdirðu þetta verkefni sjálfur?
„Nei, ég gerði þetta umbeðinn, en
mér fannst verkefnið spennandi. Það
eina sem ég vissi um Guðmund var
að hann hefði búið til þessa frægu
rjúpu sem var orðin aöhlátursefni
þegar ég var að alast upp en þykir
núna afar fínn gripur. Svo hafði
maður hugmynd um að hann hefði
verið bölvaður nasisti og hinn versti
maður. Þannig að mér fannst for-
vitnilegt að grafast fyrir um hver
hann heföi verið í raun og veru.“
- Hvemig var svo að vinna verk-
ið?
„Það var gaman. Þetta reyndist
hafa verið ansi fjörugur karl sem
mæddist í mörgu. Skemmtilegt þótti
mér að sjá að annars vegar hefúr
hann veriö ansi sjarmerandi og vin-
margur en hins vegar einkar lagið að
eignast óvini, og hann átti í sífelld-
um útistööum og deilum viö menn.
Ég rek í bókinni alls konar deilur
sem hann átti í um myndlist og sitt-
hvað fleira. Það kom mér meira á
óvart hvað hann var skemmtilegur
rithöfúndur. Hann skrifaöi feröasög-
ur og ýmiss konar frásagnir sem eru afar vel
skrifaðar. Ég birti þó nokkuð af því í bókinni.
Ég skrifa nefhilega ekki líkt því alla bókina
heldur birti mikið af skrifúm hans sjálfs, vina
hans og óvina."
- Hvaö var erfiðast í vinnunni viö þetta?
„Ég lenti ekki í neinum siðklípum, ef þú ert
spt
Guömundur frá Miðdal
DV-mynd GVA
lilugi Jökulsson - finnst
skemmtilegur maður.
að ýja að því. Það var alveg ljóst frá upphafí aö
þetta átti ekki aö vera afsökunarrit fyrir Guð-
mund. Ég leit svo á aö ég hefði fíjálsar hendur
að afhjúpa hann sem hinn svívirðilegasta nas-
ista og njósnara Þjóðverja ef svo heföi borið
undir. Og þaö var búið að skrifa um samband
hans og Lydiu, sem var dóttir eiginkonu hans,
þannig að þar voru engin
leyndarmál að uppgötva."
- Komstu þá ekki að neinu
sem ekki var vitað áður um
hann?
„Ja, mér tókst ekki að upp-
götva að hann hefði veriö
njósnari Þjóðverja þó að ég
heföi feginn viljað. Og ekki
tókst mér að slá því fóstu að
hann hefði verið nasisti. Mín
niðurstaða er aö þó að hann
hafi komist skuggalega nálægt
ýmsu í hugmyndafræði þeirra
þá verður hann ekki flokkaður
sem nasisti."
- Af hverju ætti fólk að lesa
þessa bók?
„Ég held að það ætti að lesa
hana til að kynnast skemmti-
legum og dálítið mótsagna-
kenndum manni sem vsir
óþreytandi framkvæmdamaö-
ur. Líka til að lesa hans eigin
skrif sem ekki hafa verið til
lengi. Innan sviga má benda
útgefendum á aö endurútgefa
bækumar hans, sérstaklega
Fjallamenn sem er voöalega
skemmtileg bók. Hann var
mótsagnakennur og rifrildis-
gjarn, hafði fast mótaðar skoð-
anir sem ekki var nokkur leið
að hnika til, en hann
var skemmtilegur
maöur og ég vona
að bókin sé það
líka.“
Bókin er prýdd
fjölmörgum
svart- hvítum
myndum úr
einkasafni fíöl-
skyldu Guö-
mundar og
litmyndum
af listaverk-
um hans.
Ormstunga
gefur Guð-
mund frá
Miðdal
út.
Siguröur A. Magnússon.
Á kínversku
Til stendur að gefa út úrval Is-
lenskra Ijóöa á kínversku á næsta
ári. Þýðandinn, Dong Jiping, hefur
unnið að þýðingunum í þrjú ár og
sér nú fram á verkalok. Hann þýðir
úr ensku og notar íslensk ljóðasöfn
á því máli, einkum Brushstrokes of
Blue sem kom út 1994 i þýðingu Sig-
urðar A. Magnússonar, Bemards
Scudder og McDuffs. Þýðandinn hef-
ur áöur m.a. gefið út stórt safn af
kanadískum ljóðum á kínversku.
í safninu verða ljóð eftir 37 ís-
lensk skáld sem öll eru fædd á þess-
ari öld. Þeirra á meðal eru öll helstu
skáld aldarinnar, allt frá Snorra
Hjartarsyni og Steini Steinarr, sem
þýðandinn er sérstaklega hrifinn af
og finnst vera á heimsmælikvarða,
og til hinna yngstu, Lindu Vil-
hjálmsdóttur og Gyrðis Elíassonar.
Sigurður A. Magnússon hefur verið
milligöngumaður milli þýðandans
og skáldanna sem verða í safninu.
Lífskúnstner og
sagnameistari
Magnús Óskarsson, fyrrverandi borgarlögmaður,
er velþekktur húmoristi og sagnamaður. Bók hans
kom mér þó satt að segja nokkuð á óvart.
Ég hef um ævina kynnst mörgum glettilega góð-
um sagnameisturum. Flestir eiga það þó
sammerkt að list þeirra felst ekki síst í
seimi og svipbrigðum þegar sagan er sögð.
Um leið og reynt er að njörva hana niður
í ritaðan texta hverfur því stór hluti af
galdrinum.
Nú er það svo aö mér hefur aldrei
hlotnast sú gæfa að heyra Magnús segja
frá. En ósköp hlýtur hann að vera góð-
ur sögumaður ef hin munnlega frá-
sögn tekur þeirri rituðu fram. Bók
Magnúsar er nefnilega fúll af skelfi-
lega góðum og lifandi sögum.
Stíllinn er kjamyrtur og ein-
kennist af meitlaðri íslensku. Frá-
sögnin verður hvergi flöt heldur
halda allar sögumar ákveðinni
spennu. Það er nokkurt afrek
þegar haft er í huga að minn-
ingabrotin em samtals 44.
Meira að segja þegar hann fer að rekja gömul
ferðalög, sem oft em heldur leiðigjam lestur, tekst
hann á flug. Oft á tíðum getur lesandi ekki hamið
hláturinn, eins og þegar Magnús segir frá því þegar
hann er staddur i Indlandi og tapar myndavél sinni
undir afturendann á Prasad, forseta Indlands. Sagan
veröur hálfu betri fyrir þá sök að af einskærri tilviij-
un er ljósmyndari staddur hjá og tekur mynd af sel-
skapnum þar sem angist Magnúsar yfir afdrifum
myndavélarinnar skín úr íslenskum augum.
Sumar frásagnimar eru hrein listaverk eins og
kaflinn um kvennamanninn Gaston Gréco, sem var
nágranni hans á Gamla Garði og sveik síöar Moishe
Tshjombe, fyrrverandi forseta Kongó, í hendur óvin-
um sínum. Sögumar af Garði em líklega besti hluti
bókarinnar.
Margir smáþættir em af þekktum karaktemm
sem Magnús hefur kynnst í gegnum starf sitt hjá
borginni, sumum af því lífið skildi þá eft-
ir í ófærum og þeir þurftu að
leita ásjár yfírvalda. Magnúsi
tekst að segja frá þeim með ein-
stakri nærfæmi þannig að þeir
hafa sóma af en bregöur um leið
upp nýjum myndum af þeim þó
sumir séu þjóðþekktir. Þessir þættir
era með bestu hlutum bókarinnar.
Bókin ber með sér að Magnús hefúr
bæði veriö gæfu- og gleöimaður gegn-
Bókmenntir
Össur Skarpháðinsson
um lífið. Bókin er ekki ævisaga heldur minn-
ingabrot af mönnum og uppákomum. í þau ör-
fáu skipti sem hann drepur á fjölskyldu sína er það
gert með þeim hætti að sögumaður er bersýnilega
sáttur við hlutskipti sitt.
Það er enginn svikinn sem les þessa skemmtilegu
og vel stíluðu bók. Hún er svo ágæt að lesandinn
verður hálfdapur þegar hann leggur hana frá sér í
lestrarlok.
Magnús Óskarsson:
Með bros í bland
Bókafélagið 1997
Ósögð orð
Fyrsta skáldsaga Kristjönu Sigmunds-
dóttur heitir Ósögð orð. Höfundur er fé-'
lagsráögjafi og fjallar í sögu sinni um
hinar ómerkjanlegu breyt-
ingar á fólki við öldrun og
sjúkdóma, breytingar sem
erfitt er að tala um en
leggjast á fólk með
óbærilegum þunga.
Sagan fjallar af raun-
sæi og kímni um vera-
leikaheim aldraðrar
móður sem fer að tapa
minni og viðbrögð
dóttur hennar, og höfúndur velt-
ir upp alvarlegum spurningum um öld-
runarþjónustu og skyldur samfélags og
fjölskyldu.
Háskólaútgáfan annast dreifingu bók-
arinnar.
í speglasal
Þriðja fjóðabók önnu Snorradóttur
heitir í speglasal. Bókin skiptist í tvo
hluta. Sá fyrri heitir Með-
an grasið sefur, sá seinni
ber sama heiti og bókin.
í bókinni em Ijóöræn
smákvæði sem höndla
minningabrot og nátt-
úmstemningar, stund-
um tilvistarspurul,
eins og „Á ströndinni":
- ég hreyfist -
milli lands og sjávar
milli þekktra og óþekktra
milli vitneskju og gruns
aðgerðarleysi önnum kafið
vió aó kynnast því
sem þaó skilur ekki
lokuö augu mín sjá langt
- ég hreyfist -
milli lands og sjávar
meó bláa skel í lófa
ekkert l huga utan þessi
eina skel
Útgefandi er Fjörður en Sólarfilma í
Reykjavík sér um dreifingu.
Leiklestur
Á fóstudagskvöldið 19. desember
munu félagar úr leikdeild Ungmennafé-
lagsins Ármanns flytja hluta úr nýju
leikriti um séra Jón Steingrímsson eld-
klerk eftir Hilmar Jónsson. Leiklestur-
inn fer fram á Hótel Eddu á Kirkjubæjar-
klaustri og hefst kl. 20.30.
Listaverkakaup
Gallerí Fold hefur gefið út bók um inn-
kaup Listasafhs íslands á listaverkum á
tímabilinu 1988 til aprílloka 1997. Bókin
er byggö á upplýsingum frá safninu.
í bókinni em tilgreind
öll verk sem keypt vom á
þessu tímabili, eftir
hvaða listamenn verkin
em, á hvaða verði var
keypt og af hverjum.
Þetta er forvitnilegt
efni fyrir marga, ekki
síst listamenn og list-
unnendur.
Jóhann Hansen bjó~
bókina til prentunar en formála rit-~
ar Tryggvi P. Friöriksson. Bókin er seld
í Gallerí Fold á Rauðarárstíg og í Kringl-
unni.
Söngur lýðveldis
Skjaldborg gefur út bókina Söngur lýö-
veldis - Um félagsskap við menn, eftir
Indriöa G. Þorsteinsson, rithöfund og rit-
stjóra. Þar segir hann frá kynnum sínum
viö ýmsa eftirminnilega menn á þann
hátt sem honum er einum
lagiö. Meöal þeirra sem
sagt er frá em Karl
Magnússon, járnsmíða-
meistari á Akureyri,
Guðmundur Halldórs-
son rithöfundur frá
Bergsstöðum, Sigur-
jón Jónasson (Dúddi)
á Skörðugili, Krist-
ján frá Djúpalæk, Stefán
Bjarman, þýðandi á Akureyri, Jón
Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn,
Halldór Laxness, Eggert Stefánsson
söngvari, Jónas frá Hriflu, Hermann
Jónasson og Eysteinn Jónsson.
í bókinni er einnig að finna þætti um
menningu og hugleiðingar mn þjóðmál,
ritaöar af kunnu hispursleysi höfundar.