Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Fréttir Breytingar á frumvarpi til laga um háskóla: Vald ráðherra yfir rektor minnkað - þó enn talsverður ágreiningur um málið Að sögn Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra mun frum- varp til laga um háskóla koma nokkuð breytt frá menntamála- nefnd til annarrar umræðu á Al- þingi. Helsta breytingin kemur í kjölfar andstöðu við að mennta- málaráðherra geti vikið rektor Há- skóla Islands úr starfi. Breytingar á frumvarpinu nú gera hins vegar ráö fyrir að ráðherra geti ekki vikið rektor úr starfl nema með sam- þykki háskólaráðs. Þetta telur Björn að lækki talsvert óánægjuraddir sem uppi hafa verið vegna fyrirhug- aðs valds ráðherra yfir rektorsemb- ættinu. Hins vegar segir Bjöm að engar breytingar hafi verið gerðar á þeim ákvæðum frumvarpsins öðmm sem styr hefur staðið um. Með öðrum orðum muni ákvæði sem margir hafa túlkað sem mögulegan undan- fara skólagjalda við Háskólann ekki hafa breyst og áfram sé gert ráð fyr- ir að menntamálaráðherra skipi tvo menn í tíu manna háskólaráð. Haraldur Guðni Eiðsson, formað- Haraldur Guðni Eiðsson, formaöur Stúdentaráðs, vill meiri breytingar á frumvarpinu. ur Stúdentaráðs HÍ, segir að ekki sé gengið nógu langt í þessum efhum. „Það er fáranlegt að ráðherra Sjálf- stæðisflokksins sé á bak við hug- myndir sem bera keim af forsjár- hyggju og miðstýringu í málefnum HÍ. Að menntamálaráðherra hafi eitthvað með það að gera hver sitji í háskólaráði er mjög óheppilegt. Hugmyndin að baki setu utanað- komandi aðila í æðstu stjóm Há- skólans er ágæt, en mjög hæpið er að pólitískt ráðnir aðilar séu heppi- legir í það.“ Haraldur segir að eðli- legra væri t.d. að Hollvinasamtök HÍ myndu sjá um valið heldur en ráðherra. Þrátt fyrir þessa andstöðu innan Háskólans segir Björn að ekki sé ágreiningur um málið á Al- þingi. Skólagjöld eða ekki skólagjöld? Hvað umræðuna um skólagjöld varðar vill Björn Bjarnason meina að frumvarpið sé í raun „hlutlaust gagnvart skólagjöldum". Andmæl- endur Björns segja hins vegar að hlutleysi þetta sé í raun stórt skref í átt til skólagjalda við Háskóla ís- lands. Eins og fram hefur komið í fréttum í DV þá er það skoðun Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir frumvarpiö hlutlaust gagnvart skólagjöldum. Svanfríðar Jónasdóttur sem á sæti í menntamálanefnd Alþingis að orða- lag frumvarpsins gangi lengra og þar sé í raun gert ráð fyrir því að einhvers konar skólagjaldi verði komið á. Haraldur Guðni Eiðsson er sam- mála þessu og segir að hér sé klár- lega um stefnubreytingu stjórn- valda að ræða í skólagjaldamálinu. „Menntamálaráðherra hefur sagt að hér sé ekki verið að leggja skóla- gjöld á nemendur en hins vegar verði að skoða þau mál öll nánar. Með þessari breytingu er hann að fjarlægja þau lög sem banna skóla- gjöld við íslenska skóla og hvað framhaldið varðar finnst mér satt best að segja áhugi ráðherra á skólagjöldum vera grunsamlega mikill." Bjöm Bjarnason er ekki á sama máli. „Þeir sem gagnrýna þetta ákvæði frumvarpsins oftúlka það og eru þar með að gefa þvi meiri vigt heldur en ég hef gert. Þannig gefa þeir fólki tilefni til að túlka það mun rýmra og með allt öðrum hætti en ég geri.“ -KJA Nettoic^ FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI Hæð: 206 cm Dýpt: 60 cm Breiddir: 40 cm 6.980,- 50 cm 7.500,- 60 cm 7.980,- 80 cm 9.990,- 100 cm 11.500,- Aukalega fæst milliþil og 3 hillurá3.100,- FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 jjrval - gott í bátinn Húsavík: Verðum að steypa þessum meirihluta DV, Akureyri: „Sameiningarmálin eru i fullum gangi og ég veit ekki betur en það gangi allt vel,“ segir Kristján Ásgeirs- son, oddviti Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn, um viðræður Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins um sameiginlegt framboð við bæjarstjóm- arkosningarnar í vor. „Viö höfum bara eitt markmið, viö verðum að steypa þessum meirihluta þvi menn geta ekki lifað á Húsavik með þetta yfir sér,“ segir Kristján. Viðræður flokkanna munu vera í góðum gangi og nær fullvíst að málefnasamstaða náist. Það sem hins vegar er talið að muni vefjast fyrir, ef eitthvað verður, er skip- an listans og hverjir eigi að skipa 1. sæt- ið og 5. sætið sem baráttusæti. Eins og fram kom í DV í gær er ekki talið ólík- legt að Friðfmnur Hermannsson, for- maður Alþýðuflokksfélagsins á staðn- um, verði bæjarstjóraefni flokksins og verði í 5. sæti listans. -gk 100% uU, Ullarjakki Nú 14.900 Nýjar vörur í hverri viku Rauömaginn sem stundum er kallaður vorboðinn góði dúkkaði óvænt upp á Faxamarkaöi nýlega. Það voru þó ekki grásleppukarlar sem báru rauömagann að landi heldur kom hann í vörpu togarans Ásbjörns RE. Hér er frú Dagfríö- ur Pétursdóttir með soöninguna sem bragðaðist bærilega. DV-mynd s Bæjarstjórn Húsavíkur: Mikil aukning framkvæmda DV, Akureyri: Samkvæmt fjárhagsáætlun bæj- arstjórnar Húsavikur verða tekjur næsta árs 616,5 milljónir króna en gjöld 473,4 milljónir. Til verklegra framkvæmda og fjárfestinga eru áætlaðar 442,4 milljónir króna sem er 58% hækkun frá yfirstandandi ári. Að sögn Einars Njálssonar bæjar- stjóra verður stærsta framkvæmd bæjarins á vegum hafnarsjóðs en gert er ráð fyrir að vinna við höfn- ina fyrir um 250 milijónir, en leyfi hefur að visu enn ekki fengist fyrir framkvæmdum fyrir alla þá upp- hæð. Unnið verður við grjótvörn við Norðurgarð og þá eru dýpkunar- framkvæmdir á dagskrá fáist til þeirra fjármagn. Aðrar helstu framkvæmdir eru við holræsa- og gatnagerð fyrir tæp- lega 60 milljónir. 23 milljónum króna á að verja til viðbyggingar við sundlaug bæjarins þar sem stækka á búningsklefa. Til fram- kvæmda við Borgarhólsskóla fara 18 milljónir. Við stjómsýsluhús bæj- arins verður unnið fyrir 13,5 millj- ónir og 11 milljónir fara til innrétt- inga á einni hæð stjómsýsluhússins og tæknideild bæjarins verður flutt þangað. Ekki er gert ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs aukist á árinu og að þær verði 333 milljónir í árslok á næsta ári. I byrjun yfirstandandi árs námu skuldir bæjarsjóðs 520 millj- ónum króna en staðan i lok næsta árs miðast við að takist að selja verulegan hluta bæjarins í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.