Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 25
24
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER
Iþróttir
Bland i noka
Katja Seizinger frá Þýskalandi sigr-
aði í bruni kvenna á heimsbikarmóti
sem fram fór i Val D’isare í Frakk-
landi i gær. Hilda Gerg, Þýskalandi,
varð önnur og Ingeborg Marken, Nor-
egi, þriðja.
Seizinger er efst í stigakeppninni í
bruni eftir þrjú mót af átta sem hald-
in verða. Seizinger er meö 300 stig.
Malanie Suchet, Frakklandi, er önn-
ur með 145 stig og Renate Goetsch frá
Austurríki þriðja með 132 stig.
Arnar Þór Viöarsson fékk góða
dóma í Het Laatste Nieuws fyrir
frammistöðu sína með aðalliði
Lokeren gegn Antwerpen í belgísku
1. deildinni í knattspyrnu um síðustu
helgi.
„Ungu mennirnir Viðarsson og
Schochaert sönnuðu að þeir hafa alla
burði til að verða mjög góðir leik-
menn,“ segir í blaðinu.
Arnar Þór Viðarsson lék síðan mjög
vel í stöðu bakvarðar með Lokeren i
gærkvöld en liðið vann þá Aalst eftir
vítaspyrnukeppni í belgíska bikam-
um. Leikurinn endaði 2-2 en Lokeren
vann vitakeppnina, 5-3.
Arnar Grétarsson lék á ný með AEK
eftir veikindi þegar liðið sigraði
Athinaikos, 1-0, í grísku 1. deildinni
á mánudagskvöld. AEKer áfram á
toppi deildarinnar.
Sjónvarpsstööin Sýn verður með at-
hyglisveröan þátt á dagskrá annað
kvöld klukkan 19. Þá verður sýndur
þáttur sem ber nafnið Fótbolti um
víða veröld og í þessum þætti verður
ítarleg umfjöllun um lið ÍBV. Sýndar
verða myndir frá Eyjum, frá leikjum
ÍBV-liðsins og rakinn árangur þess í
sumar.
Pete Sampras tennisleikari var i
gær útnefndur íþróttamaður ársins i
karlaflokki af bandarísku ólympiu-
nefndinni. Allen Johnson, grinda-
hlaupari, varð annar í kjörinu og
Todd Eldredge, listdansari á skaut-
um, í þriðja sæti.
-GH/KB
KEIIA
1. deild karla
Keilulandssveitin...............74
Lærlingar ......................66
PLS.............................52
Úlfarnir........................48
Keiluböðlar.....................44
KR a............................43
Stormsveitin....................42
Keilugarpar.....................41
HK .............................40
Keflavík a......................40
Þröstur.........................26
JP Kast.........................12
Besta meðalskor:
Ingi Geir Sveinsson, PLS .... 202,50
Ásgeir Þ. Þórðarson, Keilul.ss. 200,06
Magnús Magnússon, Úlfunum 198,56
1. deild kvenna
Afturgöngurnar...................68
Flakkarar .......................64
Tryggðatröll ....................46
Keilusystur......................40
Skutlurnar ......................38
Keflavík ........................30
KR...............................30
Keiluálfar ......................26
Ernir............................16
ÍR L..............................2
Besta meðalskor:
Elín Óskarsdóttir, Flökkurum . 186,6
Heiðrún Þorbjörnsd., Afturg. . . 180,5
Ragnheiður Þorgilsd., Afturg. . 175,0
jj^* BLAK
Þróttur R.
Is
Þróttur N.
Stjaman
KA
ÍS
Víkingur
Þróttur N.
Völsungur
KA
Þróttur R.
Karlar
6 6 0
8 4 4
8 4 4
6 2 4
8 2 6
Konur
5 5 0
5 4 1
5 3 2
5 2 3
5 1 4
5 0 5
18-3 18
15-14 15
14-13 14
8-12 8
7-20 7
15-2 15
12-3 12
11-7 11
6-10 6
5-12 5
0-15 0
NBA í nótt:
Stórsigur
hjá Chicago
- gegn LA Lakers í United Center
Níu leikir voru háðir í NBA í nótt
og var aðalleikurinn viðureign
Chicago og LA Lakers í United
Center. Úrslit leikjanna urðu sem
hér segir:
Washington-Miami ........... 88-74
Strickland 21, Cheaney 17 - Mourning 24,
Lenard 15.
Indiana-New York.............87-80
Smits 18, Miller 14 - Ewing 23, Mills 12.
Toronto-Boston...............83-88
Megrady 17, Christie 15 - Walker 18,
Billups 18.
Atlanta-Cleveland............94-83
Smith 23, Leattner 18 - Kemp 20, Ander-
son 20.
New Jersey-Detroit.........105-101
Gill 22, Van Hom 22 - Hill 25, Williams
18.
Charlotte-Milwaukee..........99-90
Divac 21, Mason 19 - Robinson 24, Allen
24.
Philadelphia-Minnesota.......90-94
Iverson 22, Jackson 12 - Gugliotta 30,
Gamett 15.
Chicago-LA Lakers...........104-83
Jordan 36, Longley 23 - Bryant 33, Camp-
bell 15.
San Antonio-Vancouver......95-87
Robinson 33, Duncan 19 - Rabim 24,
Reeves 23.
Chicago átti ekki í neinum erfið-
leikum með að leggja LA Lakers í
nótt. Kom raunar á óvart hvað mun-
urinn var mikill en fyrir leikinn
bjuggust menn almennt við jöfnum
og spennandi leik. Annað kom á
daginn og voru yfirburðir Chicago
þónokkrir.
„Þessi leikur segir okkur lítið en
er þó áfangi á langri leið í vetur.
Við vorum að leika á köflum mjög
vel en getum þó mun meira,“ sagði
Michael Jordan eftir leikinn. Hann
hrósaði reyndar Kobe Bryant, hin-
um 19 ára leikmanni Lakers, fyrir
góðan leik og segir hann mikið efni.
Bryant var sá eini sem eitthvað
beit frá sér í liði Lakers og gerði 33
stig sem er stigamet hjá honum síð-
an hann hóf að leika með Lakers.
Del Harris, þjálfari Lakers, lýsti
yflr vonbrigðum sínum í leikslok og
sagði sína menn hafa leikið langt
undir getu.
-JKS
Mark Jackson hjá Indiana er hér
kominn á fjóra fætur en liðið háði
spennandi leik viö New York í nótt.
Jackson gerði sitt til að innbyrða
sigurinn og skoraöi 10 stig í
leiknum. Reuter
Ásgeir Örn Friðjónsson hjá sænska liðinu Gunnilse:
Að verða Svíi
DV, Svíþjóð:
Er ísland að missa bráðefnilegan knattspyrnu-
mann í hendur Svía? Flest bendir til þess því að
þeir hafa valið Ásgeir Örn Friðjónsson, 17 ára ís-
lending sem búsettur er í Gautaborg, í 18 manna
hóp sænska unglingalandsliðsins fyrir næsta
tímabil.
Ásgeir er talinn einn efnilegasti knattspyrnu-
maður Svíþjóðar í dag en hann er fæddur og
uppalinn í Gautaborg. Foreldrar hans fluttu
þangað frá Húsavík fyrir 20 árum en ríkisfang
þehra allra er enn íslenskt.
Ásgeir verður 18 ára í janúar og getur þá sótt
um sænskan ríkisborgararétt, sem hann gerir
væntanlega. DV hitti hann að máli í fyrrakvöld
og hann sagði 99,9 prósent öruggt að hann
myndi gerast Svíi.
„Eflaust hafa Islendingar lítið vitað um mig
til þessa. Þó sagði einn af forkólfum landsliðs-
mála í Svíþjóð mér í haust að hann hefði hitt
fulltrúa íslands á ráðstefnu einhvers staðar í
Evrópu og látið þá vita af mér. Þaö hafa ekki
orðið nein viðbrögð við því,“ sagði Ásgeir viö
DV.
Ásgeir er sóknarmaður og skoraði 18 mörk í
jafnmörgum leikjum fyrir unglingaflokk Gunnil-
se i sumar. Hann hefur nú verið færður upp í að-
alliðshóp Gunnilse, sem er með sterkt 1. deildar-
lið og missti naumlega af sæti í úrvalsdeildinni
í haust.
„Ég stefni að því að vinna mér fast sæti í liði
Gunnilse og fá að spila sem mest með aðalliðinu
á næsta ári,“ sagði Ásgeir.
Stórveldið IFKGautaborg hefur undanfarin
tvö ár gert ítrekaðar tilraunir til að fá Ásgeir í
sínar raðir en hann hefur ávallt neitað. Hann
segist ekki vilja týnast í unglingaliðinu þar. Það
sé betri kostur að spila með Gunnilse í 1. deild.
Á síðasta ári var Ásgeir valinn í 16 manna æf-
ingahóp, skipaðan 17 ára leikmönnum i Svíþjóð,
og í framhaldi af því er hann kominn í fyrr-
Ásgeir Örn Friðjónsson.
nefndan úrtakshóp. Svíar gera því greinilega
fyllilega ráð fyrir því að hann verði orðinn
þeirra maður á næsta tímabili. Þess má geta að
Ásgeir hefur verið valinn í úrvalslið Gautaborg-
ar í sínum aldursflokki undanfarin þrjú ár.
Svo kann að fara að tveir íslendingar verði í
fremstu víglínu hjá Gunnilse á næsta ári því
Einar Örn Birgisson úr Þrótti í Reykjavík er nú
til reynslu hjá félaginu, eins og fram kom í DV í
gær. -EH/VS
f£:fj ENGLAND
m...---------------------------
Newcastle og Derby gerðu 0-0 jafn-
tefli í úrvalsdeildinni í gærkvöld.
Derby var mun sterkari aðilinn og
heimamenn áttu varla skot að marki.
Stefano Eranio hjá Derby fékk rauða
spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok
eftir að hafa lent saman við Philippe
Albert hjá Newcastle. Derby er í 7.
sæti með 28 stig en Newcastle i 9.
sæti með 26 stig.
Utandeildaliöiö Emley vann Lincoln
í bikarkeppninni eftir vitaspyrnu-
keppni og mætir úrvalsdeildarliði
West Ham i 3. umferð.
Tommy Svensson, fyrrum landsliðs-
þjálfari Svía, þykir liklegur til að
verða næsti þjálfari Glasgow Rangers
í stað Walters Smith sem hættir með
liðiö í vor.
Svensson, sem stýrði Svíum til brons-
verðlauna á stöasta heimsmeistara-
móti, ákvað í haust aö hætta starfl
sinu hjá Svíum. Síðan þá hefur hon-
um verið boðið að þjálfa landsliö Ní-
geríu og Sádi-Araba sem hann hafnaði.
Arsenal er á höttunum eftir Kevin
Davies, hinum 18 ára gamla fram-
heija Southampton, sem slegið hefur
í gegn á tímabilinu. Arsenal sér
Davies fyrir sér sem framtíðarmið-
heija í stað Ians Wright. Davies er
verðlagður á 480 milljónir króna.
Manchester United er enn að þreifa
fyrir sér varðandi kaup á framlinu-
manni. Lengi vel var United á höttun-
um eftir Chilebúanum Marcelo Salas
en nú er útséð að hann kemur ekki á
Old Trafford.
Salas, sem leikur með River Plate í
Argentínu, fer til Lazio eöa Parma á
Ítalíu og fréttir í ítölskum blöðum í
gær sögðu að Manchester United
væri með Vincenzo Montella, fram-
heija Sampdoria, undir smásjánni í
stað Salas.
Kenny Dalglish, stjóri Newcastle,
hefur kveðið niður þær sögusagnir að
Ian Rush muni yfirgefa Newcastle eft-
ir tímabilið og snúa sér að þjálfun.
Dalglish segir að svo lengi sem Rush
vilji spila áfram með Newcastle verði
samningur hans framlengdur.
Steve McManaman leikmaðurinn
snjalli hjá Liverpool er enn og aftur
orðaður við spænska stórliðið Barce-
lona. Fréttir frá Spáni herma að nú
eigi að reyna til fullnustu og að Bör-
sungar séu reiðubúnir að borga 1.440
milljónir króna.
-GH/VS
Kristján meö tilboð frá Noregi
DV, Sviþjóð:
Kristján Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspymu, fékk í gær til-
boð um að gerast þjálfari og leikmaður með norska 1. deildarliðinu Ull-
ern frá Ósló. Hann ætlar að íhuga málið næstu daga en eins og áður hef-
ur komið fram ákvað sænska úrvalsdeildarliðið Elfsborg að endurnýja
ekki samning sinn við Kristján.
Það var þjálfari Elfsborgar frá 1996 sem benti forráðamönnum llllern
á Kristján en hann þjálfar nú úrvalsdeildarlið Stabæk í Noregi.
Kristján hefur auk þess fengið tilboð um að leika með sænska 1. deild-
arliðinu Brage og norska 1. deildarliðinu Odd. -EH
Sendið til:
Iþróttamaður ársins
DV - Þverholti 11
105 Reykjavik
Nafn:_______
Heimilisfang:
Nafn íþróttamanns
1____________________
2
3____________________
^ Þýski handboltinn:
Utisigur hjá Wuppertal
- Ólafur og Patrekur báðir með 6 mörk
Wuppertal vann góðan útisigur á
Hameln, liði Alfreðs Gíslasonar, 27-29, í
þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær.
Ólafur Stefánsson átti góðan leik með
Wuppertal og skoraði 6 mörk en Rasch
var markahæstur með 8. Geir Sveinsson
gerði 2 en Dagúr Sigurðsson er meiddur,
sem kunnugt er.
Patrekur Jóhannesson var besti mað-
ur Essen ásamt Stefan Hecker mark-
verði þegar liðið tapaði heima fyrir
Minden, 25-29. Patrekur var markahæst-
ur hjá Essen með 6 mörk.
Róbert Duranona skoraöi 3 mörk fyrir
Eisenach sem tapaði naumlega í Kiel, 24-22.
Róbert Sighvatsson skoraði 2 mörk
fyrir Dormagen sem tapaði fyrir Gum-
mersbach, 30-24.
Konráð Olavsson skoraöi ekki fyrir
Niederwúrzbach sem vann Flensburg,
33-24.
Lemgo vann Rheinhausen, 27-20, Mas-
senheim tapaði fýrir Nettelstedt, 27-30,
og Magdeburg og Grosswallstadt skildu
jööi, 29-29.
Lemgo og Kiel eru efst með 20 stig.
Niederwúrzbach er í 8. sæti, Wuppertal í
9., Hameln í 11., Eisenach í 12., Essen í
14. og Dormagen í 16. og siðasta sæti.
-VS
33
íþróttir
Héðinn til
Dormagen
- var í viðræðum við fjögur önnur félög í 1. deild
Héðinn Gilsson handknattleiks-
maður gekk í gær í raðir þýska 1.
deildarliðsins Bayer Dormagen og
verða því tveir íslenskir handbolta-
menn á mála hjá félaginu. Róbert
Sighvatsson landsliðsmaður var þar
fyrir en hann hóf að leika með lið-
inu á sl. hausti.
Héðinn Gilsson hefur undanfarin
ára leikið i Þýskalandi, fyrst með
Dússeldorf og sl. þrjú ár með
Fredenbeck sem féll í 2. deild
síðasta vor. Héðinn hefur að undan-
fomu leikið vel, skorað 5-10 mörk í
hverjum leik, og vom fjögur önnur
úrvalsdeildarlið með Héðin undir
smásjánni.
Hann gengur strax í raðir Dor-
magen og leikur sinn fyrsta leik
með félaginu gegn Wallau Mass-
enheim á laugardaginn.
Bayer Dormagen hefur gengið
illa það sem af er tímabilinu og
vermir neðsta sætið í úrvalsdeild-
inni ásamt Rheinhausen. Forrráða-
menn félagsins lögðu á það þunga
Uppselt hefur verið á 500 heimaleiki
i röð hjá Chicago Bulls í NBA.
Portland á metið sem eru 814 leikir
og Boston kemur næst með 662 í röð.
Þessi langa leikjahrina hjá Chicago
byrjaði i nóvember 1987 en þá lék lið-
iö í Chicago Stadium sem tók 17.500
áhorfendur. Timabilið 1994-95 tók fé-
lagið í notkun glæsilega höll, United
Center, sem tekur tæplega 22 þúsund
áhorfendur.
Everton hefur í hyggju að kaupa Paul
Devlin frá Birmingham fyrir 70 millj-
ónir króna. Everton vill helst ganga
frá kaupunum fyrir leikinn á laugar-
dag gegn Leicester.
Bayern Miinchen komst í gærkvöld í
undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í
knattspymu með 2-0 sigri á Lever-
kusen. Christian Nerlinger og Gio-
vane Elber skoruðu mörkin.
Vladimir Smicer skoraði þrennu fyr-
ir Tékka í gær þegar þeir sigruðu
Furstadæmin, 6-1, í álfukeppninni í
knattspymu sem nú stendur yilr í
Sádi-Arabíu.
Uruguay vann Suður-Afríku, 4-3, í
gær og var eina liðiö sem ekki tapaði
stigi í riðlakeppninni.
í undanúrslitum á morgun leikur
Brasilía við Tékkland og Umguay
mætir Ástralíu. Brasilíumenn ætla
að hvíla Ronaldo og Denilson í leikn-
um við Tékka. Þeir eru báðir lítillega
meiddir á öxl.
-GH/VS
'*> SPÁNN
Atletico Madrid-Mallorca ......2-3
Compostela-Celta Vigo..........0-0
Espanyol-Racing Santander .... 0-0
Merida-Valladolid..............0-0
Oviedo-Athletic Bilbao ........1-2
Salamanca-Tenerife.............2-0
Real Sociedad-Sporting Gijon . . 2-1
Real Zaragoza-Real Madrid .... 2-2
Real Betis-Barcelona.......frestaö
Staöa efstu llða:
Barcelona 16 12 1 3 35-19 37
R. Madrid 17 10 6 1 30-13 36
Sociedad 17 8 7 2 25-12 31
Atl. Madrid 17 8 6 3 38-21 30
Espanyol 17 7 8 2 24-10 29
Celta 17 8 4 5 27-20 28
Bilbao 17 7 7 3 23-19 28
áherslu að styrkja liðið fyrir jól til
að koma því inn á réttar brautir.
Danski landsliðsmaðurinn Claus
Jacob Jensson hefur leikið í
skyttustöðunni hægra megin en
hefur ekki staðið undir væntingum
og það kemur i hlut Héðins að
skerpa á sókninni.
Héöinn Gilsson er kominn í raöir
Dormagen.
„Það verður gaman að leika í 1.
deildinni að nýju og miklu
skemmtilegra en að vera í 2.
deildinni þar sem maður er nánast
týndur. Ég geri samning út þetta
tímabil en hef síðan möguleika á að
framlengja hann,“ sagði Héðinn í
samtali við DV, en hann var þá að
pakka niður og biða eftir
forráðamönnum Dormagen til að
skrifa undir samninginn.
Sjö íslendingar leika í
úrvalsdeildinni
Héðinn verður sjöundi íslending-
urinn sem leikur í vetur í þýsku 1.
deildinni sem af mörgum er talin
sterkasta deild í heimi í dag.
Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðs-
son og Geir Sveinsson eru hjá
Wuppertal. Konráð Olavsson hjá
Niederwúrzbach, Róbert Duranona
Eisenach og Róbert Sighvatsson hjá
Dormagen, eins og fram kom fyrst i
fréttinni.
-JKS/GH
Ósiður
-7T~
Það er í tísku í dag sem aldrei
fyrr að reka þjálfara íþróttaliða ef
illa gengur. Þetta er ekki íslenskt
fyrirbrigði og þekkist víða um
heim. Éinn af mörgum ósiðum
sem borist hafa til íslands erlend-
is frá.
Síðustu árin hefur það aukist
verulega að félög hafi rekið þjálf-
ara og erlenda leikmenn. Brott-
rekstur Hrannars Hólm, þjálfara
KR í körfuknattleik, kom kannski
fáum á óvart. Engin breyting hafði
orðið á venjubundnum vinnu-
brögðum í vesturbænum.
Það hefur vakið athygli að fyrir
leiktíðina sömdu KR-ingar við
Hrannar til þriggja ára. Það gera
menn ekki nema að
ánægja riki með við-
komandi þjálfara.
Að sögn Hrannars >
var þá samkomu- '
lag um að láta af f~
þeim vinnu- j
brögðum að reka j
mann og annan | ~
og leita eftir stöð- V
ugleika í leik liðs- o
ins. Nú er enn einn '4£SS£&
þjálfarinn tekinn við
hjá KR og erlendur leik-
maður númer tvö æfir og leik-
ur með liðinu, engu betri en sá
sem fyrir var að margra mati. Til
gamans má geta þess að keppnis-
tímabilin 1992-1993 og 1994-1995
dugði ekkert minna en þrír er-
lendir leikmenn hjá KR í körf-
unni. Þessi staöreynd segir meira
en mörg orð. Slæleg vinnubrögð
við ráðningu, erlendra leikmanna
eiga hér vitanlega hlut að máli.
Þessi vinnubrögð eru dýr þegar
upp er staðið.
Árangur KR-liðsins í vetur hef-
ur valdið vonbrigðum og liðið er
ekki á réttum stað í deildinni mið-
að við þann mannskap sem æfir
Iþróttaljós
Stefán Kristjánsson
íþróttina hjá félaginu. Hvort við
þjálfarann eða leikmennina er að
sakast geta menn eflaust deilt um
en leikmenn eiga þar stærstu sök-
ina að mínu mati.
Hlutur leikmanna í slöku gengi
liða er oftast vanmetinn. Þjálfar-
inn gerir ekki hluti inni á vellin-
um. Þar eiga leikmenn að fram-
fylgja skipunum og góðum ráðum
þjálfarans en ljóst er að slíkt hefur
ekki gerst hjá KR í vetur. Að mínu
mati eru það ekki síður leikmenn
KR en þjálfarinn sem hafa brugð-
ist.
Fjármál félaganna í körfuknatt-
leiknum eru í álíka rúst og í öðr-
um íþróttagreinum hérlendis. Mis-
jafnlega skynsamir stjóm-
jj| . armenn keppast við að
- kaupa erlenda leik-
menn fyrir stórfé
j \ sem ekki er til.
Stanslaus lántaka
og mikill fjár-
| magnskostnaður
gera það síðan að
verkum eftir dá-
góðan tíma að fé-
lögin standa and-
í Ý spænis ógurlegum
skuldum sem ekki era til
aurar fyrir, ekki einu sinni
eignir. Félögin eru því gjaldþrota í
löngum bunum. Einnig er íslensk-
um leikmönnum greitt fyrir að
leika íþróttina þótt engir peningar
séu fyrir hendi. Það skiptir svo
engu máli hvort þeir íslensku leik-
menn sem hér um ræðir standa
sig vel eða illa. Lausnin er alltaf
sú sama. Þjálfaranum er hent út i
ystu myrkur eða slegið lán fyrir
nýjum flugmiðum svo brottrekinn
erlendur leikmaður komist tO síns
heima og nýr í hans stað til lands-
ins. Mál er að linni og menn fari
að taka á málum með ábyrgum
hætti. -SK
-
Þýskur slagur í
Meistaradeildinni
I gær var dregið í 8-liða úrslit-
in á Evrópumótunum í knatt-
spymu. í Meistaradeildinni er
ljóst að þýskt lið fer í undanúr-
slitin en Evrópumeistarar Dort-
mund mæta Þýskalandsmeistur-
um Bayern Múnchen. Drátt-
urinn litur annars þannig út:
Meistaradeildin:
Leverkusen-Real Madrid
Juventus-Dynamo Kiev
Bayern Múnchen-Dortmund
Mónakó-Manchester United
Fyrri leikirnir fara fram 4.
mars og síðari 18. mars.
Veöbankar í London voru ekki lengi
að birta niðurstööur sínar um líklega
meistarakandítata þegar drátturinn
lá ljós fyrir. Þar eru Juventus og
Manchester United meö möguleikana
9-4. Real Madrid 9-2, B. Milnchen
15-2, Dortmund 9-1, Dynamo Kiev og
Leverkusen 16-1 og Mónakó 20-1.
Bayern Munchen sigraöi Dortmund,
2-0, í þýsku deildinni í haust. „Við
vorum með 10 menn meidda i þeim
leik svo það veröur annað uppi á ten-
ingnum í þessum leik,“ sagði Christ-
ian Hockenjos, stórnarformaöur
Dortmund, þegar dráttur lá ijós fyrir.
Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var
ánægður með dráttinn en varaði þó
við of mikilli bjartsýni sinna manna.
Dynamo Kiev hefur komiö mjög á
óvart fyrir góöa frammistöðu og
skemmst er aö minnast 4-0 sigurs
liðsins gegn Barcelona á Spáni á dög-
unum. „Þetta var kannski ekki besti
drátturinn en við erum óhræddir að
mæta einu besta félagsliði heims,”
sagði Olexiy Semenonko, talsmaður
Dynamo Kiev, eftir dráttinn.
Evrópukeppni bikarhafa:
Roda-Vicenza
Slavia Prag-Stuttgart
AEK Aþena-Lokomotiv Moskva
Real Betis-Chelsea
Fyrri leikimir fara fram 5.
mars og síðari leikirnii-19. mars.
Chelsea er sigurstranglegast í Evr-
ópukeppni bikarhafa. Samkvæmt
veðbönkum eru möguleikar liðsins
5-2, Stuttgart kemur næst með 3-1 og
Vicenza 7-2.
UEFA-keppnin:
Ajax-Spartak Moskva
Inter Milano-Schalke
Lazio-Auxerre
Atletico Madrid-Aston Villa
Fyrri leikimir fara fram 3.
mars og síðari leikirnir 17. mars.
Inter Milano og Schalke mættust í
úrslitaleik UEFA-keppninnar í fyrra
og þá hafði Schalke betur. Nú er Int-
er-liðið mun sterkara. Það er efst i
ítölsku 1. deildinni og með brasilíska
snillingmn Ronaldo í toppformi.
Jón tekur viö
af Hrannari
Jón Sigurðsson hefur verið ráð-
inn þjálfari körfuknattleiksliðs KR í
úrvalsdeildinni.
Jón, sem um langan tíma lék með
Ármanni, KR og islenska landslið-
inu, tekur við af Hrannari Hólm,
sem sagt var upp formlega í gær.
Jón mun stjórna KR í leik liðsins
við Skallagrím í kvöld.
Óskar Kristjánsson er hættur viö
að hætta hjá KR í kjölfar þjálfara-
skiptanna.
-SK ;
Ragnarí
Stjörnuna
Ragnar Gislason
knattspyrnumaður er
genginn til liðs viö
Stjörnuna á ný en
hann hefur leikið
með Leiftri á Ólafs-
firði undanfarin
þrjú ár. Ragnar,
sem er þrítugur miðjumaður, lék
með Garðabæjarliðinu þar til hann
fór í Leiftur og styrkir án efa Stjöm-
una í baráttunni i 1. deildinni í
sumar. -VS