Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 30
38
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 13 V
Viljum ráða umboðsma Reyðarfirði frá 1. janúar nn á 1998
L ÍJ
upplýsingar í síma 474-1374 eða 550-5741
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
menning
Jól í Hallgrímskirkju:
Dulúðugt og dramatískt
Út er kominn allsérstæður geisla-
diskur sem ber heitið Jól í Hall-
grímskirkju. Hann hefst og endar á
klukknahljóm og á milli hringing-
anna er tónlist sem flutt hefur verið
á jólunum í Hallgrímskirkju í gegn-
um árin. Flytjendur eru Mótettukór
Hallgrímskirkju, Hljómskálakvint-
ettinn, organistamir Douglas A.
Brotchie og Hörður Áskelsson og
einnig leikur Daði Kolbeinsson á
óbó.
Hinn nývigði biskup íslands, Karl
Sigurbjörnsson, ritar inngangsorð í
bæklinginn sem fylgir geisladiskin-
um. Þar segir meðal annars: „Þegar
engillinn í Betlehem boðaði fæðingu
frelsarans fylgdi englasöngur í kjöl-
farið, fjöldi himneskra hersveita
sem lofaði Guð. Söngurinn og jólin
hafa alltaf fylgst að. Þegar englar og
menn horfast í augu við undrið
ólýsanlega, stórkostlega, að Guð
fæddist sem mannsbarn á jörðu,
frelsarinn Kristur, þá brýst út feg-
insandvarp í söng. Englar og menn
mætast í þeim söng...“
En tónlistarflutningurinn í jóla-
guðsþjónustum í hinum ýmsu kirkj-
um landsins er þó ærið misjafn.
Stundum dettur manni eitthvað allt
annað og mun verra í hug en him-
neskur englasöngur þegar lasburða
og illa samstilltar raddir kveina sál-
magaul í messum. Þannig er því
ekki farið i Hallgrímskirkju. Jóla-
messan þar sker sig að mörgu leyti
úr því gæði tónlistarflutningsins
eru sérlega mikil. Svo er orgelið
náttúrlega einstakt, það er bæði
augnayndi og hljómurinn úr því
stórkostlegur.
Ég hef tvisvar sinnum farið í jóla-
messu í Hallgrímskirkju. í bæði
skiptin var tónlistarvalið frábært og
flutningurinn í fremstu röð. Eigin-
lega voru þetta einstaklega góðir
tónleikar sem gerðu ræðu prestsins
helmingi skemmtilegri en ella. Á
umræddum geisladiski er náttúr-
lega engin ræða en tónlistin þar
vekur upp góðar minningar.
Hörður Áskelsson stjórnar Mót-
ettukórnum af stakri prýði eins og
við var að búast. Hann leikur líka
einleik á orgel og gerir það ákaflega
vel. Pastorale BWV 590/1 eftir Jo-
hann Sebastian Bach er dulúðugt,
dramatískt verk og á vel við að það
sé fyrsta tónverkið á geisladiskin-
um. Það „setur stemningima", mað-
ur setur sig sjálfkrafa í réttu stell-
ingarnar og hlustar á það sem á eft-
ir kemur af andakt.
Eini gallinn við þennan geisla-
disk er að það er bara viðeigandi að
hlusta á hann á jólunum, og þá helst
á milli klukkan sex og sjö á aðfanga-
dag. Að hlusta á hann á öðrum tím-
um eru hálfgerð helgispjöll. Þetta er
sannkallaður jóladiskur - því það er
sem himneskir herskarar blási í
lúðra og englarnir syngi sem aldrei
fyrr...
Jónas Sen
dag er
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
Vinningshafar í Krakkaklúbbi DV og Lego
Leðurblökugreifinn.
1. verðlaun: Leðurblökukastalinn.
Eyþór Þorsteinsson nr. 12560
2. verðlaun: Nomakastalinn.
Ámi Jón Einarsson nr. 5230
3. verðlaun: Fangavagn greifans.
Anton Hjartarson nr. 6342
4.-14. verðlaun: Homin
Amar Þór Halldórsson
Auður Ósk Hlynsdóttir
Snorri Gunnarsson
Andri F. Guðmundsson
Hannes P. Einarsson
Sigríður Dynja
Daði Sigfússon
Sindri Sigfússon
Birkir Freye
Haraldur Bjarni
Elísa B. Björgvinsdóttir
Jón F. Sigurðarson
Gísli Hjálmar
Jóhann J. Jóhannsson
í drekakörfu.
nr. 8770
nr. 7893
nr. 6631
nr. 12.152
nr. 12.325
nr. 5379
nr. 9360
nr. 5582
nr. 4412
nr. 6192
nr. 2248
nr. 12.362
nr. 10.361
nr. 11.537
Krakkaklúbbur DV og Lego óska vinningshöfum til ham-
ingju og þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna.
Vinningarnir veröa sendir vinningshöfum í pósti næstu
Bryndís Halla og Steinunn Birna - Ljóð án orða
Ljóðræn stuttverk
Kunnur tónlistarmaður í Reykja-
vík trúði á dögunum tónleikagest-
um sínum fyrir draumsýn en hún
var - tónleikar án orða! Engin nöfn,
engar útskýringar, engar kynningar
- engin fyrirframákveðin viðbrögð,
byggð á upplýsingum sem í raun
væru tónlist óviðkomandi. Aðeins
tónlist.
En jafnvel slík nafnlaus niðurröð-
un og flutningur á verkum krefst yf-
irlegu. Stefna flytjendur að þvi að
hvert nýtt verk veki furðu, komi á
óvart, sé í tormeltu framhaldi af því
sem á undan er gengið. Eða skal
slík dagskrá sett saman þannig að
hún flæði áreynslulítið, gæli við
eyra og sál. Veki ekki endilega
spumingar um innsta eðli tónlistar-
innar en leiði hugann að því sem
fagurt er, þvi sem heyrir til jafn-
vægis og friðar. Fjölbreytnin til
dæmis fólgin í laglínunni en ekki
örum áferðar- og stílbreytingum.
Laglínan, þessi líflína tónlistarinn-
ar um margra alda skeið, sá þráður
sem tengir efnisskrána saman og lif-
ir í öllum verkunum í sífellt nýrri
mynd.
Nýlega kom út hjá Japis hljóm-
diskur sem ber yfirskriftina Ljóð án
orða. Á honum leika þær Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir pí-
anóleikari, báðar vel kunnar af leik
sínum. Lýsingin hér að ofan um lag-
linufléttaða, nafnlausa og skýring-
arlausa tónleika gæti svo vel átt við
um framsetningu og efnisval á
hljómdiskinum. Ef ekki fylgdi yfir-
lit á baksíðu um hvaða verk eru
leikin, höfundana og tímalengd
verkanna þá væru þetta slíkir tón-
leikar, í þessu tilfelli hnepptir í
varðhald digitalvarðveislunnar.
Engar sögulegar staðreyndir eru í
bæklingi settar fram í tengslum við
verkin eða tónskáldin, texti í raun
aðeins notaður til að kynna flytjend-
ur stuttlega. En það eru upptökum-
ar sem tala. Tala skýrt og vafninga-
laust um gæði verka og túíkunar.
Þær Bryndís Halla og Steinunn
Bima ná mjög vel saman og má
kannski segja að þær eins og syngi
diskinn saman. Frá hljóðfæmm
þeirra streyma allavega og fléttast
syngjandi linumar hinna fjölmörgu
ljóðrænu stuttverka og jafnræði er
algert. Kostur sem gerir gæfumun
þegar kemur að tónlist sem þessari.
Það er óþarfi að reyna að fara í
kringum það að tónlist er að stærst-
um hluta notuð sem afþreyingar-
efni, ekki síður klassísk tónlist en
tónlist af öðrum tegundum. Þeim
sem vilja lita tima sinn eða fylla
með mjög vel fluttum rómantískum
laglínufléttum fyrir selló og píanó
er ráðlagt að fá sér þennan hljóm-
disk. Flest viljum við geta litað um-
hverfi okkar fegurð og jafnvægi þeg-
ar það á við og hvað getur þá þjón-
að betur en einmitt diskur eins og
þessi, að því tilskildu að allir við-
staddir hafi unun af þessari tegund
tónlistar en sæki ekki sömu áhrif
eitthvaö allt annað.
Sigfriður Bjömsdóttir
Kristinn Árnason:
Lútan og gítarinn
Kristinn Árnason hefur sent frá
sér geisladisk þar sem hann flytur
eingöngu verk eftir Johann Sebasti-
an Bach. Þetta eru svíta í E- dúr
BWV 1006a, chaconne í d-mofl BWV
1004 og svíta í a-moll BWV 997.
Svítuna í a-moll samdi Bach upp-
haflega fyrir lútu. Svítan i E-dúr er
aftur á móti fyrir fiðlu en Bach um-
skrifaði hana siðar fyrir lútu. Fyrir
þá sem ekki vita er lútan áþekk git-
arnum en botninn er kúptur og
perulaga. Lútan var vinsælt hljóð-
færi á endurreisnartímanum og al-
veg til byrjunar 18. aldarinnar en
það heyrist varla í henni i dag. í
orðsins fyllstu merkingu: lútan er
svo lasburða hljóðfæri að á öftustu
bekkjunum í stórum tónleikasölum
hljómar hún eins og hvert annað
suð. Þegar semballinn - annar
strengjaplokkari - var fundinn upp
hvarf lútan meira og minna af sjón-
arsviðinu og nú þegar semballinn er
farinn sömu leiðina eru lútuverk
Bachs og annarra yfirleitt leikin á
gítar. Gítarinn er mun hljómsterk-
ari en lútan en samt er hann ótta-
lega KLÉNT konserthljóðfæri. Það
heyrist ekki vel í klassískum gítar;
á gitartónleikum þarf maður eigin-
lega að liggja á hleri allan tímann.
Persónulega liður mér alltaf eins og
ég sé með eyrnatappa þegar ég
hlusta á gítarleikara í sal; þá er
betra að setja geisladisk á fóninn og
stilla græjumar í botn.
Á geisladiskinum með Kristni
Ámasyni hljómar gítarinn ekki
alltaf eins í mismunandi þáttum
sama verks. Til dæmis er endur-
ómunin meiri í síðasta þætti a-moll-
svítunnar en i þeim næstsíðasta.
Þetta er galli því þá er eins og þráð-
urinn glatist og heildarsvipurinn
bjagist. Annars er hljóðið gott og
hreint í hverjum einstökum þætti
og upptökumar em betri en gengur
og gerist hérlendis. íslenskar upp-
tökur em gjaman fullóskýrar - það
er of mikið bergmál i þeim.
Bach er ekki auðveldur í flutn-
ingi og er oft spilaður illa. Ná-
kvæmnin þarf að vera í fyrirrúmi;
tæknin verður að vera fullkomin og
feilnótur helst engar. Svo verður
túlkunin að vera öguð og formfost
en samt lífleg og ástríðúmikil. Bach
átti jú tuttugu börn; hann var eng-
inn helgislepjukarl þó hann væri
organisti og semdi trúarlega tónlist.
Strax á fyrstu tónunum í E-dúr-
svítunni heyrir maður að Kristinn
hefur fullkomið vald á hljóðfærinu.
Skalarnir em hnífjafnir, hver ein-
asta nóta er eins og hún á að vera.
Eiginlega er tæknin aukaatriði;
Kristinn er fyrir löngu vaxinn upp
úr því að þurfa að glíma við tækni-
leg vandamál. Hann bara týnir sér i
kosmískum fúgum og saraböndum
og maður gleymir sér með honum í
hreinum unaði. Hann er í einu orði
sagt frábær tónlistarmaður, túlkun-
in er kraftmikil og nákvæm, hrein
en líka ástríðuþrungin. Einmitt
þannig á Bach að hljóma.
Jónas Sen