Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Side 31
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
39'"
Fréttir
Landsins mesta úrval
Hætta er á þvf aö keramikkerta-
stjakar sem þessi ofhitni og þá
eru slysin skammt undan.
Varaðvið
kertastjökum
Kertastjaki úr keramiki, hannað-
ur fyrir lítil sprittkerti, hitnaði gríð-
arlega af kertaloganum og olli
skemmdum á eikarborði sem stjak-
inn stóð á. Markaðsgæsludeild Lög-
gildingarstofunnar hefur sent út við-
vörun vegna þessa og bendir á að ef
stjaki sem þessi sé í notkun, sé nauö-
synlegt að láta hann standa á disk
eða öðru sem þolir hita. Sömu sögu
er að segja af keramikleirpottakerta-
stjökum sem seldir hafa verið i
Blómavali og verslunin hefur tekið
úr sölu. Blómaval beinir því til
þeirra sem eiga slíka kertastjaka að
skila þeim aftur í verslunina.
Hársnyrting
á Eskifirði
DV, Eskifirði:
„Það er upppantað hjá mér til jóla
svo ekki virðist hafa veitt af
annarri stofu hér,“ segir Eydís Ás-
bjömsdóttir á Eskifirði en hún opn-
aði hársnyrtistofu í húsnæði KHB
13. nóvember sl.
Ein hársnyrtistofa er fyrir á Eski-
firði sem einnig er með langa bið-
lista. Vitað er um fólk sem hefúr
pantað tíma í september til að vera
öruggt um aö fá jólaklippingu. Ey-
dís Ásbjömsdóttir er bjartsýn og tel-
ur mikla þörf fyrir tvær hársnyrti-
stofur á Eskifirði en þar búa um
1200 manns.
-ÞH
Eydfs meö viöskipavin f stólnum.
DV-mynd Þórarinn
Framkvæmdir
á Þórshöfn
- íþróttahúsið þýtur upp
DV, Akureyri:
„Það er nóg að gera og mjög
hagstætt tíðarfar að undan-
förnu hefur svo sannarlega
komið sér vel,“ segir Reinhard
Reynisson, sveitarstjóri á Þórs-
höfn, en vinna viö umfangs-
miklar framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins stendur nú
yfir. Annars vegar er rnn að
ræða byggingu veglegs íþrótta-
húss en hins vegar vinnu við
gerð svokallaðs suðurgarðs
sem er um 400 metra langur
grjótvamargarður við höfnina.
Að sögn Reinhards er lokið
við að reisa alla þakburðarbita
íþróttahússins og byrjað að
klæða þakið. Lögð er áhersla á
að hægt verði að hefja inni-
vinnu í þjónustukjarna húss-
ins sem fyrst svo hægt verði að
opna sundlaug í húsinu næsta
vor. Þá er stefnt að því að hús-
ið verði fullbúið þegar skóla-
starf hefst næsta haust.
Vinnan við grjótvarnargarð-
inn gengur sæmilega en efni
sem notað er í garðinn hefur
reynst lakara en gert var ráð
fyrir, og það hefur valdið
nokkrum töfum. Sem fyrr
sagði verður garðurinn um 400
metra langur og mun hann
gjörbreyta hafnaraðstöðu á
Þórshöfti.
-gk
n f iii /m
Opið
um
hatiðirnar
23
des
23
24
des
16
26
des
13
19
27. -30 des. 10-21
31. des. 8-16
Frá2.jan. 10-19
alla daga
Leiðiskrossar kr. 1.980
Leiðisgreinar kr. 980 og 1.280
Útikerti, kerti í luktir
Ýmsar gerðir af Ijósum með rafhlöðum
Híasintu-skreytingar
J* /Blómabúðin
Qarnhom
v/Fossvogskirkjugarð, sfmi 554 0500.
Nýju örbylgjuofnarnir frá Dé Longhi heita Perfecto
og bera nafn sitt svo sannarlega með rentu!
MW-311 17 Itr. m/35 mín. tímarofa Kr. 18.750,- stgr.
MW-345 17 Itr. m/rafeindastýringu Kr. 23.930,- stgr.
MW-401 17 Itr. m/grillelementi Kr. 23.950,- stgr.
MW-530 23 Itr. m/35 mfn. tímarofa Kr. 24.920,- stgr.
$
DeLonghi
iFúnix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
j
|
Hátíö ijóss og friöar heldur bráöum innreið slna í land elds og Isa. Kertaljós
hafa löngum veriö hluti af ímynd jólanna og Ijósmyndari DV hefur hér fang-
aö jólastemninguna I kertaljósi sem á vegi hans varö á feröalagi I vikunni.
DV-mynd Hilmar Þór
Opnum í kvöld, kl. 20.30.
Bjóðum upp á tónlist og veitingar.
Nú er tækifæri að eignast góð verk yngri höfunda, t.d.
eftir Sigurbjöm Jónsson, Pétur Gaut, Helga Þorgils,
Valgarð Gunnarsson, Lísbet Sveinsdóttur og Tolla.
Sýnum sérstaklega nokkur eldri verk eftir
KRISTJÁN DAVÍÐSSON
Full verslun af antik og gjafavöru.
Opið til kl. 22.00. næstu kvöld.
15% AFSLÁTTUR AF SMÁVÖRU.
BORG
—11