Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Page 42
50
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
Afmæli
Kristinn Már Karlsson
Kristinn Már Karlsson, nemi við
Samvinnuháskólann á Bifröst, til
heimilis að Bifröst, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Kristinn fæddist í Hafnarflrði en
ólst upp á Seltjarnamesi. Hann lauk
gagnfræðaprófi frá Valhúsaskóla
1975 og stundar nú nám við Sam-
vinnuháskólann.
Kristinn var tæknimaður við
Þjóðleikhúsið 1976-87 auk þess sem
hann var tæknimaður við Drama-
tenleikhúsið í Stokkhólmi 1981-83.
Hann var sviðstjóri í myndveri hjá
Stöð 2 1987-91, markaðsfulltrúi á
auglýsingadeild Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar 1991-95 og starfsmaður hjá
Eðalfiski i Borgamesi 1995-96 og
hefur síðan stundað nám við Sam-
vinnuháskólann.
Kristinn var formaður Starfs-
mannafélags Stöðvar 2 í þrjú ár,
æfði handbolta og knattspymu í
Gróttu og starfaði í KR um skeið.
Fjölskylda
Sambýliskona Kristins er Dagný
Þórólfsdóttir, f. 10.9. 1958, nemi við
Samvinnuháskólann. Hún er dóttir
Þórólfs Ingólfssonar, nú látinn, og
Unnar Bergsveinsdóttur,
sjúkraliða i Reykjavík.
Dóttir Kristins og Dag-
nýjar er Unnur Ósk, f. 7.9.
1994.
Fósturdóttir Kristins
er Valgerður Jóhanns-
dóttir, f. 8.11. 1988.
Sonur Kristins frá því
áður er Hlynur Kristins-
son, f. 12.2. 1979, nemi við
Fjölbrautaskólann í
Breiðholti.
Systkini Kristins eru
Bima Karlsdóttir, f. 2.9.
1942, starfsmaður hjá sýslumannin-
um í Reykjavík; Sigurður Karlsson,
f. 25.3. 1946, leikari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og formaður LR; Ingi-
björg, f. 21.10.1948, matvælafræðing-
ur og kennari við Iðnskólann í
Reykjavík, búsett í Reykjavík; Anna
Mjöll Karlsdóttir, f. 8.1. 1956, deild-
arstjóri hjá sýslumanninum í
Reykjavík; Brynjar Karlsson, f.
26.11. 1964, doktor i eðlisfræði og
starfsmaður við Landspítalann í
Reykjavík.
Foreldrar Kristins: Karl Sigurðs-
son, f. 22.11. 1919, d. 3.7. 1965, pípu-
lagningarmeistari og leikari í
Reykjavík, og k.h., Anna Ósk Sig-
urðardóttir, f. í Viðey 8.8.1921, hús-
móðir og matráðskona í Reykjavik.
Ætt
Karl var sonur Sigurðar,
pípulagningarmeistara í
Reykjavik, bróður Úlfars
skósmiðs, afa Bjöms Lín-
dal bankastjóra og Þór-
hildar, umboðsmanns
barna. Sigurður var
sonur Karls, verslunar-
manns á Vopnafirði
Jónssonar og Guðrúnar
Eiríksdóttur á Neðri-
Brunná Guðmundssonar.
Móðir Guðrúnar var Fell-
dís Felixdóttir, systir Ey-
þórs, afa Ásgeirs Ásgeirssonar for-
seta. Móðir Felldísar var Herdís
Ólafsdóttir, í Ólafsdal Jónssonar.
Móðir Karls var Ingibjörg Bach-
mann, systir Rósu, ömmu Guð-
mundar Gunnarssonar, formanns
Rafiðnaðarsambands íslands, fóður
Bjarkar söngkonu. Bróðir Ingibjarg-
ar var Hallgrímur ljósameistari,
faðir Helgu Bachmann leikkonu og
Jóns Gunnars Hallgrímssonar
læknis. Ingibjörg var dóttir Jóns
Bachmann, b. í Steinsholti, bróður
Borgþórs, föður leikkvennanna
Önnu, Þóru og Emelíu Borg. Jón
var sonur Jósefs, b. á Skipanesi
Magnússonar. Móðir Jóns var Hall-
dóra Guðlaugsdóttir, Sveinbjöms-
sonar. Móðir Halldóru var Sigríöur
Jónsdóttir Bachmann, pr. á Klaust-
urhólum Hallgrímssonar Bachmann
ijórðungslæknis. Móðir Jóns var á
Klausturhólum var Halldóra Skúla-
dóttir, landfógeta Magnússonar.
Anna Ósk er dóttir Sigurðar Frið-
riks, bifreiðastjóra í Reykjavík,
bróður Þórðar, föður Sigmundar,
föður Kristins óperusöngvara, en
Anna Ósk og Sigmundur em tvöfóld
systkinaböm. Sigurður var sonur
Jóhannesar, sjómanns í Reykjavík
Sigurðssonar, í Steinhúsi í Reykja-
vík, bróður Jóns í Jónsbæ í Hlíðar-
húsum og Péturs, föður Þórðar í
Oddgeirsbæ. Þriðji bróðir Sigurðar
var Guðmundur, bæjarfulltrúi í
Reykjavík á Hólnum, langafi Guð-
rúnar Á. Símonar ópemsöngkonu
og Jóns Steffensen læknaprófessors.
Sigurður var sonur Þórðar, hafsögu-
manns í Reykjavík Guðmundsson-
ar, ættfóður Borgarbæjarættarinnar
Bjarnasonar. Móðir Sigurðar var
Vilborg Jónsdóttir frá Arnar-
hólskoti.
Móðir Önnu Óskar var Bjamína
Kristín Sigmundsdóttir, frá Hóli í
Garðahverfi Jónssonar. Móðir
Bjamínu var Guðrún Bjamadóttir, í
Hafnarfirði Kristjánssonar af
Veldingsætt.
Kristinn Már
Karlsson.
Guðlaugur V. Eyjólfsson
Guðlaugur Veigar Eyjólfsson
verkamaður, Engihjalla 9, Kópa-
vogi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Guðlaugur fæddist á Efri-Brunná
í Saurbæ í Dölum og ólst þar upp
við öll almenn sveitastörf. Hann
flutti til Reykjavíkur 1963 og stund-
aði þá farandsölu hjá bókaforlagi í
Reykjavík. Þá stundaði hann sjó-
mennsku um skeið en vann lengst
af verslunarstörf í Keflavík 1977-81.
Guðlaugur og fjölskylda hans
fluttu til Svíþjóðar 1989 og stundaði
hann þar almenn verslunar- og
verksmiðjustörf til 1994.
Fjölskylda
Sambýliskona Guðlaugs er Stein-
unn Friðriksdóttir, f. 12.1. 1962,
verkakona. Hún er dóttir Friðriks
Henrikssonar og Ágústu Hallgríms-
dóttur sem bæði em látin.
Fyrri kona Guðlaugs var Gerður
Guðlaugsdóttir, f. 22.5. 1949, nú lát-
in, húsmóðir í Reykjavík. Hún var
dóttir Guðlaugs Magnúsar Rögn-
valdssonar, bónda og verkamanns á
Sólvöllum í Eyrarsveit, og k.h.,
Bergþóru Sigurðardóttur ljósmóður.
Sonur Guðlaugs og Gerðar er
Guðlaugur Magnús, f. 11.5. 1970,
strætisvagnstjóri í Reykjavík.
Seinni kona Guðlaugs er Gunn-
þóra Gísladóttir, f. 18.8. 1953, verka-
kona í Svíþjóð. Hún er dóttir Gísla
Guðmundssonar, sjómanns á Fá-
skrúðsfirði, og k.h., Oddnýjar Þor-
valdsdóttur húsmóður.
Böm Guðlaugs og Gunnþóra eru
Gísli, f. 13.12. 1973, verkamaður á
ísafirði; Guðlaug Oddný, f. 9.10.
1976, nemi og verkakona á Höfn í
Homafirði; Gunnþór Veigar, f. 11.5.
1987, búsettur í Svíþjóð.
Bræður Guðlaugs era Stefán, f.
11.8. 1937, fyrrv. bóndi á Leysingja-
stöðum í Hvammssveit, nú trésmið-
ur í Svíþjóð; Sturlaugur Jóhann, f.
14.1. 1940, fyrrv. bóndi á Efri-
Branná í Saurbæ, nú búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Guðlaugs vora Eyjólfur
Stefánsson, f. 20.10. 1895, nú látinn,
bóndi á Efri-Brunná, og k.h., Guð-
laug Guðlaugsdóttir, f.
28.5. 1905, nú látin, hús-
freyja að Efri-Branná.
Ætt
Eyjólfur var sonur Stef-
áns, b. á Kleifum Eyjólfs-
sonar, b. í Múla i Gilsfirði
Bjamasonar, pr. og lækn-
is í Garpsdal Eggertsson-
ar, pr. í Stafholti Bjarna-
sonar. Móðir Bjarna í
Garpsdal var Þorgerður
Eyjólfsdóttir. Móðir Eyj-
ólfs í Múla var Guðrún
Grimsdóttir, á Espihóli Grimssonar.
Móðir Stefáns á Kleifum var Jó-
hanna Halldórsdóttir, pr. í Trölla-
tungu Jónssonar, b. á Kleifum í
Gilsfirði Þorleifssonar. Móðir Hall-
dórs í Tröllatungu var Halldóra
Ólafsdóttir, pr. í Hvitadal Gíslason-
ar. Móðir Jóhönnu var Oddfríður
Gísladóttir, hreppstjóra í Þorpum
Eiríkssonar.
Móðir Eyjólfs á Efri-Brunná var
anna Eggertsdóttir, b. á Kleifum í
Saurbæ Jónssonar, b. í Króksfjarð-
arnesi, af Ormsættt
Ormssonar. Móðir Önnu
var Anna Einarsdóttir,
frá Stóru-Borg í Húna-
þingi Skúlasonar, stúd-
ents á Stóru-Borg Þórðar-
sonar.
Guðlaug var dóttir Guð-
laugs, b. í Ytri-Fagradal
Guðmundssonar, b. á Níp
Daðasonar, b. í Belgsdal
Þorlákssonar, í Frakka-
nesi Einarssonar. Móðir
Guðlaugs var Guðrún
Guðmundsdóttir, frá
Rindum Guðmundssonar.
Móðir Guðlaugar var Sólveig
Sturlaugsdóttir, b. í Ytri-Fagradal
Tómassonar, b. á Vaðli Tómasson-
ar. Móðir Sturlaugs var Jóhanna Jó-
hannsdóttir, pr. i Garpsdal Berg-
sveinssonar, og Steinunnar Þor-
steinsdóttur, Guðbrandssonar,
sægarps í Skoreyjum Jónssonar.
Móðir Sólveigar var Júlíana Helga-
dóttir, frá Skarfsstöðum Jónssonar,
og Ástríðar Einarsdóttur.
Guðlaugur V.
Eyjólfsson
Birgir Davíð Kornelíusson
Birgir Davíð Kornelíus-
son, starfsmaður á Múla-
lundi, til heimils að Kleif-
arvegi 14, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Birgir fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp í for-
eldrahúsum en hann hefur
átt heima í Reykjavík alla
tíð. Hann stundaði barna-
skólanám í Reykjavík.
Birgir D.
Kornelíusson.
Birgir starfaði hjá
Reykjavíkurborg í tvö ár
en hefur verið starfs-
maður á Múlalundi sl.
fimmtán ár.
Birgir er félagi í Kristni-
boðsfélagi karla.
Fjölskylda
Systkini Birgis eru Har-
aldur Korneiíusson, f.
25.8. 1950, gullsmiður í
Reykjavík og margfaldur
íslandsmeistari í badminton,
kvæntur írisi Ægisdóttur og eiga
þau tvö börn; Kornelía Guðrún
Komelíusdóttir, f. 14.1. 1952, kenn-
ari í Reykjavík, en maður hennar er
Gísli Atlason og eiga þau fjögur
börn; Pétur Gunnar Kornelíusson, f.
29.3. 1953, úrsmiður, búsettur i Mos-
fellsbæ, kvæntur Gunnhildi Sigurð-
ardóttur og eiga þau tvö böm.
Foreldrar Birgis Davíðs eru
Komelíus Jónsson, f. 1915, úrsmið-
ur í Reykjavík, og k.h., Sigríður Pét-
ursdóttir, f. 10.11.1929, húsmóðir.
Jón Komelíus er sonur Jóns
Theodórssonar, bónda og skrautrit-
ara á Brekku í Gilsfirði, og Elínar
Guðrúnar Magnúsdóttur húsfreyju.
Birgir tekur á móti gestum í safn-
aðarheimili Fíladelfíu við Hátún í
Reykjavík, í dag, fimmtudaginn
18.12. milli kl. 16.00 og 19.00.
Afmælisgreinar um jólin og áramótin
Upplýsingar vegna afmælisgreina sem birtast eiga í blaðinu á tímabilinu frá
morgundeginum, 19.12. 1997-5.1. 1998, þurfa að berast Ættfræðideild DV í dag,
fimmtudaginn 18.12. Upplýsingunum er hægt að skila á þar til gerðum
eyðublöðum. Auk þess er vel þegið að fá slíkar upplýsingar á tölvutæku formi.
Beinn sími Ættfræðideildarinnar er 550 5826
Faxnúmer deildarinnar er 550 5020
Sveinn Karlsson
- leiðrétting
í afmælisgrein sem birtist i blað-
inu laugard. 13.12. sl. um Svein
Karlsson var því ranglega haldið
fram aö Hrafnhildur, móðir hans,
væri dóttir Amdísar Einarsdóttur,
seinni konu Einars Bjamasonar
loftskeytamanns.
Hið rétta er að Hrafnhildur er
dóttir Magneu Sigurðardóttur, fyrri
konu Einars.
Þetta leiðréttist hér með.
Ul hamingju með afmælið 18. desember
95 ára
Frímann Sigurðsson, Hrafhistu í Hafnarfirði.
85 ára
Svafa Hildur Halldórsdóttir, Sörlaskjóli 7, Reykjavík.
75 ára
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Aðaltjörn 1, Selfossi. Anna Bergsdóttir, Þórhólsgötu 1, Neskaupstað. Jórunn Guðmundsdóttir, Aðalstræti 22, Bolungarvik. Oddgeir A. Ottesen, Frumskógum 3, Hveragerði. Yngvi Ólafsson, Skúlagötu 52, Reykjavík.
70 ára
Anna Sigurðardóttir, Kvíslarhóli, Tjörneshreppi. Bjamdís Friðriksdóttir, Bugðulæk 20, Reykjavík. Sesselja Jóna Karlsdóttir, Merkurteigi 3, Akranesi.
60 ára
Björn Sverrisson, Skagfirðingabraut 39, Sauðárkróki. Eveline Ella E. Haraldsson, Kornvöllum, Hvolhreppi. Sigvaldi Arason, Böðvarsgötu 15, Borgarnesi.
50 ára
Albert Hallgrímsson, Krókatúni 8, Akranesi. Gísli Kristinn Björnsson, Fífuseli 9, Reykjavík. Guðrún Arngrímsdóttir, Grænugötu 12, Akureyri. Þorleifur Sigurðsson, Kleifarási 8, Reykjavík.
40 ára
Ása Ögmundsdóttir, Grandarstíg 24, Reykjavík. Edda Sigríður Jónsdóttir, Hlíðarhjalla 73, Kópavogi. Ebn Ósk Óskarsdóttir, Háaleitisbraut 83, Reykjavík. Gunnar Högnason, Rofabæ 31, Reykjavík. Halldór Einarsson, Skagabraut 23, Garði. Hrönn Sturlaugsdóttir, Hofteigi 26, Reykjavík. Jóna María Jóhannsdóttir, Mávabraut 11 B, Keflavik. Margrét Þórðardóttir, Kjarrvegi 7, Reykjavík. Ólafur Bjöm Halldórsson, Vesturtúni 2, Hólmavík. Óli Þór Hilmarsson, Laufásvegi 8, Reykjavík. Páll Kjartan Eiríksson, Amarheiði 6, Hveragerði.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
a\tt mil// himi,
Smáauglýsingar
550 5000