Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1997, Síða 44
52 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 Sægreifar berja á launþegum „Nú er liöinn sá tími að stjórn- \ völd þurfi að koma i að deilunni. Nú er i runninn upp sá itími að sægreif- \ arnir berja milli- i liðalaust á laun- [ þegum og leigu- l liðum." Guðjón A. Krist- jánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, í DV. Slæmt gengi - þjálfari rekinn „Ég þekki orðið þennan heim og veit hvað bíður bak við hornið - um leið og liðinu gengur illa er þjálfarinn látinn fara.“ Hrannar Hólm, burtrekinn þjálf- ari KR í körfubolta, í Morgun- blaðinu. Ummæli Litlir íhaldsmenn „Næst þegar litlir íhaldsmenn uppi á íslandi leggja orð í belg um umhverfismál ættu þeir að gera tilraun til að líta á málið frá öðr- um sjónarhóli en grágrýtishæðum óheftrar markaðshyggju." Árni Gunnarsson, form. Sam- bands ungra framsóknarmanna, í Degi. Engin nektarsýning „Þetta er ekki sjálfsævisaga og ég er ekki að setja nektarsýningu á svið.“ Magnús Óskarsson, um minn- ingabók sína, í Degi. Látið Esra og Ingó í friði Hræsnarar, látið Esra og Ingó í friði, ella rís Freud úr gröf sinni og setur ís- land efst á geggj- unarlista Guinness." Guðbergur Bergsson, í DV„ Nauðlendingin „Kvótakerfið var nauðlending stjórnmálamanna sem ekki sáu aðra leið út úr áratuga fyrir- greiðslusukki og óstjórn sem þeir báru sjálfir alla ábyrgð á.“ Guðmundur Kjartansson, í Morgunblaðinu. 1, Skór hafa verið númeraðir í 200 ár. Ýmislegt um skó Mannkynið hefur gengið á ein- hvers konar skóm frá upphafi en skónúmer hafa aðeins verið notuð í 200 ár. Það var James Smith, stofn- andi James Southall & Co. í Norwich á Englandi, sem fyrstur innleiddi skónúmerin árið 1792. Sá sem talið er að hafi látið gera dýr- ustu skóna er Bokassa, fyrrum keisari i Mið-Afríku-keisaradæm- inu sem nú er lýðveldi. Hann pant- aði perlulagða skó, sem kostuðu 85.000 dollara, frá Berluti-tískuhús- inu fyrir krýningarathöfn sina í desember 1977. Á uppboði hjá Sot- heby’s árið 1987 seldi Hereford lá- varður háhælaða kvenskó úr geita- skinni fyrir 21.000 pund. Skórnir voru frá þvi um 1660. Blessuð veröldin Ef ekki eru taldir með skór fyrir sjúklinga sem þjást af fílablæstri eru stærstu skór sem framleiddir hafa verið númer 74 (evrópska kerf- ið). Þeir voru gerðir handa risan- um Harley Davidson í Flórída. Stærsta númer sem framleitt er án þess að þurfa að sérpanta er 46 í sama kerfi. Rússíbanar í Þjóðleikhúskjallaranum: Suðræn tónlist og gyðingleg Rússíbanar leika í Þjóðleikhúskjallaranum lög af nýrri geislaplötu. Kóratónleikar endurteknir í kvöld halda sameiginlega tón- leika í Víðistaðakirkju Kvennakór Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir og Eldri Þrestir. Tónleikar þessir eru endurteknir þar sem uppselt var á tónleika sem haldnir voru 4. desember. Hefiast þeir kl. 20.30. ekki hafið leik fyrr en kl. 23. Klukkutíma áður munu nokkrir valinkunnir rithöfundar og lista- menn hefia upp raust sína. Einar Már Guðmundsson og Gyrðir Elías- son lesa úr nýjum verkum, Úlfur skemmtari treður upp og flutt verða brot úr gamanóperu. Tónleikar Rússíbanamir eru Einar Kristján Einarsson, gitar, Guðni Franzson, klarínetta, Jón Skuggi, kontrabassi, Kjartan Guðnason, trommur, og Tatu Kantomaa, harmonika. Sér- stakir gestir Rússíbananna í kvöld eru Daníel Þorsteinsson á harmon- íku og Áskell Másson á trommur. Hljómsveitin Rússíbanar hefur á undanförnum mánuðum leikið tón- list frá Balkanlöndum, gyðinglega tónlist og suður-ameríska víðs veg- ar á mannamótum. Rússíbanarnir sendu frá sér í síðasta mánuði geislaplötu sem fengið hefur góðar viðtökur. í kvöld verða formlegir út- gáfutónleikar hljómsveitarinnar 1 Þjóðleikhúskjallaranum. Þar sem æfingar standa yfir á stóra sviði Þjóðleikhússins geta Rússíbanarnir Örn Arnarson sundkappi: Losnaði hálfs árs við kútinn Á þessu ári hafa margir íslenskir íþróttamenn verið að gera það gott í mörgum greinum íþrótta. Einn slík- ur er hinn ungi sundmaður Örn Amarson sem hefur verið að sigra í sínum sundgreinum á mótum, hvort sem þau era haldin hér heima eða erlendis. Skemmst er að minn- ast afreka hans á nýafstöðnu Norð- urlandamóti unglinga þar sem hann hreppti þrjú gull og setti eitt Norð- urlandamet. Sundið stundar Örn með námi í Flensborg og var hann að ljúka jólaprófum þegar hann var fenginn í spjall. Fyrst var Örn spurður hvort hann hefði átt von á svona góðri frammistöðu í Norður- landamótinu: „Ég fór á mótið með það í huga að ég ætti mörguleika á sigri og það má segja að allt sem ég hafði gert mér vonir um hafi gengið eftir svo það kom mér í raun ekkert á óvart að sigra, ég vissi að ég var í góðu formi. Þetta mót var góður endir á árinu sem er búið að vera sérstak- lega fint hjá mér. Ég hef æft vel og það hefur skilað árangri." Örn sagði, aðspurður hvað væri eftirminnilegast á árinu, að það hefði verið Evrópumeistaramótið í ágúst: „Þar komst ég í B-úrslitin og var mjög ánægður með það. Þarna voru þeir bestu mættir og keppnin því geysilega hörð.“ Öm segist æfa sex til níu sinnum í viku: „Ég æfi eiginlega hvenær sem tækifæri gefst, annaðhvort í Sundhöll Hafnarfiarðar eða Kópavogslauginni, fer morgnana þegar ég kemst og er síðan að alla virka daga, milli klukkan fimm og sjö.“ Öm byrjaði að æfa fyrir keppni ungur að árum: „Ég var sex ára þegar ég byrjaði að æfa en það má segja að ég hafi verið í sundlauginni frá þvi ég fæddist og ég losnaði við kútinn þegar ég var hálfs árs. Ég var um tíma að æfa körfu- bolta en sjúkra- þjálfari ráð- lagði mér að hætta þar sem hnén á mér fóru illa í körfubolt- anum. Svo var það aldrei spurning að sundið var að- alatriðið. Öll ættin er á kafi í sundi og ég var ekki einn Orn Arnarson. Maður dagsins úr ættinni á Norðurlandamótinu. Ómar Diðriksson er frændi minn, svo eru Arnar Freyr og Magnús Már frændur mínir og fleiri mætti nefna af afreksfólki í sundi í ættinni." Öm býr í heimahús- um og eru foreldrar hans Örn Ólafsson og Kristín Jensdótt- ir. Hann á tvær syst- ur og er önnur þeirra, sú yngri, sjö ára, rétt að byrja í sundinu en sú eldri æfði og keppti um tíma en er hætt. Fram undan hjá Erni er þátttaka í heimsmeistara- mótinu í byrjun janúar þar sem hann keppir í 100 og 200 metra baksundi og 200 metra skrið- sundi: „Ég er bara kominn í jólafrí frá skól- anum, nú verð- ur æft grimmt yfir jól og ára- mót fram að heimsmeistara- mótinu.“ -HK Myndgátan Bakvörður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Öll liðin í úrvalsdeildinni leika í kvöld. Síðustu leikir fyrir jól Handboltinn er kominn í jólafrí og svo er einnig um flestar aðrar íþróttagreinar hér á landi. Enn er leikið í körfuboltanum og verður leikin heil umferð í úrvalsdeild karla í kvöld. Er þetta ellefta um- ferðin og þegar henni lýkur er keppnin í deildinni hálfnuð. íþróttir Stórleikur kvöldsins er leikur Grindvíkinga og Hauka sem fram fer í Grindavík. Bæði þessi lið hafa sterka einstaklinga innan- borðs og þar sem Grindvíkingar leika á heimavelli verða þeir að teljast sigurstranglegri. Á Akra- nesi leika heimamenn í ÍA gegn Keflvíkingum, í Borgarnesi leika Skallagrímsmenn gegn KR, á Ak- ureyrir leika Þór og Tindastóll, í Njarðvík leika UMFN og ÍR og i Valsheimilinu leika Valur og KFÍ. Allir leikimir hefiast kl. 20. Tólfta umferðin í úrvalsdeildinni verður svo leikin 8. janúar. Bridge Bandaríkjamaðurinn Larry Cohen beitti snjailri blekkingu í þessu spili gegn feðgimum Bob og Chris Hamman á Cavendish-boðs- mótinu í tvímenningi árið 1996. Lokasamningurinn á öllum borðum var annaðhvort 3 grönd eða 4 spað- ar og vannst á öllum borðum nema þar sem Cohen var í vörninni. Sagn- ir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: * K10 * KG9542 * D8 * KD7 4 7 4* D87 ♦ ÁK72 * G10985 4 ÁG8543 V Á •f G964 * Á2 Norður Austur Suður Vestur Bob Cohen Chris Sosler 1 * pass 1 4 pass 2w pass 3 4 pass 4 4 p/h Vestur hóf leikinn á því að spila út tígulásnum og Cohen var fljótur að sjá möguleikann fyrir vömina. Hann kallaði strax í litnum og þá lagði vestur niður tígulkónginn og spilaði meiri tígli. Sagnhafi ákvað að trompa með spaðatíunni i blind- um og var hálfsvekktur þegar hann sá að austur fylgdi lit. Hann ákvað samt að gera ráð fyrir skaplegri legu í trompinu, lagði niður spaða- kónginn, spilaði hjarta á ás og síðan spaðaás og komst ekki hjá því að gefa 2 slagi á spaða. Hann hefði hins vegar getað bjargað sér fyrir horn með því að spila hjarta á ás, taka þrjá hæstu í laufi með tígulniður- kasti heima, trompa hjarta, spila spaða á kóng og síðan hjarta úr blindum í fiögurra spila endastöðu. Ef hann les stöðuna rétt, getur hann skrapað heim 10 slögum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.