Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Side 24
24 nning MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 UV Rafveita Hafnarfjarðar óskar að ráða starfsmann til að annast lokunarstörf jafnframt öðrum tilfallandi störfum. Gerð er krafa um rafiðnaðarmenntun eða aðra sambærilega menntun. Umsóknir berist til rafveitustjóra að Strandgötu 6, eigi síðar en 5. janúar nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Laun eru skv. samningi Hafnarfjarðarkaupstaðar við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir rafveitustjóri [ síma 555 3444. Rafveita Hafnarfjarðar. / / p ()■ m ) r i v • 4 J U. miiii Ullarjakki Nú 14.900 Fullt verö 24.900 100% ull, margir íitir, allar stœröir. Nvjar vörur í hverri viku SfCápusalan Snorrabraut 56 S. 562 4362 Instant fisherman veiðistöngin komin TITAN Sportbúð • Títan Seljavegur 2 P sthólf 1180 101 Reykjavík Sími 551 6080 Fax 562 6488 Opið mán. - fös. 9-18 laugard. 10-14 Gildran - í tíu ár ★★★★ Sagan öll? Titillinn í tíu ár er ekki alveg sannleikanum samkvæmur. Elstu hljóðritanirnar á þessum tvöfalda safndiski eru frá árinu 1985 og ein frá ’86. Tíu ár eru hins vegar liðin síðan fyrsta stóra platan með Gildrunni kom út og það er þvi útgáfusaga hljómsveitarinnar sem er tiu ára á þessu ári. Það eru sennilega hátt i tveir áratugir síðan hljómsveitin varð til. Þegar Gildrumenn hófu að gefa út tónlist sína hafði hún lést til muna frá því að hljómsveitin var á barnsskónum, hvort sem hún hét þá Gildran eða eitthvað annað. Tónlist Gildrunnar var og er kraftmikil og varð í senn sífellt melódískari eftir því sem á ferilinn leið. Ef ég ætti að nefna eitt lag sem samnefnara fyrir Gildrurokkið væri Mærin ekki verra en hvað annað. Þar ber líka að hrósa textanum en oft á tíðum voru Gildrutextamir hreint afbragð, einkum meðan Þórir Kristinsson sá um þá. Platan í tíu ár gefur annars skemmti- lega mynd af þróun hljómsveitarinnar frá fyrstu upptöku til hinnar síðustu 1 haust. Aðeins eitt lag stingur gjör- samlega í stúf við annað á plötunni. Það er Good Balance sem átti að koma hljómsveitinni á erlendan markað og líkist engu öðru sem hún sendi frá sér. Varðveislugildið er þó ótvírætt! Það má segja að hinn langi armur laganna hafi orðið til þess að liðs- menn Gildrunnar bundu enda á samstarfið. Þórhallur bassaleikari Árnason gerðist lögreglumaður á Eskiflrði og þar með var sjálfhætt. Lögin fimm, sem fjórmenningarnir hljóðrituðu í haust og er að flnna á plötunum, gefa þó fyrirheit um að ekki hafl endanlega verið látið stað- ar numið. Ásgeir Tómasson Papar - Risar á jörðu ★★★ Að hafa gaman af Þeir sem hlustað hafa á Papana í gegnum tíðina vita við hverju má búast af þessari reyndu hljómsveit sem auk fjölbreytts tónlistarflutn- ings kann að koma fólki í gott skap. Papar hafa þar af leiðandi verið vin- sælir á pöbbum Reykjavíkurborgar og ekki síður á pöbbum í Evrópu. Með hverju árinu sem líður verða þeir alþjóðlegri, þótt islenskar ræt- ur þeirra séu sterkar, sem kemur kannski best fram í sérstökum hú- mor sem fylgir alvörunni, þar sem sungið er um ýmsa drykkjusvola og undirmálsmenn. Nýjasta plata Papanna heitir Risar á jörðu og inniheldur nítján lög. Menn skulu nú samt ekki fara að halda að hér sé um einhverja langloku að ræða, síður en svo. Lagafjöldinn skapast af því að fimm laganna eru kannski engin lög, heldur frekar vel heppnaðir brand- arar. Eins og flestir vita verða brandarar því beinskeyttari sem þeir eru styttri og eru þessi „lög“ innan við tuttugu sekúndur. Má þar nefha þrjár útgáfúr af Þrjú hjól undir bílnum og fimmtán sekúndna langa útsetningu á Fyrsta kossi Gunnars Þórðarsonar sem fær ör- ugglega alla til að brosa. Þegar gamninu lýkur tekur alvaran við, segir máltækið, en það má eiginlega segja um Papana að gamanið endi aldrei þótt bröndurum ljúki. Papar keyra af fullum krafti inn í írsk þjóðlög, ís- lensk dægurlög og frumsamin lög af mikilli leikgleði sem er samfara kunnáttu, sjálfstrausti og trú á því sem þeir eru að gera. Papamir eru búnir að finna sinn farveg sem er írsk þjóðlagahefð. Kemur það að sjálfsögðu ekki á óvart þegar nafn hljómsyeitarinnar er haft í huga. Hafa þeir náð góðum tökum á irskri mállýsku sem einkennt hefur flutning sönghópa á borð við The Dubliners og Clancy Brothers, svo dæmi séu nefnd. Engin ástæða er að gera upp á milli laga á þessari hressilegu plötu. Það er sama hvar borið er niður, leikgleðin er mikil og eng- inn efast um að þarna eru á ferð spilarar og söngvarar sem hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Hilmar Karlsson Ýmsir flytjendur - Veðmálið ★★ Tíðindalítil Veðmálstónlist Ómögulegt er að geta sér tO um það án þess að hafa séð leiksýning- una Veðmálið hvort vel eða illa hafi tekist til um tónlistarval fyrir sýn- inguna. Lögin á diskin- um hljóma yfirleitt bærilega og maður kannast við flesta flytj- endurna. Nokkrir hafa þó farið fram hjá manni í tímans rás svo sem Gert Wilden, Jimi Tenor og Kanada. Hún er skráð fyrir einu lagi með tónlistarstjóra sýningar- innar, Emilíönu Torrini. Það lag, Leigubíll, er reyndar sísta lag plötunnar og það eina virkilega vonda sem Emilíana hefur sent frá sér á ferlinum. Annars er undan litlu að kvarta, að minnsta kosti varðandi tónlist- ina og reyndar vert að hrósa sérstaklega eink- ar áheyrilegu lagi sem hljómsveitin Suede hef- ur væntanlega fallist á að hljóðrita fyrir Veðmálið. Þá stendur rúmlega tveggja áratuga lag með Minnie Ripperton, Loving You, alltaf fyrir sínu. Upplýsingar á diskinum með tón- list úr Veðmálinu miðast meira við leiksýninguna sjálfa en tónlistina. Maður fær eingöngu að vita hvað lögin heita og hverjir syngja þau. Ekki orð um undirleikara eða höf- unda laga eða texta. Höfundar leik- myndar, búninga og ljósameistar- inn eru aftur á móti nafngreindir. Þeir eru eflaust alls góðs maklegir en koma ekki alveg við sögu hjá þeim sem hlusta á tónlist disksins og vildu kannski vita eitthvað að- eins meira en það allra, allra nauð- synlegasta. Ásgeir Tómasson Rúnar Júlíusson - Rokk og rólegheit ★★★ Athyglisverðir punktar Rokk og rólegheit má segja að sé hin sneiðin á samloku sem Rúnar Júlíusson hóf að útbúa i fyrra með plötunni Með stuð í hjarta. Hann leitar til nokkurra þekktra laga- höfunda um lög og flytur þau síð- an með sínum hætti. Rúnar á reyndar sjálfur nokkru fleiri lög á Rokki og rólegheitum en eldri plötunni en aðrir lagahöfundar á þeirri nýju eru Sverrir Stormsker, Tryggvi Húbner, Jóhann Helga- son, Larry Otis, Gunnar Hjálmars- son og Júlíus Guðmundsson, son- ur Rúnars og Maríu, konu hans. Hann kemur jafnframt við sögu sem upptökumaður og hljóðbland- ari. Lag Júlíusar, Ég ætla að gera það sem ég vil, er einmitt annað tveggja sem stendur upp úr á plöt- unni. Það er eins konar afturhvarf til gamalla tíma þegar stjarna fóð- ur hans reis hæst sem unglinga- goðs og menn sungu um blóm og frið. Þeir feðgar ættu að kanna hvort þeir geta ekki brallað eitt- hvað meira inn á plötu síðar. Hitt lagið sem vekur sérstaka eftirtekt er Dráttarbrautin #3 eftir Rúnar við texta Megasar. Hið eina sem ég saknaði úr því lagi var vælandi munnharpa sem hefði undirstrik- að napurleika textans. Óhjákvæmilega ber maður sam- an plöturnar Rokk og rólegheit og Með stuð í hjarta. Ég verð að játa að mér þótti sú fyrri skemmtilegri. Á nýju plötunni er siglt meira á lygnum sjó en þeirri fyrri sem hef- ur elst vel og er í minningunni hálfkaótísk. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.