Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Síða 25
JL>"\ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
33
menning
Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson - Söngvar:
Geðtruflað
tónskáld
Eins og frægt er tala tenórar
gjarnan digurbarkalega í fjölmiðl-
um. Þeir eru óskaplega merkilegir
með sig, þó fæstir þeirra séu
merkilegir listamenn. Margir ten-
órar eru fyrst og fremst íþrótta-
menn með risabarka, sem geta
sungið hátt og glæsilega - en ein-
hvem veginn ekki um neitt. Gimn-
ar Guðhjörnsson tenór er sem bet-
ur fer ekki í þessum flokki. Hann
er djúphugull listamaður sem hef-
ur margt merkilegt fram að færa á
nýútkomnum geisladiski. Honum
til halds og trausts er Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari, og á efn-
isskránni eru þrettán norræn
sönglög, og lagaflokkurinn
Dichterliebe eftir Robert
Schumann.
Robert Schumann (1810-1856)
hefur nokkra sérstöðu meðal tón-
skáldanna að því leyti að hann var
truflaður á geði. Hann þjáðist m.a.
af ofskynjunum, og þegar verst lét
fannst honum hann heyra engla
blása í lúðra og himneskar raddir
syngja. Stundum heyrði hann líka
tryllingslegan hlátur í illskeyttum
púkuin sem voru ekkert að skafa
utan af þvi, og þusuðu sífellt í
hæðnistón: „Scumann ræfill,
Scumann aumingi, Scumann
lúser...“ Á endanum gerði hann
misheppnaða sjálfsmorðstilraun
með því kasta sér í einhverja á og
lést á geðveikrahæli nokkrum
árum síðar.
Það merkilega er, að þrátt fyrir
veikindin samdi Schumann dá-
samlega tónlist. Dichterliebe - eða
ástir skáldsins - er samið við
ljóðaflokk eftir Heinrich Heine, og
hvert lag er hreinast perla. Gunn-
ar Guðbjörnsson syngur þau öll
ákaflega vel; hann hefur mjög fal-
lega rödd og prýðilega tækni.
Hann stenst líka þá freistingu að
vera með sýndarmennsku, en það
er gryfja sem margir tenórar detta
kylliflatir í. Hver tónn er þrung-
inn meiningu, hvert blæbrigði út-
hugsað. Dichterliebe eru ástarljóð,
og Gunnar sjmgur þau svo inni-
lega að ósjálfrátt lokar maður aug-
unum og svífur á vit óræðra ástar-
drauma.
Annað á þessum geisladiski er
líka mjög vel gert. Norrænu
sönglögin eru falleg og innan um
eru hreinustu gullmolar, svo sem
Flickan kom ifrán sin álsklings
möte eftir Sibelius, Jeg elsker dig
eftir Grieg, og Ack Vármeland, du
sköna, sem er sænskt þjóðlag.
Túlkun Gunnars þar er mjög
áhrifamikil.
Jónas Ingimundarson stendur
sig mjög vel í meðleiknum. Til
gamans má geta að enginn undir-
leikari þolir að vera kallaður und-
irleikari, svo Jónas er hér með
nefndur MEÐLEIKARI. En ekki
bara út af þvl: Jónas byrjar
Dichterliebe einn, og tekst að ná
þeirri draumkenndu stemningu
sem tónlistin krefst. Píanóið síðan
umvefur sönginn og lyftir laglin-
unum í hæstu hæðir. Slíkt er eng-
inn undirleikur; undirleikur er
það sem maður heyrir í ballett-
tímum, morgunleikfimi útvarps-
ins og þar fram eftir götunum.
Upptakan er prýðileg. Halldór
Víkingsson sá um hana, og hefur
unnið verk sitt vel. Bergmálið er
hæfilega mikið, röddin hljómar
skýrt og fallega, og píanóið er
hljómfagurt. Þetta er frábær
geisladiskur, og án efa tilvalin
jólagjöf.
Jónas Sen
Ari Jónsson - Allt sem þú ert ★★
Slagaratrums
Á þessari plötu syngur Ari
Jónsson fjórtán lög sænsku Vík-
inganna, að þvi er kemur fram á
umslagi. Rétt er að taka það fram
áður en lengra er haldið að Ari
stendur sig nákvæmlega eins og
við var að búast: ágætlega. Krist-
ján Hreinsson hefur samið hagan-
lega orta texta við lögin. Vænn
hópur hljóðfæraleikara sér um
undirleikinn og hefur litið fyrir
sinni vinnu.
Það er bara eitt sem að er og á
því fellur þessi plata eins og kaka
í biluðum bakaraofni. Lögin fjórt-
án eru einstaklega óspennandi
skandinavisk slagaramúsík. Það
hefði væntanlega gefið þeim lif að
poppa þau upp í sveiflu í skag-
firska andanum og sjálfsagt hefði
það verið lítið mál fyrir lipran út- urs konar huldumaður íslenskrar
setjara. Þvi miður var ekki gripið dægurtónlistar í ótrúlega mörg ár.
Hann var poppstjarna og átrúnað-
argoð táningastúlkna með Roof
Tops árið 1969, kom við í Trúbroti
og hefur alla tíð síðan verið að.
Lengst af hefur hann hins vegar
verið í aukahlutverki: sungið eitt
eða tvö lög á plötu með Geir-
mundi, fallið inn í hópinn í söng-
skemmtun á Hótel íslandi og
þannig mætti áfram telja. Loksins
þegar Ari fær að vera í aðalhlut-
verkinu fær hann svo óspennandi
lög til flutnings að það hálfa væri
nóg. Vonandi fær hann eitthvað
verðugt að glíma við næst.
til þeirrar blástursaðferðar og því Ásgeir Tómasson
eru lögin óttalega andvana.
Ari Jónsson hefur verið nokk-
Þessi bók
nr
„Þetta er bók sem ég hefði viljað lesa þegar ég
var ung stúlka.“
GuÖríður „Gurrf ‘ Haraldsdóttir í bókmenntaþætti
á Aðalstööinni 22. nóvember.
, J>að kom mér á óvart hve skemmtilegur húmor
er í bókinni."
Margrét Blöndal á Bylgjunni 27. nóvember.
....verk sem ég gæti hugsað mér að gefa ungri,
hugsandi manneskju til að glíma við.“
Ólína Þorvaröardóttir, Mbl. 15. nóvember
Adidas íþróttagallar frá kr. 3.995
Skíðarúllukragabolir frá kr. 1.590
Skíðaundirfatnaður frá kr. 2.990
Skíðabuxur frá kr. 6.600
Skíðagallar frá kr. 6.990
Fila peysur frá kr. 4.390
FILA adidas
Kilmanock
C/OLOIÁ NDS
'cé' ///
FiveSeasons
//
0PIÐ
TIL KL. 22
ALLA DAGA
TIL JÓLA
SPAR SP0RT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NÓATÚN 17
S. 511 4747
4
-ðsV