Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 40
48 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997 íþróttir unglinga DV Ásgeir Sigurvinsson mættur til leiks hjá KSÍ: Lengja þarf leiktímabilið - segir nýskipaður tækniráðgjafi KSÍ Ásgeir Sigurvinsson, fyrrum knattspymustjama hjá Stuttgart í Þýskalandi, hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá KSÍ. Þetta eru gleðitíðindi og hefur hann þegar hafið störf. Eitt af aðalviðfangsefn- um Ásgeirs verður uppbygging á nýju verkefni, „Hæfileikamótun KSÍ“, sem kemur í staðinn fyrir Knattspymuskólann, sem starfrækt- ur hefur verið að Laugarvatni und- angengin ár. Hér er um athyglis- verða þróun að ræða, þróun sem á að taka fyrrverandi skóla KSÍ fram á mörgum sviðum. DV hafði samband við Ásgeir til þess að fræðast nánar um þessa nýjung, framtíðarhorfurnar, þjáifun og annað sem varðar íslenska knatt- spymu. einstaka leikmenn, tæknilega eða leikrænt. Það er allt lagt í að ná sem bestum árangri í leikjunum sem em með mjög stuttu millibili. Tímabilið frá sept. til des. em þvi tilvalið fyr- ir þjáfarana að fara yfir stöðu hvers og eins og lagfæra galla. Bæta þarf aðstöðuna til muna og með tilkomu yfirbyggðra valla myndi skapast toppaðstaða til slíkra verkefna." Tækniæfingar eru sífelldar endurtekningar „Þjálfari er aldrei fullkomlega á- nægður með þá leikmenn sem hann hefur undir höndum. Hann gerir alltaf aðrar eða meiri kröfur til þeirra - og auðvitað er hægt að bæta leikmenn á ýmsan hátt - til að mynda í tæknilegu tilliti og þá ekki síður í leikrænum skilning, en til að Ásgeir segir íslendinga vel á vegi stadda í unglingaþjálfun. Hér er hann við verðlaunaafhendingu í 5. flokki stráka fyrir nokkru. Lengja þarf leiktímabilið og bæta aðstöðuna „Að mínu mati er mjög mikilvægt að lengja leiktímabilið og reyna að nýta betur hin góðu haust sem yfírleitt eru héma. Mér finnst mjög slæmt að menn séu að stoppa eftir síðasta leik, kannski um miðjan september, oftast í góðri tíð, og byrja síðan að æfa strax eftir ára- mót þegar veður em válynd. Það mætti nýta miklu betin- tímann, alveg fram undir miðjan nóvember eða lengur. Tilvalið væri líka að hafa haustmót í gangi og ef veðrið er eitthvað að ergja menn þá væri hægt að trekkja að áhorfendur meö einhverjum uppákomum. Aðstæður em alla vega fyrir hendi að ná fram góðri þjálfim á þessum árstíma. Yfír sumartímann, þegar íslands- mótið er í fullri keyrslu, verða þjálf- arar að einbeita sér af alefli aö leikj- unum. Þeir hafa því lítinn tíma til að fara yfir ýmsa þætti til að bæta Hvaö varð af strákunum? „Hjá Stuttgart hafa yngri flokkar félagsins raðað inn Þýskalandsmeistaratitlum mörg undanfarin ár, bikarar og fánar upp um alla veggi. Menn fóm að velta sér upp úr því hvað hefði í raun skilað sér upp í aðalliðið af þessum mikla efhiviö og vom það sárafáir einstaklingar. Allir voru sammála um að leggja bæri minni áherslu á árangur í yngri flokkunum en aftur á móti stefha að betri skilum leikmanna í að- alliðið." mynda er of tímafrekt aö ætla sér að bæta hraða og snerpu - því þeir þættir em að mestu meðfæddir eig- inleikar. Að bæta leikmann tækni- lega er í raun bara sífelld endur- tekning þjálfarans á sömu atriðun- um. Hann er þó ekki að bæta að neinu ráði við hæfni leikmannsins í sjálfu sér - en sífelld endurtekning þýðir að þetta verður honum miklu eðlilegra þegar út í leikinn kemur.“ Unglingaþjálfun í góöu lagi „Ég hef fylgst vel með unglinga- þjálfun á Islandi og tel að hún sé síst lakari en í nágrannalöndunum. Á sumrin em íslenskir krakkar oft marga klukkutíma á dag í fótbolta. Mér finnst einnig íslensku félögin standa tiltölulega vel að vígi með yngri flokkana. En þegar þeir „eldast" þurfa þeir meiri þjálfun. U-16 og u-18 ára lands- liðin okkar standa sig yfirleitt mjög vel. En frá þeim punkti fer þjálfun upp á við erlendis, en hjá okkur fer hún niður á við - þar skilur á milli. Til að lagfæra þetta verðum við til að mynda að lengja leiktímabilið." Þolum illa fjárhagslegan samanburö „Við getum ekki borið okkur fjár- hagslega saman við stórþjóðfrnar. - Ef yngri leikmaður erlendis með góða hæfileika stefnir hátt, þá fer hann á mála hjá einhverju atvinnu- liði og gerir í rauninni ekkert annað en stunda sína íþrótt, en þó oftast samfara skólagöngu og fær að auki einhverja greiðslu. Auðvitað er ekkert því til fyrirstöðu að hann eigi kærastu og byrji einhvem bú- skap en húsbyggingar em ekki inni í dæminu. Þeim er útveguð íbúð gegn vægu gjaldi í mörgum tilfell- um. Þessu er öðmvísi farið hjá okk- ur. Hér fara piltamir að sjálfsögðu í skóla, en fljótlega eignast þeir kær- ustu og em komnir með böm og fylgja því oft íbúðarkaup og pen- ingavandamál og annað. Þeirra möguleikar verða því aldrei eins miklir." Vantar sparkvelli „Hér á árum áður var mikið um sparkvelli um allt þar sem krakkar gátu leikið sér að vild. í dag em þeir afar sjaldséðir og munum við leggja mikla áherslu á að þeim verði komið upp vítt og breitt um landið. Bestu veliimir em þeir sem em ekki mjög stórir, með veggjum eða neti í kring, svo krakkamir eyði ekki miklum tíma í að elta boltann, því með tilkomu þeirra er boltinn mun meira í leik. Þessir vellir myndu bæta aðstöðuna fyrir krakk- ana mjög og auka almennan áhuga á fótbolta í leiðinni. Vellimir gætu einnig hleypt af stað skólamótum og hverfakeppnum - nokkurs konar götufótbolta. Þessi tegund valla er einnig mikilvæg fyrir stráka sem gætu notað þá eftir æfingar og haldið áffarn að berjast við þau verkefni sem þjálfarinn er að kenna þeim. Þetta ætti ekki kosta mikið í uppsetningu. Skólamir verða líka, að minu mati, að koma meira inn í dæmið. Uppbyggingin hjá Bayem Múnchen er til dæmis þannig, að þeir eru með einkakennara og sjá um að koma strákum, 16-18 ára, í gegnum skólakerfið, með góðmn kennurum og nýta alla þann tíma sem býðst til knattspymuiðkana. Núna er einn íslenskur strákur í slíku námi, Steinn Logi Magnússon, markvörður úr Fram, en hann er á tveggja ára samningi hjá Bayem og lærir þýsku eins og er. í ffamtíðinni á þetta eftir að skila sér og auðvitað gætu skólar á íslandi líka tengst í- þróttaiðkun með einhverju móti.“ Hæfileikamótun KSÍ „Hjá okkur er stefnt að því á næsta ári að koma af stað hæfi- leikamótun KSÍ, fyrir drengi sem em taldir betri en flestir aðrir og verkefiiið verði krefjandi fýrir þá. Kallaöir verða til trúnaðarmenn á landsvæðunum, sem tilnefna leik- menn. Þetta var þannig fyrir nokkr- um ámm og skilaði góðum árangri, en einhverra hluta vegna var þetta fyrirkomulag lagt niður. Við munum sækja nemendur allt niður í stráka á seinna ári í 4. flokki og upp í 2. flokk. Þegar leikmenn em komnir upp í 2. flokk era þeir margfr- hverjir famir að spila með meistaraflokki og því mun auðveld- ara að fylgjast með þeim. Einnig er möguleiki á að aðstoða þá efnilegustu við aö komast utan og æfa með atvinnuliðum í einhvem ákveðinn tíma.“ Sterkt landsliö „íslendingar em líkamlega öflug- ir og hafa sterkan „karakter" og með betri tækniþjálfun og leik- skipulagi eigum við að geta byggt upp sterk landslið i náinni framtíð. Við emm þó aðeins um 260 þús- A5 útfæra leikinn rétt „Eitt skulum við hafa hugfast þegar við stillum upp kröfunum: það er útilokað að í einu góðu liði séu allt toppknattspymu- menn. Það hefúr aldrei verið og mun aldrei veröa. Þess vegna þarf að útfæra leikinn á réttan hátt þannig að útkoman verði sem best og það er einmitt það sem við ætlum að fást við hjá KSÍ1 næstu framtíð.“ Umsjón Halldór Halldórsson und hræður í þessu landi og verð- um að gera okkur grein fyrir að við náum seint eða aldrei að spila að hætti Brasilíumanna, Spánverja eða Portúgala. Hitt er svo annað mál að ef við athugum hið góða gengi Norð- manna, sem em í einu af tíu efstu sætunum með landsliðið, og lítum á leik liðsins, kemur í ljós að þeir spila agað og stilla upp mjög sam- stilltum og vel þjálfuðum hópi þar sem allir em tilbúnir að berjast fyr- ir meðspilara sína. Mcirgir af lands- liðsmönnum þeirra era einnig leik- menn með sterkum liðum í Evrópu í dag - og geta því enn bætt sig mjög tæknilega. Þannig em Norðmenn búnir að skapa sér möguleika á að ná góðum árangri. Við ættum að geta þetta einnig, í álíka mæli. En við megum samt ekki gera sömu kröfur á okkar landslið og til dæmis Þjóðveijar og Englendingar. Á næstu ámm kom- um við öragglega til með að eignast mjög gott landslið - það er ég alveg viss um. Við eigum það góðan efhivið og með því að fylgja þessum strákum vel eftir munum við stilla upp sterkum landsliðum, sem á góðum degi munu komast í úrslita- keppni Evrópu- eða heimsmeistara- keppninnar. Takmark okkar hjá KSf er líka i þá veruna.“ 40-50 strákar spila erlendis „Ef árangur íslenska landsliðsins er góður hefúr það mjög jákvæð áhrif á umhverfið og knattspymuá- hugann í landinu. Þannig umhverfi þurfum við að komast í sem allra fýrst. f gegnum góðan árangur ís- lensks landsliðs myndu okkar menn líka eiga greiðari aðgang að sterk- um erlendum atvinnuliðum, sem myndi efla þá sem leikmenn. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð íslenskrcU' knattspymu - og það em 40-50 strákar að spila erlendis núna svo þetta er allt á góðri leið,“ sagði Ás- geir Sigurvinsson. Titillinn minnisstæðastur - segir Ásgeir Sigurvinsson „Það sem stendur einna hæst er náttúrlega meistaratitillinn með Stuttgart. Maður fann fyrir því og áhuginn var geysilega mikili. Það voru líka 34 ár frá því félagið varð þýskur meistari svo þetta var stór stund. Ég var um tíma hjá Bayem Múnchen en fékk lítið að spila og vildi því ólmur komast burtu - og það varð úr að ég var seldur til Stuttgart. Af minnisstæöum leikjum þá held ég að það hafi einna helst verið leikimir gegn Bayem Mún- chen - og átti ég alltaf mína bestu leiki gegn því, sem betur fer, enda mætti ég mjög ákveðinn í þá leiki. Það vom alltaf um 70 þúsund áhorfendur á leikjum okkar gegn Bayem og stemningin rosaleg. Þeir vom því mjög sætir sigramir gegn því. Þegar Bayem vildi síðan kaupa mig aftur varð maður býsna ánægð- ur með tilvemna - því ég var bara ekki falur. Það er Ásgeir me6 Stuttgart auðvitað ýmislegt annaö sem kémur upp á yfir- borðið, eins og til dæmis landsleikurinn gegn A- Þjóðverjum, sem vannst hér heima. Einnig em leikirnir í Evrópukeppninni með Stuttgart mjög minnis- stæðir, eins og gegn Napoli - og vora þeir reyndar allir mjög spennandi og skemmti- legir,“ sagði Ásgeir Sig- urvinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.