Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Page 8
8
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 JL>V
jsælkerinn
„Ég tíni kræklinginn bara sjálf
og finnst þaö miklu betra en það
sem fæst í búðunum. Maöur þarf að
fara á háfjöru og velja stað sem er
nokkuð fjarri mannabústöðum og
mengun. Siðan þarf bara að passa
að hreinsa þetta vel. Þetta er ofsa-
lega gott,“ segir Edda Sverrisdóttir,
kaupmaður og sælkeri. Hún býður
upp á krækling með safrani og
rjóma i forrétt og grísakótelettur „a
la mamma" í aðalrétt.
4 1 kræklingur (magn miðast
við krækling með skel og öllu)
80 g smjör
500 g saxaður laukur
1 stórt saxað hvitlauksrif
Vi bolli þurrt hvítvín
2 msk. koníak
nokkur hár safran bleytt
í 2 msk. af sjóðandi vatni
örlítiö af cayenne-pipar
/2 tsk. karrí
salt - pipar (svartur)
\/i msk. hveiti
/t bolli sýrður ijómi
Látið spýta vel
Hreinsið kræklinginn vel að
utan, látið síðan i kalt vatn og látið
kræklinginn spýta vel annaðhvort
með sírennsli eða skiptið oft um
vatn.
Setjið kræklinginn í pott yfir
háan hita og hrærið í öðru hvoru í
um 7 mínútur eða þar til skelin hef-
ur opnast. Athugið að hún á ekki að
vera í vatni. Fjarlægið tóma helm-
inginn af skelinni, setjið krækling-
inn í djúpa skál og lokið vel til þess
að hann haldist heitur. Geymið
safann sem kemur við opnunarhit-
unina. Bræðið helmingin af smjör-
inu á vægum hita, setjið laukinn í
og sjóðið þar til hann er orðinn
mjúkur, hækkið hitann og brúnið
laukinn þar til hann er gullinn.
Bætið hvítlauknum út í og brúnið í
ca 30 sek., hellið hvítvíninu og kon-
íakinu saman við laukinn og kveik-
ið í (flamberið) (ath. ef það er gert á
eldavél hafið þá fyrir alla muni
slökkt á viftunni). Látið safran með
vatninu út í ásamt öðru kryddi.
Hellið vökvanum af kræklingnum
út í gegnum fint sigti og sjóðið í um
1 mín. Blandið restinni af smjörinu
og hveitinu saman svo úr verði
smjörbolla. Hrærið sýrða rjóman-
um út í og látið suðuna koma upp.
Pískið siðan smjörbolluna í smá-
skömmtum út í
eða þar til sós-
an er hæfilega
þykk (loðir við
skeið). Látið
smásjóða í ca 2
min., ath. farið
varlega með
salt því kræk-
lingur er sait-
ur. Hellið sós-
unni yfir Edda Sverrisdóttir og sonurinn Jón Eyþór Gottskálksson
kræklinginn meö grísakóteletturnar. DV-mynd Pjetur
og berið á borð
ásamt restinni
af þurra hvítvíninu.
Grísakótelettur a la
mamma
4 til 6 kótelettur
1 egg
brauðrasp, ekta
1 msk. karri
salt
2 til 3 græn epli
3 stórir laukar
2/2 dl rjómi
1 msk. kókósmjöl
smjör
Blandið saman raspi, kcuríi og
salti, veltið kótelettunum upp úr
egginu og síðan upp úr raspblönd-
unni. Brúnið á pönnu og setjið í eld-
fast mót. Flysjið og takið kjamann
úr eplunum, skerið í sneiðar, steik-
ið stutt á pönnunni og leggið sneið-
arnar á kjötið. Brytjið laukinn
(gróft), brúnið á pönnu ásamt
kókósmjölinu og dreifið yfir kjötið
og eplin. Sjóðið ijómann á pönn-
unni í augnablik og hellið yfir allt
saman. Setjið í 170° heitan ofn þar
til kjötið er steikt. (Hrísgrjón þarf
ekki.) Gott rauðvín með, létt eða
„rose“. -sv
Edda Sverrisdóttir er sælkeri dagsins:
Kræklingur og
grísakótelettur
Framandi
soðnir
ávextir
Sumir hafa gam-
an af því að búa til
sína eigin sósu, sitt
eigið krydd, olíur
og ýmislegt fleira.
Hér kemur ágætis
blanda af soðnum
ávöxtum, hunangi
og koníaki sem t.d.
má hafa með ís.
Hráefni
500 g góðir,
þurrkaðir ávextir,
sveskjur, apríkós-
ur, epli og fikjur
1 dl gott hunang
5 msk. koníak
Setjið ávextina í
pott og hellið vatni
yfir þá þannig að
þeir séu alveg þakt-
ir. Hrærið hunang-
inu saman við. Lát-
iö sjóða þar til
ávextirnir eru
orðnir mjúkir og
vatnið er að mestu
gufað upp. Setjið
þá koníakið út í og
blandið því vel
saman viö. Setjið
ávaxtamaukið í
krukku með loki.
Þaö geymist mjög
vel. -sv
„Nú eru allir búnir að fá nóg af
steikum og þykkum sósum um jólin og
því finnst mér tilvalið að skella á ykk-
ur einni frábærri fiskisúpu sem flestir
kunna að meta. Þetta er grunnhug-
mynd en auðvitað er hægt að bæta í og
breyta eftir eigin geðþótta. Til dæmis
grænmetinu. Skemmtilegt getur verið
að nota sellerírót, brokkolí og kartöfl-
ur eða bara það sem til fellur," segir
Guðrún Jóhannsdóttir sem er matgæð-
ingur dagsins.
Soð
slatti af olíu
y21 mysa
2 1 vatn
msk. oregano
msk. basil
lárviðarlauf
5-0 hvítlauksrif
1 laukur
4 fiskteningar eða sjóða fiskbein
og-hausa
Þetta á að sjóða niður í u.þ.b.
klukkutíma og bæta svo eftirfarandi
saman við:
8-10 gulrætur
2-3 paprikur
sveppir
1 púrrulaukur
Sjóðið nú í um 15 mínútur og bætið
síðan eftirfarandi við:
1 dós kræklingar
/2 lítri af rjóma eða mjólk
1 kg sjávarfang, skorið niður í ten-
inga og bætt út í. Látið standa í u.þ.b.
5 mínútur (ég mæli með ýsu og lúðu).
Bætið við rækjum þegar suðu er lok-
ið.
Kúmenbollur
Með fiskisúpunni er afar gott að
bera fram heimabakaðar kúmenbollur.
í þær þarf:
/2 kg hveiti
/2 kg heilhveiti
50 g ger
örlítið salt
2-3 msk. heilt kúmen
2 bollar sólblómafræ
1 bolli olía
/2 lítri vökvi (heitt vatn og mjólk)
Blandið öllu saman í eina góða skál
og látið lyftast í klukkutíma. Eftir það
á að hnoða deigið létt og fletja síðan út
2 sentímetra þykkt. Skerið út með
glasi. Látið lyftast í u.þ.b. !4 klukku-
stund og bakið í 20 mínútur viö 200° C.
„Ég skora á Hlín Agnarsdóttur fjöl-
listakonu sem lumar örugglega á ein-
hverju góðu ef ég þekki hana rétt,“ seg-
ir Guðrún.
-sv
Guörún Jóhannsdóttir undirbýr fiski-
súpuna. DV-mynd E.ÓI.
knatgæðingur vikunnar
Nóg komið af steikum og sósum
- segir Guðrún Jóhannsdóttir sem býður upp á fiskisúpu og kúmenbollur
Síldarráttin
1
Tómatsíld
Nú þegar jólahátíðin er að baki
og flestir orðnir vel mettir eftir allt
kjötátið má draga þá ályktun að
I einhverjir yrðu fegnir að fá upp-
skrift að öðru en kjötmeti. Væri
: ekki vel til fundiö að líta á það
hvernig gera á góða síld? Síld er
víða á borðum um jól en ekki síður
á þorranum sem brátt gengur i
Hráefni
6 útvötnuð síldarflök
2 dl tómatþykkni
* 2 dl sykur
i 2 dl vínedik
j 1-2 dl vatn (má blanda meö
sérríi eða púrtvíni)
% laukur
timían, negulnaglar,
kóríander, pipar og dill
Aðferð
Sjóðið saman sykur, edik og vatn
Í og látið síðan kólna. Hrærið saman
tómatþykkninu og fínt söxuðum
lauk og smakkið til með kryddinu.
Skerið síldarflökin í litla bita og
setjið út í. Látið bíða í krukku í tvo
til þrjá daga. Skreytið með lauk-
hringjum, litlum tómötum, kapers
og dilli.
Rauðbeðusíld með
eplum og kartöflum
6 útvötnuð síldarflök
/, laukur
2 soðnar kartöflur
2 epli
8-10 súrsaðar rauðbeðusneiðar
2 dl majones
2 dl þeyttur rjómi
örlitið af rifinni piparrót
salt og pipar
1 msk. kapers
Aðferð
Skerið kartöfluniar, rauðbeðum-
ar, epli, lauk og sOd í litla, jafnstóra
teninga. Hrærið saman og setjið
ásamt kapers út í majonesiö og
rjómann. Bragðið tO með piparrót,
salti og pipar. Látið sOdina liggja í
leginum í tvo til þrjá daga áður en
hún er borin fram.
Karrísíld
6 útvötnuð sOdarflök
1 dl majones
3 dl þeyttur rjómi
1 msk. karrí
1 msk. kapers
/, laukur
dOl
pipar
2 harðsoðin egg
Aðferð
Hrærið saman majonesi og þeytt-
um rjóma og kryddið með karríi,
kapers, fínt söxuðum lauk, dilli og
pipar. Skerið síldina niður í litla
bita og blandið saman við. Líkt og í
hinum uppskriftunum á að láta
sOdina liggja í leginum í tvo tO þrjá
daga áður en hún er borin fram.
Skreytið með harðsoðnu eggi og
dOli. -sv