Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 13
*
JL^"V LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998
13
Jón Pátursson lögregluþjónn:
Mannlegt eðli ekki
alltaf fallegt
Jón Pétursson lögregluþjónn
var við vélvirkjanám í Sindra
þegar hann ákvað að söðla uxn og
ganga til liðs við lögregluna.
Hann lagði þá stund á íþróttir og
vélvirkjanámið fór ekki vel með
þeim.
„Það voru KR-ingar, vinir mín-
ir, sem sáu um að koma mér í lög-
regluna,“ segir hann.
Eftir að hafa starfað þar um
hríð fór Jón út í rekstur á sokka-
verksmiðju ásamt Ragnari
Tómassyni lögmanni sem er mág-
ur Jóns. Eftir að hafa fengist við
það um hríð fór Jón vestur í
Stykkishólm sem lögreglumaður
1969. Að þrem árum liðnum gekk
hann aftur til liðs við lögregluna
í Reykjavík þar sem hann hefur
starfað síðan.
„Á fjörutíu ára ferli er maður
búinn að sjá alla flóruna i mann-
legu eðli. Hún er ekki alltaf falleg.
Mannlífið hefur breyst. Eiturlyf-
in flæða yfir eftir að peningamir
komu inn í það dæmi. Nú ber
meira á sídrykkju. En það má
ekki tala um áfengið sem eiturlyf
þótt það sé aðalorsökin og til
bölvunar. Hins vegar er hamast
út í reykingafólk. Ég hef þó ekki
séð neinn fara út og drepa mann
eftir að hafa fengið sér sígarettu.“
Jón segist oft hafa orðið hrædd-
ur í starfi. Þar nefnir hann t.d. at-
vik við björgun fólks og bruna.
„Vestmannaeyjagosið er ákaflega
minnisstætt. Þá var maður vissu-
lega hræddur. Mér er minnisstæð
nóttin þegar mesta hrinan kom
úr eldfjallinu og yfir bæinn. Þá
nótt brunnu 20 hús og ekki sá út
úr augum fyrir reyk og gjalli.
Þetta var eins og að vera í
ffemstu víglínu í hemaði - há-
værar sprengingar og gelt í gíg-
Jón Pétursson.
DV-mynd S
unum, brennandi hús allt um
kring, himixm og jörð logandi,
fólk á hlaupum."
Að taka upp kylfu
Atvikin höguðu því þarmig að
Jón lenti margoft í að stilla til
friðar á útifundum. „Ég minnist
þess þegar breska sendiráðið var
rústað. Eins vom stundum átök
við rússneska sendiráðið. Ein af
síðustu atvikxxm þessarar tegund-
ar vom suður á Keflavíkurflug-
velli, einnig vegna einhverra dáta
inni í Sundahöfn og svo óeirðir
við Þórskaffl. Maður upplifði það
að þurfa að taka upp kylfu sem
ekki heflxr verið gert í Reykjavík
sl. 20-25 ár. Kylfan er andstyggð-
arverkfæri.
Svo er mér minnisstætt atvikið
á þjóðhátíðixmi á Þingvöflum 1974
þegar borðixm með áletruninni
„Island úr Nató - herinn burt“ fór
upp á gjárbarminum. Mér tókst
að ná honum af fólkinu, svo vöðl-
aði ég honum saman og lyfti hon-
xxm upp. Gunnar Thoroddsen var
á því andartaki að flytja ræðu og
í henni miðri klöppuðu 50.000
manns allt í einu. En það var
vegna þess að ég lyfti borðanum."
Ætíð skammt undan
Jón segir að alls staðar þar sem
stórir atburðir hafi gerst í þjóðfé-
laginu á þessum sl. 40 árum hafi
lögreglan ætíð verið skammt imd-
an. Aðspurður um hvaða áhrif
það hafi á menn að horfa upp á
allar hliðar dekkri hliðar mann-
lífsins svarar Jón: „Maður heldur
að maður verði kaldlyndur. Mað-
ur verður að brynja sig en ég held
að lögreglumenn séu ekkert kald-
lyndari en annað fólk. Þegar kem-
ur að okkar nánustu erum við
það ekki. En við verðum að gjöra
svo vel að vinna verkið.“
Jón er ekki alveg hættur í lög-
reglunni þótt haxm eigi 40 ára
starfsafinæli 15. janúar nk. Eftir
1. maí 1999 ætlar haxm að vera í
hálfu starfi. Þá ætlar hann að
verja meiri tíma til að sinna
hugðarefnum sínum, skógrækt á
jarðarskika sem haxm á í Reyk-
holtsdal. „Þar ætla ég að dvelja,
hverfa til náttúrunnar og hlusta á
fúglasönginn. Það er miklu
skemmtilegri söngur heldur en
maður heyrir hér á götunum og í
partíunum."
-JSS
Framleiðum brettakanta.
sólskyggni og boddíhluti
á flestar gerðir jeppa.
einnig boddíhluti á
vönibfla og van-bða.
Sérsmíði og viðgerdir.
ALLT PLAST
™ (E) Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Prófadeild - öldungadeild
Vorönn 1998
Grunnskólastig: (danska, enska, íslenska, stærðfræði)
Grunnnám. Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim
sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun firá grunni.
Fornám. Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætíað þeim sem ekki
hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Upprifjun og undirbún-
ingur fyrir nám á framhaldsskólastigi.
Framhaldsskólastig:
Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla:
bókfærsla, danska, efnafræði, eðlisfræði, enska, félagsffæði, ís-
lenska, námstækni, saga, sálffæði, stærðfræði og tjáning.
Bóklegar greinar heilsugæslubrauta: heilbrigðisfræði, líffræði,
líffæra- og lífeðlisfræði, líkamsbeiting, næringarfræði, siðfræði
og skyndihjálp.
Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og hefst 15. jan-
úar. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og
er haldið í lágmarki.
INNRITUN í PÓFADEILD fer fram alla virka
daga kl. 9-19.30 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
INNRITUN í FRÍSTUNDANÁM fer fram á skrifstofu skól-
ans firá og með 15. janúar. Kennsla í fnstundanámi hefst
26. janúar.
Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4.
Upplýsingar í síma 551-2992, Fax: 562-9408 Netfang:
nf@rvk.is http://www.rvk.is/nf.
Svo lengi lœrir sem lifir