Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Blaðsíða 20
20
íbúaflutningar til og frá Skorradal:
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 JU^'V
Lögin brotin í barátt-
unni um sameiningu
- nauðsynlegt að lögheimilislögin séu Ijós
Sú sérstaka staða kom upp nú í byrj-
un janúar að hreppsnefnd Skorradals-
hrepps vísaði til sýslumannsins i Borg-
arnesi ágöllum á kjörskrárstofni
hreppsins vegna meintra brota á
ákvæðum lögheimilislaga. í bókun
hreppsnefndarinnar segir orðrétt að
„brot þessi t.a.m. lýsa sér í þvi að fjöldi
manns hefur látið flytja lögheimili sitt
í Skorradal og ýmist skráð sig til heim-
ilis í óíbúðarhæfum vistarverum á
eyðibýli, eða á öðrum híbýlum í sveit-
inni, án þess að um raunverulegan
flutning sé að ræða. Þá virðist vanta í
kjörskrárstofninn nöfn aðila sem hafa
í raun og veru búsetu hér í hreppn-
um.“
En því skyldi fámennt sveitarfélag
leita til sýslumannsembættisins vegna
skyndilegrar ijölgunar íbúa hreppsins?
íbúar Skorradalshrepps voru 47 við
síðustu íbúaskráningu og samkvæmt
sveitarstjómarlögunum á að sameina
öll sveitarfélög nágrannabyggðum sé
ibúafjöldi undir 50. Atkvæðagreiðsla
um sameiningu hreppsins við flmm
aðra nágrannahreppa; Andakílshrepp,
Lundarreykjardalshrepp, Reykholts-
dalshrepp, Hálsahrepp, og Hvítársíðu-
hrepp verður haldin 17. janúar nk.
Og þar liggur hundurinn grafmn.
Skoðanir em mjög skiptar um hvort
sameina beri sveitarfélagið öðrum - og
hreppurinn hefur því aöeins valið séu
íbúar hans yflr 50. í lok síðasta árs
fluttu tólf manns lögheimili sitt í
hreppinn en á móti hafa sjö flutt það-
an í mótmælaskyni og nú eru því 52
íbúar á skrá í hreppnum.
Tek ekki þátt í svona fíflagangi
„Þetta vom mótmæli við því að ver-
ið væri að eyðleggja atkvæðisrétt okk-
ar sem búa i hreppnum með því að
flytja inn nýja íbúa sem hafa aðsetur
annars staðar," segir Kristín Zalewski.
„Ég tek ekki þátt í svona fíflagangi."
Kristín og fjölskylda hennar, alls
fímm manns, færðu lögheimili sitt frá
Vatnsenda í Skorradalshreppi til
Reykjavíkur nokkrum klukkustund-
um áður en frestur til að tilkynna bú-
setuskipti rann út á Hagstofunni þann
1. desember síðastliðinn. Fjölskyldan
rekur bú að Vatnsenda en hefur jöfh-
um höndum haft aðsetur í Skorradals-
hreppi og Reykjavík undanfarin ár.
Kristín segir augljóst að smalað hafi
verið fólki í hreppinn í því skyni að
hafa áhrif á sameiningarmálin. Tveir
aðrir hafa einnig flutt löglxeimili sitt í
annað sveitarfélag vegna þessara
meintu brota.
Lögheimili okkar til langframa
Reiði þessa fólks beinist meðal ann-
ars að þeim sem búið hafa á höfuð-
borgarsvæðinu en hefur nú flutt lög-
fang sitt. Sex manns skráðu sig til
heimilis að Litlu-Drageyri í nóvember
á síðasta ári en aðeins einn maður hef-
ur haft þar lögheimili áður, enda telst
það eyðibýli. Jörðin á Litlu-Drageyri
hefur í áratugi verið í eigu einnar fjöl-
skyldu og eru það böm, tengdaböm og
bamaböm eigendanna sem hafa flutt
lögheimili sitt þangað. Skorri Andrew
Aikman, sonur eigendanna, neitar því
að nokkuð óeðlilegt sé við skráningu
flölskyldunnar í Skorradalshrepp.
„Lögheimili okkar hefur verið í
Skorradal til langframa samkvæmt
Sex manns hafa skráö sig til heimilis að Litlu-Drageyri í Skorradalshreppi en
jörðin hefur veriö í eyði lengi. Sex aörir hafa flutt lögheimili sitt í hreppinn en
sjö flutt úr honum í mótmælaskyni.
skilgreiningu laganna. Við höfum okk-
ar persónulegu muni þama og við höf-
um öll dvalið langdvölum á Litlu-
Drageyri," segir Skorri.
Hann segir flölskylduna hafa þijú
íbúðarhús á jörðinni. Miklum flár-
munum hafi verið varið í að gera upp
gamla bæinn og sú vinna standi enn
yfir þó svo að efsta hæð hússins sé vel
íbúðarhæf. Hann vísar þvi einnig á
bug að eitthvað óeðlilegt búi að baki
tímasetningu flutninga þeirra.
„Okkur finnst eðlilegt að kjósa í
þeim hreppi sem við ætlum að búa í.
Það er töluvert síðan við lögðum inn
Innlent
fréttaljós
Sólveig Úlafsdóttir
okkar umsókn tii Hagstofunnar þó svo
að hún hafi ekki verið afgreidd fyrr,“
segir Skorri.
Skorri segir að enginn í flölskyldu
hans ætli að greiða atkvæði í samein-
ingarkosningunum nú i janúar. Hins
vegar finnist þeim skjóta skökku við
að sá meirihluti sem nú hafi lýst því
yfir að hann hyggist kæra ibúaskrán-
ingu hreppsins vegna lögheimiiisflutn-
inganna séu sömu aðilar og hafa áður
kraflst þess að móðir hans flytji i
hreppinn til að njóta sömu réttinda og
aðrir landeigendur i Skorradal.
Fullt hús hjá oddvitanum
í Skorradalshreppi em ellefu bæir.
Einhver tilfærsla á búsetu til eða ffá
hefur átt sér stað á flestum þeirra. Auk
lögheimilisflutninga til eyðijarðarinn-
ar Litlu-Drageyri hafa nýskráningar á
heimili oddvitans, Davíðs Péturssonar
á Grund, vakið hvað mesta athygli í
fiölmiðlum.
Tveir tengdasynir oddvitans skráðu
sig á síðustu stundu til heimilis að
jörðinni Gmnd en það hefur ekki síð-
ur þótt forvitnilegt að bróðursonur
Davíðs, handboltamaðurinn Sigurður
Bjamason sem starfar í Þýskalandi, og
kona hans, hafa einnig flutt lögheimili
sitt þangað. Þar með er flórðungur at-
kvæðabærra Skorrdælinga til heimilis
að Grund en 44 eru á kjörskrá.
Of mikið návígi
Þó svo að meirihluti hreppsnefndar
hafl lýst því yflr að kjörskrárstofninn
sé stórlega gallaður var samþykkt á
fundi að byggja kjörskrána á þeim
gmnni sem lá fyrir hjá Hagstofu ís-
lands frá 1. desember síðastliðnum.
Samkvæmt heimildum DV var þetta
gert til að kosningar þann 17. janúar
gætu farið ffam. Hefði kjörskráin ver-
ið kærð tæki rannsókn marga mánuði
og þar með hefðu sameiningarmál
mátt bíða næsta kjörtímabils, þ.e. að
efna hefði þurft til sveitarstjómarkosn-
inga í hreppnum nú í vor. Til þess
mega þeir sem unnið hafa að samein-
ingu ekki hugsa.
Inger Helgadóttir, hreppsnefndar-
maður og bóndi á Indriðastöðum, seg-
ir svo litið sveitarfélag sem Skorra-
dalshrepp, þar sem að jafnaði búa ekki
nema 37 manns, einfaldlega ekki geta
Inger Helgason, hreppsnefndarmaður og bóndi á Indriðastöðum, segir
að of mikið návígi sé í litlum sveitarfélögum og það geri stjórnsýslunni
erfitt fyrir. DV-myndir Brynjar Gauti
borið þá stjórnsýslu sem nauðsynleg
væri. Með sameiningu yrði slíkt ein-
faldara. Allt of mikið návígi væri í
málum með svo fáa íbúa og því yrðu
allar framkvæmdir auðveldari í stærri
byggðareiningu.
Inger segist fullviss um að íbúa-
skráning í Skorradal standist ekki þau
lög sem tft em varðandi lögheimilis-
skráningar og hún hefur því farið fram
á að um leið og íbúaskrá berist oddvita
verði boðað til fundar og hún leiðrétt.
Hún segir nauðsynlegt að rétt sé stað-
ið að íbúaskrám og að í raun sé þetta
mál í Skorradal prófmál fyrir öll minni
sveitarfélög í landinu.
Val engu að síður
Fjölmargir hreppsbúar telja að með
því að skrá íbúa úr og i sveitarfélagið
með þeim hætti sem gert hefur verið
sé í raun verið að fótum troða lýðræð-
ið. Þeir vísa á bug fullyrðingum um að
því aðeins sé lýðræðinu fullnægt að
hreppsbúar fái að kjósa um samein-
ingu með því að bæta fólki inn á íbúa-
skrá til að ná tilskildum 50 íbúum. Það
sé alrangt að ekki fari fram kosningar
í minnstu hreppunum. Þótt þeir hafi
samkvæmt lögum ekki val um hvort
þeir skuli sameinast nágrannabyggð-
um sínum, hafi þeir jafnan valið um
hvaða byggðarlag þeir gangi inn í.
Nauðsynlegt aö fá skýrar línur
Rannsókn mun skera úr um hvort
farið hafl verið að lögum um lögheim-
ili við nýskráningar í Skorradals-
hreppi en samkvæmt þeim er lögheim-
ili manns skilgreint sem sá staður þar
sem hann hefur fasta búsetu. „Maður
telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar
sem hann hefur bækistöð sína, dvelst
að jafnaði í tómstundum sínum, hefúr
heimftismuni sína og svefnstaður hans
er þegar hann er ekki flarverandi
vegna orlofs, vinnuferða eða annarra
hliðstæðra atvOca." Enn eru sex hrepp-
ar í landrnu þar sem íbúar eru færri
en 50 og því er nauðsynlegt í eitt skipti
fyrir öft að skýrar línur verði dregnar
í málum sem þessum ef fylgja á lands-
lögum sem varða sameiningu byggðar
í hagkvæmnisskyni.
i
I