Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Page 21
LAUGARDAGUR 10. JANUAR 1998
&star
21
Flytja út hesta
til Nýja-Sjálands
Á síðastliðinu ári fóru fjórir ís-
lenskir hestar til Nýja-Sjálands.
Hjónin Erna Arnardóttir og Hin-
rik Gylfason í Mosfellsbæ eru í sam-
starfl við Bruno Podlech og Fried-
helm Sommer um útflutninginn og
hyggjast flytja þangað fleiri hross ef
leyfi fæst fyrir þvi.
„Friedhelm Sommer er Þjóðverji
sem býr jöfnum höndum í Þýska-
landi og Nýja-Sjálandi, en hann er
með íslenska hesta í Þýskalandi,"
segir Erna.
„Hann langaði til að flytja hesta
til Nýja-Sjálands og fékk hér fjóra
hesta sem fóru fyrst til Þýskalands
en þaðan í sóttkví til Bretlands.
Frá Bretlandi fóru hestamir loks
til Nýja-Sjálands og hafa það gott
þar. Á Nýja-Sjálandi er vissulega
heitt en landið er eyja og þar er ríkj-
andi hafgola.
Okkur hefur verið sagt að þar sé
ekkert fluguvandamál.
Sommer hefur komið hrossunum
inn á sýningu á Nýja-Sjálandi í
mars og það verður gaman að frétta
af þvi hvernig þeim verður tekið.
Sommer hyggst flytja fleiri hross
til Nýja-Sjálands og keypti 15 hryss-
ur á íslandi sem köstuðu í sumar og
þeim var haldið aftur í sumar.
Hann langar að flytja þær til Nýja-
Sjálands, en reglur á Nýja-Sjálandi
eru mjög strangar um innflutning
dýra, eins og á íslandi, og það getur
verið erfitt að koma hrossunum
beint inn í landið.
Brynjólfur Sandholt, fyrrverandi
yfirdýralæknir, hefur verið að að-
stoða okkur og hann hefur rætt við
yfirdýralækni Nýja-Sjálands sem
hefur boðið honum til viðræðna um
slökun á reglum á aldamótaárinu.
Verkefni sem þetta er langtíma-
takmark og mjög kostnaðarsamt
enda litum við á þetta sem tilrauna-
verkefni og er í raun sérviska.
Þetta er fyrst og fremst ánægju-
legt enda höfum við ekki heyrt af
nema einu hrossi sem hefur farið til
Nýjar Sjálands og var haldið sem
gæludýr," segir Erna Arnardóttir.
\ -E.J.
Vantar nafn
„Við vorum að vinna við svipaða
hluti, að útbúa forrit fyrir hestamót,
og þegar leiðir okkar lágu saman
fyrir tilviljun ákváðum við að vinna
saman að þróun verkefnisins,"
segja þeir félagar Brynjar Gunn-
laugsson og Aksel Jansen sem hafa
útbúið skráningar- og útreiknings-
forrit fyrir hestamót.
Þeir hafa sameiginlegan áhuga á
hestum og tölvum og hafa tekið
mikinn þátt í félagsmálum svo og
töluverða reynslu af umsjón með
tölvuvinnslu á hestamótum, Aksel
fyrir Fák en Brynjar fyrir Hörð.
Einnig hafa þeir starfað við tvö síð-
ustu íslandsmót.
„Forritið sem við höfum hannað
tekur til skráningar og útreiknings
hrossa og knapa á íþróttamótum,
gæðingakeppni og kappreiðum en
við undanskiljum kynbótahrossa-
sýningar.
í forritinu er innbyggt skráning-
arkerfi fyrir mót og stöðluð skrán-
ingarblöð.
Þegar skráningu er lokið er tölv-
an látin draga um keppnisröð og
svo er hægt að prenta út mótaskrá
með upplýsingum um hrossin og
knapana.
Öll dómarablöð eru með nöfnum
keppenda, útprentun er á úrslitum
og svo er hægt að prejita út móta-
skýrslur.
Eftirleikurinn er mest spennandi.
Þegar dómarar hafa kveðið upp
dóm yfir hrossi er staða hrossins
eða knapans ljós og knapamir geta
því strax séð hvar þeir standa og
hvort þeir eiga möguleika á að kom-
ast í úrslit.
Með stöðugu upplýsingaflæði frá
mótshöldurum til áhorfenda mynd-
ast mikil spenna á mótsstað.
Möguleikamir eru óteljandi.
Einfalt verður að koma þessum
upplýsingum á Intemetið, á sjón-
varpsskjái á mótsstöðum og víðar
og til fréttamanna. Framsíðarsýn er
svo samanburður á árangri knapa
og hests frá viku til viku eða yfir
lengra tímabil
Einfalt verður að skoða dóma
hvers dómara fyrir sig og bera sam-
an dómana.
Við eram enn þá að skoða hvaða
möguleikum við getum bætt við for-
ritið og eigum meðal annars eftir að
gefa þvi nafn. Það væri vel þegið ef
fólk vildi senda okkur uppástungur
um nafn í rafpósti en heimilisfangið
er benony@mmedia.is,“ segja þeir
félagar. -E.J.
Erna Arnardóttir og Hinrik Gylfason
hafa fiutt út hesta til Nýja- Sjálands
í samvinnu viö Þjóöverja.
DV-mynd Sv.Þ.
Auglýsing um fasteignagjöld og sérstakan
fasteignaskatt í Reykjavík árið 1998.
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1998 verða sendir út næstu daga ásamt gíró-
seðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boð-
greiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík, en einnig er
hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu/sorphirðugjald, vatnsgjald,
sérstakan fasteignaskatt og holræsagjald.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á
liðnu ári hafa einnig fengið lækkun fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1998. Vakin er
sérstök athygli á að um er að ræða aukna lækkun í samræmi við ákvörðun borgarráðs frá
16. desember 1997.
Framtalsnefnd mun yfirfara framtöl þeirra lífeyrisþega, sem ekki hafa fengið lækkun eða telja
lækkunina ekki í samræmi við samþykkt borgarráðs frá 16. desember sl., þegar framtölin liggja
fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði. Úrskurðar hún endanlega um breytingar á
fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim sem eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem
borgarstjóm setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga og 87. gr.
vatnalaga nr. 15/1923 með áorðnum breytingum. Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef
þær verða.
Viðmiðunargjald vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1998 em eftirfarandi:
100% lækkun
Einstaklingar með (peninga) tekjur allt að kr. 800.000
Hjón " ........ kr. 1.120.000
80% lækkun
Einstaklingar með (peninga) tekjur
Hjón
50% lækkun
Einstaklingar með (peninga) tekjur
Hjón ...............
kr. 800.000 til kr. 880.000
kr. 1.120.000 tilkr. 1.220.000
kr. 880.000 til kr. 970.000
kr. 1.220.000 til kr. 1.370.000
Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á s.l. ári, sent framtalsnefnd umsókn
um lækkun ásamt afriti af skattaframtali 1998.
Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II. hæð Aðalstrætis 6, frá 14.
janúar til 29. apríl 1998. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 552-8050, alla þriðju-
daga kl. 13.00 til 15.00.
Vegna álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýttar em við verslunarrekstur eða við
skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð, sbr. 1. nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga með síðari
breytingum skulu eigendur fasteigna í Reykjavík senda skrá yfir eignir sem falla undir framan-
greint ákvæði, ásamt upplýsingum um síðasta heildarfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum
kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um
rúmmál eigna sem einnig em notaðar til annars en verslunarreksturs og skrifstofuhalds.
Upplýsingar skulu sendar til Skráningardeildar fasteigna, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en
þau hafa einnig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhúsnæðis í borginni, sem
vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekur til, er sveitar-
stjóm heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til húseigandi bætir úr.
Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, veitir upplýsingar um álagningu
gjaldanna, sími 563-2520.
Gjalddagar ofangreindra gjalda 1998 em 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
9. janúar 1998