Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1998, Page 27
LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998
trimm æ
Fjölmennar Bjargvættir á Akureyri
Brekkuhlaup
Þarftu
vinnufrið?
Hlaupararnir í gamlárshlaupi ÍR í þann mund aö leggja af staö tilbúnir viö rásmarkið á síöasta degi nýliöins árs.
Vissir þú ...
að hér á landi er starfandi vandaður
sálarrannsóknarskóli?
■ Vissir þú að hérlendis er starfræktur vandaður sálarrannsóknarskóli eitt
kvöld í viku, eða eitt laugardagseftirmiðdegi í viku sem venjulegt fólk á
öllum aldri sækir til að fræðast um flestöll dulræn mál og líkumar á lífi eft-
ir dauðann?
SimaÞlónustan
<S2C 6123
http://www.mmedia.is/sima
I dálkum trimmsíðunnar í síð-
ustu viku var greint frá ijölmennum
skokkhópi í Grafarvogi, þar sem 5-6
tugir manna æfa reglulega tvisvar í
viku árið um kring. Líklegast er að
það sé fjölmennasti skokkhópur
landsins, sem æfir reglulega árið
um kring, en á Akureyri er til mun
stærri hópur skokkara, sem æfir að
mestu að sumarlagi. Hjónin Ólafur
Óskar Óskarsson íþróttakennari og
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir meina-
tæknir hafa veitt þessum skokkhóp-
um forstöðu. „Þetta byrjaði þannig
að við vorum 8 konur sem byrjuð-
um að hlaupa saman sumarið 1993,“
sagði Aðalbjörg.
„Það gekk mjög vel og næsta sum-
ar á eftir ákváðum við Óli, að áeggj-
an fólks úr líkamsræktarstöðinni
Bjargi, að stjóma skokkhópi um
sumarið. Við Ólafur höfðum sinnt
leikfimikennslu að líkamsræktar-
stöðinni Bjargi að vetrinum.“ Aðal-
björg er ekki ókunnug hlaupum frá
fyrri tíð, því hún keppti lengi í
frjálsum íþróttum og er af mikilli
íþróttafjölskyldu. Aðalbjörg er syst-
ir Vésteins og Þráins Hafsteinssona.
r
A þriðja hundrað
„Árið 1994 komu um 40 manns
sem æfðu reglulega allt sumarið.
Síðan hefur þetta verið stigvaxandi,
árið 1995 fórum við að auglýsa eftir
þátttakendum og hópurinn stækk-
aði stöðugt.
Síðastliðið sumar var hópurinn
orðinn ansi stór, 250 manns og við
urðum að skipta honum niður eftir
getustigi fólks, í sjö hópa alls. Hóp-
urinn er orðinn svo fjölmennur að
við Ólafur höfum ekki getað sinnt
honum ein. Viö emm nú orðin fjög-
ur sem sinnum þjálfun Bjargvætt-
anna, til viðbótar við okkur em það
Karl Frímannsson íþróttafræðingur
og Guðfmna Tryggvadóttir íþrótta-
kennari.
Af þessum sjö hópum vora 3
gönguhópar, einn byijendahlaupa-
hópur, tveir miðjuhópar og einn
hópur fyrir þá sem voru í toppæf-
ingu. Þeir æfðu á mismunandi tím-
um, en i hverri viku var þó einn að-
altími og mættu í hann að jafnaði
150 manns í einu. Hlauparar hafa yf-
irleitt farið í skokktíma sína frá
þremur stöðum. Frá Glerársund-
„Aðstæður til hlaups eru misjafn-
ar í Reykjavík og á Akureyri. Hér í
bænum er mjög mikið um brekkur
og gerir það aðstæður mjög erfiðar
til hlaups að vetri til, ef veturinn í
ár er undanskilinn.
í Reykjavík er mikið um upplýsta
hlaupastíga og vegalengdir era allar
miklu lengri og fleiri leiðir um að
velja. Hins vegar hafa brekkurnar
hér á Akureyri einnig jákvæðar
hliðar, því hvergi komi betri
brekkuhlauparar en einmitt hér frá
Akureyri.
Umsjón
ísak Öm Sigurðsson
Hluti af Hlaupa- og gönguhópnum Bjargvættum sem tók þátt í Akureyrarmaraþoni.
Við eigum hér marga ágætis
hlaupara sem hafa verið framarlega
í landshlaupum, sérstaklega
konurnar. Ein ung kona úr okkar
hópi varð í öðra sæti í 10 km í
Reykjavikur maraþoni síðastliðið
sumar og konur í aldursflokknum
16-39 ára frá Bjargvættunum hafa
yfirleitt verið nokkrar í fyrstu 10
sætunum í því hlaupi. Við áttum
einnig karl í öðru sæti í aldurs-
flokknum 50-60 ára. Bjargvættimar 'tT
hafa einnig raðað sér í öll verð-
launasætin í Akureyrar maraþoni á
undanförnum áram og era nánast
áskrifendur að þeim.
Ólafur, eiginmaður minn, hefur
einnig séð um þjálfun skokkhóps á
Dalvík sem er ansi myndarlegur.
Hann telur um 60 manns og á það
sammerkt með Bjargvættunum að
æfa nær eingöngu að sumarlagi. Sá
hópur er kallaður ÓÓÓ-hópurinn í
höfuðið á þjálfaranum og æfir 2-3 í
viku,“ sagði Aðalbjörg.
Þrír kennarar af fjórum síöastliöið sumar: Ólafur Óskar Óskarsson, Aöal-
björg Hafsteinsdóttir og Guöfinna Tryggvadóttir. Á myndina vantar fjóröa
þjálfarann, Karl Frímannsson.
laug, Akureyrarsundlaug og einu
sinni í viku frá Kjamaskógi. Æfing-
in í Kjamaskógi fer þó að jafnaði
mest í þrekæfingar. Við látum æf-
ingarnar aldrei standa nema
klukkustund í einu, en erum þó með
aukatíma alltaf á laugardögum fyrir
þá sem vilja hlaupa lengra en 10
kílómetra. Æfingamar í miðri viku
miða alltaf við vegalengdir sem eru
styttri en 10 km.
Þessi hlaupahópur gengur undir
nafninu Bjargvættir (Likamsrækt-
arstöðin Bjarg) og starfar aðeins á
sumrin. Hópurinn byrjar æfingar í
miðjum maímánuði og Bjargvættir
æfa reglulega fram að Reykjavíkur
maraþoni sem er hápunktur ársins.
Um 60 manns skiluðu sér í Reykja-
víkur maraþon síðastliðið sumar úr
þessum hópi. Bjargvættimir hafa
nær algerlega haldið uppi þátttök-
unni í Akureyrar maraþoni og hafa
einnig verið fiölmennir í Mývatns
maraþoninu. Bjargvættimar skipu-
leggja einnig Jónsmessuskokk á
hverju ári, eingöngu fyrir skokkara
úr sínum hópi. Þátttákan í því
hlaupi er jafnan góð og á eftir er far-
ið í Þelamerkursundlaugina og
borðað saman.
Flestir skokkararnir í Bjargvætt-
um era á aldrinum 25-40 ára en þó
bæði yngra og eldra fólk. Sá elsti
sem æfir reglulega er 55 ára. Aðeins
lítill hluti hópsins æfir áfram yfir
veturinn, á bilinu 10-20 manns,“
sagði Aðalbjörg.
Gamlárshlaup IR1997
Gamlárshlaup ÍR fór fram i 22.
skiptið þann 31. desember síðastlið-
inn og hófst klukkan 13.00. Hlaupið
var frá gamla ÍR-heimilinu við Tún-
götu sama hring og hlaupinn hefur
verið í öll skiptin eða niður Holts-
götu að Ánanaustum, síðan hring um
Selfiamarnes og til baka um Ægis-
síðu og Suðurgötu og endað með
spretti upp Túngötuna.
Alls er leiðin tæpir 9,5 km. Veður
var með ágætum eins og raunar hef-
ur verið undanfarin ár og allar götur
alauðar eins og að sumarlagi. Þátt-
takan var góð en alls hlupu 275
manns sem er mesta þátttaka frá
upphafi. Fjölgun frá síðasta ári var
um 29. í fyrsta hlaupinu árið 1976
tóku 10 manns þátt og fiölgaði hægt
fyrstu árin. Það var ekki fyrr en árið
1988 sem fiöldinn byrjaði að aukast
að marki en frá 1994 hefur fiöldinn
verið á þriðja hundraðið. Þátttakan
er vitnisburður um það hversu stór
hópur fólks hleypur orðið reglulega
allt árið og er í formi til þess að
hlaupa tæplega 10 km hlaup á miðj-
um vetri.
Daníel Smári Guðmundsson, Ár-
manni, sigraði öragglega að þessu
sinni og fékk tímann 31.52 en næstur
var Finnbogi Gylfason FH með tím-
ann 32.28 og Smári Björn Guðmunds-
son FH á 31.47. Martha Emtsdóttir,
ÍR, var ekki með að þessu sinni sök-
um barneigna en systir hennar,
Bryndís, sá til þess að sigursætið
héldist innan fiölskyldunnar og vann
öruggan sigur í kvennaflokki. Tími
hennar var 37.11. Önnur varð Laufey
Stefánsdóttir, FH, með 38.03 og þriðja
skokkforkólfurinn Erla Gunnarsdótt-
ir á timanum 40.16.
Boðið var upp á sveitakeppni 5
manna sveita og varð sveit Ármanns
í fyrsta sæti með þá Daníel Smára,
Ingólf Geir Gissurarson, Hákon J.
Ólafsson, Pétur Helgason og Torfa
Leifsson innanborðs. Sveit FH varð í
öðru sæti og sveit ÍR í því þriðja. -ÍS
■ Og vissir þú að í þessum skóla sem komið var á fót fyrir fjórum árum
síðan hafa yfxr 600 ánægðir nemendur sótt fræðslu um flestar hliðar mið-
ilssambanda við framliðna, um hvað álfar og huldufólk eru, - hvað ber-
dreymi og mismunandi næmni einstaklinga eru, sem og fjölmörgu rann-
sóknimar sem framkvæmdar hafa verið á þessum merkilegu hlutum í dag
en alltof fáir vita yfirleitt um?
■ Og vissir þú að sálarrannsóknir Vesturlanda eru líklega ein af örfáum
ef ekki eina fræðilega og vísindalega leiðin sem svarar mörgum ef ekki flest-
um grundvallarspumingum okkar í dag um mögulegan sem og líklegan til-
gang lífsins hér í heimi, sem venjulegt fólk langar alltaf að vita meira um?
Efþií vissir það ekki, þá er svo sannarlega tími kominn til að lyfta sér upp
eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku í skóla sem hefur hófleg
skólagjöld. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmtilegasta
skólann í hœnum í dag. Svarað er í síma skólans alla daga kl. 14-19.
Kynningarfundur verður í skólanum í dag kl. 14, og á mánu
dags- og þriðjudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.
/\ Sálarrannsóknarskólinn
' i - Mest spennandi skólinn í bænum -
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
f