Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 13 Kalkúnagengið Fyrir nokkru fjall- aði hið virta tímarit The Economist um hamborgaraverð í hin- um ýmsu löndum og hvert gengi gjaldmiðla þyrfti að vera og hversu mikið það þyrfti að breytast til að verð hamborgara yrði það sama, mælt í Bandaríkjadölum, í ríkjunum sem könn- unin náði til. Út úr þeirri könnun fóru ís- lendingar illa. Þegar farið vsir að grennslast fyrir um hvað ylli var því svarað að hér munaði mestu um hátt verö hráefna. Engin nýlunda þykir að verð matvæla sé hátt á íslandi í alþjóð- legum samanburði. Jafnvel soðn- ingin, sem ætti að fást á góðu verði vegna þess að fisk- veiðar eru sú grein sem mestri framleiðni skilar ís- lenskum þjóðarbúskap, er nú langt frá því að vera eins ódýr og fyrrum þegar keypt var í matinn fyrir fjölda manns fyrir nokkra smápeninga. Óleysanlegt dæmi Um nýliðin jól og áramót voru kalkúnar á borðum margra landsmanna en gengi þeirra mætti reikna á sama hátt og hamborgar- anna. Þeir hafa orðið vin- sælir sem hátíðarmatur á liðnum árum og verð þeirra verið hagstætt mið- að við verð annarra kjöt- vara; um sjö hundruð krón- ur hvert kílógramm. Hafði það lækkað frá verði fyrri ára. Meðal annarra þjóða er kjöt hænsnfugla ein allra ódýrasta matvaran og eru kalkúnar þar engin undan- tekning. Þykir Bandaríkja- mönnum sanngjarnt að greiða áttatíu og níu sent fyrir hvert pund sem er fjögur hundruð fimmtíu og Qögur grömm. Hvert pund af kalkúnakjöti kostar þvi liðlega sextíu og flmm krónur íslensk- ar sem jafngilda hundrað fjörutíu og fjórum krónum ís- lenskum hvert kíló- gramm. Nú kemur að þeim þætti dæmisins sem er illskiljanlegur með tilliti til frjálsr- ar samkeppni og ger- ir það nánast óleys- anlegt, sem er hversu mikið ís- lenska krónan þyrfti að lækka til að kalkúnakjöt kostaði það sama hér á landi og vestanhafs. Talnaglöggir myndu strax svara því að það þyrfti að lækka um fjóra fimmtu sem þýddi að erlendur gjaldeyrir fimmfaldast í verði. En þá gleymist að taka til- lit til þess að við slíkar aðgerðir hækka einnig öll erlend aðföng. Ef erlendur kostnaður eins og fóður og fleira sem þarf til að framleiða eitt kílógramm af kalkúnakjöti nemur meiru en hundrað og fjörutíu og fjórum krónum er hreinlega engin lausn á dæminu og virðisaukinn við fram- leiðslu og ræktun jafnvel minni en ekki neinn. Hefir þá reyndar ekki verið tekið tillit tU skatta eins og virðisaukaskatts, aðflutnings- gjalda og kornfóðurskatts til hins opinbera sem skekkja myndina. Fimm fyrir einn Furðu sætir hversu miklu mun- ar almennt á verði alifuglakjöts hérlendis og er- lendis. Því hefir verið haldið fram til að sýna fárán- leikann að slátur- kostnaður hér slagi hátt upp í útsöluverð víða annars staðar. Margir kannast við auglýsinguna tveir fyrir einn. Aldrei skyldi þó vera að í Reykjavík gætu kaup- menn auglýst fimm fyrir einn, þ.e. einn kalkúna á íslensku verði og fjóra í kaupbæti. Kristjón Kolbeins „Meöal annarra þjóða er kjöt hænsnfugla ein allra ódýrasta matvaran og eru kalkúnar þar engin undantekning," segir m.a. í grein Kristjóns. Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræöingur „Furðu sætir hversu miklu munar almennt á verði alifuglakjöts hér■ lendis og erlendis. Því hefir verið haldið fram til að sýna fáránieik- ann að sláturkostnaður hér slagi hátt upp í útsöluverð viða annars staðar.u Kreddur „Því er svo háttað sem þú veist,“ segir Þrándur, „að Kristur átti tólf lærisveina eða fleiri og kunni sína kreddu hver þeirra. Nú hef eg mína kreddu, en þú þá er þú hefur numið, og eru margar kreddur, og er slíkt,“ segir hann, „eigi á eina lund rétt.“ (Færeyinga saga, 57. kafli). Þessi snarborulega lýsing Þrándar í Götu á kenningum kirkjunnar og um leið réttlæting hans á eigin villu hefur oft komið í hug mér undanfarna mánuði þegar ég hef átt þess kost að hlusta á talsmenn einkavæðingarinnar á íslandi lýsa kreddum sínum. Þetta tal hefur snúist um stofnun sem ég hef dálítil kynni af og gefúr út námsefni fyrir grunnskóla. Hér er ekki hugmyndin að ræða neitt sér- staklega um þessa tilteknu stofnun en skal aöeins tekið fram að ég hef aldrei dregið í efa að hægt sé að hafa annað fyr- irkomulag á námsefnisútgáfu en hér er haft. Ég er hins vegar sann- færður um, og skal rökstyðja hvenær sem þess er óskað, að sam- keppnisútgáfan sem mest er lofsungin (bæði af frjálshyggju- mönnum og sumum vinum mín- um í róttækri bókaútgáfu) verður miklu dýrari en það kerfi sem við búum við núna. Ég hef þá trú Það sem mér finnst hins vegar hugleiðingarefni svona rétt eftir trúarhátíðir er hversu oft ég hef heyrt talsmenn einkavæðingar- innar lýsa „trú“ sinni, nákvæm- lega með sama hætti og Þrándur í Götu lýsti sinni. Þegar við höfum deilt um efnið (i fjarska góðu) heit- ir það reyndar svo aö ég hafi póli- tískar skoðanir á mádinu en þeir hafi trú. Ég læt mér það svo sem í léttu rúmi liggja, því mér finnst reyndar frjáls- hyggjan og einkavæð- ingin vera pólitísk hugsrm. En mér finnst sannast að segja dálít- ið ábyrgðarleysi ef fólk sem er í vinnu hjá skattgreiðendum leyfir sér að gera tillögur um grundvallarbreytingar á opinberri þjónustu einfaldlega í krafti þess að það trúi því að einhver önnur aðferð sé betri. Ég hef reynt að spyrja hvort ekki kunni að vera hægt að fá að vita eitthvað áður en til kasta komi. En svörin sem ég fæ eru oftar en ekki þau að viðmæl- andinn hafi þá trú að þetta verði allt í góðu lagi. Á illa við Einhvern tíma sagði Halldór Laxness að það væri tilgangslaust að hafa skoðun á því hvað væri langt austur á Eyrarbakka. Það mældi maður einfaldlega. Mér finnst þetta stundum eiga við um einkavæðinguna á opinbera geir- anum: Það er ábyrgðarleysi að fremja hana í krafti trúar og skoðana sem ekki styðjast við neinar mæling- ar. Þá eru menn nefnilega famir að lýsa skyldleika við Þránd í Götu á svið- um þar sem það á illa við. Einu sinni snaraði ég norsku ástarljóði handa vini mínum að syngja og ég held ég muni reyna að raula þessa vísu úr þýðingunni á árinu 1998: En þegar geisar einkavinavæð- ing og valdhafamir snúa öllu á haus og frjálshyggjumenn leysa sig úr læðing og Lyga-Mörður stendur grímu- laus, þá ert það þú sem veist að fólk- ið vaknar og vindamir frá hægri gefa sig; & engin jafnast á við þig þá. & engin jafnast á við þig. Heimir Pálsson „Einhvern tíma sagði Halldór Lax- ness að það væri tilgangslaust að hafa skoðun á því hvað væri langt austur á Eyrarbakka. Það mældi maður einfaldlega. Mér finnst þetta stundum eiga við um einka- væðinguna á opinbera geiranum. “ Kjallarinn Heimir Pálsson ritstjóri Með og á móti Sameining A-flokkanna í Hafnarfirði Vilji til sam- fylkingar „Viðfangsefni íslenskra stjóm- mála hafa á undanfómum árum þróast með þeim hætti að færri ágreiningsmál skilja vinstri flokkanna að en áður. í sveitar- stjórnum eru hyggjufólki aldrei verið Gestur G. Gests- son, Alþýðuflokki. meiri en nú. I Hafnarfirði em þau tímabil sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafa starfað saman glæsilegustu framfara- skeið í sögu bæjarins. Þetta á ekki síst við tímabilið 1986 til 1990. Þessir flokkar hafa því sýnt í verki hversu miklu máli skipt- ir að vel takist til og að til verði nýtt, traust og trúverðugt afl jafnaðar- og félagshyggjufólks, sem um blása ferskir vindar. Umfram allt þarf að gæta þess að einblína ekki á persónur heldur skynja það að hér er um að ræða verkefni sem komið er af stað og kemur til með að ljúka. Innan nokkurra ára greinir fólk ekki úr hvaða flokkshreyfingu það kom. Hin almenna umræða um samstarf vinstri flokkana hefur i raun mnnið sitt skeið á enda og framkvæmd hugmyndanna tekið við.“ Himin og haf skilur á milli „Sem alþýðubandalagsmaður hlýt ég að vera á móti öllum hug- myndum um sameiginlegt fram- boð Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks í Hafn- arfirði. Allt þetta kjörtíma- bil hafa þessir flokkar verið harðir and- stæðingar í bæjarmálum og himinn og haf skilur þá að í veigamikl- um þáttum jafnt í bæjarmálum sem lands- málum. Það er því vandséö hvernig þessir flokkar geta sameinast um stefnumál og fólk í forystuhlutverk. Mér finnst það sanngjöm krafa hafnfirskra kjós- enda að fá að leggja dóm á störf flokkanna í komandi bæjar- stjórnarkosningum. Sá dómur hlýtur að vera í hreinu skötulíki, ef flokkamir bjóða fram sameig- inlegan lista og sjóða saman ein- hverja málefnaskrá í skyndingu. Slík vinnubrögð em ekki trú- verðug, enda er þessi sameining- arhugmynd ekki frá grasrótinni komin né rædd að neinu marki meðal flokksmanna þessara flokka, heldur upp fundin og rek- in áfram af nokkrum mönnum og það á mismunandi forsendum. Alþýðubandalagsmenn i Hafnar- firði eiga auðvitað að bjóða fram á eigin forsendum, en ekki að ganga i vatnið fyrir Alþýðuflokk- inn og ætla að taka ábyrgð á óstjórn hans og innbyrðis sund- urlyndi með sameiginlegu fram- boði.“ -Sól. Birgir Stefán&son, Alþýöubandalagi. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.