Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Qupperneq 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998
íþróttir unglinga
.-íú
tMMWÚMtn
5K,'tiK|(?iU«C
Myndin er frá Grunnskólamóti Reykjavíkur 1997. Þetta eru krakkar úr Grafarvoginum sem stóöu sig mjög vel og koma áreiðanlega til með aö gera það aftur
á morgun og fimmtudag, þaö kemur í Ijós. Búist er við mun meiri þátttöku núna en á síðastliðnu ári. Á laugardaginn kemur, 24. janúar, fer síðan fram Stórmót
(R í frjálsíþróttum og er öllum þátttakendum grunnskólamótsins boðið á það til að fylgjast með hinu frækna afreksfólki sem þar verður saman komiö og
flest er á heimsmælikvarða.
f m 4
i it8h -tftá Kl Æk * ím i í * c fj|| t pH " . r J • fv* J
Grunnskólamót Reykjavíkur í frjálsíþróttum 1998 hefst á morgun:
Mótið er opið öllum
Kolbrún Ýr og
Þórður fá styrk
DV, Akranesi:
Á slðasta fundi íþróttanefndar
Akraneskaupstaðar voru teknar
fyrir beiðnir um ferðastyrki og
úthlutun á afreksmannastyrk
Akraneskaupstaðar. Nefndin
mælti með að Þórður Emil Ól-
afsson, íslandsmeistari í golfi
1997 og íþróttamaður Akraness
sama ár, hlyti styrk að upphæð
100 þúsund krónur og að hinni
ungu Kolbrúnu Ýr Krist-
jánsdóttur sundkonu yrði einnig
veittur styrkur vegna góðs
árangurs á sl. ári, að upphæð 60
þús. krónur, þar sem hún stefhdi
að þátttöku í Ólympíuleikunum í
Sydney í Ástralíu árið 2000.
Þá mælti nefndin með umsókn
um ferðastyrk frá meistaraflokki
kvenna vegna æfingaferðar til
Englands eða Belgíu 3.-10. apríl
næstkomandi og munu stelpurn-
ar fá styrk í samræmi við reglur
þar um. -DVÓ
Borðtennis:
Yfirburðir
Víkinga
Karlsson-mótið í borðtennis
fór fram í TBR-húsinu sunnu-
daginn 18. janúar. Keppt var í
þrem unglingaflokkum, þar sem
Víkingar höfðu mikla yfirburði
og sigruðu í öllum flokkunum.
í byrjendaflokki sigraði Björg-
vin Þ. Kristjánsson félaga sinn
úr Víkingi, 2-0.
í flokki drengja, 14 ára og
yngri, sigraði Matthías Stephen-
sen, Vikingi, Tryggva Á. Péturs-
son, 2-0, og i tvíliðaleik drengja
sigruðu Óli Páll Geirsson og
Tryggvi Rósmundsson Gunnlaug
Guðmundsson og Matthías
Stephensen í úrslitaleik, 2-1.
Úrslit urðu annars sem hér
segir:
sem eru í 7.-10. bekk grunnskólanna
Drengir - 14 ára og yngri:
1. Matthías Stephensen. 2.
Tryggvi Á. Pétursson. 3.-4. Óli
Páll Geirsson og
Tryggvi Rósmunds-
son. Allir í Víkingi.
Tvíliðaleikur
drengja:
1. Óli Páll Geirsson og
Tryggvi Rósmunds-
son. 2. Gunnlaugur
Guðmundsson og
Matthías Stephensen.
3. Ámi Traustason og
Tryggvi Á. Pétursson.
Allir Víkingar.
Byxjendaflokkur:
1. Björgvin Þ. Krist-
jánsson. 2. Davið Dav-
íðsson. 3.-4. Árni
Traustason. 3.-4.
Hrafnkell Stefánss.
Allir Víkingar.
2. flokkur pilta:
1. Ragnar Guð-
mundss., Vík. 2. Óli P.
Geirsson, Vík. 3.-4.
Tryggvi Péturss., Vik.
3.-4. Sigr. Ámad., KR.
Grunnskólamót Reykjavíkur, í
frjálsum íþróttum, fyrir nema í
7.-10. bekk allra grunnskóla í
Reykjavík fer fram í Laugardalshöll
næstkomandi miðvikudag og
fimmtudag, 21. og 22. janúar. Mótið
er haldið í tengslum við Stórmót ÍR.
sem fer fram nk laugardag á sama
stað. Unglingasíða DV hafði sam-
band við Þráin Hafsteinsson, frjáls-
íþróttaþjálfara hjá ÍR, en hann er
aðalhvatamaðurinn að grunnskóla-
mótinu.
„Mótið var haldið í fyrsta skipti í
fyrra og var það í tengslum við
innanhússmót ÍR og tókst mjög vel.
Gmnnskólamótið er einstaklings-
keppni og geta nemar skráð sig
sjáífir, án þess að sérstakt lið frá
skólanum taki þátt. En um leið er
mótið liðakeppni milli skóla og em
skólar sjálfkrafa þátttakendur um
leið og þeir eiga keppendur sem fá
stig. Með grunnskólamótinu er ætl-
unin að gefa sem flestum tækifæri
til þess að kynnast frjálsum íþrótt-
um af eigin raun á jákvæðan hátt og
taka um leið þátt í skemmtilegum
leik og keppni.
Keppnisgreinar
Keppt er í fjórum einstaklings-
greinum og einu boðhlaupi. Strákar
keppa sér og stelpur sér.
50 metra hlaup: Átta keppendur
í hverjum riðli og tíminn gildir til
úrslita.
800 metra hlaup: Átta keppend-
ur í hverjum riðli og tíminn gildir
til úrslita.
Hástökk: Hver keppandi má
reyna þar til hann hefur fellt slána
þrisvar í röð.
Kúluvarp: Hver keppandi fær að
kasta fjórum sinnum og lengsta
kastið gildir.
5x50 m boðhlaup: Fimm kepp-
endur í hveijum riðli og hleypur
hver einn sprett á vellinum.
Stigakeppnin
Tuttugu bestu einstaklingarnir fá
Guðmundur
skoskur
meistari
Opna
skoska meist-
aramótið i
borðtennis
fór fram
17.-18. janúar
síðastliðinn.
íslandsmeist-
arinn ungi,
Guðmundur
Stephensen,
sýndi enn og Guömundur E.
aftur styrk Stephensen
sinn, því
hann sigraði í unglingaflokki, 17
ára og yngri, sem er mjög glæsi-
legur árangur, því keppnin var
mjög hörö.
Valsstrákarnir í 2. flokki stóðu sig mjög vel f innanhússmóti Reykjavfkur f knattspyrnu þvf þeir unnu til silfurverö-
launa. Þeir léku úrslitaleik gegn Fram og töpuöu, 1-3. Framarar voru sterkari aðilinn f þeim leik en auðvitaö geta
Valsstrákarnir miklu meira. Þeir komust bara aldrei almennilega í gang.
stig sem hér segir: 1. sæti gefur 20
stig. 2. sæti gefur 19 stig. 3. sæti
gefur 18 stig. Og koll af koOi en 20.
sæti gefur 1 stig og 21. sæti þvi
ekkert.
Öllum boöið á Stórmót ÍR
ÖUum þátttakendum verður boð-
ið á Stórmót ÍR í LaugardalshöU-
inni laugardaginn 24. janúar nk. þar
sem margt af bestu fijálsíþróttafólki
heimsins keppir við Jón Amar,
Völu, Guðrúnu og fleiri. Þar verða
heimsmeistarar innanhúss og utan í
þraut, Dvorak, Zmelik og Huffins
sem er í 4. sæti á heimslistanum.
í stangarstökki kvenna ætlar
heimsmethaflnn fyrrverandi, Bar-
tova, aö reyna að endurheimta
metið í keppni við Völu og Þóreyju
Eddu. Kannski bætir Vala eigið
heimsmet unglinga í í greininni.
Það ætti því að vera lærdómsríkt
fyrir þátttakendur í grunnskólamót-
inu að fylgjast með keppni þessa
hæfa íþróttafólks,“ sagði Þráinn
Hafsteinsson.
Þessir voru bestir f tvíliðaleik drengja á Karlsson-mótinu í borötennis. Frá
vinstri: Gunnlaugur Guðmundsson, Matthías Stephensen, Óli Páll Geirsson,
Tryggvi Rósmundsson, Tryggvi Pétursson og Árni Traustason.