Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1998, Síða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1998 Fólk í fréttum Helgi Laxdal Magnússon Helgi Laxdal, vélfræðingur og for- maður Vélstjórafélags íslands, Hrauntungu 60, Kópavogi, hefur verið í fréttum að undanfömu vegna yfirvofandi verkfalls vél- stjóra. Starfsferill Helgi fæddist að Syðri-Grund i Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu 1959, minna mótorvélstjóraprófi á ísafirði 1%2, hóf nám við Vélskóla íslands 1966, lauk þaðan 4. stigs- prófi 1970 og lauk sveinsprófi í vél- virkjun hjá Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar 1973. Helgi var matsveinn og vélstjóri á skipum Gjögurs hf., Grenivík, 1960-71, starfaði hjá Vélsmiðju Kristjáns Gfslasonar 1971-73, var vélstjóri hjá Gjögri hf. 1973-75 og starfaði hjá tæknideild Fiskifélags Islands 1975-83. Helgi var varaformaður Vél- stjórafélags íslands 1978-82, hefur verið formaður og aðalsamninga- maður þess frá 1982, hefur verið formaður Vélstjórasambands Norð- urlanda, var varaforseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands um skeið frá 1979 og starfaði tímabund- ið sem forseti þess 1987-88, var einn af stofnendum Starfsmannafélags Fiskifélags íslands 1978 og síðar for- maður þess til 1983, sat í Verðlags- ráði sjávarútvegsins, auk þess sem hann hefur starfað í fjölda nefnda um sjávarútvegsmál, s.s. undan- þágunefnd, ráðgjafarnefnd um stjómun fiskveiða, setið í stjóm Síldarverksmiðja ríkisins, nefnd um fram- tíðarskipan fjarskipta- mála, í siglingamálaráði, mönnunamefnd, öryggis- fræðslunefhd sjómanna, skólanefnd Vélskóla ís- lands og fleiri nefndum. Helgi hefur ritað grein- ar um tæknileg efni og fé- lagsmál í ýmis blöð og tímarit. Fjölskylda Helgi kvæntist 10.6.1%2 Guðrúnu Elínu Jóhannsdóttur, f. 4.8. 1943, snyrtifræðingi og framkvæmda- stjóra. Hún er dóttir hjónanna Jó- hanns Friðbergs Bergvinssonar, b. á Áshóli í Grýtubakkahreppi, sem nú er látinn, og Sigrúnar Guðbrands- dóttur húsfreyju. Böm Helga og Guðrúnar em Ingi- gerður Ósk, f. 11.5. 1%2, gift Gísla Guðlaugi Sveinssyni, vélstjóra og sölumanni; Jóhann Friðberg, f. 28.5. 1963, vélfræðingur og rafeinda- tæknifræðingur í Danmörku, var kvæntur Þórunni Gunnarsdóttur skrifstofumanni en seinni kona hans er Elna Einarsdóttir iðjuþjálfl; Helgi Laxdal, f. 21.7. 1966, vélfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Ámýju Hálfdánardóttur verslunarmanni; Guðný, f. 29.8. 1974, nemi í Reykja- vík. Systkini Helga: Sævar, f. 21.6. 1936, b. á Syðri-Grund í Grýtu- bakkahreppi; Kristjana, f. 30.10. 1945, húsmóðir í Kópavogi; Jó- hanna, f. 23.5. 1952, hús- freyja í Ártúnum í Húna- vatnssýslu. Foreldrar Helga eru Magnús Snæhjörnsson, f. 14.10. 1906, b. á Grund í Grýtubakkahreppi, og Guðný Laxdal, f. 6.7.1914, húsfreyja. Ætt Helgi Laxdal Magnús er sonur Snæ- Magnússon. bjamar, b. á Grund, Helgasonar og Jóhönnu, systur Auðar, móður Matthíasar Bjamasonar alþingismanns. Jó- hanna var einnig systir Sesselju, móður Jóhannesar Stefánssonar, fyrrv. forseta bæjarstjómar á Norð- firði, föður Ólafs, blaðamanns við Morgunblaðið. Jóhanna var dóttir Jóhannesar, b. á Nolli á Svalbarðs- strönd, Guðmundssonar, b. á Nolli, Stefánssonar, b. í Fagrabæ, Eyjólfs- sonar. Móðir Jóhönnu var Guðbjörg Bjömsdóttir, b. í Pálsgerði, bróður Guðrúnar, móður Hákarla-Jörund- ar, afa Hreins, óperasöngvara og forsfjóra Olís, og Gests leikara Páls- sona. Meðal móðursystkina Helga má nefna Halldór heitinn Laxdal for- stjóra, fóður Gríms forstjóra. Guðný var dóttir Gríms Laxdal, hrepp- stjóra í Nesi í Höfðahverfi, Helga- sonar Laxdal, b. í Tungu og eins af stofnendum KEA, Jónssonar Lax- dal, skipstjóra á Neðri-Dálksstöðum, bróður Guðrúnar, móður Jóns Lax- dal tónskálds, afa Ragnars Amalds cdþm. og Jóns Amalds héraðsdóm- ara. Jón skipstjóri var sonur Grims Laxdal, bókbindara á Akureyri, Grímssonar, borgara í Reykjavík, Jónssonar. Móðir Jóns skipstjóra var Hlaðgerður Þórðardóttir, b. í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þor- lákssonar Thorlacius, klausturhald- ara í Teigi í Fljótshlíð, Þórðarsonar Thorlacius, klausturhaldara í Teigi, Brynjólfssonar Thorlacius, sýslu- manns á Hlíðarenda, ÞórðcU'sonar, biskups í Skálholti, Þorlákssonar, biskups á Hólum, Skúlasonar. Móð- ir Helga í Garðsvík var Elín Helga- dóttir, prentara á Akureyri og í Við- ey, Helgasonar, frá Rein á Akranesi, og Guðrúnar, systur Jakobs, langafa Vigdísar forseta. Guðrún var dóttir Finnboga, verslunarmanns 1 Reykjavík, Bjömssonar og Amdísar Teitsdóttur, vefara í Reykjavík, Sveinssonar. Móðir Gríms i Nesi var Guðný Grímsdóttir, b. í Garðs- vík, Jóhannessonar og Sæunnar Jónsdóttur, hafnsögumanns á Látr- um, Jónssonar. Móðir Sæunnar var Jóhanna Jóhannesdóttir, b. í Greni- vík, Árnasonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Sörensdóttir, b. á Ljósavatni, Kristjánssonar og Guð- rúnar Þorvaldsdóttur, af ætt Einars, skálds í Heydölum. Móðir Guðnýjar var Sigurdís Bjamadóttir, b. í Saurbæ á Vatns- nesi, Guðmundssonar, b. í Saurbæ, Árnasonar, b. á Sigriðarstöðum, Arasonar. Móðir Bjama var Ingi- björg Pálsdóttir, b. á Gilsstöðum, Snæbjörnssonar, b. á Gilsstöðum, Snæbjörnssonar, prests í Gríms- tungu, Halldórssonar, biskups á . Hólum, Brynjólfssonar. Afmæli Þórunn Eiríksdóttir Þómnn Eiriksdóttir húsmóðir, Kaðalsstöðum H, Stafholtstungum á Mýrum, er sjötug í dag. Starfsferill Þómnn fæddist að Hamri í Þverárhlíð en ólst upp á Glitstöðum í Norðurárdal. Hún stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti frá 1944 og lauk þaðan landsprófl 1947 og stundaði nám við Húsmæðraskólann í Varmcdandi veturinn 1947-48. Þórunn átti heima á Glitstöðum og stundaði þar almenn sveitastörf til 1951 en flutti þá að Kaðalsstöðum og hefur átt þar heima síðan. Þómnn var formaður Kvenfélags Stafholtstungna í nokkur ár, formaður Sambands borgfirskra kvenna 1970-76 og sat í stjóm þess til 1978 og sat í varastjórn Kvenfélagasambands íslands 1979-85. Þórann sat í skólanefnd Bamaskóla Mýrasýslu að Varmalandi 1961-82, í stjóm Skógræktarfélags Borgarfjarðar í tólf ár, hefur haft afskipti af stjómmálum og nokkmm sinnum átt sæti á framboðslistum Alþýðubandalagsins við alþingiskosningar, var varamaður í bankaráði Búnaðarbankans 1979-85 og aðalmaður þar 1986-90. Þórann ritaði sögu Varmalandsskóla - 30 ára; sögu Skógræktarfélags Borgarfjarðar, - 50 ára; sögu Sambands borgfirskra kvenna og sögu Kvenfélags Stafholtstimgna. Hún hefur skrifað fiölda greina og fréttapistla í blöð og tímarit. Auk þess flutti hún erindi um endumýtingu á vegum margra kvenfélaga, kvenfélagasambanda og í útvarp á árunum 1983-85. Fjölskylda Þómnn giftist 19.8. 1949 Ólafi Jónssyni, f. 24.2.1918, trésmið. Hann er sonur Jóns Ólafssonar, bónda á Kaðalsstöðum, og k.h., Ingibjargar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Börn Þórunnar og Ólafs em Sigrún, f. 8.3. 1950, bankafulltrúi og húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna G. Ólafssyni framkvæmdastjóra og eru börn þeirra Margrét Halla, f. 30.1. 1983 og Ólafur Davíð, f. 12.8. 1986; Unnur, f. 28.12. 1960, sjúkraliði og bóndi á Kaðalsstöðum, gift Guðmundi K. Guðmundssyni, rafvirkja og bónda, og em synir þeirra Viðar, f. 20.2. 1982, og Guðmundur Kristinn, f. 26.6. 1986; Björk, f. 21.12. 1965, leikskólakennari og háskólanemi, búsett í Kópavogi, gift Kristjáni Zóphoníassyni markaðsfræðingi og er sonur þeirra Ingi Þór, f. 10.10. 1992. Systkini Þómnnar em Guðrún, f. 31.10. 1930, starfsmaður við Þórunn Eiríksdóttir. Landspítalann, búsett í Reykjavík, gift Sigurði Kristjánssyni trésmíðameistara; Áslaug, f. 28.1. 1933, bókavörður í Norræna húsinu, búsett í Reykjavík, en maður hennar er sr. Ingólfur Guðmundsson; Steinunn Jóney, f. 26.10. 1934, búsett i Langholti í Bæjarsveit, en maður hennar er Jón Blöndal bóndi þar; Katrín Auður, f. 16.6. 1938, búsett á Glitstöðum i Norðurárdal, en maður hennar er Sigurjón Valdimarsson bóndi þar. Foreldrar Þómnnar voruEiríkur Þorsteinsson, f. 22.10. 1896, d. 22.7. 1991, bóndi á Glitstöðum, og k.h., Katrin Jónsdóttir, f. 2.3. 1899, d. 4.6. 1994, húsfreyja á Glitstöðum. Þómnn er að heiman. Ásgerður Karlsdóttir Ásgerður Karlsdóttir, starfsstúlka í borðsal á Hrafnistu í Reykjavík, til heimilis að Hraunbæ 120, Reykjavík, er fer- tug í dag. Starfsferill Ásgerður fæddist á Akranesi og ólst þar upp fyrstu sex árin. Hún flutti þá með fiöl- skyldu sinni til Reykja- víkur og ólst þar síðan upp en í Reykjavík hef- ur hún átt heima síðan. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Breiðholtsskóla. Ásgeröur Karlsdóttir. Ásgerður vann á BSÍ 1973-79, hóf störf á Hrafnistu í Reykjavík 1980 og hefur starfað þar síöan. Fjölskylda Ásgerður giftist 22.2. 1986 Ragnari Gunnars- syni, f. 3.2. 1956, blikk- smiö. Hann er sonur Gunnars Gíslasonar, f. 14.7. 1922, vélstjóra í Reykjavík, og k.h., Bjargar Sigríðar Her- mannsdóttur, f. 27.6. 1924, d. 30.4. 1990, húsfreyju. Böm Ásgerðar og Ragnars em Erla Ragnarsdóttir, f. 30.9. 1979, nemi í Menntaskólanum við Sund, en unnusti hennar er Amar Þór Jónsson, starfsmaður við umbrot í ísafoldarprentsmiðju; Amar Ragn- arsson, f. 3.9. 1988, nemi í Árbæjar- skóla. Hálfsystir Ásgerðar er Elín Þóra Geirsdóttir, f. 26.2. 1951, starfsmað- ur við Sjúkrahúsið á Akranesi. Alsystkini Ásgerðar em Valgerð- ur Karlsdóttir, f. 14.3. 1955, banka- maður í Reykjavík; Ásgeir Karls- son, f. 25.11. 1956, lögreglufulltrúi í Reykjavík; Marta Karlsdóttir, f. 4.1. 1963, kennari í Reykjavík. Foreldrar Ásgerðar em Hannes Karl Guðlaugsson, búfræðingur í Hl hamingju með afmælið 20. janúar 95 ára Þórhildur Þorsteinsdóttir, Staðarbakka, Fljótshlíöarhreppi. 85 ára Ingibjörg Bergmann, Hnitbjörgum, Blönduósi. Unnur Oddsdóttir, Hofsvallagötu 15, Reykjavík. 80 ára Magnús Kristinn Jónsson, fyrrv. vagnstjóri hjá SVR, Ásgarði 51, Reykjavík. Einar Einarsson, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Ingibjörg S. Jóhannesdóttir, Vogalandi 14, Reykjavík. Jónlna Víglundsdóttir, Reykjasíöu 18, Akureyri. Lára Stefánsdóttir, Miðvangi 22, Egilsstöðum. Lilja Rögnvaldsdóttir, Skíðabraut 13, Dalvík. 75 ára HaUdór Sveinn Rafnar, Snælandi 5, Reykjavík. Sigríður M. Einarsdóttir, Akurgerði 24, Reykjavík. 70 ára Áslaug Ámadóttir, Asparfelli 10, Reykjavík. 60 ára Gnðrún Jóna Jónsdóttir, Hamri, Vesturbyggð. 50 ára Guðjón Ambjörnsson, Hjallabraut 11, Hafnarfirði. Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, Sólgötu 4, ísafirði. Kristbjörg Ingólfsdóttir, Dalsgerði 5 H, Akureyri. Pálína Sigurlaug Jónsdóttir, Bakkahlíð 6, Akureyri. Rúnar Gíslason, Áskinn 5, Stykkishólmi. Signý Magnúsdóttir, Bankastræti 14, Skagaströnd. Sveinlaugur Hannesson, Akurgerði 16, Vogum. 40 ára Bima Guðrún Konráðsdóttir, Mávakletti 5, Borgamesi. Elis Reynarsson, Frostaskjóli 1, Reykjavik. Kristján Sigurjónsson, Álfheimum 58, Reykjavík. PáU Lýður Pálsson, Hraunbæ 140, Reykjavík. Sigríður Bragadóttir, Fjarðarstræti 59, ísafirði. Ton Khorchai, Skólagötu 4, Bakkafirði. Reykjavík, og Sigríður Ásgeirsdótt- ir húsmóðir. ----------7 Áskrifendur fá W>% ' aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar OV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.