Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu
Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar,
hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl.
Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvandamálum, t.d. fyrir byggingas-
tarfsemi, fískverkendur, flutningabflstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfssemi. Einnig
fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli eða sem skjól fyrir hross.
Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfíð. Það er hægt að fella þá inn í landslag,
mála og skreyta á ýmsan hátt.
Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmri tíma.
tt
HAFNARBAKKI
V/Suðurhöfnina, Hafnarfírði sími 565 2733, fax 565 2735
Notaðir 40 feta þurrgámar
og frystigámar á góðu verði
Krafa um kosningaloforð:
Laun hækki
hjá borginni
Nokkrir borgcirstarfsmenn hafa
farið af stað með undirskriftasöfnun
þar sem skorað er á forsvarsmenn
R-lista og D-lista að lýsa því yfir fyr-
ir komandi borgarstjómarkosning-
ar að þeir muni hækka lægstu laun
hjá Reykjavíkurborg í a.m.k. 80.000
krónur á mánuði fyrir árslok 1998.
Að sögn Maríasar Sveinssonar,
trúnaðarmanns hjá SVR og for-
svarsmanns undirskriftasöfnunar-
innar, hefur það lengi verið krafa
starfsmannafélags borgarinnar að
lægstu launin yrðu hækkuð þar sem
laun borgarstarfsmanna væru lægri
heldur en sambærileg störf í öðrum
sveitarfélögum.
„Það var sett af stað nefnd til
þess að samræma launin en það
hefur ekkert komið út úr því enn-
þá og svörin sem fengist hafa hjá
starfsmannahaldinu eru að þetta
HM-TILBOÐ
Marías Sveinsson, trúnaðarmaöur hjá SVR, er í forsvari þeirra borgarstarfs-
manna sem krefjast hækkunar lægstu launa hjá Reykjavíkurborg.
sé ekki tæknilega mögulegt.
Að mínu mati hefur R-listinn
gleymt markmiðum og baráttumál-
um þeirra flokka sem standa að
honum, t.d. Alþýðubandalags og Al-
þýðuflokks. Manni finnst að R-list-
inn ætti að vera hliðhollari launa-
fólki en nú skorum við á R-listann
eða D-listann að lýsa því yfir að þeir
muni hækka lægstu launin hjá
Reykjavíkurborg upp í 80.000 krón-
ur. Við erum því i raun að fara fram
á nýtt kosningaloforð. Þeir sem síð-
an vilja nálgast lista geta hringt í
mig í síma 561 6036,“ sagði Marías
að lokum. -glm
Hafísinn fjarlægist
Að sögn Veðurstofunnar hefur haf- Aðvörun sem Veðurstofan gaf út er
ísinn úti fyrir Horni fjarlægst landið því dottin úr gOdi og engin hætta
og er nú orðið greiðfært fyrir Horn. mun vera á ferðum lengur. -glm
Thomson 72 MT68H 29" sjónvarp með háskerpu Black DIVA-myndlampa,
INVAR mask, 20 W Nicam Stereo, stöðvaminni, sjálfvirkri stöðvleit og
innsetningu, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél, AV-inn- og útgangur, 2
Scart-tengjum, S-VHS-tengi, tímarofa, textavarpi, barnalæsingu,
fjarstýringu o.m.fl.
29"
BLACK DIVA
HÁSKERPU
SKJÁR
ÓTRÚLE6 MYNDGÆDI
THOMSON
DV, Hverageröi:
Félagsfundur var haldinn í Sjálf-
stæðisfélaginu Ingólfi fóstudaginn
17. apríl og var framboðslisti félags-
ins ákveðinn þar. Eftirtaldir Hver-
gerðingar skipa sæti á D-lista sjálf-
stæðismanna við bæjarstjórnar-
kosningamar í vor:
1. Einar Hákonarson listmálar
2. Kristín Ólafsdóttir húsmóðir
3. Knútur Bruun lögmaður
4. Guðbjörg Þórðardóttir kennari
5. Hjalti Helgason kennari
6. Hafdís Ósk Guðmundsdóttir
hársnyrtir
7. Alda Andrésdóttir bæjarfulltrúi
8. Snorri Sturluson nemi
9. Berglind Bjarnadóttir
leikskólakennari
10. Sólmundur Sigurðsson
hestamaður
11. Margrét Bjarnadóttir húsmóðir
12. Þröstur Reynisson
vinnuvélstjóri
Einar Hákonarson í Listaskálanum
leiöir lista Ingólfs.
13. Guðrún Magnúsdóttir
læknaritari
14. Aage Michelsen verktaki
-eh
NICAM STERE0 MYND
Thomson VPH-6751 er 6 hausa Nícam Stereo-
myndbandstæki með 4 Chroma Pro-myndhausum,
NTSC-afspilun, Show View, PDC/VPS, Long Play,
fullkominni fjarstýringu, Audio/inn-útgöngum, 2
Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél að
framan o.m.fl. Verðlaunatæki!
Grensásvegi 11 Skipholti 19
Sími: 5 886 886 Sími: 552 9800
Hverageröi:
Einar leiöir D-listann
Akureyri
Furuvöllum 13
Sími: 462 7878