Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Fréttir
35
i
i
I
i
(
i
(
i
(
Með allt
á hreinu!
Blöndunartæki kr.18.500r
Handþurrka kr.13.787,-
MQ'eT Fyrir heimilid
- lv,ct og vinnustaðinn
Erum flutt að Helluhrauni
10, Hafnarfirði
Hillukerfi, gínur
Fataslár, margar gerðir
Mátunarspeglar - sokkastandur
Rekki
ehf. heildverslun
Helluhrauni 10 - Sími 565 0980
HOlnATfNOtm
t irirjaRQua
BRÆÐURNIR
t©)ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Barnagínur, framhengi í panil.
Panilpinnar, plastherðatré. Sérsmíði
á innréttingum. Verðtilboð.
Sendum í póstkröfu.
Lækjargata 6, Akureyri:
Fallið frá að
rífa húsið
DV; Akureyri:
Meirihluti bæjarráðs Akureyrar
hefur samþykkt að fallið verði frá
niðurrifi hússins að Lækjargötu 6,
að því gefnu að unnt verði að færa
húsið til á lóðinni. Bæjarráðsmenn-
irnir Gísli Bragi Hjartarson, Þórar-
inn E. Sveinsson og Sigurður J. Sig-
urðsson stóðu að samþykktinni í
bæjarráði.
Ákveðið hafði verið að rífa húsið,
en það stendur á horni Lækjargötu
og Spítalavegar. Húsið er mjög gam-
alt en staðsetning þess hefur þótt
mjög óheppileg þar sem það stendur
nánast út í gatnamótin.
Snemma á árinu kom upp eldur
í húsinu og skemmdist það tals-
vert. í kjölfarið kom Húsafriðunar-
nefnd ríkisins til skjalanna og
lagði mikla áherslu á að húsið yrði
gert upp og varðveitt á sínum stað.
Þrátt fyrir nokkra andstöðu í bæj-
arstjórn hefur niðurstaða bæjar-
ráðs orðið sú að flytja húsið, sem
er þyrnir í augum margra bæjar-
búa, til á lóðinni og er málið nú
hjá tæknideild bæjarins.
-gk
Húsið að Lækjargötu 6 þykir ekki mikil bæjarprýði en Húsafriðunarnefnd rík-
isins leggur mikla áherslu á að það verði varðveitt. DV-mynd gk.
MO-EL rafeindastýrð
hreinlætistæki,þar sem
höndin snertir ekki.
DV-mynd Þórarinn
Krani í aflaskipi
„Það voru keyptir fjórir kranar fyrir 20 milljónir króna. Þegar hefur einum
þeirra verið komið fyrir á dekki aflaskipsins Hólmatinds og öðrum á
loðnulöndunarbryggjuna hér á Eskifirði. Hinir tveir fara í togarann Jón
Kjartansson og nótastöðina," sagði Magnús Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Mikil þörf var fyrir slíka krana í hinum
ýmsu deildum fyrirtækisins. Málið var leyst í eitt skipti fyrir öll og bíöa
kranarnir eftir verkefnum sem hlaðast nú upp þegar flotinn er kominn á
veiðar. DV-mynd Þórarinn, Eskifirði
Eskifjörður:
Unglingar í
björgunar-
deild
DV; Eskifirði:
„Við reynum að hafa eins gaman
af þessu og hægt er en námskeiðin
eru þýðingarmest," sagði Einar
Andrésson, formaður unglinga-
deildar Björgunarsveitarinnar
Særúnar, hér á Eskifirði. í sveit-
inni eru 16 ungmenni á aldrinum
14-18 ára.
„Við reynum að hafa á boðstólum
öll þau grunnnámskeið fyrir ungl-
ingana sem er þýðingarmikið fyrir
þau að læra, eins og skyndihjálp.
Gott að þekkja þetta þegar þau flytj-
ast upp í björgunarsveitina," sagði
Einar. Unglingasveitin hefur verið
með æfmgabúðir í Hamraborg í
Berufirði á sumrin og þar hefur ver-
ið farið yflr alla hugsanlega þætti
björgunar. -ÞH
Unglingarnir f Særúnu. Einar formaður fremstur.
tökum gömlu þurrkumar upp í
150 kr. parið * miðast við sett
Miðast við að keypt séu 2 stk. eða fl. á
staðgreiðsluverði.
naust
Sími 535 9000
Kosið um nýtt nafn
DV, Dalvík:
Samhliða sveitarstjómarkosn-
ingunum í vor verður kosið um
nafn á hið nýja sveitarfélag sem
varð til við sameiningu Árskógs-
hrepps, Dalvíkurbæjar og Svarf-
aðardalshrepps. Samstarfsnefnd
sveitarfélaganna þriggja, sem
unnið hefur að framgangi sam-
einingarinnar, leggur til að kosið
verði milli sex nafna. Þau eru:
Dalbær, Eyjafjarðarbær, Norður-
slóð, Tröllavík, Upsaströnd og
Víkurströnd.
í bókun nefndarinnar er vísað
til þess að í upphafi sameining-
arferilsins hafí verið ákveðið að
hið nýja sveitarfélag fengi nýtt
nafn. Sveitarstjórnir sveitarfé-
laganna þriggja eiga eftir aö
fjalla um tillögur nefndarinnar
og hugsanlegt er að einhver af
þessum nöfnum eigi eftir að
falla út og/eða önnur að bætast
við. -hiá
ileo | Þurrkublöð
Valeo
á flestar gerðir