Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
15
Frá neytenda-
markaði til veiða
Mynd frá fiskmarkaöi.
Umræðan um sjávar-
útvegsmál á íslandi
snýst að langmestu leyti
um fiskveiðar, lög um
stjóm fiskveiða og ann-
að sem snýr að þessu
stigi sjávarútvegsins.
Það er hins vegar gömul
saga og ný að eitt af þvi
sem ræður hvað mestu
um hagsæld þessarar at-
vinnugreinar er hvem-
ig tekst til við að selja
afurðirnar á mörkuðum
og hvaða verð fæst fýrir
vöruna þar. Margir
ólíkir þættir ráða því
hvernig afurðimar selj-
ast á markaði og hinn
almenni íslendingur
gerir sér eflaust ekki
grein fyrir þessu í víðu
samhengi.
Gæði íslenskra sjávar-
afuröa og sölustarf
íslenskar sjávarafurðir hafa get-
ið sér gott orð á erlendum mörk-
uðum, enda eru þær í langflestum
tilfellum mun betri en afurðir ann-
ars staðar frá. Neytendur em því
tilbúnir að greiða hærra verð fyr-
ir úrvals íslenskar sjávarafurðir
en aðrar. Þetta segir okkur það
meðal annars hve mikilvægt er að
meðhöndlun fisksins sé rétt allt
frá því hann er veiddur úti á sjó
og þar til hann er seldur neytand-
anum. Sölumenn sem annast sölu
á islenskum sjávarafurðum er-
lendis staðfesta hve
miklu máli þetta
skiptir því hver og
einn fiskur ber ein-
hver merki um
hvers konar með-
höndlun hann hef-
ur hlotið í þessu
ferli.
Mikil vöruþróun
hefur orðið á und-
anförnum árum
hjá íslenskum fisk-
iðnaði. í tengslum
við það hefur átt
sér stað mikil
tæknivæðing í
greininni og þar
hafa íslensk hug-
vitsfyrirtæki í
tækniiðnaði leikið
stórt hlutverk,
enda í fremstu röð í heiminum.
Vömþróunin og tæknivæðingin er
að miklum hluta forsenda fram-
fara sem hafa átt sér stað í grein-
inni.
Vegna þess hve mikilvægt er að
meðhöndla fiskinn rétt í ferlinu
frá veiðum til
markaðar verður
út frá heildar-
hagsmunum að
gera miklar kröf-
ru um meðferð
sjávarafla. í
tengslum við það
má nefna að bent
hefur verið á að
herða þurfi kröf-
ur um kælingu á
ferskum afla um
borð í fiskiskipum. Þannig megi
tryggja best ástand aflans þegar á
land er komið og þaö skilar sér
alla leið til neytandans sem er til-
búinn að greiða hærra verð fyrir
meiri gæði og það skilar sér alla
leið til baka til sjómanna.
Mikilvægi þeirra sem leita
markaða og selja íslenskar sjávar-
afurðir á erlendum mörkuðum er
mikið. Árangur þeirra hefur bein
áhrif á verðmæti sjávarafla úr sjó
og afurða frá vinnslunni. Allt
þetta hefur síðan áhrif á kjör sjó-
manna og fiskverkafólks. Það má
því halda því fram að mikilvægt
sé að vel sé stutt við bakið á þess-
mn aðilum, góður árangur þeirra
leggur grunn að hagsæld atvinnu-
greinarinnar og þeirra sem í
henni starfa.
Fræösla um sjávarútveginn
Það er ljóst að yngri kynslóðir
þjóðcirinnar eru misjafnlega vel
upplýstar um íslenskan sjávarút-
veg. Það er mikilvægt að auka
fræðslu um þessi efni jafnt í
grunnskólum sem framhaldsskól-
um. Þannig má veita íslenskum
ungmennum innsæi í atvinnu-
greinina. Jafnframt er það til þess
fallið að bæta ímynd sjávarútvegs-
ins í hugum þjóðarinnar og það er
full þörf á því að koma þeirri stað-
reynd til ungmenna hve miklu
máli sjávarútvegurinn skiptir fyr-
ir þjóðina. Fræðsla i grunnskólum
gæti verið á almennum nótrnn,
auk kynningar á verklegum þátt-
um í greininni. í framhaldsskólum
ætti fræðslan að snúa að verkleg-
um þáttum, almennum rekstri
sjávarútvegsfyrirtækja, auk mark-
aðs- og sölumála. íslenskur sjávar-
útvegur felur í sér mikla framtíð-
armöguleika. Fjölmargir ungir og
efnilegir íslendingar eiga mögu-
leika á framtíðcirstörfum við sjáv-
arútveginn, hvort sem er við veið-
ar, vinnslu eða markaðs- og sölu-
störf. Aukin fræðsla og þekking er
lykillinn að því að hagnýta megi
þá möguleika.
Magnús Stefánsson
Kjallarinn
Magnús
Stefánsson
alþingismaöur
„Mikilvægi þeirra sem leita mark-
aða og selja íslenskar sjávaraf■
urðir á erlendum mörkuðum er
mikið. Árangur þeirra hefur bein
áhrifá verðmæti sjávarafla úrsjó
ogafurða frá vinnslunni.“
Eftirmál spurningakeppninnar
Eftirmál spumingakeppni fram-
haldsskólanna 1998, Gettu betur,
hefur undanfarið hlotið mikla at-
hygli fjölmiðla - einkum þessa.
Þar sem mér er málið skylt langar
mig að gera hreint fyrir mínum
dyrum, ef það mætti vera til að
skýra málið og jafnvel bera klæði
á vopnin.
Það er rétt að í spurningakeppn-
inni voru í ár fleiri villur en við-
unandi er, þær voru alls fimm
talsins. Þess ber að geta að í
keppninni er varpað fram um
1.250 spumingmn þannig að fimm
villur eru kannski engin ósköp -
en þó fimm villum of mikið. Hafi
ekki verið beðist velvirðingar á
þeim langar mig fyrir mína hönd
að gera það hér með.
Ég skil sárindi MH-inga mæta-
vel. Þeir höfðu lagt hart að sér og
vom ótrúlega nálægt sigri, ein-
ungis munaði einu tveggja stafa
orði að þeir hefðu í raun betur.
Kynni mín af formanni nemenda-
félags MH höfðu einnig gert það að
verkum að kæra þeirra kom mér í
sjálfu sér ekki á óvart, allra síst
eftir að ég gerði mér sjálfur grein
fyrir því að mistök hefðu átt sér
stað við dómgæslu i úrslitaviður-
eigninni.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar
Kolrössu krókríðandi hét Drápa
eins og lið MH svaraði. Að sjálf-
sögðu var mér ekki heimilt að taka
það svar gilt því í handriti stóð að
hún héti Kynjasögur og því miður
vissi ég ekki betur sjálfur. (Hvað
uppruna nafhs
hljómsveitarinn-
ar varðar var
„Islenskar þjóð-
sögur“ álitiö full-
nægjandi svar.)
Uppruni villunn-
ar er í því fólg-
inn að þar sem
hefði átt að
standa „breið-
skífa“ stóð af ein-
hverjum ástæð-
um „plata“. Drápa var smáskífa
eða svokölluð E.P. plata. Ég get
ekki afsakað mistökin, aðeins út-
skýrt þau.
Aðrar aðfinnslur MH-inga eiga
hins vegar ekki við rök að styðjast.
Þrjú ár er hæfilegt
Það er því miður ekkert eins-
dæmi í Getfu betur að mistök eigi
sér stað við dómgæslu og hefur
það til þessa verið talið „hluti af
leiknum" eins og í
öðrum íþróttum.
Þannig missti lið MS
af sigri árið 1988
vegna mistaka við
stigatalningu. Þá var
ekki kært heldur var
bitið í það súra epli,
því næst á jaxlinn og
loks í skjaldarrendur.
Lið skólans sigraði
tveimur árum síðar.
Ég held að ég sé ekki
einn um að telja það
íþróttamannslegri
hegðun en að standa
í karpi.
Þegar keppnin
hófst í ár hafði ég
ákveðið að það yrði
síðasta skiptið sem
ég kæmi að henni,
þrjú ár er hæfilegt. Þessi tími hef-
ur mestan part verið afar ánægju-
legur. Það hryggir mig því að
starfslok mín skuli vera í skugga
þeirra leiðinda sem raun ber vitni.
Að vísu var tekið fram að min
störf lægju ekki sérstaklega undir
ámæli og þakka ég það. Það er mér
kært. Einkum vegna þess að und-
anfarið hafa eftirmál þessarar
keppni verið notuð til að vega að
starfsheiðri aðstandenda hennar í
fjölmiðlum. Auðvitað verðum við
að sæta gagnrýni eins og aðrir en
það er ólíkt þægOegra að vera
gagnrýndur fyrir það sem sannan-
lega er á manns ábyrgð heldur en
að vera lagður í ein-
elti með dylgjum og
rógi.
Ég held að í ljósi alls
þessa sé ástæða til að
þeir sem standa að
Gettu betur, Sjón-
varpið og skólarnir,
fari að hugsa sinn
gang rækilega. Er
verjandi að hleypa
það mikilli hörku í
leikinn að menn
gangi jafhvel sárir á
eftir? Verði eftirmálin
tilefni neikvæðrar
umfjöllunar skaðar
það keppnina, Sjón-
varpið og skólana.
Andinn sem gerði
Gettu betur að einu
vinsælasta sjónvarps-
efni sögunnar er þá fyrir bí. Sjón-
varpið er ekki skuldbundið til að
halda þessa keppni og hættir því
væntanlega um leið og hún verður
leiðinleg. Vonandi þarf það ekki
að gerast.
Enginn verður öfundsverður af
því hlutskipti að stýra spuminga-
keppni framhaldsskólanna að ári -
nema allir sem hlut eiga að henni
endurskoði forsendur hennar
vandlega. Verði það gert á eftir-
maður minn hins vegar afar
ánægjulega lífsreynslu fyrir hönd-
um og óska ég honum allra heilla
í starfi.
Davíð Þór Jónsson
„Það er því miður ekkert eins-
dæmi í Gettu betur að mistök eigi
sér stað við dómgæslu og hefur
það til þessa verið talið „hluti af
leiknum“ eins og í öðrum íþrótt-
um.“
Kjallarinn
Davíð Þór
Jónsson
spyrill í Gettu betur
Með og
á móti
Eru keppendur í Ford-
keppninni of ungir?
Gætu gifst
prinsum
„Stúlkurnar þurfa að vera
svona ungar. Það logar allt land-
ið í dag. En þetta er einfalt, þær
þurfa að vera svona ungar.
Málið er það,
að stúlkumar
þurfa að byrja
á þessum
lífsmáta sem
heldur þeim
ferskum fyrir
mjög næma
ljósmyndalinsu
næstu árin. Helöar Jónsson
Þær mega ekki sny,tir-
setja ofan í sig neina vitleysu.
Þær mega ekki setja ofan í sig
neinn óheppilegan reyk en þurfa
samt að hafa bein i nefinu til að
klára sinn skóla og verða ekki
kolvitlausar á þessu.
Það þarf að forma stúlKumar
frá byrjun. Bæði andann, hug-
ann, útlitið og stílinn. Þaö sem
stúlkumar vinna fyrst og fremst
með þessu em launin. Þetta eru
hæstu laun sem kona getur feng-
ið. Það em ægilegir peningar í
þessu og ægileg frægð og miklir
möguleikar. Kolfinna Baldvins-
dóttir, sem er mjög fær blaða-
kona, spurði Cindy Crawford,
hvort hún væri ekki að láta
kvenréttindi líta illa út, hvort
það væri ekki útlitið sem hún
ynni á. Crawford neitaði þessu
alfarið og spurði á móti hvort
Kolfinna hefði einhvem tíman
hitt karlmann sem hefði hærri
laun en hún. Ef að þessar stúlk-
ur kunna til dæmis að gerast yf-
irstéttarstúlkur á alþjóðlegan
mælikvarða, á meðan við íslend-
ingar erum kannski millistéttar-
menn, þá geta þessar stúlkur
gifst prinsum ef þær hafa áhuga.
Þær geta það ekki nema þær
byrji svona ungar. Við verðum
að treysta þessu fólki sem sér um
stelpumar. Ég hef hins vegar
alltaf sagt að ég er feginn að min-
ar stelpur hafa ekki áhuga á
þessu.“
Ásælni einstakra
gróðapunga
„Mitt svar er já, alltof ungir.
Mér finnst i raun skelfilegt að
fylgjast með því hvemig þessi
tískuáþjánaraldur er stöðut að
færast neðar
og neðar og
það að útlitið
skipti öllu
máli.
Það em all-
flestir sem for-
dæma
barnaklám og
bama- ^IrmiÞórta'dóHlr,
» rftstjori Lækna-
nauðganu og biaö<un>.
aðrar slikar
misþyrmingar. Ég get ómögulega
séð keppni eins og þessa öðmvísi
en sem ákveðinn anga af j)ví
sama, af sömu misþynningum.
Með þessu er verið að svipta
börnum æskunni og gera þessi
stúlkuböm að litlum (lúlúítum).
Og allt saman vegna ásælni ein-
stakra gróðapunga af hvaða kyni
sem þeir kunna nú að vera.
Mér finnst líka mjög dapurlegt
að vita til þess að það em for-
eldrar og forráðamenn sem ekki
bara samþykkja þetta heldur
einnig ýta bömunum út í þetta.
-SK
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið viö
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is