Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 45
T~yyy MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
Eitt verka Gunnlaugs á sýningu
hans í Hafnarborg.
Tvær
sýningar
Gunnlaugs
Fyrir rúmri viku var opnuð
sýning á fimmtán olíumálverk-
um og tíu vatnslitamálverkum
eftir Gunnlaug Stefán Gislason í
Hafnarborg, Menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Er þetta 1
fyrsta sinn sem Gunnlaugur
sýnir olíumyndir á einkasýn-
ingu. Á laugardaginn opnaði svo
Gunnlaugur aðra einkasýningu
á verkum sínum í Gallerí Fold.
Þar sýnir hann aðallega eldri
Sýningar
vatnslitaverk. Þá má geta þess
að á laugardaginn var opnuð
samsýning á vegum Nordisk
akvarell selskap í Djursholm,
sem er skammt frá Stokkhólmi,
og þar er að finna verk eftir
Gunnlaug Stefán. Er sú sýning
hluti af þeim listviðburðum sem
Stokkhólmur gengst fyrir sem
menningarborg Evrópu.
Gunnlaugur Stefán hefur
haldið margar einkasýningar og
tekið þátt í mörgum samsýning-
um. Gunnlaugur er fæddur í
Hafnarfirði 1944. Hann stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og hefur kennt við
þann skóla síðan 1979, Myndlist-
arskólann í Reykjavík og víða á
námskeiðum.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans:
í Listaklúbbi Leikhúskjallarans
verða í kvöld fluttir einþáttungam-
ir Heyrt og séð eftir Ingibjörgu
Hjartardóttur og Lófalestur eftir
Jóninu Leósdóttur, báðir í leik-
stjórn Ásdísar Skúladóttur. Leikar-
ar 1 Lófalestri eru Erla Ruth Harð-
ardóttir, Saga Jónsdóttir og Soffía
Jakobsdóttir en í Heyrt og séð eru
það Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Theodór Júlíusson sem leika.
Lófelestur er gráglettinn einþátt-
ungur um tvær systur, Matthildi og
Unni, sem ákveða að láta spákonu
lesa i lófana á sér. Matthildur er vel
stæð ekkja sem á engin börn. Unn-
ur er gift, vinnur hörðum höndum
og á fjóra stálpaða syni. Báðar fýsir
þær að vita hvað framtíðin ber í
skauti sér og Salvör spákona kemur
miklu róti á huga þeirra. Óvæntar
upplýsingar koma fram við lófalest-
urinn og systurnar, sem héldu að
þær þekktu hvor aðra út og inn, sjá
nú hvor aðra í alveg nýju ljósi.
Heyrt og séð er lítil svört
kómedía um hjón á sextugsaldri
sem búa í Reykjavík. Þau eru ör-
yrkjar. Maðurinn er nýbúinn að
Leikhús
missa vinnuna en konan fær smá-
tekjur af léttri vinnu sem hún getur
stundað heima og verður það ágæt
viðbót við örorkubætumar. Maður-
inn styttir þeim súmdimar á dag-
inn með því að lesa upp úr dagblað-
inu. Þennan dag sem við kynnumst
hjónunum les hann dapurlega slysa-
frétt um banaslys sem varð á göt-
unni beint fyrir utan stofúgluggann
þeirra þá um nóttina. Þessi frétt
hrærir upp í minningunum þeirra
og við fáum innsýn í þeirra eigin
harmsögu. Dagskráin hefst kl. 20.30.
Ingibjörg Hjartardóttir hefur
skrifað fjölda leikrita, bæði fyrir at-
vinnuleikhópa, áhugaleikhús og út-
varp. Þessar vikurnar er verið að
sýna eftir hana tvö leikrit hjá
áhugaleikhúsunum, Sálir Jónanna
ganga aftur, sem hún skrifaði í fé-
lagi við tvo aðra höfunda, og Vel-
komin í Villta vestrið. Jónína Leós-
dóttir starfar sem blaðamaður en
hefur bæði skrifað skáldsögur og
leikrit, fyrir atvinnuleikhópa og út-
varp. í febrúar sl. var t.d. flutt eftir
hana leikritið Símastefnumót í Út-
varpsleikhúsinu.
Leikarar f einþáttungunum ásamt leikstjóranum, Ásdísi Skúladóttur, og höfundum.
Heyrt og séd og
Lófalestur
Smáskúrir
sunnanlands
í dag verður aust- “ _ , og vestanlands.
læg átt, allhvöss við VCOnð I QðS Hiti 0 til 10 stig,
suðurströndina en-------------------------------------hlýjast suðvestan-
heldur hægari annars staðar. Þoku-
loft eða lítils háttar él austanlands
og á annesjum norðanlands. Smá-
skúrir með suðurströndinni en
þurrt og allvíða bjart veður norðan-
og vestanlands.
Sólarlag í Reykjavík: 21.17
Sólarupprás á morgun: 5.35
Síðdegisflóð i Reykjavík: 12.41
Árdegisflóð á morgun: 1.22
Veórió kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjaö 5
Akurnes skýjaö 5
Bergstaöir skýjaö 6
Bolungarvík skýjaó 4
Egilsstaöir 2
Keflavíkurflugv. skýjaö 8
Kirkjubkl. léttskýjaö 6
Raufarhöfn þokumóða 2
Reykjavík skýjaö 8
Stórhöföi rykmistur 5
Helsinki rigning 4
Kaupmannah. léttskýjaó 7
Osló skýjaö 7
Stokkhólmur 3
Þórshöfn úrkoma í grennd ' 5
Faro/Algarve skýjaó 17
Amsterdam skýjaö 11
Barcelona hálfskýjaö 17
Chicago hálfskýjaö 16
Dublin skúr 6
Frankfurt léttskýjaö 8
Glasgow skýjaö 11
Halifax léttskýjaö 18
Hamborg léttskýjaö 11
Jan Mayen léttskýjað -1
London rigning 9
Lúxemborg skýjaö 9
Malaga skýjaö 21
Mallorca skýjaö 17
Montreal heiöskírt 13
París rigning 10
New York alskýjaö 11
Orlando alskýjaö 30
Nuuk -5
Róm léttskýjaö 14
Vín skúr á síó.kls. 11
Washington súld 11
Winnipeg heiðskírt 9
Elín og Stefán
eignast dóttur
Þessi litla stúlka fædd-
ist á fæðingardeild Land-
spítalans 27. febrúar kl.
15.45. Við fæðingu var
Barn dagsins
hún 3.225 grömm að
þyngd og mældist 48
sentimetra löng. Foreldr-
ar hennar eru Elín Urður
Hrafnberg og Stefán Óla-
son og er hún þeirra
fyrsta baim.
Michael Keaton leikur moröingja
sem tekst aó iosna úr prísundinni.
Desperate
Measure
Bíóhöllin sýnir bandarísku
spennumyndina Desperate Mea-
sure en í henni má sjá Michael
Keaton leika brjálæöinginn Peter
McCape, morðingja sem er í ein-
angrun. Þegar í ljós kemur að
hann er eini maöurinn sem getur
gefið syni lögreglumannsins
Franks Connors (Andy Garcia)
blóömerg fær Connor leyfi til að fá
McCape til að vera lífgjafi sonar
síns. McCape samþykkir að vera
lífgjafinn, ekki vegna þess að hann
vorkenni drengnum heldur sér
hann tækifæri til að sleppa úr
prísundinni og það tekst
honum eftir blóðug-
an bardaga. Hefst
Kvikmyndir
nú mikill eltingaleik-
ur viö McCape þar sem Connor
hugsar um það eitt aö ná honum
lifandi. Leikstjóri Desperate Mea-
sure er Barbet Schroeder og er
Desperate Measure sjötta myndin
sem hann leikstýrir í Bandaríkj-
unum. Þekktust mynda hans er
Reversal of Fortune.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Á hættumörkum
Laugarásbíó: The Man in the
Iron Mask
Kringlubíó: Red Corner
Saga-bíó: Litla hafmeyjan
Bíóhöllin: Fallen
Bíóborgin: The Rainmaker
Regnboginn: Jackie Brown
Stjörnubíó: Ma vie en Rose
Krossgátan
T~ r* sr r* r
$ ir
M J r 1
iS 7T rr VT
W . „
J
2!j □
Lárétt: 1 glöggur, 5 gramur, 8 dáinn,
9 kusk, 10 borða, 11 spjót, 13 umhyggju-
samur, 16 borgum, 17 angur, 19 þefa, 21
nöldur, 22 skordýr.
Lóðrétt: 1 slappleiki, 2 glaðar, 3
hrinda, 4 úrkoma, 5 skens, 6 spíri, 7
friður, 12 lofa, 14 spildu, 15 úrgangur,
16 flas, 18 skóli, 20 frá.
Lausn á slðustu krossgátu:
Lárétt: 1 org, 4 skær, 8 fálki, 9 sá, 10
snar, 11 nið, 12 inn, 14 enni, 16 ný, 17
skrín, 19 átak, 20 aum, 22 mar, 23 skrá.
Lóðrétt: 1 ofsi, 2 rán, 3 glansar, 4
skrekks, 5 kinn, 6 æsi, 7 ráðin, 13 nýta, *• “
15 níur, 16 nám, 18 rak, 21 má.
Gengið
Almennt gengi LÍ17. 04. 1998 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollqengi
Dollar 71,440 71,800 72,040
Pund 120,980 121,600 119,090
Kan. dollar 49,850 50,160 50,470
Dönsk kr. 10,3990 10,4550 10,4750
Norsk kr 9,5590 9,6110 9,5700
Sænsk kr. 9,2550 9,3060 9,0620
Fi. mark 13,0600 13,1380 13,1480
Fra. franki 11,8240 11,8920 11,9070
Belg. franki 1,9200 1,9316 1,9352
Sviss. franki 47,6400 47,9000 49,3600
Holl. gyllini 35,2000 35,4000 35,4400
Þýskt mark 39,6600 39,8600 39,9200
ít. líra 0,040080 0,04032 0,040540
Aust. sch. 5,6360 5,6710 5,6790
Port. escudo 0,3869 0,3893 0,3901
Spá. peseti 0,4667 0,4696 0,4712
Jap. yen 0,541700 0,54490 0,575700
írskt pund 99,900 100,520 99,000
SDR 95,300000 95,88000 97,600000
ECU 78,6100 79,0900 78,9600
Simsvari vegna gengisskráningar 5623270