Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998 39 Farsímar eru hugsanlega ekki eins öruggir og margir vilja vera láta. Tölvunemar í Berkley í Kaliforníu reyndu að brjóta upp kóð- ann sem notaður er í staf- rænum símum til að gera notendur sina örugga. Þessir símar áttu að vera alveg skotheldir. Eftir um sex tíma vinnu hafði þeim tekist að ráða í kóðann og gátu þannig hringt úr sima annars notanda án þess að hann vissi af því. Það hvað þetta tók langan tíma þykir þó benda til þess að þeir séu mun öruggari en næsta kynslóð á undan. Engu að síður er þetta hægt og nú er spurning hvemig framleið- endur bregðast við þessu. Skýrar geimmyndir Myndir, sem nýr gervi- hnöttur hefur tekið í geimn- um, þykja mun skýrari en aðrar sambærilegar myndir hafa verið. Þær þykja ná einstaklega góðum nær- myndum af jörðinni úr geimnum og eru vísinda- menn mjög ánægðir með ár- angurinn. Vefnotendur geta skoðað myndirnar sem gervihnötturinn tók á vefn- um. Slóðin er www.terraser- ver.com Tölvuinnsog Ný tækni er farin að ryðja sér til rúms í bílum og á hún að hjálpa til við að draga úr mengum hefð- bundinna bensínbíla. Þetta er nýtt innsogskerfi sem á að gera það að verkum að bíllinn mengi mun minna en hann gerir í dag. AUir bilar eru nú búnir sjálf- virku innsogi en þetta þyk- ir jafnvel enn öflugra og þykir líklegt að mörgum umhverfissinnanum lítist vel á þetta nýja kerfi. Margir eru reyndar þeirrar skoðunar að allt tal um rafmagnsbíla sé út úr kortinu og að nú eigi menn að einbeita sér að því að gera bensínbílana unhverfisvænari og betri farartæki. Brauðristar geta verið til ýmissa hluta nytsamlegar. WKr , -.Jtl LLi H §B Brauðrist slekkur á vekjaraklukkunni Athyglisverð keppni fór fram nýlega milli háskólanema í Bandaríkjunum. Keppnin gekk aðallega út á það að láta flókin tæki framkvæma einfaldar athafhir. Það sem vakti hvað mesta athygli var brauðrist sem nemar í háskólanum í Madison í Wisconsin bjuggu til. Þessi brauðrist átti að skjóta tveimur brauðsneiðum nógu hátt upp til að koma af stað búnaði sem var aðallega samsettur út pottum og pönnum. Og til hvers í ósköpunum kann einhver að spyrja. Jú, tilgangurinn var sá að ýta á takkann sem slökkti á vekjaraklukkunni. Keppni þessi er nefnd eftir teiknimyndahöfundinum Robe Goldberg en hann teiknaði mörg flókin tæki sem framkvæmdu einfalt verkefni. Nemamir, sem taka þátt í keppninni, eiga að búa til slika hluti. Keppni þessi er nú orðin árviss viðburður og þetta árið tóku sex háskólar þátt í henni. Á hverju ári eiga menn aö búa til tæki sem gera eitthvaö einfalt og þetta árið átti tækið að slökkva á vekjaraklukkunni. 500 manns sáu keppnina, reyndar aöallega böm. Þetta ofangreinda tæki vakti mjög mikla athygli í keppninni. Mike Forbers, einn hönnuðanna, hafði áhyggjur af gagnsemi tækisins. „Brauðristar eiga ekki að gera þetta,“ sagði hann áður en hann setti tækið í gang. Hún gerði hins vegar nákvæmlega það sem fyrir hana var lagt og það vel. Örvar ímyndunaraflið Samt sem áður reyndist þetta tæki ekki vera sigurtæki í keppninni. Það var hópur nema í flugvirkjun við háskólann í Austin í Texas sem sigraði í þessari keppni og var þaö annað árið í röð sem skólinn fór með sigur af hólmi. Tæki þeirra er sennilega of flókiö til að hægt sé að lýsa því hér en þetta var eftirlíking af geimskipi sem fór i gegnum flókið ferli áður en því tókst að slökkva á klukkunni. Meöal annars kom við sögu vatnsbuna, stöng og músagildra. Einn nemanna lét hafa eftir sér að þeir félagar hefðu byrjað smíði tækisins í janúar. Keppnin væri hins vegar alltaf jafn erfið. Meðal annarra tækja má nefna eitt sem hönnuðirnir kölluðu Plains, Trains and Automobiles eftir samnefndri kvikmynd. Þar var notaður stór vörubíll frá eitmnarþjónustu sem var stútfullur af rotnuðum úrgangi. „Þessi keppni eykur ímyndunarafl fólks, bæði keppenda og áhorfenda," sagði Chad Goze, stjómandi keppninnar. „Hún sýnir öra hugsun og leysir sköpunargáfuna úr læðingi." Hann segir jafnvel til í dæminu að fólk taki myndbandsupptöku af keppni með sér í starfsviðtöl. Það er ekki spuming að þessara ungu vísindamanna bíða ömgglega góð störf við þeirra hæfl. Sennilega er þó ósk verðandi yfirmanna þeirra að þeir búi til tæki sem gera heldur meira gagn en tækin í þessari keppni. -HI/CNN Tveir þættir á sömu rás Stafrænt sjónvarp mun bjóða upp á marga möguleika sem ekki hafa boðist áður. Einn þeirra sem menn hafa horft sérstaklega til er að þó að menn ráði aðeins yfir einni sjónvarpsrás geta menn sýnt fleiri en einn þátt í einu. Þannig getur maður á sömu rásinni hugsanlega valið um nokkra mismunandi fréttatíma eftir þvi hvar maður er staddur á landinu. Einnig er hægt að hafa sérrás fyrir íþróttir, aðra fyrir stjómmál, þriðju fyrir ferðir o.s.frv. Það sem gerir þetta tæknilega mögulegt er að stafrænt sjónvarp notar tölvur til að koma efninu til skila. Þannig er hægt að koma meira af gögnum fyrir á því plássi sem ein sjónvarpsrás getur gefið. Sjónvarpsstöðvar eru nú að kanna hvaða möguleikar em í boöi með þessari nýju tækni. Þá era þær reyndar ekki aðeins með vilja áhorfenda í huga heldur einnig á hverju þær geta grætt. Sjónvarpsstjórar segja að þetta sé í raun nýr miöill að mörgu leyti. Meðal valkostanna er svokallaö Kannski verður hægt aö velja um tvo leiki á sömu rásinni. High Definition TV. Þar er myndin skarpari en í hefðbundnu sjónvarpi. NBC, ABCog CBS ætla allar að hefja slíkar útsendingar. Það að bjóða hins vegar marga þætti í einu finnst mörgum vera meira heillandi valkostur. Þá eru menn einkum að tala um svæðisbundnar fréttir þannig að notandinn geti valið um fréttatíma eftir því hvar á útsendingarsvæðinu hann býr. Jafnvel væri hægt að bjóða sambland af þessu tvennu. Hvenær stafrænar útsendingar hetjast er óljóst. Sumar sjónvarpsstöðvar hafa lofað því að hefja útsendingar strax í nóvember næstkomandi. Tíu stærstu stöðvar Bandaríkjanna verða að byrja fyrir maí 1999. Allar stöðvamar verða að hafa hafið útsendingar fyrir árið 2006. -HI/Associated Press VW Vento GL1600 árg. '97, 4 d., ssk., ek. 32 þús. km, > fjólublár, álfelgur. < Verð 1.390 þús. Borgartúni 26. símar 561 7510 & 561 7511 Cadillac de Ville árg. '64, 2 d., ssk., rauður/hvítur. Verð 690 þús. Ford Escort station árg. '94,5 d., 5 g., ek. 59 þús. km, blár. Verð 890 þús. Hyundai Pony LSi árg. '94, 4 d., 5 g., ek. 62 þús. km, grár. Verð 570 þús. "n&í. i - Toyota Landcruiser árg. '94,4 d., 5 g., rk. 60 þús. km, rauður/grár. Verð 3.700 þús. M. Benz Sprinter 312D árg. > '96,5 d., 5 g., ek. 99 þús. kmi hvítur. Verð 2.690 þús. »VW LT 35 árg. '97,4 d„ 5 g„ ek. 33 þús. km, hvítur. Verð 2.680 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.