Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 16
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
16 1
wnning
Ungir sem aldnir
I Listaskálanum í Hverageröi
stendur nú yfir sýning á verk-
um „ungra“ myndlistarmanna
undir yfirskriftinni „Ungir
myndlistarmenn ’98“ og er hún
kynnt sem nokkurs konar fram-
hald af samnefndum sýningum
sem annars vegar Félag ís-
lenskra myndlistarmanna stóð
fyrir árið 1967 og hins vegar
Kjarvalsstaðir árið 1983.
Einar Hákonarson, forstöðu-
maður Listaskálans sem einnig
var forstöðumaður Kjarvals-
staða árið sem UM var haldin
þar, lýsti því í sjónvarpsviðtali
skömmu eftir opnunina hversu
þarft framtakið væri og hvílík
örvun og tækifæri fælust í þvi
fyrir unga myndlistarmenn. í
framhaldi var svo talað við
einn listamannanna, Birgi Snæbjöm Birgisson
málara en hann sigraði í samkeppni sem fram
fór fyrir keppnina. Hann sagði viðurkenning-
una mjög mikilvæga fyrir sig; hingað til hefði
hann synt á móti straumnum þar sem hann
hefði málað í ljósari litum en fólk óskaði eftir
og sér þætti því gott að finna til þess að það
streð væri ekki einskis metið.
Ég varð nú svolítið hissa með sjáifri mér á
þessum orðum Birgis. Ég veit ekki betur en
honum hafi gengið nokkuð vel, meðal annars
var hann einn af fulltrúum íslands á sýning-
unni Líkamsnánd sem fór til fimm landa og var
nýlega á Kjarvalsstöðum. Auk þess hélt ég að
flestir væru orðnir þreyttir á gömlu klisjunni
um listamanninn sem berst hetjulega gegn áliti
fjöldans.
Frá sýningunni.
Myndlist
Aslaug Thorlacius
Ég ók samt austur og skoðaði sýninguna og
ég verð að segja að ég er aldeilis gáttuð á því
sem fyrir augu bar. Sautján myndlistarmenn
hafa látið hafa sig í að senda inn verk. Mest er
um málverk og undarlegt nokk - langflest eru í
einhvers konar raunsæisanda. Ég geri ráð fyr-
ir að þrýst hafi veriö á suma um að senda inn
verk, það ræð ég bæði af aldri listafólksins og
verkanna. Ég man ekki betur en auglýst hafi
verið eftir verkum listamanna 30 ára og yngri,
samt er aðeins rúmur helmingur þeirra sem
náð hafa hlotið fyrir augum dómnefndarinnar
fæddur 1968 eða síðar. Elstu verkin eru frá ár-
inu 1994 og sum hver hafa þegar verið sýnd
annars staðar. Ekki er það til marks um mikla
örvun. Varla hefúr upphaflega hugmyndin ver-
ið að gefa „miöaldra listafólki" tækifæri til að
sýna „æskuverkin sin“. (Reyndar er vafasamt
að miða við 30 ára aldurinn því flestir eru
komnir vel yfir tvítugt þegar þeir hefja nám við
MHÍ.)
Ég man ágætlega eftir sýningunni 1983 og ég
held að hún hafi verið prýöilegt framtak á þeim
tíma þegar málverkið var í uppsveiflu. Sömu-
leiðis hefur svona málverkasýning örugglega
verið bæði nútímaleg og viðeigandi árið 1967.
Ööru máli gegnir árið 1998. Nú á svona Salon-
sýning ekki við þegar gefa á mynd af því sem
unga fólkið er að gera. Ofan á allt er salurinn
leiðinlegur, minnir helst á mötuneyti í sumar-
búðum. Ég get ekki annað en tekið undir með
einum sýningargestinum sem sagði að tilfinn-
ingin inni í salnum væri eins og á sýningu á fé-
lagsstarfi aldraðra - með fullri virðingu fyrir
slíku starfi.
Þessi sýning er hér um bil eins langt frá því
að vera dæmigerð fyrir verk ungra myndlistar-
manna og hægt er.
.
.
Verðlaunaverk Birgis Snæbjarnar Birgissonar í
Listaskálanum í Hverageröi. Myndir Eva
Ég finn til samúðar með þeim sem standa að
þessu mislukkaða fyrirbæri, bæði listamönn-
unum sem eru ágætir sumir hverjir, en ekki
síður dómnefndinni sem á heiöurinn af valinu
og sjálfsagt upphengingunni á sýningunni.
Sýningin stendur til 3. maí og er opin daglega
kl. 13-15.
Smá-borgarasaga
Það getur verið vandasamt að finna
leikrit, sem hæfir Nemendaleikhúsinu
hverju sinni. Vægi hlutverka þarf að
vera þannig að allir fái sín tækifæri á
sviðinu og tala útskriftamema setur
verkefnavali ákveðinn ramma. En
stundum detta menn í lukkupottinn og
Uppstoppaður hundur eftir sænska höf-
undinn Staffan Göthe réynist alveg grá-
upplagt leikrit .fyrir þann hóp sem nú
er um það bil að ljúka ströngu námi.
Staffan er snillingur í að setja sam-
an persónuflóru sem hvergi á sinn
líka. Framvinda og mannlýsingar
jaðra við fáránleika, og enginn deplar
auga þó að hundar tali og sýni oft með
fasi sínu, að þeir skilja meira en
margur maðurinn. Innileg hlýja og
óbrigðul kímni lyfta verkinu upp í sér
flokk, sem er á sinn hátt mjög skand-
inavískur en þó algjör andstæða hinn-
ar svartsýnu vandamálaumræðu, sem
oft hefur einkennt verk landa höfúnd-
arins - og kannski um leið andsvar
við henni.
Allt um það. Þessi makalausa
mannlífslýsing sem á sér rætur á
sjötta áratugnum segir frá íbúum smá-
bæjar nokkurs, gieði þeirra og sorg-
um. Við fylgjumst með þeim um nokkurt skeið
og skiljum reyndar ekki alveg við þá fyrr en
rúmum 20 árum síðar. Inn í framvinduna flétt-
ast ástir og útþrá unglinganna, sem eru í leit að
sjálfum sér, tvískinnungur hinna fullorðnu og
hraðfara breytingar í þessum litla útnára meö
tilkomu stóriðjudrauma. Viðteknar venjur og
lífshættir eru á undanhaldi, nýr tími blasir við.
Hver og einn finnur sína flóttaleið: Sumir
fara burt, aðrir leita huggunar i trúnni og enn
aðrir steypa sér í glötun með neyslu fikniefna.
Og svo eru þeir sem aldrei haggast.
Hilmar Jónsson leikstjóri bregst ekki. Hann
finnur hinn rétta tón og það er sama hvort lit-
ið er á persónuleikstjóm eða uppsetninguna í
heild, útkoman er afskaplega skemmtileg sýn-
hefur nokkuð meiri reynslu og sviös-
öryggi en hin.
í hópnum að þessu sinni eru Agnar
Jón Egilsson, sem meðal annars leikur
hinn eftirminnilega heimilisföður
Sture, sem dundar sér við það að stoppa
upp dýr í frístundum. Kona hans er hin
óhagganlega Líney, sem Helga Vala
Helgadóttir leikur, og sonur þeirra er
svo piltungurinn Morgan, sem er i mið-
punkti frásagnarinnar. Guðmundur
Ingi Þorvaldsson leikur hann.
Önnur fjölskylda býr í húsinu og
þar er heimilisfaðirinn Pétur sem
Ólafur Darri Ólafsson leikur með
miklum tilþrifum. Linda Ásgeirsdóttir
er í hlutverki Gunnfríðar konu hans
og gestaleikarinn Hildigunnur Þráins-
dóttir er dóttir þeirra, Karen.
Gangastúlkan, sem kemur róti á
hormónana í Pétri, er leikin af Eddu
Björgu Eyjólfsdóttur og listakonan
Nelly, sem dagar uppi með brotið
hjarta hjá fiölskyldu Morgans, er leik-
in af Sjöfn Evertsdóttur. Friörik Frið-
riksson leikur bæði Ebeneser, von-
Leiklist
Auður Eydal
Ungt fólk f tiivistarvanda: Hildigunnur Þráinsdóttir og Guðmundur Ingi biðil Nellyar, og Marcel, félaga þeirra
Þorvaldsson í Uppstoppuöum hundi. DV-mynd Pjetur Morgans og Karenar.
Leikmynd Finns Arnars og ljósa-
hönnun Egils Ingibergssonar skapa úthugsaða
fiölbreytni í umbúnaði sýningarinnar og allt
rímar þetta einstaklega vel saman.
Verkið er glettnisleg lýsing á amstri, bjástri
og örlögmn íbúa í smábæ en það sem gefur því
sérstakt gildi er væntumþykja höfundarins og
næmur skilningur sem liggur undir allri frá-
sögninni.
Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ:
Uppstoppaður hundur
eftir Staffan Göthe
Leikstjóri: Hilmar Jónsson
Þýðing: Hallgrímur Helgason
Leikmynd: Finnur Arnar
Lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir
Leikgervi og grímur: Ásta Hafþórsdóttir
ing fyrir áhorfendur, sem hlýtur að vera upp-
örvandi og góð reynsla fyrir hópinn. Leikend-
umir, þó ungir séu að árum, ná fyrirtaksvel að
túlka þróun og þroska persónanna sem sumar
taka óvæntum breytingum í áranna rás.
Leikendumir stóðu sig meö afbrigðum vel,
allir sem einn, og gestaleikkonan Hildigunnur
Þráinsdóttir, sem sjálf stóð í þeirra sporam fyr-
ir ári, féll vel inn í hópinn þó að ljóst sé að hún
Fyrirlestur um myndlist
j Núna í hádeginu, kl. 12.30, verða
I myndlistarmennimir Elsa Stansfield
| og Madelon Hooykaas frá Hollandi
í með fýrirlestur í Málstofu Myndlista-
I og handíðaskóla íslands í Laugamesi.
| Þær stöllur eru vel þekktar fyrir
myndbandsinnsetningar og í fyrir-
lestrinum munu þær fialla um eigin
| verk og sýna myndbönd og skyggnur.
’ Ungmennafelag nírætt
Ungmennafélag Biskupstungna var
1 stofnað á sumardaginn fyrsta árið 1908
á bænum Vatnsleysu og hefur starfað
I linnulaust síðan. Það fagnar nú níræð-
á isafmæli sínu, unglegra en nokkra
| sinni fyrr.
Deildir þess fiórar hafa skipt með
| sér afmælisverkefnunum, meðal ann-
ars hefur Leikdeild verið að sýna sjón-
leikinn Síldin kemur og síldin fer eft-
j ir Iðunni og Kristínu Steinsdætur og
| eru áhorfendur orðnir nær eitt þús-
und; Skógræktardeild efnir til skógar-
dags í vor og Aðaldeild gefur út sér-
stakt afmælistölublað af málgagni
sínu Litla Bergþóri sem er helgað sögu
5 og starfi félagsins.
| Að kvöldi afmælisdagsins, 23. apríl,
| ætlar ungmennafélagið að minnast af-
mælisins með veislu í Aratungu. Þar
s verða fluttir kaflar úr leikritum sem
í sýnd hafa veriö hjá félaginu á liðnum
| árum, sungið, dansað og haldnar ræð-
| ur. Óskað er eftir að sem flestir núver-
- andi og fyrrverandi félagar og aðrir
l Biskupstungnamenn láti sjá sig.
St. Jósefssystur á íslandi
Út er komið geysimikið og glæsilegt
j rit sem rekur sögu St. Jósefssystra hér
á landi og setur hana í íslenskt og al-
j þjóðlegt samhengi. Höfundur er Ólafur
j H. Torfason, blaðamaður og fræðimað-
ur, sem einnig hef-
ur útbúið fiölda
grafa og taflna til
skýringar máli
sínu.
| Bókin er gefin
; út af því tilefni að
St. Jósefssystur
| áttu 100 ára
starfsafmæli á ís-
landi árið 1996.
Sagt er frá eðli og
| framlagi þessarar
| rómversk- kaþólsku reglu sem var
j stofnuð í Frakklandi á 17. öld og sendi
í hjálparsystur til sjálfboðaliðsstarfa
j um Evrópu, Ameríku, Asíu og Afriku
í! á 19. og 20. öld. Framlag þeirra var á
sviði samfélagsmála, fyrst og fremst í
* hjúkran og kennslu með rekstri
J sjúkrahúsa og skóla en einnig í safh-
aðarstarfi kaþólsku kirkjunnar. Áhrif
St. Jósefssystra urðu umtalsverð á ís-
| lenskt samfélag eins og Ólafur fiallar
ítarlega um í bók sinni. Þær stofhuðu
jj og ráku sjúkrahús á Fáskrúðsfirði, í
^ Reykjavík og Hafnarfirði og skóla líka
í Reykjavík og Hafnarfirði. St. Jósefs-
spítali í Reykjavík var aðalsjúkrahús
landsmanna um 30 ára skeið og
| kennslustofnun læknanema, og Landa-
kotsskóli hafði mikil áhrif á skólahald
í landinu. Meiri undran vekur þó að
j þær létu leggja fyrsta holræsi Reykja-
| víkur og önnuðust mestu vatnsöflun
bæjarins.
Útgefandi og dreifingaraðili bókar-
innar er St. Jósefssystrareglan af
j Chambéry, Hóltsbúö 87, Garðabæ.
Skálaglamm
Bókmenntaþátturinn Skálaglamm
i er í umsjón Sigríðar Albertsdóttur á
ij morgun og verður þá fiallað um tvær
bækur frá síðasta ári sem báðar vöktu
t talsverða athygli: skáldsöguna Góða
nótt Silja eftir Siguijón Magnússon og
f Sumar sögur, smásagnasafn Elínar
j Ebbu Gunnarsdóttur sem hlaut bók-
1 menntaverðlaun Tómasar Guðmunds-
sonar. Þaö eru bókmenntafræðingam-
8 ir Dagný Kristjánsdóttir og Jón Yngvi
| Jóhannsson sem spjalla spaklega um
þessar bækur við Sigríði.
Þátturinn er kl. 13.20 á morgun á
rás 1, strax á eftir hinu hörkuspenn-
andi hádegisleikriti.
-ÖLAFUftH. lClAFASOfJ
ST. (ÓSEFSSYSTUR
Á ÍSLANDI
1896 - 1996
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir