Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 Fréttir Hagkaupi skipt í tvennt: Félagið opnað og eignarhaldi breytt - Nýkaup verður eitt og Hagkaup annað Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Hagkaups hf., og Siguröur G. Pálmason, stjórnarformaöur fyrirtækisins, kynntu breytingar á rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins á blaðamannafundi í gær. DV-mynd Teitur „Það er löngu orðið ljóst að opna á félagið og setja það á hlutabréfa- markað,“ sagði Sigurður Gísli Pálmason, stjómarformaður Hag- kaups, um þær breytingar sem gerð- ar hafa verið á rekstrarfyrirkomu- lagi Hagkaups og kynntar voru í gær. Breytingamar fela í sér að Hagkaup verður nú tvær sjálfstæðar verslana- keðjur, Nýkaup og Hagkaup. Ný- kaupi er ætlað að vera hverfisbundn- ar verslanir sem einkum munu hafa matvörur og helstu lifsnauðsynjar á boðstólum. Hagkaup mun hins vegar hafa aukið framboð sérvöra. Sigurð- ur vildi ekki kannast við að rekstrar- breytingamar væra gerðar með yfir- vofandi eignarhaldsbreytingar í huga: „Nei, þessar aðgerðir era ekki gerðar í þeim tilgangi. Hér er einung- is stefnt að því að fyrirtækið verði öflugra og verðmeira. Eflaust verða þó einhver tíðindi fyrr eða síðar.“ Eigendur Hagkaups eiga nú í viðræð- um við Fjárfestingarbanka atvinnu- lifsins og Kaupþing um sölu á eignar- hlut í félaginu. Verð lækkar í dag Að sögn Óskars Magnússonar, framkvæmdastjóra Hagkaups hf., mun verð í verslunum Hagkaups lækka með tiikomu Nýkaups: „Við stefnum að því að Hagkaup verði nokkurs konar milliverðsverslun. Um hvort við séum með þessu að fara út í harðari samkeppni við Bón- us þá tel ég ekki hægt að bera þessar verslanir saman. Sú þjónusta sem við bjóðum er allt önnur.“ Verð í Nýkaupi er ekki gefið upp sem stendur en verslanakeðjan hóf starfsemi sina klukkan 10 í morgun. Ljóst er að það mun þó vera hærra en í Hagkaupi. í tilefhi breytinganna hafa tveir nýir framkvæmdastjórar verið ráðn- ir til starfa. Jón Bjömsson verður framkvæmdastjóri Hagkaups en Finnur Ámason gegnir sömu stöðu hjá Nýkaupi. -kjart Kári Stefánsson, forstjóri IE: Tölvunefnd fer offari „Mér finnst Tölvunefnd hafa komið fram af meiri hörku í þessu máli en efni standa til,“ voru orð Kára Stefánssonar, forstjóra ís- lenskrar erfðagreiningar, um tíma- bundið bann sem nefndin hefur sett við rannsóknum í útibúi fyrirtækis- ins í Nóatúni. Forsaga málsins er sú að í apríllok opnaði ÍE þjónustumið- stöð í Nóatúni þar sem 70 læknum fyrirtækisins var búin aðstaða til rannsókna. Þangað komu þátttak- endur í ýmsum rannsóknum til töku blóðsýna o.fl. og bar ÍE kostn- að allan af rannsóknunum. í skilmálum þeim sem Tölvu- nefnd setti starfseminni fólst m.a. að samstarfslæknar ÍE bæra ábyrgð á nafnleynd og trúnaði þeirra og starfsmenn ÍE ynnu ekki með per- sónugreindar upplýsingar um sjúk- linga. Því var hins vegar ekki sinnt og öll vinnsla viðkomandi gagna bönnuð fram til 20. júní. „Við höfum ekki verið að vinna með nein persónugreind gögn í rannsóknum okkar hér í Lynghálsi. Öll þau gögn sem hafa borist hingað upp eftir hafa verið dulkóðuð og starfsmenn okkar ekki unnið með þau öðruvísi. Varðandi það hvort starfsfólk okkar hafi komið að slík- um gögnum í Nóatúni þá vil ég taka fram að þeir lutu ekki boðvaldi okk- ar þó að við höfum greitt þeim laun. Ég tel þetta mál fyrst og fremst varða þau formlegu skil sem voru á milli fyrirtækisins hér í Lynghálsi og þjónustumiðstöðvarinnar í Nóa- túni. Ég vil benda á að öll okkar rannsóknarstarfsemi miðast við að unnið sé með ópersónugreindar upplýsingar.“ Kári sagðist enn fremur allt til vinna að samskipti Tölvunefndar og ÍE gengu snurðulaust fyrir sig. „Ég hef þegar rætt við Þorgeir Örlygs- son, formann Tölvunefndar, vegna þessa máls og við erum fernir að huga að lausn málsins. Meðal þess sem kemur til greina er að stofna sjálfseignarstofnun um starfsemina í Nóatúni þannig að ekki leiki vafi á sjálfstæði starfsmanna hennar. Við Kári Stefánsson. höfum allt að vinna við að fara eft- ir skilmálum um persónuvernd en öllu að glata ef við gerum það ekki.“ -kjart Danskur lomber með Emú Sverrir Hermannsson lúrir sannarlega á fleiri vopnum í safni sínu en gamalli hákarlaskálm að vestan og lúinni haglabyssu. Á hinum siðustu og verstu tímum eru engin vopn eins beitt og upplýsingar, sér í lagi þær sem koma öðram illa og menn vilja því helst að enginn komist i. Af þeim á karlinn digran sjóð. Síðan Sverrir hrökk úr bankanum hefur hann setið við símann á heimili sínu í Vesturbænum og mylgrað í þjóðina upplýsingum úr því ótæmandi safni sem hann virðist búa yfir um skandala Framsóknarílokksins. í samvinnu við Moggann hefur Sverrir leitt rök að því að einn þingmaður flokksins hafi stolið heilu fyrirtæki af ríkinu. Hann upplýsti jafnframt að hlaupastrákur úr flokknum týndi með aðstoð vina sinna nálægt milljarði fyrir Landsbankanum og var verðlaunaður fyrir vikið með því að verða sérstakur fjármálaráðgjafi utanríkisráðuneytisins. Finni sjálfum þurfti ekki einu sinni að sýna haglabyssuna. Sverrir lét bara fyrram stelpu úr Framsókn sjá um að husla leifamar. Nú er röðin komin að hinum bænheita formanni bankaráðsins. Sverrir hefur upplýst að formaður bankaráðsins hafi verið sérstakur áhugamaður um Emú, hið nýja myntbandalag Evrópu, og kynnt sér það sérstaklega með feröum til útlanda. Meðal annars farið í þeim tilgangi kynnisfór í ríki Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þangað fór einnig annar guðsmaður á sínum tíma, Eiríkur frá Brúnum, og lenti í upplifelsi ævi sinnar þegar hann fékk að spila tveggja manna lomber næturlangt við stássmey og galt fyrir eina spesíu. Að sögn Sverris kom í ljós innan bankans að formaður bankaráðsins hafi á ferðalagi sínu í fótspor Brúnabónda komist að þeirri niðurstöðu að Emú væri alls ekki myntbandalag, heldur dönsk portkona sem aukinheldur stundaði mikil og góð viðskipti við íslendinga! Nú þykir það að sönnu ekki saknæmt á íslandi þó menn lendi í röngu skipsrúmi eins og eina nótt og hefur heldur þótt karlmennskubragð fyrir vestan. Þó má vera að innan Krossins sigi einhverjum larður kæmi í ljós að Sverrir hefði á réttu að standa um að sendimenn bankaráðsins hefðu í misgáningi lent í því að spila danskan lomber. Málið þarfnast þvi bráðra skýringa. Á hvers konar spori lenti formaður bankaráðsins þegar hann kynnti sér Emú? 1 hvaða banka var það? Nú vill svo til að um þetta þurfa menn ekki að ganga gruflandi. Um allar reisur á sínum vegum lætur Landsbankinn nefnilega gera ítarlegar skýrslur. Siðprúðar konur á þingi hljóta því þegar í stað að krefjast þess fyrir hönd þjóðarinnar að að sett verði rannsóknarnefnd í málið og skýrslumar um Emú verði gerðar opinberar. Það þarf að upplýsa öll smáatriði í samskiptum Landsbankans og Emú hinnar dönsku. Með skírskotun til hinnar sögulegu geymdar og Eiríks frá Brúnum er þó einkum brýnt að upplýsa um eftirfarandi: Kann Emú að spila lomber? Dagfari Stuttar fréttir r>v Ráðherraheimsókn Forsætisráðhen-a Litháens, Gediminas Vagnorius, og eiginkona hans koma við hér á landi nk. sunnudag og mánudag á leið sinni til Bandaríkjanna. Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú hafa boðið ráðherrahjónunum til kvöldverðar á Þingvöllum á sunnudag. Raðganga arkitekta í raðgöngu Arkitektafélags ís- lands, sem staðið hefur þessa viku, verður í kvöld gengið um Breið- holtshverfi og fjallað um breyttar áherslur í skipulagi Reykjavíkur á árunum eftir 1960. Gangan hefst við Breiðholtsskóla kl. 20. Lifeyrisbók Verðbréfamarkaður íslandsbanka hefur gefið út bók um lífeyrismál. í henni era upplýsingar um nýju líf- eyrislögin sem taka gildi í næsta mánuði, um tryggingavemd og þjón- ustu við fyrirtæki og launagreiðend- ur. Bókin er fáanleg hjá VÍB á Kirkjusandi. Einar Gylfi endurkjörinn Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur hefur verið end- urkjörinn for- maður samtak- anna Bamaheilla á þriðja lands- þingi samtak- anna nýlega. Aðrir í sijóm era Sólveig Ásgríms- dóttir varaformaður, Áslaug Brynj- ólfsdóttir, Guðbjörg Bjömsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Sigríður Traustadóttir og Ingvi Hagalínsson. Banki í búð Sparisjóöur Reykjavíkur og ná- grennis mun opna útibú í nýrri Hag- kaupsverslun í Smáranum 1 Kópa- vogi. Afgreiðslutími útibúsins verð- ur sá sami og verslunarinnar. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Burðarás kaupir í HB Burðarás, eignarhaldsfélag Eim- skipafélagsins, hefur keypt 1,4% hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Félagið á nú 10,2% í fyrir- tækinu. Hlutabréfin vom keypt á genginu 5,8 fyrir 87 milljónir króna. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Stjórnarformaöur fer Sigiujón Benediktsson, sfjómarfor- maður Fiskiðju- samlags Húsavík- ur, og Björg Jóns- dóttir meðstjóm- andi hafa sagt sig úr stjóm í kjölfar bæjarstjórnar- kosninganna. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. 12,3 milljarða halli Halli á vöraskiptum við útlönd fyrstu fjóra mánuði ársins varð 12,3 milljaröar króna samkvæmt yfirhti Hagstofu íslands en þau vom hag- stæð um 4,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Viðskiptavefúr Vísis sagði frá. Nýr bæjarstjóri Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfjaröa, verður næsti bæj- arstjóri ísafjarð- arbæjar. Þetta varð ljóst eftir að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsókn- arflokkur undirrituðu málefna- samning um meirihlutasamstarf á kjörtímabilinu. Vi{l láta flauta Fi'iörik Ó. Friðriksson, námsmað- ur í Ósló, hefur lagt til við sjávarút- vegsráðuneytið og samtök sjómanna og útgerða að allur íslenski skipa- stóllinn verði látinn flauta kl. 14.00 á sjómannadaginn, hvar sem skipin verða þá stödd. Þetta verði gert til að minna á tengsl þjóðarinnar við sjó- inn og í tilefni af ári hafsins sem nú stendur yfir. Ráöherra frá Andorra Forsætisráðherra Andorra, Marc Fomé Molné, og eiginkona hans koma í opinbera heimsókn til ís- lands sunnudaginn 7. júní og dvelja hér á landi fram á miövikudag. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.