Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 Fréttir 5 Yngstur íslendinga á topp McKinleys-fjalls: Bróðirinn á tindinn fjórum árum fýrr 26. maí síðastliðinn komust tveir íslenskir íjallgöngumenn, Matthías Sigurðsson og Styrmir Steingríms- son, á hæsta tind McKinley- fjallsins í Alaska en þrír íslendingar urðu að snúa við vegna óveðurs og veikinda. Styrmir, 20 ára, er yngsti íslend- ingur sem hefur klifið þennan tind, og það sem meira er, fyrir fjórum árum kleif bróðir hans, Jón Hauk- ur, þennan sama tind. „Við höfum ferðast mikið með mömmu og pabba og verið uppi á fjöllum aUt frá því við vonun smá- púkar. Áhuginn óx stig af stigi og meira ögrandi verkefni tóku við,“ segir Jón Haukur. „Það er gríðarlegur undirbúning- ur sem liggur að baki svona ferð. Menn þurfa að vera í mjög góðu lík- Styrmir Steingrímsson er yngsti Islendingurinn sem hefur klifiö McKinley. Hér er hann sigrihrósandi á toppi Mt Blanc 1997. amlegu formi og nauðsynlegt er að æfa 3-5 sinnum í viku. Það þarf að útvega aUan búnað, klæðnað, græjur, mat og peninga. Það kostar 300-400.000 kr. að fara í svona ferð en yfirleitt fá menn ekki styrki fyr- ir nema litlu broti af þeirri upphæð. Ég var nokkuð viss aUan tímann um að Styrmir myndi klára þetta. Ég þekki aðstæðurnar þarna og vissi að hann var alveg fullfær í þetta. Það er rosalega gaman að komast upp og verður ekki tekið frá neinum sem þar hefur verið. Mestu máli skiptir samt að komast heiU heim aft- ur og það sýnir heUbrigða skynsemi þegar menn snúa við áður en í ógöng- ur er komið. Ég er því mjög stoltur af öUum íslendingunum." -me Gular melónur Alllaf fcrskt. Select Grásleppuveiðar: Léleg veiði og lágt verð DV, Flateyri: „Það hefur verið mjög lélegt grá- sleppufiskirí á Breiðafirði og ætla nokkrir bátar að hætta og snúa sér að öðrum veiðum. Verð á grá- sleppuhrognum hefur verið aUt of lágt að undanfomu," sagði Sigurður Gunnsteinsson, háseti á Gimburey BA 52, sem gerð er út frá Svefneyj- um á Breiðafirði. Sem kunnugt er hefur verið erfið- ur tími i grásleppuveiðum við land- ið það sem af er vertíðinni og þykir sýnt að grásleppuvertíðin nú sé sú lélegasta í áratugi. „KUóverð tU okk- ar er núna 245 kr. en var á sama tima í fyrra 406 kr. 1996 var það 510 krónur. Sagt er að það sé offramboð. Við ætlum að reyna að liggja yfir þessu í júní sem undanfarin ár hefur verið besti veiðitíminn og ef það gengur ekki hættrnn við. Maimánuð- ur gaf okkur 800 kg en eðlUeg veiði ætti að vera á bilinu 2-3 tonn. Það er ekki óeðiilegt að stjórnvöld komi þessum útgerðum tU hjálpar. Það er spurning hvort við eigum ekki að fá úthlutað auknum þorskkvóta vegna brests í grásleppuveiðum líkt og loönuflotinn fékk þegar Ula áraði í loðnuveiðum enda Breiðafjörðurinn kjaftíúUur af þorski." -GS jmEMTD THSÁMJ5 Veiödæmi:350lítnabox Lengd:150cm Breidd: 90cm fto Hteeö: 12cm Nr. 729861 Veiðdæmi:320lfoabox Lengd: 220 cm Breidd: 50 cm ^ Hæö: 31 cm Nr. 731331 naust Borgartún 26,R Sími 535 9000 OUTBACK ES Elektrónískur áttaviti aö verömæti kr. 9.936-, fylgir hverju farangursboxi sem keypt er í júní. 1 SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila* og búvélasalan hf.( Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. $ SUZUKI —------- SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. SUZUKI BALENO WAGON GLX OG GLX Gódur í ferðalagið Baleno Wagon er einstaklega rúmgóður og þægilegur í akstri, hagkvæmur í rekstri og hefur allt að 1.377 lítra farangursrými. Baleno Wagon gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Baleno Wagon GLX 4X4: 1.595.000 kr. Baleno Wagon GLX: 1.445.000 kr. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ 2 ORYGGIS- LOFTPUOUM. SUZUKl AFL OG ^ÖRYGGT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.