Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Qupperneq 10
0 mennmg FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 3D"V Flögð og fögur skinn: Marg- miðlunar- partí í Nýló í Nýlistasafninu í kvöld standa þýsku listamennimir Ina Wudtke (öðru nafni DJ T- ina) og Ulf Freyhof fyrir svokölluðum margmiðlunar- partígjörningi. Uppákoman hefst klukkan 21 og verður endurtekin á miðnætti. List Inu Wudtke er marg- þætt og af þeim sökum þykir henni tilhlýðilegt að nýta sér tvö nöfn. DJ T-ina á betur við í kvöld því þar er hún svo- L IH98 kallaður DATA DJ sem út- leggst „gagnaskífuþeytir" á íslensku. Ina hefur einnig gef- ið út og haft umsjón með tímaritinu og margmiölunar- fyrirtækinu NEID, sem staðið hefur fyrir fjölbreytilegum uppákomum alþjóðlegra lista- manna. Ina Wudtke er einkum þekkt fyrir að blanda saman orðum, myndum og hljóði í verkum sínum. í samtali við DV segir hún að það sem henni þyki mikilvægast í list- sköpun sé aö vinna í núinu. Hún kveðst nýta sér „raun- verulegan tíma“ og vill með því sýna áhorfendum fram á að listin er síbreytileg. Hún talar einnig um sitt margræða sjálf, ef þannig má að orði komast, og segist með því e.t.v. vera að sýna fram á að nútímamanneskjan getur ekki lifað á einhverju einu sem hún gerir. Einnig megi gera ráð fyrir því að maður- inn sé meira en einn í vissu samhengi. Ina tekur þó fram að hún sé ekki haldin per- sónuleikatruflunum af neinu tagi. Þegar spurt er hvað Tina eigi við með „gagnaskífuþeyt- h-“ útskýrir hún orðið þannig að hún sé eiginlega nokkurs konar listblandari að at- vinnu. Það er að segja að hún sameini og blandi saman list- formum og listmiðlum. í kvöld mun hún halda áfram á sömu braut og blanda saman tónlist, ljóðlist og víd- eólist. Ásamt vídeólistamann- inum Ulf Freyhof ætlar hún að leitast við að búa til and- rúmsloft úr ótal áttum. Ina endurtekur að stemningin sem hún sækist eftir skapist „á staðnum“ líkt og í góðu partíi þar sem fólk hittist og blandar geði. Hún þarf á fólki að halda til sköpunarinnar sem byggist á því að höfða til sjónar, heymar og máls á sama tíma. -þhs Það er erfitt að lýsa með orðum þeirri stemningu sem ríkti í Há- skólabíói á tónleikum Galínu Gortsjakóvu og Larissu Gergíjevu á þriðjudagskvöldið. Sjaldan hef- ur maður heyrt annað eins klapp og bravóhróp; - og tónleikagestir risu ítrekað úr sætum, eftir hvert aukalagið á fætur öðru, til að hylla þessar rússnesku tónlistar- konur. Allt var það verðskuldað. Það er óhætt að fullyrða að annar eins listviðburður hefur ekki verið hér lengi - að öllum öðrum ólöstuð- um. Hvílík söngkona! Og hvílíkur píanóleikari! Hvílík tónlist! Það hefðu ekki allir trúað því að hægt væri að halda út heila tónleika með rússneskum rómantískum söngvum sem fáir hér á landi þekkja, með þessari útkomu. Jú, þetta gátu Galína Gortsjakóva og Larissa Gergijeva vegna þess að þær em miklir listamenn. Strax á fyrsta hljómi fyrsta lagsins sló Larissa tóninn fyrir það sem koma skyldi. Þessi rúss- nesku lög - eftir Glinka, Dar- gomyshkíj, Rimskíj- Korsakov, Balakírev, Tsjaíkovskíj og Rakhmanínov, við ljóð eftir rússneska rómantíkera, - þau eru öll tilbrigði við eitt og sama stefið: ástina og hamingjuna, og tregann og sorg- ina. Sömu myndimar koma upp aftur og aftur; söngfugl- ar, lævirkjar, paradísarfuglar, næturgalar; drúpandi viðir og ilmandi blóm, vindurinn sem ber kveðju elskendanna, og svo aðskilnaðurinn og ástarsorgin. Og alls staðar er sungið. Það er sungið um sönginn sem sprettur úr þessum óendanlega trega og sá söngur er sannur. Og það verður ein- hvern veginn svo unaðslegt og dásamlegt og fróandi að baða sig í þessum ókjörum af sorg og dep- urð. Það verður sælt að vera sorgmæddur. Og í þeirri mótsögn felst fegurð þessara laga. Tungu- málið, rússneskan, er einstaklega hljómmikið og fallegt, og hrein unun að hlusta á það - þótt maður skilji ekki orð - en góðar ljóðaþýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur í efnis- skránni dýpkuðu auðvitað þessa upplifun. Sumum kann að hafa þótt þetta heldur stór biti af til- Galtna Gortsjakóva og Larissa Gergíjeva túlkuðu rússneskar ástir og trega svo að ógleymanlegt veröur. DV-mynd Hilmar Þór finningasemi, en það var það ekki. Túlkun þeirra Gal- ínu Gortsjakóvu og Larissu Gergíjevu var hreint útsagt mögnuð, - þar vantaði ekkert, og engu var ofaukið. Rödd Galínu er engu lík. Og það var ekki auðvelt að halda aftur af tárunum. Þótt þær hefðu komið alla þessa leið til þess eins að syngja bara lag Rimskíj-Korsakovs Tónlist Bergþóra Jónsdóttir um Næturgalann sem rósin heillaði - og maður hefði beðið í marga daga í biðröð eftir miða til að heyra það - þá hefði það verið þess virði. Þessu gleymir maður aldrei. Engin leið er að tína til eitthvað frekar um einstök lög, - það var ekkert betra eða verra en annað á þessum tónleikum. Þetta var óskastund sem bara var hægt að vona að endaði ekki of fljótt. Hreinsandi tónar Eitt af því sem einkennir mannlega ævi er leit. Leitin að jafnvægi annars vegar og leitin að uppgötvun hins veg- ar. Báðir pólar eiga sér skuggahliðar; jafnvægi er reynt að smíða með ofstækis- fullu íhaldi og uppgötvunin verður tvíbent í lífi þeirra sem sleppa beislinu af sjálf- seyðingarhvöt sinni undir merkjum imyndaðs frelsis. Milli þessara póla feröast mannshugurinn. Við ferð- umst líkt og pendúll, sumir með víðari slátt en aðrir en allir i sömu sveiflunni fram og til baka. Við erum kólfur- inn sem gefur klukku lífsins hljóm. í þessum síkvika hljómi lífsins skiptir einstaklingana miklu máli að geta hverju sinni fundið haldreipi, hrein- an tón til að dvelja við um stund og hvílast. Slíkur tónn hefur hljómað nú um þessa hvítasunnu en þá var fluttur tíðasöngur til dýrðar eina kaþólska dýrlingi íslendinga, Þorláki helga. Menningarleg- ur arfur kaþólsku kirkjunnar er ríkulegur og um helgina sóttu fjölmargir gestir Dóm- kirkju Krists konungs í Landakoti og upplifðu sinnir í fyrsta sinn þjónustu sem byggist á aldagamalli hefð. Voces Thules sönghópurinn hefur umritað og æft hin fornu stef sem sungin voru og tileinkuð Þorláki á sínum tima. Ekki ber mönnum alveg saman um hversu stór hluti þessara stefja er að stofni til kominn frá miðalda- kirkjunni í Evrópu og það jafnvel fullyrt í víðlesnum bókum að þama sé um að ræða frumsamda tónlist héð- an frá íslandi. Tónlistarsagnfræði hefur ekki verið iðk- uð hér af miklum krafti og framlag þeirra sem hafa gef- Sönghópurinn Voces Thules á þakkir skildar fyrir metnaö og vandvirkni. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir ið krafta sína verið nánast þagað í hel. Doktorsritgerð Róberts A. Ottóssonar um Þorlákstiðir ætti til dæmis að vera fyrir löngu útgefin og jafnvel þýdd. Það voru nokkur vonbrigði að ekki skyldi ráðist i þá framkvæmd á vegum Lista- hátíðar, slík útgáfa væri mik- ill fengur. Handritasýningin sem standa mun í sumar er þó stór bót í máli. Flokkun og sýning íslenskra tónlistar- handrita er hvatning öllum þeim sem áhuga hafa á menn- ingarsögu landsins. Á mánudagskvöld var sungin messa heilags Þor- láks. Voces Thules söng sekvensa, antifónur og hymna honum til dýrðar. Flutningurinn var mjög hljómfallegur og að mestu ör- uggur. Hendingar voru vel mótaðar, mýktin ráðandi. Séra Jakob Rolland tónaði úr ritningunni og flutti homilia eða predikun um dýrlinginn úr gömlu riti um helgi hans. Það er á engan hallað þó að tekið sé hér fram að tónles hana hafi flætt ótrúlega vel og haft yfir sér kyrrð vanans. Tónlistarlegur hápunktur kvöldins var flutningurinn á undurfögrum hymn - Festa pastoris annua. í þessum ein- raddaða gregorssöng býr ólýsanleg fegurð. Það er ljóst að mikill fengur verður að útgáfu á þessu efni en jafn dýrmætt að hafa fengið að sjá og heyra það flutt I því samhengi sem því var ætlað. Þarna býr ómæld vinna að baki og þeir sem að stóðu eiga skildar miklar þakkir fyr- ir metnaðinn og vandvirknina sem lögð hefur verið í verkefnið. Sæl er sorgin ; Hraðskeytlur og fréttaljóð Hjalti Þórarinsson, fyrrum | prófessor og yfirlæknir, sendi frá ? sér ljóðabók í lok síðasta árs, j Hraðskeytlur og fréttaljóð. Þar j kemur í ljós að Hjalti hefur ekki :: aðeins rýnt í innviði mannslík- amans á langri og farsælli starfsævi heldur hefur hann líka ; velt fyrir sér innviðum samfé- í lagsins. Bókin ! skiptist í níu kafla, auk aðfara- orða, og nokkur kaflaheiti gefa vísbendingu um breidd viðfangs- efnanna: Á vett- vangi stjórnmál- anna, Bankamál Iog viðskipti, Fíkniefnavandinn, Heilbrigðismál, Deilur og þref. „Heitið hraðskeytlur nota ég : um vísur er verða til á örskömm- um tíma, gjama fyrir ffaman sjónvarpsskerm eða við lestur I dagblaða," segir Hjalti í fbrmála. I Gamankvæðið „Hryssa yngd um 17 ár“ varð til við lestur á frétt Iþess efnis f DV, sömuleiðis „Gervifrjóvgun hryssna" þar sem er þessi vísa: Skepnusœöing braut hér blaó, sáómenn gera ei skyssur. Frískir bœndur farnir að fylja sínar hryssur. í næsta kvæöi tekur Hjalti málstað kúa gegn gervifrjóvgun. Langir bálkar eru bæði um kvótamál, sægreifa og nektar- ; dans í stjórnmálakafla, og jafnvel í verður ólögleg reglugerð um (jöfnunargjald á frönskum kart- öflum Hjalta að yrkisefni. Mein- lega fyndnir bragir era um útboð ! í heilbrigðisþjónustu, og niður- ! skurður heilbrigðisráðherra ! verður efni í bálk þar sem er ; þessi vísa: Mörg eru mein í haus og hupp, haull í nára og bólginn kviöur. j Fyrrum skárum oió sjúka upp, ( nú á aó skera alla niöur. ; Flest kvæðin í bókinni eru j háðsádeilur en Hjalti á líka til S ljóðrænan streng. Hraðskeytlur og fréttaljóð hefur verið ófáanleg um skeið en fæst nú aftur í bóka- j búðum Máls og menningar og Eymundsson. Ólafur Pétursson !! myndskreytti bókina en útgef- andi er Alma Þórarinsson, eigin- kona Hjalta. Carmen á bók Nú flykkist hver sem betur getur á Carmen Negra í íslensku óperunni og menn skemmta sér vel - þó að ekki finnist öllum hún jafnast á við Carmen sjálfa. Þeir sem vilja rifja upp hina upp- runalegu sögu sem Bizet byggði óperu sína á geta fengið hana i nýrri bók þar sem skáldsaga Prospers Mérimée frá 1845 kem- ur í fyrsta skipti út óstytt á ís- lensku og með öllum athuga- semdum höfundarins. Carmen er rammasaga í j sinni uppruna- legu mynd. Sögu- maður kynnist Iþeim báðum, don 1 José og Carmen, á ferðalagi sínu um Spán og veit ekki um tengsl þeirra fyrr en don José segir honum örlagaríka söguna af ástum þeirra áður en hann er hengdur - fyrir morðið á Cannen. Sæmundur G. Halldórsson | lektor við Sorbonneháskóla í París þýddi söguna með hliðsjón af íslenskri útgáfu frá 1931 og 1 samdi skýringar og eftirmála. | Baltasar gerði kápu og útgefandi : er bókaútgáfan Sóley. í Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.