Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 15 Kirkjan og kven- prestarnir „Hér á landi er veiting prestsembætta í höndum einstakra safnaða eða kjörinna forsvarsmanna þeirra“, segir m.a. í greininni. Tæp 25 ár eru síðan fyrsta konan var vígð til prests á íslandi. Síðan hafa rúmlega 30 konur tekið vigslu. Þá fjölgar konum jafnt og þétt í guðfræðideild. Hér á landi hefur þessi þróun gengið hljóðlega fyrir sig öfugt við það sem gerðist annars staðar á Norðurlöndum. Þar hafa víða staðið lang- vinnar deilur um hvort guðfræðileg rök mæli gegn því að konur gegni prestsembætti. Þrátt fyrir þetta hefur kvenprestum ekki veist sem auðveldast að hasla sér völl innan kirkjunn- ar. Sérstaklega hefur það vakið at- hygli upp á síðkastið að konur hafa þráfaldlega beðið lægri hlut í samkeppni um stöður og embætti á suðvesturhominu. Hafa þær þá oft lotið í lægra haldi fyrir sér reynsluminni körlum. Er þetta til- finnanlegt þar sem konur með fimm ára háskólanám eru oft bundnar körlum með enn sérhæfð- ari menntun sem helst nýtist á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræöingar eöa embættismenn? Hér er þó aðeins um hluta af víðtækari vanda að ræða. Hér á landi er veiting prestsembætta í höndum einstakra safnaða eða kjörinna forsvarsmanna þeirra. Kirkjustjómin er aftur á móti að mestu valdalaus í þessu efni. Þá era hendur sóknar- nefnda óbundnar við val á presti svo fremi sem umsækj- endur uppfylla lág- markskröfur. Þjóð- kirkjan á því ekki hægt um vik við að móta sér starfs- mannastefnu eins og nauðsyn væri um stofnun af hennar tagi. Þessi vandi segir til sín með fjöl- þættu móti í kirkj- unni og hefur m.a. mikil áhrif á það hvernig hlutverk presta er túlkað. Þegar ráða skal fólk til starfa á vettvangi sérfræð- ingastétta er mjög litið til mennt- unar - grunnmenntunar, sem og viðbótar-, framhalds- og sí- eða endurmenntunar - þá er einnig tekið tillit til starfsreynslu og ann- ars þess sem auk- ið getur hæfni fólks í starfi. Sé um hreinræktað- ar embættisstétt- ir að ræða nægir aftur á móti að umsækjendur fullnægi formleg- um lágmarksskil- yrðum um emb- ættisgengi sem skilgreind era í lögum. Þær aðferðir sem viðhafð- ar era við val á prestum benda því til þess að á íslandi sé einvörð- ungu litið á þá sem embættismenn líkt og gert var í ríkiskirkjum fyrri alda. Prestar eru a.m.k. ekki að þessu leyti viðurkenndir sem sérfræðingar á borð við kennara, lækna, sálfræðinga eða aðrar sam- bærilegar starfsstéttir. Starfsreglur nauösynlegar Með tilliti til þeirrar löngu há- skólamenntunar sem krafist er af prestum, sem og vegna þeirrar þróunar sem uppi er í nálægum löndum er þess vart að vænta að íslenskir prestar muni sætta sig við slíkan skilning á starfshlut- verki sínu til lengdar. Þvert á móti er líklegt að í náinni framtíð muni gæta vaxandi þrýstings i þá vera að stöðuveitingar verði dregnar úr höndum safnaða og fengnar kirkjustjóminni er jafnframt verði skuldbundin að viðhafa sérfræði- legra mat en tíðkast hefur til þessa. Þar með væri endi bundinn á langa lútherska hefð sem í því felst að söfnuðir eða fulltrúar þeirra velji presta og væri það miður. Þá væri farsælli leið að fulltrúar sóknamefnda í landinu, trúnaðarmenn presta og kirkju- stjómin tækju saman starfs- eða viðmiðunarreglur er taka skuli mið af við ráðningar presta. Slíkar reglur gætu m.a. unnið með kven- prestum. A.m.k. mundu þær sniða sárastu broddana af núverandi kerfi. Hjalti Hugason Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor „Þær aðferðir sem viðhafðar eru við val á prestum benda því til þess að á íslandi sé einvörðungu litið á þá sem embættismenn líkt og gert var í ríkiskirkjum fyrri alda.u Hræddir íhaldsmenn Það hefur verið nokkuð sérstakt að fylgjast með áhyggjum helstu andstæðinga Alþýðuflokksins af þátttöku hans i ýmsum sameigin- legum framboðum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks um allt land í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Er helst á þessu fólki að skilja að Alþýðuflokkurinn sé horfinn af sjónarsviðinu og liggur við að maður haldi að því þyki það mið- ur. Að minnsta kosti virðast menn beina orðum sínum til alþýðu- flokksmanna i þá vera að þeir ættu aö hugsa sinn gang. Hentar andstæöingum Ástæða þessa er þó nokkuð skiljanleg þegar betur er að gáð. Það hentar nefnilega andstæðing- um jafnaðar og félagshyggju miklu betur að fylgjendur þessara stjórn- málastefna dreifi kröftum sínum sem víðast. Þegar þaö svo gerist, eins og í þessum kosningum, að jafnaðarmenn og félagshyggjufólk snýr bökum saman og myndar á landsvísu hreyfingu með milli 30 og 40 prósenta fylgi, þá er það auð- vitað veruleg ógn við veldi stóru flokkanna tveggja, sem hingað til hafa getað deilt og drottnað, nán- ast að vild. Auðvitað erum við ekki að tala um hreyfingu sem hefur að baki sér meiri- hluta lands- manna, enda var aldrei við því að búast. Það sem breytist hins vegar við að vera með einn stóran flokk í stað margra smárra er það hlutverk sem slíkur flokkur gegnir í ríkis- stjórn. Hann hefur forystuhlut- verk. Ástæðan fyrir því að svo margir framsóknarmenn hafa ver- ið forsætisráðherrar i gegnum tíð- ina er sú að Framsóknarflokkur- inn hefur nánast alltaf verið stærsti flokkurinn í ríkis- stjómum til vinstri. Hvaö verður um stefnumál? Það hefur verið reynt að gera hreyf- ingu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks tortryggilega í augum alþýðuflokksfólks á þeim forsendum að hefðbundin málefni Alþýðuflokksins hljóti að hverfa við samvinnu í stórri hreyfingu og síðasta fimmtudag skrifar einmitt einhver silki- húfa Moggans að framtíðin liggi í náðarfaðmi Al- þýðubandalagsins Hvað halda al- þýðuflokksmenn að verði um frjálslynda efnahagsstefnu þeirra, neytendaáherslur, Evrópuhugsjón og landbúnaðarpólitík í slíku sam- starfi? Því er fljótsvarað. Hún verður til staðar í því fólki sem að- hyllist hana innan hinnar nýju hreyfingar. Ef þessi höfundur heldur að allir al- þýðuflokksmenn hafi alltaf verið sammála um öll atriði, þá veð- ur hann í villu og svíma. Stefna flokka fer eftir því hve ein- staklingar eru dug- legir að koma sinum skoðunum á fram- færi, færa rök fyrir þeim og vinna þeim fylgi- Ég vil hvetja alþýðu- flokksmenn til að skella skollaeyrmn við þessum hræðslu- áróðri einlægra and- stæðinga jafnaðar- stefiiunnar. Við höf- um í þessum kosn- ingum stigið afar stórt skref í að mynda hér á landi öflugan og stóran flokk jafnaðar- manna og félagshyggjufólks, sem gæti skákað ofurvaldi Sjálfstæðis- flokksins á næstu öld. Við verðum að bera gæfu til að halda þessu starfi áfram og stefna ótrauð á sameiginlegt framboð við næstu alþingiskosningar. Magnús Ámi Magnússon „Það hentar nefnilega andstæð- ingum jafnaðar og félagshyggju miklu betur að fylgjendur þessara stjórnmálastefna dreifí kröftum sínum sem víðast..." Kjallarinn Magnús Árni Magnússon stjórnmálafræöingur Með og á móti Ætti forseti íslands aö koma í veg fyrir gildistöku nýju sveitarstjórnarlaganna þar sem hálendinu er skipt upp í 42 stjórnsýslurenninga? Ætti ekki að skrifa undir „Mér finnst ekki að forset- inn ætti að skrifa undir jafn ósanngjöm lög gagnvart miklum meiri- hluta lands- manna, eins og komið hefur Hefdís twvaids- fram. Þegar við ttóttir leikari. gengum í EES og þáverandi forseti, Vigdís Finn- bogadóttir, skrifaði undir þau lög þrátt fyrir andstöðu margra voru allt aðrar forsendur því að EES var mjög flókið mál sem almenn- ingur hafði ekki tök á að setja sig inn í að gagni. Forystumenn okk- ar og sérfræðingar álitu það verða til góðs fyrir okkur og gagns, eins og hefur óumdeilanlega sýnt sig. Þessi lög eru aftur á móti auöskilj- anleg. Allir geta myndað sér skoð- un um þau. En þau eru gamli tím- inn - engxnn til góðs þótt sveitar- félögin haldi það ef til vill. En þau skerða rétt annarra á iandinu og stuðla ekki að gróðurvemd nema síöur sé. Af hverju eru svo heimskuleg lög sett? Það læðist að manni sá grunur að stjómmála- flokkarnir séu að tryggja sér þre- til fjórfölduð atkvæði dreifbýlis- manna fyrir næstu kosningar. Við, þrír fjórðu hluti þjóðarinnar í þéttbýlinu, munum hins vegar sýna þeim að við látum ekki troða á okkur með ofríki. Landið er eign okkar allra og það er ég viss um að forsetanum finnst sjálfsagt. Ræðum málið betur." Ástæður verða að vera mjög ríkar „Það þarf mjög mikið að koma til þess að forseti ís- lands beiti þessum rétti sínum. Þetta frumvarp, sveitarstjórn- arfrumvarpið, var samþykkt með miklum meirihluta hér á þinginu þó aö bæði væra mótat- kvæði auk þess sem nokkrir sátu hjá við afgreiöslu þess. Miðað við það hvemig máhð ber að finnst mér ekki vera nægileg rök til þess að forseti skrifi ekki upp á það. Hins vegar má segja það að þær reglur sem gilda um það að krefj- ast þjöðaratkvæðagreiðslu um einstök mál séu afskaplega veikar. Mér fyndist að krafa um þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið væri eðlilegri og sterkari leið heldur en sú að mælast til þess við forseta að hann undirriti ekki lögin. Ég ítreka það að hefðin er mjög rík fyrir því að forseti beiti ekki þess- ari heimild sinni. Bæði af þeim sökum og öðrum þurfa því að liggja mjög sterk rök fyrir því að forsetinn grípi fram fyrir hend- urnar á löggjafarvaldinu." -SÁ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrmn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.