Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1998, Side 24
32
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998
íþróttir unglinga
Sterkir Framarar
Framarar uröu á dögunum bikarmeistarar í 2. flokki þegar þeir unnu FH,
23-21, í úrslitaleik. Leikurinn var mjög jafn en FH vann Víking í undanúrslit-
um og Fram vann íslandsmeistara ÍR-inga.
Liö Fram er þannig skipaö: Efri röð frá vinstri: Heimir Ríkarðsson þjálfari,
Guölaugur Arnarsson, Vilhelm Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Vilhelm Berg-
sveinsson, Níels Benediktsson, Haukur Sigurvinsson, Róbert Gunnarsson,
Sigurpáll Árni Aöalsteinsson aðstoðarþjálfari.
Neöri röö frá vinstri: Hreiöar G. Jakobsson, Kristján Porsteinsson, Einar
Jónsson, Magnús Erlendsson, Guöjón Drengsson fyrirliöi, Guömundur
Ingvarsson, Níels Reynisson og Birgir Guömundsson.
Elfsabet
Einar Kristinn Einarsson, sundmaö-
ur úr Sundfélagi Hafnafjaröar.
Bjarni Eiösson aöstoöarþjálfari, Arnar Þór Valsson þjáifari, Davíö Jakobsson, Eiöur Óttar Bjarnason, Daníel Jakobsson, Einar Þór Sigurösson, Hermann
Haukur Hauksson, Ólafur Karl Sigurðarson, Bjarmi Halldórsson. Fremri röö frá vinstri: Árni Jón Baldursson, Trausti Björn Ríkarösson, Kristinn Friörik
Hrafnsson, Ólafur Benediktsson fyrirliöi, Ólafur Héðinsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Helgi Ólafsson og Jón Trausti Sölvason.
4. flokkur ÍR Reykjavíkurmeistarar:
Metnaður
- liðsheildin lykilatriði
ÍR sigraði í Reykjavíkurmótinu í
4. flokki karla eftir að hafa unnið 7
leiki en tapað aðeins einum leik.
Lið KR hafnaði í öðru sæti.
Ólafur Benediktsson, fyrirliði ÍR,
var aö vonum ánægður með sigur-
inn. Hann er einnig ákveðinn í
standa sig vel persónulega og einnig
að liðið spili vel í sumar. „Við er-
um í A-riðli íslandsmótsins og ætl-
um að vinna. Við aetlum að vinna
allt í sumar,“ sagði Ólafur.
Ólafur sagði liðsheildina hafa
skapað sigurinn á Reykjavíkimnót-
inu, enda væri hópurinn mjög sam-
heldinn og góður.
Ólafur er búinn að vera í fótbolta
frá 6 ára aldri og stefnir á atvinnu-
mennsku í framtíðinni. Hann hefur
nú þegar verið valinn til að taka
þátt í hæfileikamótun KSÍ.
Hæifleikamótimin snýst um það að
einn leikmaður úr hverju liði er val-
inn til að fara í æfmgabúðir á Laug-
arvatni nú í sumar. Þetta er undir-
búningur fyrir drengina til að taka
þátt í landsliðsæfíngum í fram-
tíðinni.
Ólafur spilar ýmist á miðju vall-
arins eða sem aftasti maður í vöm.
Hann skoraði 5 mörk á Reykjavík-
urmótinu og var mjög sáttur með
sína frammistöðu. Ólafur er mjög
ánægður með þjálfara liðsins, Am-
ar Þór Valsson. „Hann er mjög góð-
ur þjálfari,“ sagði Ólafur.
Gunnar Hilmar Kristinsson er að-
almarkaskorarinn í hópnum. Hann
skoraði 13 mörk í Reykjavíkurmót-
inu og spilar á miðjunni ásamt
Ólafi. Hann er búinn að æfa knatt-
spymu í 7 ár. Fyrirmynd hans er
Roberto Baggio og hann ætlar að
fylgjast með heimsmeistarakeppn-
inni í knattspymu sem hefst í
Frakklandi innan skamms. „Uppá-
haldsliðin mín em Jamaíka og
Argentína. Jamaíka, af því að það
spila svo margir úr liðinu í
Englandi," sagði Gunnar.
ÍR strákamir ætla einnig til
Liverpool að keppa á móti í sumar.
Þar koma saman lið hvaðanæva úr
heiminum og spila. Hópurinn er
stór hjá ÍR og ætla þeir því að senda
tvö lið á mótið.
Það er ljóst að ÍR er með marga
góða knattspymumenn í yngri
flokkum. Liðið þarf því ekki að ör-
vænta í framtíðinni heldur á góða
möguleika til að byggja upp sterkt
framtíðarlið skipað ungum heima-
mönnum.
Hörkukeppni á Skipaskaga
- Sundmót ÍA og Esso fór vel fram
Gunnarsdóttir þjálfari, Björg Ásta
Þóröardóttir, íris Björg Jóhannsdóttir,
Ósk Stefánsdóttir, Jóhanna Lára
Brynjólfsdóttir. Fremri röö frá vinstri:
Sandra Ellertsdóttir, Dóra M. Lárusdóttir,
Kóra Stefánsdóttir fyrirliöi, Vala Stella
Kristjánsdóttir og Rúna Sif Rafnsdóttir.
Umsjón
(ris B. Eysteinsdóttir
Gunnar Hilmar Kristinsson og
Ólafur Benediktsson.
Sundmót ÍA og Esso var haldið í
10. skiptið um helgina á 50 ára af-
mæli Sundfélags Akraness. Mótið
fór mjög vel fram í sæmilegu veðri.
Keppt var í þrjá daga og alls tóku
um 230 böm og unglingar þátt frá
10 félögum víðs vegar að.
Sturlaugur Sturlaugsson móts-
stjóri var ánægður með gang mála
á mótinu. „Þetta var hörku-
keppni. Ég held að allir séu sátt-
ir,“ sagði hann stuttu eftir mótið.
Sigurvegarar í mótinu var lið
Keflavíkur sem einnig átti sund-
mann mótsins, Jón Gauta Jóns-
son. í öðm sæti lenti Sundfélag
Hafnarfjarðar og í þriðja sæti
hafnaði ÍA.
Eitt unglingamet var sett á mót-
inu. Það var A-telpnasveit Kefla-
víkur sem setti met í 4x200 m
skriðsundi.
Einar Kristinn Einarsson, 12 ára
keppandi úr Sundfélagi Hafnaíjarð-
ar, var ánægður með gengi sitt í
mótinu. Hann keppti í mörgum
greinum, meðal annars 400 m og 50
m skriðsundi. „Ég er búinn að æfa
í 5 ár. Það er svo gaman að synda,“
sagði Einar ánægður við DV.
4. flokkur Valsstúlkna:
Góður hópur
Valsstúlkur urðu Reykjavíkur-
meistarar í 4. flokki kvenna þegar
þær sigruðu Fjölni 1-0 í úrslita-
leik. Dóra Stefánsdóttir, fyrirliöi
Vals, skoraði sigurmarkið. „Ég
er í fótbolta alla daga. Oft er ég
ein, en stundum reyni ég að draga
bekkjasystur mínar með,“ sagði
Dóra. Hún sagði líka að Vals-
stúlkumar mættu oft fyrir æfing-
ar til að æfa sig í fótbolta. „Það
er mikil ástundun á æfingar og
allir leggja sig fram,“ sagði Dóra.
Hún sagði að fótbolti væri
skemmtileg íþrótt og að henni
fyndist gaman á æfmgum. Knatt-
spyman veitir Dóru einnig góðan
félagsskap og á hún margar góðar
vinkonur í hópnum.
„Við stefnum að því að vinna
pæjumótið. Það er eina mótið
sem við höfum ekki unnið," sagði
Dóra jafnframt.
Þessi hópur, sem varð Reykja-
víkurmeistari, er búinn að vera
lengi saman. Flestar hafa æft
saman í um 5 ár. Engin stúlka
hefur hætt, heldur aöeins fleiri
bæst við. Um 30 stúlkur eru í
hópnum og mæta þær einstaklega
vel á æfingar.
„Ég vil að þær hafi allar gaman
af þessu og nái árangri sem ein-
staklingar," sagði Elísabet Gimn-
arsdóttir, þjálfari stúlknanna.
Hún leggur sig fram um að kenna
hverri og einni sérstaklega það
sem á vantar og hjálpar stúlkun-
um að setja sér persónuleg mark-
mið svo að hver og ein læri sem
mest.