Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Side 5
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
Fréttir
ÍSLANDSMÓTIÐ í TORFÆRU
5
Kauftecfai
Menn eru ekki á eitt sáttir um eig-
inleika ginsengs sem er á mark-
aönum. DV-mynd GVA
Lyfja kærð
- vegna ginsengs
Eigandi Eðalvara hefur kært lyfja-
búðina Lyfju til Samkeppnisstofnunar
fyrir notkun nafhsins Rautt eðal-
ginseng á vöru sem seld er á útsölu-
stöðum Lyfju. Hann hefur sjálfur
flutt inn vöru með þessu nafni í tíu
ár. Einnig hefur hann kært auglýs-
ingu Lyflu þar sem segir að efni
þeirra sé þrisvar sinnum sterkara
en efni Eðalvara.
Önnur vara
Sigurður Þórðarson, eigandi Eðal-
vara, er ekki sammála því að Lyfja
selji sterkari vöru.
„Þetta er einfaldlega önnur vara.
Þess vegna er ég búinn að kæra þá út
af nafninu og auglýsingunum sem ég
álít vera viflandi.
Þeirra vara er framleidd úr rótar-
endum en ekki sérvöldum rótiun
eins og mín. Það er með ólíkindum
að kalla vöru úr rótarendum „eðal“.
Hálendisvegir:
Opnaðir óvenju
snemma
Verið er að opna hálendisvegina
hvem á fætur öðrum þessa dagana. Að
sögn Sigurðar Haukssonar, deildar-
stjóra hjá Vegagerðinni, em fjallvegir
almennt að opnast hálfúm mánuði fyrr
en verið hefur undanfarin ár og sumir
jafnvel enn fyrr.
„Þetta hefur verið mjög snjólétt vor
og skiptir það miklu um ástand vega.
Ég man ekki eftir að hálendisvegimir
hafi opnast svona snemma," segir Sig-
urður.
Kjalvegur opnaðist alveg norður úr
í gær og Kaldidalur er þegar opinn. Þá
er opið í Landmannalaugar og Eldgjá
en það er mjög snemmt.
„Framhaldiö er með svipuðu móti.
Sem dæmi má nefhast að Sprengi-
sandur opnast öllu jöfnu um mánaða-
mótin júní-júlí. Hann opnast senni-
lega hálfum mánuði fyrr, upp úr
miðjum júní.“ -sf
Innihaldsefiiin era ekki þau sömu -
það era mörg efni í rótinni sem era
ekki í rótarendunum. Sú vara sem
þeir selja er ekki notuð sem ginseng
í vandaða vöra,“ segir Sigurður.
Þá telur Sigurður Lyíju vera að
villa á sér heimildir.
„Þegar fólk heyrir oröin Rautt eð-
alginseng fær það á tilfinninguna að
um sé að ræða mína vöra. Vörumerki
mitt er ekki skráð en það er komin
hefð á það og hún er studd í vöra-
merkjalögum. Ef þeir fara að selja
vöra sína undir öðrum formerkum,
sem rótarenda, verð ég sáttur. Ég er
fullviss um að þeim verði bannað að
nota nafhið."
Rótarendar sterkari
„Eðalvörur hafa ekki einkarétt á
þessu nafni, það hefur ekki verið
skráð. Þá er orðið „eðal“ almenn lýsing
á vöru, tilvísun til gæða sem ekki er
hægt að fá einkaleyfi fyrir,“ segir Ingi
Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju.
Ingi segir það hafa loðað við mark-
aðssetningu á þessum vönrni að ekki
er talað um virku efnin sem séu það
eftirsóknarverða í vörunni.
„Staðreyndin er sú að Sigurður sér
vöra koma á markaðinn sem er með
meira magn af virkum efnum en hans
vara. Hann grípur til þess ráðs að sá
efasemdarfræjum með rógburði í fjöl-
miðlum. Hann segir rótarenda ekki
vera notaða í Rautt eðalginseng. í því
sambandi vil ég vísa til bæklings sem
Eðalvörur gefa út. Þar stendur að til
að tryggja hámarksgæði á ginseng
gildi sú regla að gæta skuli sérstakrar
aðgátar við tinslu rótarinnar til að
skemma ekki hárfina rótarendana.“
„Ég hef sent sýni af báðum vörun-
um til Háskólans í efnagreiningu til
aö skera úr um efnainnihald þeirra.
Sigurður vildi ekki taka þátt í því. Ég
stend og fell með gæðum vörunnar
sem ég er að bjóða en það vill hann
ekki. Hann virðist ekki treysta Há-
skólanum til að sannleiksprófa gæða-
gildi vörunnar," segir Ingi. -sf
TIMKEN
TORFÆRAN
í boði Fálkans
Það verður spólað, flogið og ekkert gefið eftir í torfærunni
sem fram fer í Jósepsdal á morgun, laugardaginn 13. júní.
Keppnin hefst kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
1
ALLIR
SUZUKI BÍIAR
ERU MEÐ 2 ORYGGIS-
LOFTPÚÐUM
SUZUKI
BALENO WAGON GLX OG GLX 4X4
Góður í ferðalagið
Baleno Wagon er einstaklega
rúmgóður og þægilegur í
akstri, hagkvæmur í rekstri
og hefur allt að 1.377
lítra farangursrými.
Baleno Wagon gerir
ferðalagið enn ánægjulegra.
Baleno Wagon GLX 4X4:
Baleno Wagon GLX:
1.445.000 kr. þ
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00.
Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf.,
Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00.
'sUZ.UKf
AFL OG
lÖÍtYGG1J