Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Qupperneq 24
36 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 T>V onn Ummæli Hvax var Jóhanna? „Þegar hlustað er á árásir Jó- hönnu og vandlæt- ingu vegna bank- anna, líkt og í um- ræðum á Alþingi, þá hljóta menn að spyrja: Hvar var félagsmálaráð- herrann Jóhanna Sigurðardóttir sem sat í þvi embætti árið 1987-1994?“ Sturla Böðvarsson alþingis- maður, í DV. Ótryggt starf „Það má ef til vill segja að bæjarstjórastarfið geti veriö álíka ótryggt og starf fram- kvæmdastjóra hjá stórliði í knattspymu." Einar Njálsson, fyrrum bæjar- stjóri á Húsavík, í Degi. Bankakerfið einsdæmi „íslenska bankakerfið er því- líkt einsdæmi meðal vestrænna ríkja, þar sem það er í ríkiseigu, að það gæti vel verið að forsætisráðherra sé yfirmaður bankastjóra." Pétur Blöndal alþingismað- ur, í Degi. Peningana í vasa fólksins „Maður getur spurt sjálfan sig að því hvort það sé betra fyrir sveitarfélög að eyða hund- ruðum þúsunda í auglýsingar í stað þess aö setja þessa peninga i vasa fólksins sem þau hafa í vinnu.“ Eirikur Jónsson, form. Kennara- sambands Islands, í Degi. Mennirnir í dóms- málaráðuneytinu „í dómsmálaráðuneytinu get- ur hins vegar allt gerst, svo sem dæmin sanna. En spyrja má, hvort Þorsteinn Páls- son/Þorsteinn Geirsson hafi hér einungis tekið upp háttu gapuxans eða - það sem meira er - bein- línis háttu þeirrar skepnu, sem hefur allt á homum sér?“ Sigurður Gizurarson sýslumað- ur, í Morgunblaðinu. Fáheyrður atburður „Á sjómannadaginn gerðist sá fáheyrði atburður að sjávar- útvegsráðherra gerði grín að al- menningi í landinu og hreytti ónotum í kjósendur í nafhi sæ- greifaaðalsins í landinu." Hreggviður Jónsson, fyrr. al- þingismaður, í Morgunblaðinu. Ástand - gefið út Vegir á skyggðum svæðum eru lokaðir allri umferð þartil annaö veröur auglýst DV-graf IH Páll Guðlaugsson knattspyrnuþjálfari: Fer í hestamennskuna þegar hægist um „Miklar æfingar eru nú að skila okkur árangri og kannski má segja að liðið hafi smollið saman mun fyrr en maður átti von á. Ég var ekki kominn með fullt lið fyrr en i annarri og þriðju umferð svo það er mjög ánægjulegt að vera í toppbar- áttunni strax,“ segir Páll Guðlaugs- son, þjálfari Úrvalsdeildarliðs Leift- urs á Ólafsfirði sem nú trónir á toppi deildarinnar ásamt Keflavík og KR. Páll, sem kominn er til íslands eftir nítján ára búsetu i Færeyjum, segir að sér hafi strax litist vel á hópinn sem hann þjálfar: „Leikhóp- urinn er valinn með það fyrir aug- um að hann passi saman þegar á reynir, myndi eina sterka heild, og út frá því hef ég hagað þjálfun minni. Undirbúningstímabilið var erfitt en nú er tekin stefna á að skipuleggja lengra fram í tímann en verið hefur og gefa ungum heima- strákum, sem hafa æft mjög vel, tækifæri og hafa þeir staðið sig vel. Ég tel að Leiftursliðið eigi mikið inni og við séum ekki farnir að spila okkar besta bolta. í þeim leikj- um sem liðið hefur spilað hefðum við auðveldlega átt að skora fleiri mörk. Ég er samt mjög sáttur við stöðuna eins og hún er í dag og legg metnað minn í að halda efsta sæt- inu.“ Leiftur sé alþjóðlegt lið: „Kannski má segja það en þessi stimpill hefur fest meira við okkur en önnur lið. Það má alveg eins fara í vesturbæ- inn og upp á Skaga til að fmna lið með útlendingum.“ Maður dagsins Páll ólst upp í Vestmannaeyjum og lék með ÍBV í öllum yngri flokkum. Þegar hann fór svo til Fær- eyja gerðist hann leik- maður og þjálfari: „Það var ekki svo mikil breyt- ing að skipta um. Það er sami metnaður- inn þar og hér. Aftur á móti er knattspyman á ís- landi stærri í snið- um. Bæjarlífið hér á Ólafsfirði er / ekki ósvipað því sem mað- ur á að venjast, enda kunnum við hjónin ákaflega vel við okkur hér.“ PáU segir að enn sem komið sé fylgist hann ekki mikið með málum á heimsmeistaramótinu í Frakk- landi: „Ég á mín uppáhaldslið sem eru England og Skotland og fylgist vel þeim þeim, svo reikna ég með að horfa dálítið á leiki þegar líða fer á mótið.“ Helsta áhugamál Páls, fyrir utan fótboltann, er hestamennska: „Þessa dagana snýst aUt um Leiftur og ég hef lítinn tíma til gera annað, en um leið og hægist ætla ég aftur í hestamennsk- una. Eiginkona Páls er fær- eysk og heitir Maigun Sol- munde: „Við eigum einn son sem er sautján ára. Hann er á kafi í fótbolt- anum. Hann kemur heim í júlí og mun leika með Leiftri.“ -HK Talað hefur verið um að Páll Guölaugsson. Ný umferðar- merki Vegagerðin og Umferðar- ráð hafa lagt tU við dóms- málaráðuneyti að ný um- ferðarmerki verði tekin upp í umferðarmerkjareglugerð. Það skal tekið fram að texti, sem skýrir merkið, kann að breytast við endanlega ákvörðun. í dag er birt eitt upplýsingamerki og eitt þjónustumerki. Vegur þar sem krafist er veggjalds Merki þetta er notað þar sem ekið er inn á veg þar sem ökumenn mega búast við því að verða stöðvaðir og krafðir um veggjald. Nánari upplýs- ingar geta verið á undir- merki. Umhverfi Heilsugæsla Merki þetta er notað tU að vísa á heilsugæslustöð sem aðeins er opin hluta sólar- hrings á virkum dögum. Myndgátan Stendur á haus Myndgátan hér aö ofan lýsir lýsingaroröi. Karlakórinn Heimir heldur tón- leika í Bolungarvík í kvöld. Heimir á Vestfjörðum Karlakórinn Heimir verður á tónleikaferðalagi um Vestfirði frá og með deginum í dag og fram á sunnudag. í kvöld verða tónleikar í FélagsheimUinu í Bol- ungarvík og hetjast þeir kl. 21. Á morgun verður kórinn með tvenna tónleika. Þeir fyrri verða í FélagsheimUinu á Þingeyri og heijast þeir kl. 16. Þeir síðari verða í ísafjarðarkirkju og hetj- ast þeir kl. 21. Tónleikar Efnisskráin er mjög ijölbreytt og skemmtUeg eftir innlenda og erlenda höfunda og ættu áheyr- endur úr öUum aldurshópum að flnna þar eitthvað við sitt hæfi. Söngstjóri Heimis er Stefán R. Gíslason og undirleikarar Thom- as Higgerson og Jón Srt. Gísla- son. Einsöng, tvísöng og þrísöng með kómum syngja Einar HaU- dórsson og Álftagerðisbræðum- ir, Gísli, Óskar, Pétur og Sigfús. Botnleðja og M.I.T.H á síðdegistónleikum 200.000 naglbítar og M.l.T.H leika á tónleikum á Ingólfstorgi á vegum Hins hússins. Þetta eru fyrstu tónleikarnir af átta sem fram fara í sumar á torginu. Bridge í nýrri bók Bretans Martins Hoffmans, „Bridge: Defence in Depth", er að finna margar skemmtUegar varnarþrautir. Hér er eitt dæmi, sem margir spilararnir í austur myndu eflaust flaska á. Þeir sem vUja spreyta sig á vörninni skoði aðeins hendur austurs og norður (blinds) í upphafi. Sagnir ganga þannig, norður gjafari og aU- ir utan hættu: 4 8 V D974 ■f KD 4 KDG1098 é 976543 V K86 f 5 ♦ 752 é ÁKG * ÁG105 ♦ Á1083 f 64 Norður Austur Suður Vestur 1 * pass 24 pass 3 4 pass 3 m pass 4 v pass 4 grönd pass 5 4 pass 6 grönd p/h Félagi þinn í vestur spilar spaðafimmunni, þú setur drottning- una og sagnhafi ásinn. Hann spUar laufi, félagi setur tvistinn og þú gef- ur þann slag. Laufi er aftur spUað og félagi setur flmmuna í ásinn hjá þér. Margir myndu eUaust spila næst spaðatíunni hugsunarlaust. En ljóst er af sögnum að suð- ur á örugglega spaðakónginn (jafiivel gosann líka) úr því að hann valdi að spUa í 6 gröndum. Ef blindur er skoðaður þá sést að það er stlfla í tiguUitnum. Ef sagnhafi á ÁK í hjarta og tígulásinn, er enginn möguleiki að hnekkja spilinu, en vörnin á möguleika ef vestur á hjartakónginn. í þessari stööu er því mikUvægt að spila hjarta til baka! í ljós kemur að sagnhafi á 12 slagi, en vegna stíflunnar í tígli og glæsivamar þinnar getur sagnhafi aldrei fengið aUa þá slagi. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.