Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 5505555 FOSTUDAGUR 12. JUNI 1998 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og kona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, eru nú í opinberri heimsókn í Lettiandi. í dag mun forsetinn eiga fund með forseta Lettlands og skoða íslensk fyrirtæki í landinu. Á morgun haida forsetahjónin síðan til Litháen. DV-mynd GTK Verðstríðið í algleymingi Hart verðstrið ríkir í stórmörk- uðum á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Verð breytist oft á dag, jafnvel á klukkutímafresti. Versl- animar hafa útsendara sem kanna verð samkeppnisaðilanna og breyta jafn óðum til að vera lægri. Að sögn Þórðar Þórissonar inn- kaupastjóra matvöru í Hagkaupi hefur verslunin nýjar áherslur. „Við erum að fylgja þeirri stefnu sem við settum okkur, að vera stórmarkaður. Við höfum alltaf skoðað verð hjá samkeppnisaðilum og þeir hjá okkur. Þetta gerist hins vegar örar núna. Ákveðnir vöru- flokkar eru kannski að breytast nokkrum sinnum á dag. Það er enginn einn vöruliður verri en aðrir. Við lækkuðum náttúrlega 7000 vöruliði þegar við gerðum ákveðnar breytingar í rekstri," segir Þórður. „Við erum hissa á þvi hvemig umræðan hefur þróast. Það er hætt að taka Bónus inn í myndina," seg- ir Guðmundur Marteinsson rekstr- arstjóri Bónuss. „Það er allt i einu farið að tala um Fjarðarkaup sem lægsta stór- markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Verðmunurinn á Bónus og Fjarð- arkaupi hefur aldrei verið meiri.“ -sf 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Heimtur úr helju Landsbankinn: Ekki tilefni til málsóknar Bankaráð Landsbanka íslands ætl- ar ekki að krefja þrjá fyrrverandi bankastjóra um endurgreiðslu kostn- aðar vegna veiðiferða og risnu. Þá mun bankaráðið heldur ekki krefjast opinberr- ar rannsóknar í kjölfar skýrslu Ríkisendur- skoðimar um máleftii Jón Steinar bankans. Niðurstaðan Gunnlaugs- er i samræmi við lög- son. fræðiálit sem Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur skilað bankanum. Bankaráðið gerir sérstakar athuga- semdir við ferð Sverris Hermannsson- ar til Svíþjóðar og Finnlands en lætur málið niður falla. Telur bankaráðið það „vera bankanum til framdráttar að elta ekki frekar ólar við framferði Sverris Hermannssonar nú þegar hann hefur látið af störfum við bank- ann“. Bankastjórarnir njóta réttar til launa á átta mánaða uppsagnarfresti í samræmi við ráðningarsamninga þeirra. -kjart Helgarblaö DV: Heimir við dauðans dyr í helgarblaði DV á morgun er opnu- viðtal við Heimi Karlsson, fyrrum íþróttafréttamann, sem sl. þrjú ár hefur verið í atvinnurekstri í Hull í Englandi. Honum var vart hugað líf í vor er hann fékk heiftarlega sýkingu í blóði. Hann er nú á góðum en hægum batavegi. Einnig er viðtal við íslendinginn Óskar Óskarsson sem Norðmenn hafa skipað sem sinn sendiherra i striðs- hrjáðri Eþíópíu. Þá er rætt við Gísla Sigurðsson um myndarlega útgáfu eddukvæða, nýr pistlahöfundur kveður sér hljóðs og í fréttaljósi er greint frá morðmálunum í Noregi og þætti Gisla Guðjónssonar réttarsáifræðings þar. -bjb/sm SKAL ÞA SOLON LAXERA? bankann. Skýrslan er nú í smíðum. „Við gerðum Ríkisendurskoðun við- vart um að þetta hetði ekki verið haft með í svarinu og létum vita af þessu þótt það hefði orðið út undan þegar bréfinu var svarað." Aðspurður hvenær Ríkisendur- skoðun voru veittar þessar upplýsing- ar sagði Sólon: „Ég man það bara hreinlega ekki. Fljótlega eftir að Landsbankaskýrslan birtist báðum við Ríkisendurskoðanda að koma og skoða hjá okkur." „Málið er það að hér er ekki um stórar upphæðir að ræða. Á fimm árum voru þetta eitthvað í kringum 700 þúsund með öllum kostnaði," sagði Sólon. -kjart Búnaðarbanki íslands skýrði við- skiptaráðherra ekki frá fimm lax- veiðiferðum sem Sólon Sigurðsson, einn bankastjóra bankans, fór á kostnaö bankans í Rangá á árunum 1993-1997. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ráðherra veitir Alþingi rangar upplýsingar í þessu sambandi. Áður voru Alþingi veittar rangar upplýsingar um kaup Lands- banka íslands á laxveiðileyfum. Upphaf málsins er að Jóhanna Sig- urðardóttir lagöi fram fyrirspum til viðskiptaráðherra um laxveiðiferðir ríkisviðskiptabankanna 2. desember 1997. Þeirri fyrirspurn var svarað 9. mars 1998, en í svarinu kom ekkert fram um laxveiðina í Rangá. Svaraði í miklum flýti Að sögn Sólons Sigurðssonar fékk bankinn fyrst bréf frá viðskiptaráðu- neytinu 4. desember þar sem upplýsing- anna var óskað. Því bréfi var ekki svarað. 19. janúar sendi ráðu- neytið annað bréf til bankans og krafðist Sólon Sig- svara- Var bréflð dag' urðsson. sett 16- janúar. „Málið er það að þeg- ar við skrifuðum bréfið til ráðherrans var kallað eftir tölum úr aðalbókhaldi bankans og bréfið skrifað í miklu hasti vegna þess að fyrra bréfinu hafði ekki verið svarað," sagði Sólon þegar DV bar undir hann málið. „Ég kallaði eftir tölum úr bókhaldinu þá strax og skrifaði svarbréf heima hjá mér um kvöldið sem ég sendi morgun- inn eftir. Þá láðist það i látunum að geta um þessar veiðiferðir í Rangá.“ En hvers vegna var fyrra bréfinu ekki svarað? Um ástæðu þess að fyrra bréfinu var ekki svarað sagði Sólon: „Það var nú bara svona. Einhvern veginn hefur bréfið lagst til hliðar og ekki verið svarað. Það var engin sér- stök ástæða fyrir því. Ég hef bara hreinlega ekki skýringar á því.“ Ríkisendurskoðun sagt frá ferðunum Að sögn Sólons munu þessar upp- lýsingar allar koma fram i væntan- legri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Veðrið á morgun: Léttskýj- að víðast hvar Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður með köflum og stöku skúrir allra austast en annars léttskýjað víð- ast hvar. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast í innsveitum en kaldast á annesjum norðan til. Veörið í dag er á bls. 37. 12 10^ Ráöherra veitti Alþingi rangar upplýsingar um laxveiði Búnaöarbankans: Bankastjóri fór fimm sinnum í lax kom ekki fram í svari bankans til ráðuneytisins 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.