Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 25
£>V FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
37
Pálmi Gestsson leikur leikstjór-
ann sem fær óskarinn.
Poppkorn
í kvöld verður síðasta sýning á
Poppkorni eftir Ben Elton á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
í leikritinu segir frá kvikmynda-
leikstjóra sem frægur er fyrir of-
beldiskvikmyndir. Hann er til-
nefndur til óskarsverðlaunanna
og fær þau. Nóttina eftir afhend-
ingu þeirra brjótast tveir einlægir
aðdáendur hans inn í glæsihús
hans í Hollywood. Atburðarás
næturinnar tekur öllum kvik-
myndum hans fram og skyndilega
er hann kallaður til ábyrgðar.
Leikhús
Höfundur Poppkorns er breski
háðfuglinn Ben Elton. Háskaleg
fyndni verksins og tilvísanir þess
í geggjaðan heim Hollywood-kvik-
myndaiðnaðarins og æsifréttaleit
fjölmiðla hittir í mark. Leikritið
hefur farið sigurfór um Bretland.
Meðal leikara eru Pálmi Gests-
son, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafia
Hrönn Jónsdóttir og Margrét Vil-
hjálmsdóttir. Leikstjóri er Guðjón
Pedersen.
Geirmundur Valtýsson og hljóm-
sveit skemmta annað kvöld á af-
mælishátíöinni.
Gerðahreppur
90 ára
í ár fagnar Gerðahreppur 90 ára
afmæli sínu. Það sem af er ári hefur
margt verið gert til að minnast þess-
ara merku tímamóta i sögu sveitarfé-
lagsins.
í dag verður komið fyrir fjöl-
breyttum leiktækjum fyrir yngstu
kynslóðina á túninu við skrifstofu
Gerðahrepps. Kl. 16 mætir á svæöið
trúðurinn Tumi og heldur uppi góða
skapinu hjá öllum. Leiktækin verða
svo einnig opin á morgun. í kvöld
verður unglingadansleikur í Sam-
komuhúsinu þar sem hljómsveitin Á
móti sól heldur uppi flörinu.
Samkomur
Á morgun verður efnt til fjöl-
skylduskemmtunar í íþróttamiðstöð-
inni kl. 15. Þar verður fjölbreytt dag-
skrá, tónlistaratriði, söngur, flutt
ávörp o.fl. Heiðursgestur verður
Davíð Oddsson forsætisráðherra og
mun hann flytja ávarp. Risastór af-
mælisterta verður fyrir gesti. Annað
kvöld hefst stórdansleikur í íþrótta-
miðstöðinni og mun hljómsveit Geir-
mundar Valtýssonar leika fyrir
dansi.
Yfir afmælishelgina verða sýning-
ar í Gerðaskóla og meðal annars
sýnd vinna nemenda um ýmsa þætti
úr sögu Gerðahrepps. Böm úr leik-
skólanum sýna verk sín og þá munu
safnarar í Garði sýna hin ótrúleg-
ustu söfn sín. Byggðasafnið verður
opið og einnig hið nýstofnaða Sögu-
og minjasafn Slysavarnafélagsins. Þá
kemur út saga Gerðahrepps.
Sálin hans Jóns míns í Sjallanum á Akureyri:
Sumartúr Sálarinnar hafinn
Skemmtanir
Hljómsveitin Sálin hans Jóns
míns heldur upp á tíu ára starfsaf-
mæli. Sveitin hefur frá 1988 sent frá
sér sex plötur, átt mörg lög sem náð
hafa hylli landans og leikið á fjölda
staða hér landi sem og í útlöndum.
Tvö ný Sálarlög, Lestin er að fara og
Orginal, verða á nýrri safnplötu í
flokknum Bandalög sem kemur síð-
ar í júní. í haust mun svo Sálin
senda frá sér nýja geislaplötu.
Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns heldur upp á tíu ára starfsafmæli.
í tilefni tíu ára afmælisins ger-
ir sveitin víðreist í sumar og
kemur við á öllum helstu tón-
leikastöðum landsins. Þrjú ár
eru nú liðin síðan sveitin hélt í
svo langt skipulagt tónleika-
ferðalag. Fyrsta ballið verður í
Sjallanum á Akureyri í kvöld. Á
morgun er förinni heitið á Sel-
foss þar sem leikið verður í Ing-
hóli. Sérstakir gestir sálarinnar
á Selfossi er hljómsveitin O.fl.
Sir Oliver
Það verður blúsað fram á nótt
á skemmtistaðnum Sir Oliver í
kvöld og annað kvöld. Á stað-
inn mætir gítarleikarinn og
söngvarinn Halldór Bragason
með sveit sína, Vini Dóra, og
leikur meðal annars margt það
besta sem finna má í Chicago-
blúsnum.
Veðrið í dag
Síðdegisskúrir
inn til landsins
Dálítill hæðarhryggur yfir Islandi
þokast suðaustur og 1011 mb lægð á
vestanverðu Grænlandshafi þokast
norður.
í dag verður hæg breytileg átt eða
hafgola. Víðast léttskýjað, þó síst á
norðausturhorninu. Búast má við
síðdegisskúrum inn til landsins.
Hiti 5 til 16 stig yfir daginn, hlýjast
í innsveitum.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hæg breytileg átt eða hafgola. Létt-
skýjað eða skýjað með köflum. Hiti
6 til 12 stig.
Sólarlag í Reykjavlk: 23.56
Sólarupprás á morgun: 02.59
Síðdegisflóð í Reykjavik: 20.01
Árdegisflóð á morgun: 08.21
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri alskýjaö 5
Akurnes skýjað 8
Bergstaöir skýjaö 3
Bolungarvík skýjaö 5
Egilsstaöir 3
Keflavíkurflugv. léttskýjaö 7
Kirkjubkl. léttskýjaö 6
Raufarhöfn alskýjaö 3
Reykjavík léttskýjaó 6
Stórhöfói léttskýjaö 9
Helsinki skúr 16
Kaupmannah. skýjaó 14
Osló alskýjaö 12
Stokkhólmur 15
Þórshöfn skýjaö 4
Faro/Algarve heiöskírt 18
Amsterdam rign. á síö. kls. 10
Barcelona heiöskírt 14
Chicago hálfskýjaó 21
Dublin léttskýjaó 7
Frankfurt skýjaó 13
Glasgow léttskýjaö 5
Halifax súld 8
Hamborg þokumóöa 14
Jan Mayen skýjaö 3
London léttskýjaö 8
Lúxemborg skýjað 9
Malaga þokumóóa 19
Mallorca hálfskýjaö 18
Montreal skýjaö 16
París léttskýjaó 10
New York rigning 17
Orlando heióskírt 24
Róm hálfskýjaó 18
Vín skýjaö 16
Washington rigning 19
Winnipeg heiöskírt 13
Vegir á hálendinu
eru að opnast
Færð á vegum er góð víðast hvar. Unnið er að
vegagerð á nokkrum stöðum á landinu og eru veg-
farendur beðnir að aka þar með gát og samkvæmt
merkingum á vinnusvæðum. Vegir um hálendið
Færð á vegum
eru að byrja að opnast. Sunnan- og vestanlands er
orðið fært í Lakagíga og Eldgjá úr Skaftártungu og
í Landmannalaugar af Sigöldu og um Dómadal.
Uxahryggir eru færir og jeppafært um Kaldadal.
Ástand vega
Skafrenningur
0 Steinkast
(51 Hálka
Q) Ófært
0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
□ Þungfært (g) Fært fjallabílum
Róbert Orri
Snáðinn myndarlegi á
myndinni heitir Róbert
Orri Laxdal. Hann fædd-
ist á fæðingardeild Land-
spítalans 9. mars kl. 9.45.
Honum lá mikið á að
komast í heiminn og birt-
Barn dagsins
ist þrernur vikum fyrh-
tímann. Við fæðingu vó
hann 3045 grömm og var
48 sentímetra langur. For-
eldrar drengsins eru
Kristin Ferdinandsdóttir
og Gauti Laxdal og er
þetta þeirra fyrsta barn.
Róbert á systur sem heit-
ir Edda Laufey Laxdal.
agsdlffii
i
Varúlfur kominn á kreik í París.
Amerískur
varúlfur í París
Regnboginn sýnir um þessar
mundir An American Werewolf in
Paris sem er óbeint framhald af An
American Werewolf in London, sem
naut mikillar hylli fyrir nokkrum
árum. Þeirri mynd leikstýrði John
Landis en viö stjórvölinn nú er Ant-
hony Waller.
í myndinni segir frá þremur amer-
ískum strákum sem eru að upplifa
evrópska stemningu í París, með til-
heyrandi áherslu á stelpur og kynlíf.
Á toppi Eiffelturnsins hitta þeir
ljósku í sjálfsmorðshugleiðingum og
bjarga henni. Fyrir aðalhetjuna,
Andy, er þetta ást við fyrstu sýn
en þar sem daman er
varúlfur lukkast sam-
Kvikmyndir
skiptin ekki sem skyl
Piltarnir þrír flækjast
inn i varúlfa-söfnuð sem stefnir að
nasískri hreinsun á mannkyninu
sem felst fyrst og fremst í því að
þurrka út Ameríkana. Andy smitast
en eins og fyrirrennari hans neitar
hann öllum áburði þar til hann hef-
ur étið svo sem tvo.
Nýjar myndir:
Háskólabió: Piparkökukallinn
Háskólabíó: Vomurinn
Laugarásbíó:The Wedding Singer
Kringlubíó: Með allt á hælunum
Saga-bíó: Til There Was You
Bíóhöllin: The Man Who Knew too
Little
Bíóborgin: Mad City
Regnboginn: Scream 2
Regnboginn: Frekari ábending
Stjörnubíó: U Turn
Krossgátan
Lárétt: 1 skýr, 6 baga, 7 hækka, 8
skordýr, 10 kvæðis, 12 mæt, 13 fálm-
aðir, 14 möndull, 16 beltiö, 18 mag-
ur, 19 afgangur, 21 gramir, 22 oddi.
Lóðrétt: 1 æxlunarfruma, 2 svífa, 3
þröng, 4 aldraðri, 5 fögnuður, 6 káti,
9 mas, 11 mikill, 13 krota, 15 gylta,
17 egg, 20 þegar.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 fálki, 6 sá, 7 ívar, 8 lík, 10
nag, 11 ólga, 13 snakk, 15 af, 16 pist-
ill, 18 art, 20 ana, 21 rámu, 22 dró.
Lóðrétt: 1 fin, 2 ávani, 3 lagast, 4
krók, 5 ill, 6 sí, 9 kafli, 12 galar, 13
spar, 14 kind, 17 tau, 19 rá.
Gengið
Almennt gengi Ll 12. 06. 1998 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqengi
Dollar 71,370 71,730 72,040
Pund 116,330 116,930 119,090
Kan. dollar 48,570 48,870 50,470
Dönsk kr. 10,3670 10,4220 10,4750
Norsk kr 9,3310 9,3830 9,5700
Sænsk kr. 8,9150 8,9650 9,0620
Fi. mark 12,9890 13,0650 13,1480
Fra. franki 11,7690 11,8370 11,9070
Belg. franki 1,9136 1,9251 1,9352
Sviss. franki 47,7500 48,0100 49,3600
Holl. gyllini 35,0200 35,2200 35,4400
Þýskt mark 39,4900 39,6900 39,9200
ít. líra 0,040170 0,04041 0,040540
Aust. sch. 5,6100 5,6440 5,6790
Port. escudo 0,3853 0,3877 0,3901
Spá. peseti 0,4651 0,4679 0,4712
Jap. yen 0,494700 0,49770 0,575700
(rskt pund 99,520 100,140 99,000
SDR 93,270000 93,83000 97,600000
ECU 77,9200 78,3800 78,9600
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270