Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1998, Blaðsíða 14
14
íþróttir
FRANCE 98
C O UPE D U M O N D E
Fjölmiólar i Marokkó áttu vart orö
til aö lýsa liði sínu eftir jafnteflið við
Noreg. „Marokkó hefur hrundið öll-
um hrakspám og hlotið aödáun um
víða veröld fyrir að kenna sigurviss-
um Norðmönnum hvemig á að leika
fallega knattspyrnu," sagði stærsta
dagblað landsins, Le Matin.
Þetta eru oró að sönnu því að norska
liðið virðist eiga góða möguleika á að
halda sessi sínum sem leiöinlegasta
landslið heims, rétt eins og þaö var á
HM í Bandaríkjunum 1994.
Þulir Eurosport fara að vanda á
kostum í lýsingum sínum af leikjun-
um á HM. Einn þeirra sagði skoplegt
að fyrirliði Noregs, Frode Grodás,
væri þriðji markvörður enska liðsins
Tottenham.
Peter Schmeichel,
markvörður Dana,
segir að jafntefli
Marokkó við Noreg
sé slnu liði góð við-
vörun. „Marokkó
hefði átt skilið að
sigra og þetta kenn-
ir okkur aö ekkert
lið á HM er auðvelt
viðureignar," sagði
Schmeichel, en
Danir mæta Sádi-Aröbum í dag.
Bo Johansson, þjálfari Dana og fyrr-
um þjáifari íslenska landsliösins, er
ekki sammála þeim sem segja að
rigning yrði Dönum hagstæð í leikn-
um við Sádi-Araba. „Það væri
heimskulegt af okkur að láta okkur
detta í hug að þeir spili verri knatt-
spymu í rigningu," sagði Bo.
Victor Ikpeba er enn upp á kant við
allt og alla í nígeríska hópnum. Hon-
um hefur ekki tekist að vinna sér fast
sæti í liðinu, segir að honum sé sífellt
hegnt fyrir að segja sínar skoðanir,
og íhugar að hætta með landsliðinu
eftir HM.
Skoskir áhorfendur fá mikið hrós
frá frönsku lögreglunni. Þeir hafi
hagað sér mjög vel í París, blandi
auðveldlega geði við aðra stuðnings-
menn og ekki séu til vandræði í
þeirra röðum. Talið er að um 15 þús-
und Skotar séu mættir til að styðja
sitt lið á HM.
Michael Owen
veröur i fremstu
víglínu Englend-
inga ásamt Alan
Shearer þegar
Englendingar
mæta Túnisbúum
á mánudaginn.
Þetta fullyrða
breskir blaða-
menn þó svo Glen
Hoddle hafi ekki tilkynnt byijunar-
liðið.
Owen, sem er 18 ára gamall, verður í
byijunarliðinu á kostnað Teddy Sher-
ingham sem hefur ekki átt sjö dagana
sæla að undaníornu.
Owen var 10 ára gamall þegar Eng-
lendingar léku síöast 1 úrslitakeppni
HM á Italíu árið 1990. Hann missti þá
af sjónvarpsútsendingum þar sem
hann þurfti að fara í rúmið snemma.
ítalir voru með öndina i hálsinum
þegar þeir vissu að Roberto Baggio
ætti að taka vítaspymuna gegn Chile
í gær.
Þeir voru minnugir þess að þegar
Baggio tók síðast víti fyrir ítaii skaut
hann langt yfir í úrslitaleiknum gegn
Brasilíu á HM fyrir 4 árum sem varð
til þess að Brassamir urðu heims-
meistarar.
Sádi-Arabar em mjög óhressir
vegna þess að yfir 80 danskir blaða-
menn em á sama hóteli og liösmenn
þeirra. Danir og Sádi-Arabar mætast
í dag og Carlos Alberto Parreira,
þjálfari Sádanna óttast að dönsku
blaðamennimir hafi lekið mörgum
upplýsingum i herbúðir danska
landsliðsins. -VS/GH
Paraguay-Búlgaría ..........12.30
Sádi-Arabía-Danmörk.........15.30
Frakldand-Suður-Afríka......19.00
Polster bjargaði Austurríki
- jafnaöi metin á lokamínútunni gegn Kamerún
Gamli markahrókurinn Toni Pol-
ster var hetja Austurríkismanna í
leiknum gegn Kamerún í gær en
hann jafnaði metin þegar komið var
fram yfir venjulegan leiktíma. Leik-
urinn var annars frekar tíðindalítill
og sá leiðinlegasti af leikjunum fjór-
um sem spilaðir hafa verið á HM.
Mark Kamerúnmanna var einn
af fáum ljósu punktunum í leiknum
en það skoraði varnarmaðurinn Pi-
erre Njanka með glæsilegu skoti eft-
ir að hafa hlaupið með boltann um
55 metra.
„Þegar maður hefur öðlast mikla
reynslu þá veit maður að leikurinn
er ekki búinn fyrr en flautað hefur
verið til leiksloka,“ sagði Polster við
fréttamenn eftir leikinn.
Valið á Polster í lið Austurríkis-
mann var nokkuð umdeilt en mark-
ið í gær hlýtur að hafa þaggað nið-
ur óánægjuraddimar.
Þarf ekkert að sanna mig
meira
„Ég held að ég þurfi ekki að
sanna mig meira. Ég skoraði 7 mörk
í undankeppninni og það er ekki
hægt að búast við að ég skori 3
mörk í hverjum leik,“ sagði Polster
enn fremur.
„Ég held að ég geti verið nokkuð
stoltur af mínu liði en auðvitað
voru það vonbrigði að fá þetta mark
á sig svona skömmu fyrir leikslok,“
sagði Le Roy, þjálfari Kamerún-
manna, eftir leikinn.
Áttum skilið að jafna
„Við áttum skilið að jafna þennan
leik því Kamerún átti engin færi
fyrir utan markið. Ég var ekki sátt-
ur við miðjumennina en mínir
menn börðust af krafti líkt og þeir
gerðu í undankeppninni," sagði
Herbert Prohaska, þjálfari Austur-
ríkismanna. -GH
Heimsmeistararnir í liði Brasilíu áttu náðugan dag í gær og fengu frí frá
boltanum. Ronaldo notaði tækifærið og hitti sína heittelskuðu, Suzane Werner,
í húsi fjöiskyldu sinnar sem hún tók á leigu á meðan keppnin stendur.
Italir og Chilebúar
áttust viö í fyrsta
skipti 1 HM í 36 ár
þegar þeir mættust í
gær. Leikur þjóöanna
fyrir 36 árum var
mjög eftirminnilegur.
Þar sauð allt upp úr og tveir leik-
menn úr hvoru liði voru reknir út.
Þessi leikur var nefndur baráttan um
Santiago.
Christopher Kyle, stuðningsmaður
skoska landsliðsins, var fyrsta knatt-
spymubullan sem fékk fangelsisdóm
á HM en hann var úrskuröaður í
tveggja mánaða varðhald fyrir að ráð-
ast á lögreglumann fyrir leik Skota
og Brasilíumanna i fyrradag.
Dennis Bergkamp, framherji Hol-
lendinga, er orðinn heill heilsu aö
sögn læknis hollenska liösins. Ólík-
legt er þó taiið að hann verði í byij-
unarliðinu gegn Belgum á morgun.
Lothar Matthaus, hinn 37 ára gamli
leikmaöur Þýskalands, sem er að
leika á sinu 5. heimsmeistaramóti,
segir að reglurnar um að reka eigi út
af fyrir tæklingar aftan frá ættu aö
gera leikinn betri og aðlaðandi. „Ég
held að þessar reglur séu mjög góðar
og komi þeim leikmönnum sem hafa
góða knatttækni til góða,“ segir Matt-
haus. -GH
27 •
+
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1998
DV DV
íþróttir
Ítalía—Chile (1-1) 2-2
1-0 Christian Vieri (10.)
1-1 Marcelo Salas (45.)
1- 2 Marcelo Salas (49.)
2- 2 Roberto Baggio (víti) (85.)
Lið ítaliu: Pagliuca - Costacurta,
Maldini, Nesta, Cannavaro, Di Livio
(Chiesa 62.) - Albertini, D.Baggio, Di
Matteo (Di Biagio 58.) - R.Baggio,
Vieri (Inzaghi 71.)
Lið Chile: Tapia - Fuentes, Viilarro-
el, Margas (Ramirez 64.), Reyes, Rojas
- Acuna (Cornejo 82.), Parraguez,
Estay (Sierra 81.) - Zamorano, Salas.
Dómari: Lucien Bouchardeau, Níger.
Kamerún-Austurríki
(0-0) 1-1
1-0 Pierre Njanka (77.)
1-1 Toni Polster (90.)
Lió Kamerún: Songo’o - Song, Kalla,
Njanka - Wome, Angibeaud, Mboma,
Simo (Olembe 65.), Ndo - Ipoua (Job
65.), Omam-Biyik (Tchami 84.).
Lið Austurríkis: Konsel - Feiersing-
er, Schöttel, Pfeffer - Cerny (Haas
83.), Kúhbauer, Máhlich, Pfeifen-
berger (Stöger 83.), Wetl - Herzog
(Vastic 83.), Polster.
Dómari: Epifanio Gonzalez Chavez,
Paraguay.
Aörir leikir í B-riðli:
17.6. Chile-Austurríki ......15.30
17.6. Ítalía-Kamerún ........19.00
23.6. Italia-Austurriki.......14.00
23.6. Chile-Kamerún ..........14.00
Michael Johnson og Gwen Torrence
geta ekki tekiö þátt i bandaríska
meistaramótinu i frjálsum íþróttum
sem fram fer í næstu viku. Þau eiga
bæði við meiðsli að striða.
Jose Antonio Camacho veröur næsti
þjálfari Evrópumeistara Real Madrid
i knattspyrnu og tekur hann við
starfi Þjóðverjans Jupp Heynckes.
Camacho er vel kunnugur í
herbúðum Real Madrid. Hann lék i 16
ár meö liðinu og á þeim tíma varð
hann 9 sinnum spænskur meistari og
i tvígang Evrópumeistari félagsliða.
Undanfarin ár hefur hann þjálfað liö
Sevilla og Espanyol með góðum
árangri.
Marc Vivien Foe, landsliösmaður
Kamerún, sem fótbrotnaði skömmu
fyrir HM hefur ekki gefið upp vonina
um að ganga í raðir Manchester
United fyrir næstu leiktið. Hann
segist losna úr gipsi eftir tvær vikur
og verða orðinn leikfær í næsta
mánuði. Alex Ferguson hefur mikinn
áhuga á að fá þennan 23 ára gamla
miðjumann i lið sitt.
Claudio Taffarel, markvörður
Brasiliumanna, segist hafa mikinn
áhuga á að leika með West Ham á
næstu leiktíð. Hann sagði í viötali við
skoska blaðamenn eftir leikinn gegn
Skotum í fyrradag að stutt væri í að
samningar við West Ham tækjust og
hann væri mjög spenntur að spila
fyrir félagið.
-GH
*Í 2. DEILD KARLA
KS-Völsungur ................1-1
Jóhann Mölier - Skúii Haligrimsson.
Ægir-Víðir...................1-2
Ásgeir Ásgeirsson - Grétar
Einarsson, Goran Lupic.
Reynir S-Fjölnir ............4-1
Vilhjálmur Sigurðsson 2, Sigurður V.
Ámason, Gunnar D. Gunnarsson -
Gísli Þór Einarsson (markvörður).
Víðir 5 5 0 0 13-4 15
KS 5 3 11 10-9 10
Tindastóll
Dalvík
Selfoss
Leiknir R.
Völsungur
Ægir
Reynir S. 5 1 0 4 8-15 3
Fjölnir 5 1 0 4 7-18 3
^» 3. PEHP KARLA
Léttir-KFS ........... 1-5
Marcelo Salas er hér aö jafna metin fyrir Chile gegn ítölum í gær en þessi skæöi framherji skoraði bæði mörk sinna manna. Salas og Ivan Zamarono, framherjapar
Chilemanna, komu varnarmönnum ítala oft í ona skjöldu og ítalarnir þóttu heppnir aö sleppa meö annaö stigið. Reuter
Italir heppnir
- Roberto Baggio jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok
ítalir sluppu svo sannarlega meö
skrekkinn gegn frísku liði Chile en
mark frá Roberto Baggio úr víta-
spyrnu 5 mínútum fyrir leikslok
tryggði ítölum annað stigið. Víta-
spyrnudómurinn þótti mjög strangur
en skot Baggio upp i hönd eins varn-
armanns Chile var af mjög stuttu færi.
Áttum aö vinna
„Við áttum að vinna þennan leik
því við áttum það skilið. Ég sá ekki at-
vikið nógu vel þegar dómarinn dæmdi
vítaspymuna. Annars held ég að þetta
hafi verið góður leikur. Við áttum í
nokkrum erfiðleikum í vörninni í
byrjun en eftir að við náðum tökum á
henni vorum við betri,“ sagði Nelson
Acosta, þjálfari Chile, eftir leikinn.
Sanngjörn úrslit
„Eg hel
ield að þetta hafi verið sann-
gjörn úrslit. Ég var ekki alveg sáttur
við vamarlegu hliðina hjá okkur því
við gerðum of mörg mistök. Við byrj-
uðum mjög vel en síðan greip einhver
taugaveiklun nokkra af mínum mönn-
um og fyrir vikið misstum við svolítið
tökin á leiknum,” sagði Cesare Mald-
ini, þjálfari ítala, eftir leikinn.
Roberto Baggio lék í fyrsta skipti í
byrjunarliði í langan tíma og hann
getur verið sáttur við sína frammi-
stöðu. Hann lagði upp fyrsta markið
fyrir Vieri og jafnaði svo metin úr
vítaspymu 5 minútum fyrir leikslok.
Vítaspyrnan gegn Brasilíu
flaug í huga minn
„Ég neita því ekki að vítaspyrnan
sem ég klúðraði á móti Brasilíu fyrir
fjórum árum flaug í huga minn þegar
ég gekk að vítapunktinum en hugsaði
samt meira um að skora og jafna met-
in,“ sagði Roberto Baggio, eftir leikinn.
Marcelo Salas talaði um það fyrir
leikinn að hann ætlaði sér að spila
sinn besta leik á ferlinum í leiknum
gegn ítölum. Hann fór langt með það
því hann skoraði bæði mörkin á
glæsilegan hátt og fór oft illa með
varnarmenn ítala eins og félagi hans í
framlínunni, Ivan Zamorono, en þeir
félagar ganga undir nafninu Za-Sa
bræður.
Nelson Acosta, þjálfari Chile, var
ánægður með leik framherja Salasar
og hrósaði honum í hástert.
Salas frábær
„Salas var frábær og hann er fædd-
ur markaskorari. Hann er alltaf á rétt-
um stöðum og er lunkinn við að þefa
uppi marktækifæri. Salas var svo
sannarlega maður þessa leiks,“ sagði
Acosta.
Roberto Baggio og Christian Vieri
léku saman í framlínu ítala í fyrsta
skipti á alvöruleik og þeir sáu um að
koma ítölum á sporið. „Þetta var
frábær sending frá Baggio og
eftirleikurinn var nokkuð auðveldur
fyrir mig,“ sagði Vieri. -GH
FIFA synjaði
Nígeríumönnum
um mínútuþögn
tAlþjóða
knatt-
spymu-
sam-
bandið,
synjaði
ósk Ní-
geríu-
manna í
gær
þess efnis að mínútuþögn yrði á
leikvanginum fyrir leik Nígeríu-
manna og Spánverja á laugar-
daginn. Nígeríumenninir fóru
fram á þessa ósk vegna andláts
Sani Abacha, yfrrmanns herfor-
ingjastjórnarinnar, sem lést á
mánudaginn. Þá óskuðu Nígerí-
mennirnh' einnig eftir því að fá
að bera sorgarbönd í leiknum og
að þjóðfáninn yrði dreginn í
hálfa stöng og við þessari ósk
varð FIFA.
-GH
Aðalfundur
Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík verður haldinn laugardaginn
20. júní 1998 í íþróttahúsi félagsins að
Hátúni 14 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Onnur mál.
í kaffihléi verður verðlaunaafhending.
c
■»
Iþróttir eru einnig á bls. 32
Síjtírnin
Glæsimark Kamerún-
mannsins Lion Njanka í
leiknum gegn Austurrík-
ismönnum á örugglega
eftir að koma honum til
góða í framtíðinni.
Fyrir HM var þessi 23 ára
vamarmaður nær
óþekktur, jafnt í heima-
landi sínu sem og í heiminum. Það var ekki
fyrr en einum og hálfum mánuði fyrir HM sem
Njanka var valinn í HM-lið Kamerún. Frakk-
inn Claude Le Roy, þjálfari Kamerúnmanna ,sá
til pOtsins eftir að 16 félög í Kamerún vora beð-
in um að senda í æfingabúðir sína bestu leik-
menn. Þar mættu 50 leikmenn og í þeim hópi
var Njanka. Le Roy var fljótur að sjá hæfileika
Njanka og valdi hann í hópinn, öllum á óvart.
Le Roy þarf ekki að sjá eftir eftir þessi
ákvörðun og eitt er víst að Njanka mun ekki
leika lengj í Kamerún. Markið sem hann
skoraði í gær mun ryðja brautina og koma
honum til stærri félags utan Kamerún. -GH
Að sjálfsögðu getur þú
tippað á einstaka ieiki
á Lengjunni.
-Lengjan stuðlar að sigri.
Islendingar, Danir, Svíar og Kanadamenn
sameinast um HM'98 getraunaleilc
Það er því til mikils að vinna.
Söiu lýlcur kl. 15.25 á föstudag
og röðin kostar aðeins 20 kr. ______
Þú típpar á 14 leikí og merkír
Við í reitinn: aukaseðíll. /
1
4
l